Morgunblaðið - 16.04.1972, Side 20

Morgunblaðið - 16.04.1972, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. APRlL 1972 Aldarminning: Einar í Garðshúsum 1! dag, 16. apríl 1972, eru lið- in rétt hundrað áf frá fæðingu Einars G. Einarssonar, útvegs- bónda og kaupmanns i Garðhús um í Grindavik. Þótt hér verði gerð tiiraun til að minnast hans að nokkru, verða hinu mikla, margþætta og farsæla starfi ha*s aldrei gerð viðhiitndi skil í stuttri blaða- grein — aðeins stiklað á hinu stærsta á ævi mikils athafna- manns. Hitt er óhætt að íull- yrða og verða aldrei taidar ýkj ur af kunnugum, að hann hafi verið einn mesti athafnamaður á Suðumesjum um sína daga, og munu íbúar Grindavikur, og raunar miklu flevf!, búa lengi að þeim verkum sem hann vann til hagsbóta samtið sinni og fram- •tíð. Raunar má taka öilu dýpia í árinni og segja, að framtak • hans, framsýni og áræði megi verða mönnum hér á landi gott fordæmi á mörgum sviðum, með- an Islendingar draga enn fisk úr sjó og byggja afkomu sina á stopulum sjávarafla. Hér þarf ekki að nefna eins sjálfsagðan hlut og þann, að Einar G. Einarsson fór að stunda sjó með föður sinum um leið og eitthvert lið þótti í ho/i- um, og hann var aðeins 17 ára gamail, þegar faðir hans — Ein- ar Jónsson, Sæmundssonar, bræðrungur dr. Bjama Sæ- mundssonar fiskifræðings — taldi hann kominn það til manns, að hægt væri að fela honum mannaforráð. Gerði hann þá nafna sinn að formanni. Hinn ungi maður brást ekki heldur trausti föður síns, þvi að hann var ekki aðeins fylginn sér og fiskinn vel, heldur var hann og jafnan með happsæiustu for- mönnum í Grindavík, meðan hann stundaði sjóinn. Vann hann föður sínum af dugnaði um átta ára skeið, en þá taJdi hann tímabært að ýta eigin skipi á flot. Eignaðist hann sinn fyrsta bát aðeins 25 ára gamail, og iét það raunar ekki nægja, því að jafn gamall stofnaði hann jafnframt verzi un, og upp frá því stundaði hann siðan jöfnum höndum út- veg, búskap, fiskverkun og verzlun með fisk og annan varn ing um áratuga skeið. Eitt heJzta einkenni Einars í Garðhúsum, eins og hann var jafnan kallaður suður með sjó og annars staðar á Jandinu, var trúin á sjálfan sig, dug og getu einstaklinganna til að finna lausn á vandamálunum, í stað þess að heimta forsjá annarra. Hann vildi sjáifur vinna að þeim málum, sem úrlausnar kröfðust, enda v£ir þá ekki kom ið í tízku, að menn gerðu fyrst og fremst kröfu til annarra, þeg ar eitthvað þurfti að lagfæra eða kjarabætur voru annars vegar. Dæmi um þetta er forusta hans Einar við störf í verzlun sinni. — svo eitthvað sé nefnt — um að gerðar væru lendingar- eða hafnarbætur í Grindavík. Hann hafði bjargfasta trú á framtíð út gerðar í Grindavík, þótt lend- ing væri þar alltaf erfið og oft stórhættuleg, eins og hún getur raunar verið enn í dag, en hann gerði sér líka grein fyrir þvi, að umskipti gætu orðið i þessu efni, ef hægt væri að gera rennu inn í ósinn, sem nú er kali aður Hópið. Svo hefur Ólafur Árnason, kaupmaður á Gimli, sagt mér, að Einar hafi haft allan veg og vanda af þeim framkvæmdum, sem fyrst voru unnar i þessu efni þar syðra. Hann gerði sér sérstaka ferð á hendur til Reykjavíkur til að ræða málin við yfirvöld þar, ef þau vildu leggja eitthvert fé til fram- kvæmdanna. En honum var tjáð — eins og svo mörgum fyrr og síðar — að fé væri ekkert fyrir hendi til slíkra framkvæmda — aJJt slíkt yrði að bíða betri tíma. „En Einar var stífur," eins og Óiafur orðar það, og vildi ekki gefast upp. Málið átti fram að ganga, hvað sem undirtektum yf irvalda liði, svo að Einar hikaði ekki við að fara í eigin vasa og leggja fram fé til kaupa á verkfærum og öðru, sem þurfti til að hefja verkið. Hann byrj- aði síðan framkvæmdir á eigin m Garðhús. Á miðri mynd er elzta húsið í Grindavík frá 1867. Sjá má heystæði á tiininn og að ba ki íbúðarhússins em f jós og hlaða, sem notuð voru allt til 1953. ábyrgð og kostnað, og munu vera til myndir, sem Einar son- ur hans — jafnan kenndur við Krosshús — tók þegar hafizt var handa. Það er að visu rétt, að Einar fékk síðar endurgreitt það fé, sem hann lagði af mörkum í upphafi, en menn mega gjarna velta því fyrir sér, hversu löng biðin hefði orðið, ef Einar hefði látið sér nei nægja, þegar hann fór til Reykjavíkur þessara er- inda. Þá má telja nokkurn veg- in víst, að Grindavík væri ekki það forustupláss á sviði útgerð- ar sem ráun ber vitni, ef Einar hefði ekki tekið sjáifur til hend inni, þegar forusta yfirvalda í Reykjavik brást. En Einar gerði sér og grein fyrir því, að byggðariagið þurfti meira til að dafna. Það var ekki í vegarsambandi við umheiminn Fyrstu bryggjumar í Hópinu í Grindavik. Myndin er tekin um það bil er Einar lézt eða 1954. Hjónaklúbbur Garðahrepps Sumarfagnaður verður haldinn að Garðsholti miðvikudaginn 19. apríl (síðasta vetrardag) kl. 21 e. h. Miðapantanir í síma 42953 mónudaginn 17. apríl kl. 5—9 e. h. STJÓRNIN. 30 ferm. ketill Óskað er eftir um 30 fm vatnskatli nú þegar. Brennari þarf ekki að fylgja. — Upplýsingar veitir Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns, sími 14425. LÓUBÚÐ Falleg úrvals bamaföt og sængurgjafir. og buxur. Simi 30455. — Nýjar dömupeysur LÓUBÚÐ, Starmýri 2. Pfaff saumavélar Nokkrar Pfaff-verkstæðissaumavélar sem nýjar, seljast á hálf- virði. — Upjplýsingar í síma 23659 í dag og á morgun. Hríseyingar Spilo- og myndakvöld verður haldið í samkomuhúsinu MIÐBÆ, Háaleitisbraut 58—60, fimmtudaginn 20. apríl kl. 20.30. — Sýndar verða m. a. myndir frá Hrísey og frá síðasta Hríseyingamóti 11. maí. — Upplýsing- ar i simum 36139 og 12504. Húsnœði til sölu Húsnæði fyrir léttan iðnað í timburhúsi með góðum aðakstri, um 60 fm, til sölu. Geymsla getur fylgt. Lysthafendur láti vita með bréfi til blaðsins fyrir 25. þ. m., merkt: „I gamla bænum — 1166". — Keflavík og Reykjavik. Fram að þeim tíma sóttu Grindvíking ar alla verzlun til Keflavíkur, fóru á milli gangandi eða ríð- andi — þeir, sem áttu þá ein- vern reiðskjótann — til að kaupa nauðþurftir sínar og leggja inn afurðir bús eða útvegs. Hvað sjávarafurðir snerti tók Einar upp þann hátt að flytja afla sinn — og raunar fieiri, er svo stóð á — sjálfur til útlanda og flytja sjálfur inn vöru til verzlunar sinnar. Átti hann þau viðskipti við menn i Leith í Skot- Jandi. En vegagerðin hófst með þeim hætti, að þegar fé fékkst ekki hjá opinberum aðilum, hvorki landssjóður né hreppsnefnd treystu sér til þess að láta fé af hendi rakna til afleggjara af Keflavíkurveginum til Grinda- vikur, þá gerði Einar það að til- lögu sinni, að háJfur hlutur af hverjum bát í plássinu skyidi Játinn renna til vegagerð arinnar. Ef 20 fiskar komu í hlut bátsins, áttu tiu af þeim að renna í vegasjóðinn, og þann ig var ráðizt i verkið. Með þess- um hætti fundu menn varla fyr- ir þessu framlagi — það var að- eins eins og hver bátur hefði fengið tíu fiskum minna en afl- aðist raunverulega. Og því má gjarnan bæta við, að þar sem Einar átti sjálfur fjóra af bát- unum í plássinu um þær mund- ir, þá kom talsverður hluti fjár- ins til vegagerðarinnar frá hon- um eða bátum hans. Þannig var Einar í einu og öllu, vakandi fyrir umbótum á öllum sviðum, og þótt hann væri þekktastur fyrir störf sín á sviði útgerðar, þá var hann einnig stórbóndi, því að um eitt skeið hafði hann tólf mjólkandi kýr í fjósi og sá að heita má allri Grindavik fyrir mjólk. Enn má geta þess að þegar Sigvaldi Kaldalóns fluttist til Grindavíkur sem læknir, þá átti landssjóður engan bústað yfir þennan embættismann sinn, en þá hljóp Einar undir bagga sem svo oft endranær og hýsti lækn ir og fjöLskyldu hans. En hann lét það ekki nægja, því að hann réðst í það að byggja yfir lækn- isfjölskylduna fyrir eigin fé að hálfu og fá henni hús til um- ráða. Það má segja, að slíkir menn séu forsjá bæði sjálfra sín og ann arra, og það eru ekki aðrir en afburðamenn, sem hefjast þann- ig til vegs og virðingar og hugsa jafnframt um náunga sinn næst- um eins og um sjálfa sig og sína. Hér verður að láta staðar num ið, þótt aðeins sé fátt eitt tínt til, sem segja mætti um ævi og starf þessa mikla athafnamanns. Hann var ættaður úr Húsatóft- um í Staðarhverfi, vestasta byggðarhverfinu af þrem, sem mynda Grindavík, og er föður hans lítillega getið, en möðir hans var Guðrún Sigurðar- dóttir, skörungskona úr Selvogi. Einar í Garðhúsum átti Ólafíu Ásbjarnardóttur, Ólafs- sonar hreppstjóra i Njarðvík, en móðir hennar var Ingveldur Jafetsdóttir, gullsmiðs Einars- sonar úr Reykjavilt. Ólafia var hin mesta ágætiskona, og voru þau hjón samboðin hvort öðru, höfðingjar í hvivetna. Eignuð- ust þau tíu börn og eru sex þeirra enn á lifi. Einar Guðjón Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.