Morgunblaðið - 20.04.1972, Síða 16
10 MORGUNBL&ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1972
Otgefandi hif Átvalcuc R&ykjavfk
Framkvæmda&tjóri Harafdur Svems&on.
■Riits.'tj'órar Matthías Johannessen,
Eýjóiifur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórn'arfiuiltrúi Þiorfcjjönn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jólhannsson.
Auglýsingastjóri Ámí Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, simi 1Ö-100.
Aug'fýsingar Aðaistræti 6, siími 22-4-80
Áskriftargjald 225,00 kr á 'míániuði innaniands
I íausasölu 15,00 Ikr eintakið
A undanförnum árum hefur
skapazt víðtækur hljóm-
grunnur fyrir því í vestræn-
um lýðræðisríkjum að útfæra
lýðræðishugsjónina til fleiri
sviða þjóðlífsins, efla lýð-
ræði í stjórnarháttum, lýð-
ræði í stofnunum, lýðræði í
skólum, lýðræði á vinnustað
o.s.frv. Ýmsar tilraunir hafa
verið gerðar með þetta, sum-
ar gefizt vel, aðrar illa. Þó
ber flestum saman um, að
rétt sé stefnt í grundvallar-
atriðum að efla lýðræði og
lýðræðisleg vinnubrögð til
muna.
Þessi nýja lýðræðisstefna,
sem á sér ekki sízt fylgi með-
al ungs fólks, gengur alger-
lega í berhögg við meginsjón-
armið vinstri stefnu og sósíal-
isma. Vinstri mönnum er ekki
annt um að efla lýðræði og
dreifa valdinu í þjóðfélaginu.
Þvert á móti byggist þjóð-
félagsstefna þeirra á því að
efla miðstjórnarvald, þjappa
valdinu saman í fárra hend-
ur. Þetta andóf vinstri manna
gegn eflingu lýðræðis og
valddreifingu kemur t.d.
glögglega fram í stefnu
vinstri stjórnarinnar hér.
Hingað til hafa allar meiri
háttar aðgerðir hennar stefnt
að því að draga úr dreifingu
valdsins og þar með lýðræði
í þjóðfélaginu, en safna vald-
inu saman á einn stað.
Sem dæmi má taka aðför
ríkisstjórnarinnar að sveitar-
félögunum. Verkaskipting
ríkis og sveitarfélaga felur
í sér einn mikilvægasta þátt
valddreifingarinnar í þjóð-
félaginu og hefur um leið
tryggt aukið lýðræði, þ.e. að
fleiri fulltrúar fólksins en
ella hafa tekið þátt í hinum
þýðingarmestu ákvörðunum.
í mörg ár hefur mönnum ver-
ið ljós nauðsyn þess að end-
urskoða verkefnaskiptingu
ríkisstjórnar og sveitarfélaga.
en þó ekki á þann hátt að
draga úr áhrifum sveitar-
félaganna, þvert á móti. Með
skattalagabreytingum þeim,
sem vinstri stjórnin knúði
fram á Alþingi, hefur henni
hins vegar tekizt að skerða
mjög hlut sveitarfélaganna og
allt svigrúm þeirra. Þetta
þýðir í raun og veru, að vald-
svið hinna lýðræðislega
kjörnu fulltrúa í sveitar-
stjórnum, smáum og stórum
um land allt hefur verið tak-
markað mjög og það vald,
sem áður var í þeirra hönd-
um flutt til embættismanna
og fámenns hóps stjórnmála-
manna á suðvesturhorni
landsins. Þannig hefur stefna
vinstri stjórnarinnar í raun
orðið til þess að draga úr
valddreifingu og lýðræðis-
legri ákvarðanatöku, en mið-
stjórn embættismanna og at-
vinnustjórnmálamanna feng-
ið aukin völd í hendur.
Annað glöggt dæmi um þá
ákveðnu stefnu vinstri stjórn-
arinnar að þjappa valdinu
saman í fárra hendur eru
fyrirætlanir hennar í orku-
málum landsmanna. Sveitar-
félög og landshlutar hafa lagt
ríka áherzlu á það, að hafa
yfirstjórn raforkumála sinna
að mestu í eigin höndum.
Þetta fyrirkomulag hefur gef-
izt vel og í því hefur falizt
valddreifing og lýðræðisleg
bátttaka kjörinna fulltrúa
fólksins í ákvörðunum um
þessi mikilvægu mál — orku-
málin. Nú er bersýnilegt, að
vinstri stjórnin stefnir að því
smátt og smátt að taka þetta
vald úr höndum fólksins í
héruðunum og landshlutun-
um og þjappa því saman í
hendur embættismanna og
pólitískra kommissara.
í athyglisverðri ræðu, sem
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, flutti fyrir nokkru,
benti hann á þessa staðreynd
og sagði, að þótt í orði kveðnu
væri talað um dreifiveitur
landshlutanna, ætti eht ríkis-
fyrirtæki að hafa þar alla yf-
irstjórn á. Síðan sagði Geir
Hallgrímsson: „Stefna ríkis-
stjórnarinnar, hvort heldur
er í orkuvinnslumálum eða
orkudreifingarmálum, er til
þess fallin að koma á sterkri
miðstjórn, draga allt vald
saman á einn stað í hendur
ríkisstjórnarinnar sjálfrar.
Þessi þróun er ekki eingöngu
andstæð hagsmunum Reyk-
víkinga heldur og allra lands-
manna og er gleggsta dæmið
um þó óheillavænlegu þróun,
sem hafin er undir forystu
núverandi stjórnar.“
Lýðræði í skólum hefur
smátt og smátt verið að ryðja
sér til rúms hér á landi. í röð-
um atvinnurekenda og laun-
þega hefur gætt vaxandi
áhuga á lýðræði á vinnustað
og hafa ýmsar tilraunir ver-
ið gerðar í þeim efnum. Ekki
þarf að draga í efa, að út-
færsla lýðræðisins til hinna
ýmsu þátta þjóðlífsins er
framtíðarmál.
Þess vegna er það uggvæn-
legt, að við völd er í landinu
ríkisstjórn, sem haldin er
slíkum afturhaldssjónarmið-
um, að hún stefnir í þveröf-
uga átt við þessa sjálfsögðu
þróun. í stað valddreifingar
stefnir hún að eflingu mið-
stjórnarvalds. Um leið og hún
þjappar valdinu saman á einn
stað dregur hún lýðræðisleg-
an rétt til ákvarðanatöku úr
höndum óbreyttra fulltrúa
fólksins víðs vegar um landið
og setur það til fámenns hóps
manna, embættismanna og
kommissara. Gegn þessari
þróun verða menn að spyrna
við fótum.
GEGN EFLINGU LÝÐRÆÐIS
OG VALDDREIFINGU
Jii!" 11 •nlll i •Ul«illll|i|i |f í umhverfí manns éjjil
lniill 1 nHIll
Dr. Sturla Fridriksson;
Maðurinn
þáttur í
kerfinu
Maðurinn er veigamikill þáttur í
samspili vistkerfisins, og það verð-
ur honum æ Ijósara, að auðlindir
náttúrunnar eru ekki óþrjótandí og
honum ber nauðsyn til að nýta gæði
náttúrunnar með þeirri hófsemd, að
sem minnstu jafnvægi sé raskað.
Eylendi sem Island er afmarkað
vistkerfi. Er tiltölulega stutt tíma-
bil síðan maðurinn réðst í vist-
ina og gerðist hlekkur í lífskeðju
landsins. Óhjákvæmilega raskaði
hann jafnvægi í samspili þeirra líf-
vera, sem fyrir voru, en hann varð
einnig að lúta lögmálum þessa vist-
kerfis. Fjöldi Islendinga takmarkað-
ist af því viðurværi, sem landið gat
veitt, því að lengst af hafa lands-
menn lifað af afrakstri landsins, það
er af landbúnaðarafurðum sem veittu
þeiom nauðsynlegt viðurværi, skjól
og orku. Nú byggja íslendingar af-
komu sína bæði á afrakstri lands og
sjávar og inn í vistkerfið berst að-
fengin orka og ýmis aðkomuefni.
UIHHVERFISVERIVD
íslendingar sem margar aðrar þ.ióð
ir eru nú að vakna til meðvitundar
um hve manninum er nauðsynlegt
að varðveita umhverfi sitt til þess að
geta unað þar á komandi tímum. Því
skal nú stilla í hóf afrakstri
af óræktuðu landi, en jafnframt
stefnt markvisst að ræktun lands. Of
nýting einnar tegundar lífvera eða
harkaleg breyting á vistinni getur
verið stundarhagur, en er ekki væn-
leg aðferð til frambúðar. Þannig hef-
ur sýnt sig að ofnýting fiskstofina
getur haft afdrifaríkar afleiðingar
fyrir viðkomu tegundarinnar svo og
þeirra sem ofar eru í orkukerfinu,
en þar á maðurinn sæti. Okk«r er
þvi nauðsynlegt að friða fiskstofna.
Varðvéita uppeldisstöðvar og hafa
umsjón með því að fiskur sé hæfi-
legai nýttur á Islandsmiðum.
Að sumu leyti eru lífsskilyrði hér
á landi svo sérstæð, að gát verður
að hafa á þvi að raska ekki um-
Álíta má, að flatarmál g-róðurlendis
hafi verið um 40.000 ferkm. við iand-
nám. Gróðurinn, sem að miklti leyti
var skögur, notaði orku sólarljóss-
ins til framleiðslu á plöntuefn-
lim. Plöntiiætur voru þá fáar í
vistkerfi landsins. Gæsir, rjúpur og
ýmis lægri dýr voru frumneytendur,
sem aftur voru viðurværi fyrir síð-
neytendur, kjötæturnar, svo sem
refi, rán- og hræfugla.
Nú er flatarmál gróðuriendis mun
minna eða um 20;000 ferkm. Ctjörð
gefur sennilega meira en helmingi
minna fóður en við landnám. Hins
vegar liefur fóðurmagnið verið auk
ið að mun með ræktun, svo nú er
unnt að ala fjölda búfjár, sem eru
frumneytendiir hinnar aiiiknu plöntu-
framleiðsiu. En afurðir búfjár eru
viðnrværi fyrir ákveðinn hóp manna
sem eru siðneytendur i þessu orku-
flæði.
1. ÓræktatS grótSurlencíi.
2. RæktaiS land.
3. Ósnortinn grótSur (framícitS-
endur).
7. TaiSa. (Sætið = 630 þ. h.)
jfMi. 8. Nýtaníegur afrakslur ræktaiSs
úthaga. (Sætið = 630 þ. h.)
9. Túnbeit. (Sætið = 630 þ, h.)
4. Innlendar grasætur (fyrsta stigs
neytendur).
5. Innlend rándýr (annars stigs
neytendur).
6. Nýtanlegur afrakstur engja og
úthaga. (Sætið táknar 630.000
hesthurði).
hverfinu um of. Úrgangsefni svo sem
flúor geta verið skaðleg sumum líf-
verum en önnur úrgangsefni geta
stuðlað að óhóflegri aukningu líf-
vera, til dæmis úrgangsefni úr slát-
fTj 10. 90 þúsund fjár eða samhæri-
legur húsmali (fyrsta stigs
neytendur.
Q 11. 10 þúsund manns (annars
stigs neytenglur).
urhúsum, sem er fæða fyrir svart-
bak. Verklegar framkvæmdir, sem
hafa í för með sér breytingar á stór-
um landsvæðuim, vötnum, ám og
Framhald á bls. 31