Alþýðublaðið - 05.08.1920, Síða 2
2
Alþyðublaðið
Afgreiðsla
blaðsins er í Alþýðuhúsinu við
Ingólfsstræti og Hverfisgötu.
Síml
Auglýsingum sé skilað þangað
eða í Gutenberg í sfðasta lagi kl,
10, þann dag, sem þær eiga að
koma í blaðið.
Jiokknr orð nm
jafnaðarmensku.
Eftir M, Hallsson
----- (Frh)
Þegar þingfulltrúar vorir hafa
ætlað að ganga einhvern jafnaðar-
veg, hefir líklega verið dimt yfir
og þoku vafinn sjóndeildarhring-
ur sanngirninnur, þá hafa þeir
stundum vilst út á braut versta
ranglætis og ójafnaðar. Það var t,
d. á fæðingardegi prests- og kirkju-
gjaldalaganna; það fagra og vin-
sæla afkvæmi löggjafarinnar var
látið heita „nefskattur". Enginn
hneykslast á því þótt prestar fengju
gjöld sín úr landssjóði sem aðrir
embættismenn, en álagningar fyrir-
komulagið á gjaldendur er eitt
aðdáanlegt meistarastykki vitleys-
unnar, þar sem kararómaginn, sem
er að berjast íyrir sjálfstæði sínu
og sér prestinn sinn f mesta lagi
einu sinni á ári, þ. e. a. s ef
hann tekur manntalið sjálfur, verð-
ur að gjalda sama gjald til prests
og kirkju sem fleygur og fær þús-
undaeigandinn einhleypi, og ekki
nóg með það, heidur skal hann
gjalda þetta gjald fyrir fyrsta vist-
arár sitt í gröfinni, ef liðið er
nokkuð fram á gjaldárið þegar
hann deyr, a. m. k. var þessu
fullfast framfylgt þegar tengda-
móðir mín dó; sama er að segja
um fátækan barnamann, sem máske
hefir þar að auki x—2 uppgefna
skylduómaga, hann skal gjalda
3—4 sinnum meira en þúsunda-
eigandinn. Þetta er vist alt gott
og blessað, það er jöfnuðurinn
sem „alt framstykkið varð aftaná",
svo sem sr. Jón á Bægisá kvað.
Hér eru heiðarlegar undantekn-
ingar um þá er móti börðust í
þinginu; hér er um nokkra ein-
staka þverhöfða að ræða, sem —
prestastéttinni til lítils sóma —
kafráku af kappi miklu þennan
misréttisfleyg inn í löggjöfina,
hvaðan hann verður líklega seint
út dreginn.
Á þessum og fleiri þvílíkum
sviðum má finna smíðisgripi af
líkri gerð, má þar tilnefna sumt
af bæjargjaldalögunum, þar sem
lagt er á húsin, en ekki mann-
fjöldann í húsi hverju.
Það var t. d. ein ekkja sem að
einhverju leyti átti lítið hús, hún
var þar ein síns liðs, hún fór burt
í apríl til að leita sér atvinnu,
lokaði húsinu og kom ekki aftur
fyr en seint um haustið, samt varð
hún í hússins nafni að borga full
an vatnsskatt, og sama hreinsun-
argjald sem lagt var á.stóra húsið
er haíði 15 manns inni að halda
alt árið yfir.
A bak við og í kring um slík
lagaákvæði má rekja spor hinnar
gömlu, værukæru og snúninga-
styrðu „Frú Leti" hún fer sem
allra beinast til að spara sér ó-
þarfa gang, og vill ekkert haía
með að gera krókaleiðir hinnar
réttlátu sanngirni, sem ekki er
furða, þar sem hún þarf að snúa
sér við í öðru og þriðjahverju
skrefi.
Meðal margs annars sem bend-
ir á ójöfnuðinn er ranglátlega
misjöfn styrkveiting til þurfalinga;
sá sem er samhliða ráðvandur og
sparsamur að eðlisfari krefst ekki
meira af því opinbera en hann
mundi taka af sínu eigin, aítur
eru það aðrir sem heimta hlífðar-
laust þar til þeir geta Jifað, sem
kallað er, kongalífi, og dæmi eru
til þess að sumir hafa „mublað"
upp herbergi sín af slíkum styrk-
veitingum.
Það mundu ekki álítast rétt-
sýnir foreldrar eða húsbændur
Sem tækju bitann frá barninu sem
þegir, og réttu hann sem ábætir
að hinu, sem heimtar með frekju
jafnvel langt yfir þarfir fram. Eitt
af misréttinu er munur sá á kaupi
karla og kvenna sem Iengi hefir
við loðað.
Þar sem ekki kemur til aflrauna
vinna röskvar konur eins mikið
og karlar, og við sum verk mik-
ið meira, t. d. við fiskvinnu, Ijá
rakstur o. fl. og hafa þó fram
að þessum tíma aðeins fengið
hálft karlsmannskaup. Það er líka
margt sem ábótavant er í fari
verkalýðsins aðallega ótrúmenska
einstakra karla og kvenna, sem
mest má um kenna tómlæti og
tilsjónarleysi ófullkominna verk-
stjóra, og hefir þetta skapað hina
þrælslegu akkorðsvinnu sem á
stuttum tíma eyðileggur heilsu og
krafta hinna kappgjornu sem ekkt
eru að sama skapi sterkbygðir.
(F.h)
Jtfsira um Sigirjóu.
Alþ.bl. hefir sent sérfróðan
mann á sýningu Sigurjóns til þess
að skoða prjónlesið. Hann segir
svo frá:
Á sýningu Sigurjóns er margs-
konar prjónles. Millifatapeisur á
karlmenn, kvenfólk og bórn, alt
af ýmsum litum og ýmsri gerð,
margt mjög smekklegt, og alt úr
ull og því níðsterkt og ódýrt eftir
gæðum.
„Eru ekki búin til prjónanær-
föt á Álafossi?" spyr blsðið.
„Jú ég held nú það", segir sá
sérfróði. „Á karlmenn eru prjón-
aðar nærskyrtur og nærbuxur, en
handa kvenfólkinu eru búnir til
nærbolir og —",
„Og hvað?" spurjum vér þann
sérfróða.
„Ja ég veit ekki hvort það er
búið til annað þar af nærfatnaðt
handa kvenfólki en bolir. Ég kom
mér ekki að því að spyrja að
því“, segir sá sérfróði „af því að
það var stúlka sem stóð fyrir
svörum".
Mest þótti þeim sérfróða þó
varið í sokkaprjónavélina sem er
í Sang* á sýningunni. Hún prjón-
! ar 40 pör af sokkum á 10 tímum
og þarf mjög lítið eftirlit því hún
prjónar stjórnarlaust hæl og tá á
sokkinum. Sokkapör prjónuð á-
þessa vél (jafnvel meðan maður
stendur við þar) fást á sýningunni.
Á sýningunni er sápa frá sápu-
verksmiðju Sigurjóns: „Seros", og
hefir Alþ bl. leitað álits einnar
þaulvanrar laugakonu um hana,
og kemur það í blaðinu á morgun.
Sektaðir fyrir óspektir. Um
daginn var skipstjórinn á „Hector"
sektuður á Akureyri um 70 kr.r
og 2 hásetar um 20 kr. hver.
Voru þeir ölvaðir og höfðu gert
óspektir, segir Verkamaðurinn.