Morgunblaðið - 16.04.1972, Page 16

Morgunblaðið - 16.04.1972, Page 16
16 * ’> MOfiaUNBLAÐie, SUNNUDAGUR 16. APRlL, 1972 ODgefandí W Án/akur, Reykj'avík Fram'kvæmdastjóri Haratdur Sveinsson. Rtetjórar Matiihías Johannessen, Eyjóllfur Konrðð Jónsson. Aðstoðarrítstjóri Styrmir Gunnarsson. Rits'tjór.narftrl'litrúi Rorbijönn Guðrrtundsson Fréttastjóri Rjörn Jóhannsson Augliýsingastjöri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og aifgreiðsla Aðaistræti 6, sími 1Ó-100. Augiliýsingar Aðalstræti 6, siími 22-4-80. Áskriftargjaí'd 22S,00 kr á mámiuði innanlands I laiusasöru 15,00 Ikr eintakið VARHUGAVERÐAR BREYTINGAR |?rumvarp það, sem ríkis- stjórnin hefur lagt fram til breytingar á Framleiðslu- ráðslögunum, felur tvímæla- laust í sér mjög varhugaverð- ar breytingar fyrir bænda- stéttina, ef það verður sam- þykkt óbreytt. Þetta viður- kenndi raunar eini þingmað- ur Framsóknarflokksins, sem sæti átti sem fulltrúi á síð asta fundi Stéttarsambands bænda, þegar hann sagði það við síðustu umræðu málsins, að hann mundi beita sér fyr- ir breytingum á frumvarpinu, eftir því sem hann gæti, til þess að það næði fremur til- gangi sínum. Annar af þing- mönnum Framsóknarflokks- ins, Vilhjálmur Hjálmarsson, komst svo að orði um eitt ákvæði frumvarpsins, að hann gæti út af fyrir sig sætt sig við það í trausti þess, að það kæmi aldrei til fram- kvæmda, og sjálfur landbún- aðarráðherra lýsti þessu sama ákvæði sem miklum ljóði á frumvarpinu, en þar var um að ræða heimildina til þess að taka upp kvóta- kerfi í landbúnaðinum, þann- ig að þeir bændur, sem mikið framleiddu, fengju minna fyrir hverj a framleiðsluein- ingu en hinir. Ingólfur Jónsson gerði ein- mitt þetta atriði sérstaklega að umtalsefni við 1. umræðu málsins. Hann benti á, hversu óheillavænleg áhrif það mundi hafa á þróun landbún- aðarins, ef í lög yrðu leiddar allar þær heimildir, sem í frumvarpinu felast til þess að hafa áhrif á tekjuskiptingu landbúnaðarins í gegnum skammtímaráðstafanir. En þar er ekki aðeins um það að ræða til viðbótar kvóta- kerfinu, að sett sé inn heim- ild til 25% fóðurbætisskatts, heldur er opnuð leið til þess í sambandi við sjálfa verð- ákvörðun landbúnaðarvar- anna, að búvöruverðið sé al- mennt lækkað til bænda- stéttarinnar, gegn því að sér- stakir framleiðslustyrkir renni til þeirra byggðarlaga, sem erfiðust skilyrði hafa. Ingólfur Jónsson benti rétti- lega á, að það getur engan veginn staðizt, að hluti bændastéttarinnar sé skatt- lagður með þessum hætti. Sjálfsagt sé að veita þeim að- stoð, sem verst eru settir, en slíkt eigi ekki að hvíla á vissum hóp bændastéttarinn- ar né á vissum byggðarlög- um, heldur á þjóðfélagsheild- inni. Þeir styrkir, sem ein- hverra hluta vegna kunni að verða nauðsynlegir til þess að rétta við byggð, eigi að renna úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar. Síðustu 12 árin eru mesta framfaraskeið í sögu íslenzks landbúnaðar. Þrátt fyrir sam- felld harðindi um helming þessa tímabils, stendur ís- lenzka bændastéttin nú bet- ur en nokkru sinni og það er til marks um það, hversu fljót hún var að rétta sig við, strax og sæmilega áraði á nýjan leik, að meðaltekjur bænda hækkuðu um hvorki meira né minna en 50% í krón um talið frá árinu 1969 til ársins 1970. Enn hefur svo hagur bænda vænkazt á síð- asta ári, þótt tölur liggi ekki fyrir um það. Þessi er vitnis- Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á þeirri landssöfnun, sem félagar í Lionshreyfingunni hafa hrundið af stað nú um þessa helgi í þeim tilgangi að safna fé til kaupa á sjónlækninga- tækjum víðs vegar um land- burður sögunnar um það tímabil, sem Ingólfur Jóns- son gegndi embætti landbún- aðarráðherra. Það mótaðist af stórhug og trú á íslenzka bændastétt. En frumvarp það, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram um Framleiðsluráð landbúnaðarins ber annan keim. Það gengur eins og rauður þráður í gegnum það, að þá beri að skattleggja sér- staklega, sem mikið fram- leiða, sem í raun hlýtur að verka lamandi fyrir bænda- stéttina í heild. Slíka laga- setningu ber að forðast. Eða eins og Ingólfur Jónsson orð- aði það: „í okkar harðbýla landi eigum við ekki að draga úr dugnaði og framtaki, held- ur miklu frekar ýta undir það.“ ið, svo að fremur sé hægt að koma í veg fyrir sjónskerð- ingu eða blindu af völdum hægfara gláku. Enginn vafi er á því, að landsmenn muni taka erindi þeirra Lions- manna vel. FRAMTAK LIONSMANNA Reykjavíkurbréf Laugardagur 15. apríl Baráttan gegn blindu Þótt mikið sé í nútímaþjóðfé- lögum gert af hálfu hins opin- bera í heilbrigðis- og félagsmál um, eru ætíð verkefni, sem við blasa. Ýmis félagasamtök hafa fyrr og síðar einbeitt sér að því að leysa úr brýnni þörf á sviði heilbrigðismála, ekki sízt sam- tök kvenna. Með batnandi efna hag og auknum frístundum ætti slikt starf að geta aukizt, enda leggja margir sig fram í því efni. Nú hafa Lionsfélagar á Is- iancti hafið fjársöfnun til kaupa á sjónlækningatækj- um, og er þess að vænta, að hún beri tilætlaðan árangur. 1 tilefni þessa starfs ræddi Morgunblaðið við 77 ára gamlan mann, sem þjáðst hefur af gláku, Halldór Davíðsson að nafni. Hann lýkur máli sínu með þessum orðum. „Ég get aldrei lagt nægilega sterka áherzlu á það við fólk, að það flýti sér til læknis, ef það hefur minnsta grun um að það sé eitthvað að sjóninni. Mað ur má ekki láta stjórnast af augnabliksástæðum eða hags- munum, sem engu máli skipta í samanburði við það, sem maður getur tapað.“ Og áður í viðtal- inu segir hann: „Það er mikil huggun að því að hafa þessa litlu birtu, og mér veitir hún mikinn styrk, þð að hún hjálpi mér ekki til að kom- ast áfram, því að ég geng á allt, sem fyrir mér verður. Það sem mestu máli skiptir og raunveru- lega það eina sem skiptir máli, er að myrkrið er ekki algjört." Nú á tímum getur læknisfræð- in áorkað ótrúlega miklu, jafnt á sviði augnsjúkdóma sem ann- arra veikinda. En fullkomnasta búnað og tæki þarf til þess að ná bezta árangri, og vissulega er því fé vel varið, sem fer til að likna sjúkum, en bezt er þó þegar tekst að hindra sjúkdóma eða hefta þá. Fullur meðgöngutími 1 Bandaríkjunum er um það talað, að ný ríkisstjórn eigi að fá 100 daga starfsfrið til að marka stefnu sína, en að þeim tíma liðnum eiga menn að geta áttað sig á þvi, hvert hún muni halda. Vinstri stjórnin á íslandi hefur nú fengið nærfellt þrefaldan þennan tíma til að marka stefnu sína. Hún hefur verið við völd í fullan með- göngutíma. Flestir munu nú farnir að gera sér grein fyrir þvi, hver verða muni afleiðingin af þeirri stefnu, sem þessi ólánsrikis- stjórn hefur fylgt, en þó verð- ur það ekki fullljóst fyrr en fram á haustið kemur og stjórn- in þarf að fara að glíma við ný fjárlög. Líkur benda nú til þess, að útgjöld atvinnuveganna muni hækka um allt að 15% 1. júní, bæði vegna vísitöluhækkana og þeirrar kaupgjaldshækkunar, sem þá tekúr gildi. Þessi mikla hækkun krefst nýrra verð- hækkana, því að útilokað er, að atvinnuvegirnir standi undir þessum hækkunum, án þess að verðlag hækki. Þá verður visitöluskrúfan komin i fullan gang, og enginn getur nú gert sér grein fyrir því, hve miklar hækkanirnar muni verða 1. sept. En ljóst er þó, að ríkisstjórnina vantar marga milljarða í eyðsluhiíit sína, og skattaálögur munu hækka gífur lega að óbreyttri stefnu. Hefur þó nóg verið að gert nú þegar eins og skattborgararnir munu sjá, er skattskrárnar birtast. Heillum horfnir Flumbruskapur vinstri stjórn arinnar er svo sannarlega ein- stæður. Engri ríkisstjórn hefur fa-nazt jafn illa og þeirri, sem nú er við völd, enda er ekki of- sagt, að ráðherrarnir séu heill- um horfnir. Fyrstu hundrað dagar ríkis- stjórnarinnar voru ekki notaðir til að leggja grundvöllinn að far sælu stjórnarstarfi. Þvert á móti var þá efnt til mikillar veizlu. Sjóðir þeir, sem þjóðin hafði aur að saman, voru notaðir til að greiða veizluföngin. Fyrningar voru étnar upp, en síðan stóðu ráðherrarnir eins og glópar. Aldrei hafa ytri aðstæður verið okkur Islendingum hag- stæðari en á síðasta ári og raun- ar fram á þennan dag, enda reyndist hagvöxtur hér meiri en i nokkru öðru landi í Efnahags- og framfarastofnun Evrópu. En þrátt fyrir það er nú fram- kvæmd skipulögð kjaraskerð- ing. Skuldir ríkissjóðs hrannast upp, svo að fjármálaráðherra er farinn að selja víxla og valda- menn vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar svona er komið i efna- hagsmálunum, er von að menn spyrji, hvers vegna þessi rikis- stjórn fari ekki frá. Er það ligg- ur auk þess fyrir samkvæmt yf- irlýsingum ráðherranna sjálfra, að stjórnin geti ekki rekið sjálf stæða utanríkisstefnu, má vissu lega s-egja, að um þverbak kieyri og von sé, að menn spyrji. Aukin ríkisafskipti Einar Bragi, rithöfundur, tal- aði um daginn og veginn í út- varpinu s.l. mánudag. Flest- ar voru skoðanir hans skrítnar, en broslegast þó, þegar hann tók að fjargviðrast yfir skrif- stofuveldinu og ríkisafskiptun- um, samhliða því sem hann hældi þeim ráðherrum, sem lengst vilja ganga i að skerða frelsi borgaranna og auka ríkis- yfirráð. Og fyrir hvað hældi hann ráðherrum kommúnista? Jú, hann hældi þeim báðum fyr- ir það, að vera í nánari tengsl- um við fólkið en fyrirrennarar þeirra hefðu verið. Hann hældi þeim fyrir að stefna að þvi að draga úr ríkisafskiptum! Raunar er rithöfundurinn ekki sá eini, sem boðar þær kenningar, að samhliða stór- auknu rikisvaldi eigi að efla frjálsræði borgaranna. Speking- ar vinstri stefnunnar bæði hér á landi og í nágrannalöndunum hafa á síðustu árum verið að boða þessar kenningar al- veg grafalvarlegir. Meira vald til ríkisins, stjórnmála- og emb- ættismanna segja þeir og þá mun valdsvið alþýðu líka aukast! Kannski mætti segja að þessi barnaskapur væri fyrirgefanleg ur, ef hvergi hefði verið reynt að framfylgja þessari stefnu spekinganna. En svo vill til, að þessi stefna hefur verið ríkjandi meðal margra þjóða og meira að segja yfir hálfa öld í Rússlandi, svo að öllum sem vilja vita, er ljóst, hverjar afleiðingar henn- ar verða. Og sabt bezt að segja, er vinstri stjórnin stefnuföst að einu leyti. Hún vinnur að þvi bæði leynt og ljóst að auka rlk- isyfirráðin, færa fjármuni og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.