Morgunblaðið - 20.04.1972, Síða 12

Morgunblaðið - 20.04.1972, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2Ö. APRÍL 1972 r A Attræður 21. apríl: Sigurður Ó. Lárusson, fyrrum prófastur • • Orstutt afmælisbréf KÆRI séra Sigurður. Til eru menn, sem vegna gerð- ar og geðslags lyfta umhverfi sinu, bregða „stórum svip yfir dálítið hverfi". Til eru menn, sem á langri starfsævi hafa orð- ið svo skýr og sérstæður dráttur í daglegri ásýnd heimkynna sinna, að við brottför þeirra úr héraði er eins og byggðin sitji hnípin eftir. Svo þótti mörgum um Stykkishólm, er þið frú Ingi- gerður fluttuzt þaðan eftir að hafa þjónað þar vestra í styrkum kærleika hartnær hálfa öld. Og nú hefur þú lagt átta tugi að baki. Mætti það þykja með ólíkindum, ef dæma skyldi eftir þori þínu og reisn. En það virð- ist, sem betur fer, svo, að fang- brögðin við Elii ætld að reynast þér leikur einn, enda muntu fá- gætlega vel til baráttunnar bú- inn, bæði hvað snertir andlegt og líkamlegt atgervi. Ég veit þú þolir manna verst lofsyrði og vandar þeim ekki kveðjurnar, sem mæla fagurt í eyru þér. En þar sem þú ért nú kominn á þennan aldur, ætti að vera vitalaust að tjá þér ýmis- legt smálegt, svo sem það, að þú ert að minu viti mikill kenni- maður og frábær sálusorgari. Sýndi það bezt, hversu Hólmar- ar mátu þig, þegar þeir skoruðu á þig sjötugan að gegna prests- þjónustu enn um skeið, þó að lög mæltu svo fyrir, að nú skyldi setzt í helgan stein. Þeir vissu, hvað þeir vildu, og hafa væntanlega skilið, hvert skjól og styrkur þú hafðir verið sókn- arbörnum þínum, jafnan reiðu- búinn til góðra verka og traustra átaka og þá tryggastur, er mest á reyndi. Mér hefur löngum virzt, að í ortódoxíunni þinni sæir þú lengra og hefðir víðara sjónar- svið en flestir samferðamenn okkar. Þú skyggnist vítt um heima og rýnir djúpt í sálir mannanna. En hvað sem ber fyr- ir ytri og innri sjónir, stendur þú jafnan stöðugur sem bjarg, þvi að húsi þínu er ekki hrófað upp á sandi, heldur á þeim kletti, þaðan sem sýn gefur til himins „gegnum Jesú helgast hjarta". Þér á ég margt að þakka, og verður það ekki tíundað í skrifi þessu ómerkilegu. Ef til vill kenndi mér enginn meira en þú, og þó varstu aldrei kennari minn og reyndir síður en svo að hafa áhrif á lífsviðhorf mitt. En heið og tær hugsun þín, mild mannást, falslaus einlægni og trúarþrek hlutu að hafa áhrif á umhverfi þitt. Og sá var örugg- lega ,,úr skrýtnum steini", sem hreifst ekki með, er þú fluttir snjallar og sérstæðar ræður þín- ar. Órator ertu, ef nokkur nú- lifandi maður á það forna heið- ursheiti skilið. Það er áreiðanlega ekki á færi neinna veifiskata að vera and- legir leiðtogar í fátækum byggð- arlögum áratugi, brjóstvörn menntunar og hvers kyns fram- fara, skjól og skjöldur þeirra, sem um sárt eiga að binda. Þar brást þú hvergi eða bugaðist. Þú áttir og við hlið þér þá konu, sem ásamt þér gerði heimili ykk- ar að menningarmiðstöð byggð- arlagsins. Það var þó ekki kald- ur fílabeinsturn, heldur hlýtt skýii öldnum sem ungum. Böm okkar vom til dæmis ekki göm- ul, þegar við fluttumst að vest- an, en þaðan eiga þau samt fagr- ar minningar um góða og elsku- lega húsráðendur og vini. Kæri séra Sigurður. Ég bið forláts á þessum fáu línum. Þau tíðkast ekki lengur hin löngu bréfin, eins og þau gerðust bezt í ungdæmi ykkar Þórbergs og annarra baðstofufélaga. En þó að línurnar séu ekki margar, fylgja þeim eigi að síður hlýjar óskir okkar hjónanna og bama okkar og sjálfsagt fjölmargra annarra gamalla sóknarbarna þinna. Við þökkum allt, sem þú varst og vannst og aldrei verð- ur tölum talið eða gjöldum goldið. Og við biðjum ykkur, prófastshjónunum úr Hólminum, allrar blessunar um tíma og eilifð. Ólafur Haiikur Árnason. „I>að er enginn eldri, en honum finnst hann verau Séra Grímur Grímsson sextugur á föstudag „ÉG HEF aldrei fundið fyrir aldri. Það er enginn maður eldri, en honum finnst hann vera,“ sagði Grímur Gríms- son, sóknarprestur í Áspresta- kalli, þegar ég hitti hann að máli á dögunum i tilefni af því, að þessi vinsæli sálusorg- ari í Reykjavík á sextugsaf- mæli á morgun, föstudaginn 21. apríl, og ætlar ekki að vera að heiman, eins og sum- um er tamt á stórafmælum. „Nei, ég ætla að mæta þeim örlögum minum eins og öðr- um. Ég sveikst undan þeim þegar ég varð fimmtugur, en þá dvaldist ég hjá Hildi, tví- burasystur minni úti í Kaup- mannahöfn, en nú er hún víst stödd á Rhodos, og ég veit ekkert um heimilisfangið." „Hvernig atvikaðist það, séra Grímur, að þú hófst guð- fræðinám, þá hairðfullorðinn maðurinn?" „Þegar ég lauk stúdents- prófi 1933 voru miklir erfið- leikar í landi, kreppan í al- gleymingi, og ég varð að sjá mér farborða sjálfur efna- lega. Næsta vetur var ég heima og lauk „fílunni" um vorið, en árið 1934—’35 stund- aði ég nám við Niels Brocks Handelsskole í Kaupmanna- höfn, og lauk þaðan prófi um haustið 1935. Ég fékk ábyrgð- arlán kr. 1500.— og svo ein- hvern styrk úr Forbunds- fondet, og aðra peninga hafði ég ekki, svo að þetta var erf- itt, „men det gik over“, eins og Danskurinn segir. Þegar ég kom heim, var mikið at- vinnuleysi í landi, og til að byrja með hljóp ég í skarðið fyrir Áka Jakobsson, síðar ráðherra við afgreiðslu á bens íni hjá Nafta. En 1937 kom Hermann Jónsson hjá tollstjóra að máli við mig, og bað míg vinna fyrir sig í mán- uð, því að hann átti að vera fulltrúi lögreglustjóra um skeið. En þessi mánuður varð að 17 árum. En mér fannst starfið vera orðið einhæft og þurrt að lokum, svo að einn daginn lagði ég leið upp í Há- skóla og hugðist leggja s.tund Séra Grímur Grímsson á grisku, en svo kunni ég svo vel við félaga mina og kenn- ara, að ég ákvað að læra meira og gagna undir allt prófið með þeim, en þetta var frístundanám, því að ég vann fulla vinnu með því. En þetta var meira fyrir til- viljun, en að vera einhver köllun, en ég hef alltaf verið trúaður og ég er 4. ættliðurinn i föðurætt mína, sem lokið hef ur guðfræðiprófi. Ég ætlaði mér aldrei að verða prestur. Þegar ég kom aftur að skrií- borðinu minu hjá tollstjóra, — en ég hafði notið mánaðar- sumarleyfi til próflesturs, — þá lágu á borðinu mínu 100 breytingar á tollskrá, sem ég þurfti að færa inn. Ég var prófþreyttur, og sá fyrir, að ég yrði áfram að sitja í „trædemöllen", svo að ég tók frakkann minn og hélt niður í bæ. Á horninu hjá Reykja- vikurapóteki kom Ásmundur biskup í flasið á mér, en hann var ákaflega hjartahlýr mað- ur og bar umhyggju fyrir nemendum sínum. Hann bað mig að ganga með sér upp á skrifstofu sína í Arnarhvoli; sagði mér að Sauðlauksdalur væri laus og hvatti mig til að fara þangað. Ég fór vestur, skoðaði staðinn, ákvað að fara, og tók við prestsþjón- ustu þar í byrjun 1954. í Sauðlauksdalsprestakalli voru 3 kirkjur, í Sauðlauks- dal, Saurbæ á Rauðasandi og Breiðavíkurkirkja. Síðan hafði ég aukaþjónustu á Brjánslæk og Haga. Mér fannst ánægjulegt að vera sveitaprestur. Hafði verið í ' sveit í 5 sumur hjá séra Þor- varði á Stað í Súgandafirði. Mest hafði ég þetta 140 ær qg 6—8 kýr, og mér þúnaðist ágætlega, en það var vegleysa að Saiuðlauksdal, þegar ég kom, mikill sandur, en silungs veiði góð í vatninu. Ég þurfti alltaf yfir fjöll að fara til messugerða og prestsþjón- ustu, en ég fann ekki til erfið- leika, en sjálfsagt hefur þetta verið erfitt fyrr ó timum. Ég var 25. prestur í Sauðlauks- dal, og ennþá, sá síðasti, því að nú er honum þjónað frá Patrieksfirði." „Þú hefur ekki séð neitt til kartöflu.garðs séra Björns Halldórssonar, þess, sem fyrstur ræktaði þær hérlend- is?“ „Nei, það veit enginn, hvar hann hefur staðið, en þarna eru leifar af heimreið og skurðum, og einnig leifar af grjótgarðinum Rangláti, sem séra Björn lét hlaða, og garð- arnir hafa verið fleiri. Einnig Framh. á bls. 30 70 ára: Frú Kristín Karlsdóttir Hún var fædd að Draflastöð- um i Ftnjóskadal á sumardaginn fyrsta 1902. Foreldrar henn- ar voru hjónin Karl Siigurðsson oig Jónasína Dómhildur Jóhanns dóttir. Á þessu merka menning- BOSCH HJÓLSAGIR fyrir iðnaðarmenn og aðra þá, sem mikið nota slíkar vélar \ ir Sögunardýpt .... 73 mm. ir Þvermál blaðs .. 210 mm. ir Snúningshraði .. 1000 sn. pr. mín. ir Mótorstærð .... 1250 wött. VERÐ AÐEINS KR. 5.900,- / 'unnai S%>£eiw>an h.f. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Simnefni: »Volver« - Slmi 35200 arheimili óiist Kristln upp, ásamt 8 systkinum, sem öl'l komust til fullorðinsára, og var hún þeirra elzt. Sú stóra sorg dundi yfir þetta góða og f jölmenna heimili, að móðirin var burtu kvödd, þegar Kristin var aðeins 17 ára. Tók hún þá, ásamt systrum sin- um við að annast heimilisstörfin og uppeldi yngri systkinanna. Hún þráði heitt að fara utan til mennta, en skyidustörfin á heim ilinu, unnin af kærleika og fórnfýsi, réðu meiru en hennar eigin óskir. Áður en móðirin féll frá, hafði Kristín dvalið á Hótel G'oðafossi á Akureyri, hjá frænku sinni Jóninu Sitgurðar- dóttur og fengið þar haldgóða menntun til munns og handa. Árið 1924 hinn 24. júní, gifit- ist Kristín Jóni Halli Siigur bj'örnssyni. Hann haifði orðið fyr ir slysi 12 ára gaimall og ber þess merki ætíð síðan. Jón er anná'jaður dugnaðar- og fram- kwæmdaimaður. Haustið 1924, f'luttust þau hjónin til Akureyr ar og tók Jón þá að stunda hús- •gagnabólsitrun, ásamt margvis- liegum öðrum störfum. Krisbin og Jón áttu heima á Akureyri í 34 ár, lenigst af i Oddiaigötú 11. Það var þeirra bezti timi ævinnar, bæði sístarfandi, samhent um að prýða og fegra heimilið, bæði utan húss og innan. Kring- um húsið ræktuðu þau yndisleg an bióima- og trjágarð,: augna- yndi þeirra og annarra, sem nutu þess að 'gleðjast með þeim. Kristin og Jón eignuðust tvö efnileg og velgefin börn, Dóm- hildi, sem gift er próifasti séra Pétri Ingja’idssyni á Skaiga strönd og Karl Ómar kvæntan Ólöfu Steilánsdóttur. Bœði börn in eru vel menntuð, hún hús- Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.