Morgunblaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAl 1972 | SAI BAI N | maísret fær samvizkubit eftir seorses simenon Hann hneppti frá sér jakkan- um, tók veski sitt úr rassvasan- um og dró upp úr þvi bréfpoka eins og sumir iyfsalar nota enn fyrir höfuðverkjaduft. 1 þessum poka var líka grá- hvítt duft. „Ég ætla að skilja þetta sýn- ishom eftir hérna hjá yður, svo þér getið látið efnagreina það. Áður en ég kom hingað til yðar, bað ég starfsmann hjá Magasin de Louvre að efnagreina það fyrir mig. Hann er vel að sér í efnafræði og hefur komið sér upp efnarannsóknar- stofu heima hjá sér. Hann var alveg viss um, að þetta væri hvitt fosfít. Ekki fosfat eins og þér gætuð haldið heldur fosfít. Ég fletti þvi upp í alfræðiorðabók og lét mér ekki bara nægja Lar- ousse. Ég fletti lika upp í efna- fræðibókum. Hvítt fosfít er ban eitrað. I gamla daga var það not að til lækninga við sérstökum sjúkdómi en þá í örlitlum mæli. Þvi var þó fljótlega hætt vegna þess hve baneitrað það reyndist." Hann þagnaði við og furðaði sig greinilega á því snöggvast, hvað Maigret virtist óhagganleg ur. „Konan min hefur engan áhuga á efnafræði. Því siður sæk ir hún nokkurt námskeið þar að lútandi eða er í nokkurri með- höndlun þar sem til gæti þurft þetta zink-fosfít. Og þetta voru ekki bara nokkur grömm, sem ég fann heima, heldur flaska með að minnsta kosti 50 grömmum. Ég rakst á hama af hendingu. Ég hef komið mér upp vinnu- stofu á neðstu. hæðinni, þar sem ég vinn að likönum mlnum og geri ýmsar verkfræðitilraun- ir. Að vísu eru þetta eingöngu leikföng sem ég fæst við, eins og ég sagði áðan, en leikföng eru vissulega ...“ „Ég skil . . .“ „Dag nokkurn, þegar konan mín var ekki heima, helltist úr límdalli yfir vinnuborðið mitt. Ég fór því í skápinn þar sem kústar og annað hreinlætisdót er geymt. Ég var að leita að hreinsivökva en kom þá auga á miðalausa flösku, sem mér fannst undarleg að lögun. Nú verður að tengja þennan fund við þá staðreynd, að síð- ustu mánuði hef ég fundið fyr- ir vissum sárum verkjum i fyrsta sinn á ævimni og þeim lýsti ég fyrir Steiner lækni...“ Síminn á skrifborðinu fór að hringja. Maigret tók upp tólið og þekkti þar rödd yfirlögreglu- stjórans. „Eruð þetta þér, Maigret? Má ég ónáða yður augnablik? Mig langar að kynna yður fyr- ir bandarískum afbrotafræðingi sem óskar þess eindregið að fá að hitta yður . . .“ Náttúruverndarfélag Suðvesturlands Aðalfundur félagsins verður haldinn i GLÆSIBÆ fimmtudaginn 1. júní 1972 kl. 8.30 stundvíslega. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður um rannsóknir og náttúruvemd. STJÓRNIN. Vélaröst hf. ER viðgerðarverkstæði fyrir: Utanborðsmótora — Sláttuvélar — Briggs- og Stratton-vélar. Svo og allar gerðir minni véla. VÉLARÖST HF., sími 86670, Súðarvogi 28—30. Inngangur frá Kænuvogi. Maigret lét niður tólið og leit í kring um sig. Engin skjöl trún aðarlegs eðlis lágu á skrifborð- inu. Gesturinn virtist held- ur ekki hættulegur maður. „Viljið þér afsaka mig augna blik.“ „Sjálfsagt." Við dymar sneri hann þó við, gekk aftur að dyrunum, sem lágu fram til umsjónar- mannslns og opnaði þær. Hann gaf þó engar fyrirskipanir, þvi honum datt ekki í hug að þessi þyrfti með. Nokkrum augnablikum síðar ýtti hann upp þykku hurðinni inn tii yfirlögreglustjórans. Há- vaxinn, rauðhærður náungi stóð upp úr hægindastól og heilsaði honum með handabandi. „Mér er það mikill heiður að fá að hitta yður persónulega, Monsieur Maigret," sagði hann á næstum lýtalausri frönsku. „Ég missti af yður, þegar þér heim- sóttuð okkur, vegna þess að ég var þá í San Fransiskó. En vin- ur minn, Fred Ward, sem tók á móti yður í New York og fór með yður til Washington, hef ur sagt mér sitt af hverju um yð«r.“ Yfirlögreglustjórinn benti Maigret að setjast. „Ég vona, að ég sé ekki að draga yður frá einni yfir- heyrslunni sem okkur Banda- Ueizlumatur Smúrt brauð □9 Snittur SÍLI) & FISKUR ríkjamönnum finnast svo athygl isverðar.'* Maigret sannfærði hann um, að svo væri ekki. Gestur- inn bauð honum vindling en átt aði sig. „Nú gleymdi ég pípunum yð- ar, sem svo margar sögur fara af.“ Þetta sjónarspil átti sér oft stað: sömu setningarnar, sömu spumingamar, sama yfir- drifna aðdáunin. Maigret var það mjög á móti skapi að horft væri á hann eins og eitthvert við undur og brynjaði sig með sér- stöku brosi, sem hann greip til við slík tækifæri. Yfirlögreglu- stjórinn kannaðist vel við þetta bros og hafði gaman af. Hver spumingin rak aðra og þegar rætt hafði verið um nokk ur tæknileg atriði, var farið að rifja upp einstök mál og þá varð hann að segja sína skoðun og sannföera hinn aðilann um, að hann beitti enigum sérstökum að- ferðum og hefði aldrei gert. Þegar yfirlögreglustjóran- um fannst timi til kominn að losa hann úr prisundinni, stóð hann á fætur og sagði: „Jæja, ef þér hafið áhuga á að sfeoða safnið okkar, þá skui- um við koma upp á efri hæðina." Þetta var lika fastur liður i gestamóttökunni og Maigret gat snúið aftur inn í skrifstofu sína, þegar gesturinn hafði enn einu sinni þrýst hönd hans af miklu afli. Honum brá þó í brún, þegar hann sté yfir þröskuldinn, þvi skrifstofan var mannlaus. Síga- rettureykurinn einn, sem kom- inn var hálfa leið til lofts, gaf það til kynna, að þar hefði ver- ið maður Hann fór inn til umsjónar- mannsins. „Er hann farinn?" „Hver?“ Janvier og Lucas voru að spila á spil en það gerðu þeir ekki nema tvisvar til þrisvar á ári. „Maðurinn, sem var inni hjá mér?“ „Já, hann fór rétt áðan. Hann kom fram og sagðist ekki geta beðið lengur. Hann yrði að fara aftur i verzlunina, þar sem beð- í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. ið væri eftir honum. Átti ég að .?“ „Nei, nei, það skiptir ekki máli.“ Manninum var frjálst að fara, þar sem enginn hafði beðið hann að koma. En þá varð Mai- gret ljóst, að hann var búinn að gleyma nafni hans. „Þú manst auðvitað held- ur ekki, hvað hann hét, Joseph.“ „Nei, þvi miður . . .“ Maigret för aftur inn til sín og sneri sér að skýnslunnói þar sem frá var horfið. Það var allt annað en skemmtilegt verk. Engu var líkara en allt væri komið í ógöngur i kyndi- klefanum því miðstöðvarofnam ir voru orðni-r rauðglóandi og ýmis fiurðuWjóð bárust úr rörun- um. Hann var að þvi kominn að skrúfa alveg fyrir ofninn en hætti við það og teygði sig í sim ann í staðinn. Hann ætlaði að hringja I Magasin de Louvre og spyrjast fyrir um sölustjóra leikfanga- deildarinnar. En vekti það ekki umtal, ef lögreglan sýndi áhuga á starfsmanni? Var ekki hætta á því að Maigret gerði gesti sín- uim óleik? Hann tók aftur til við skýrsl- una en greip brátt símtólið eins og ósjálfrátt. „Gerið svo vel að fá samband við Steiner lækni við Denfert- Roehereau-torgið fyrir mig.“ Áður en tvær mínútur voru liðnar hringdi síminn. „Hér er samband við Steiner lækni." „Ég bið yður að afsaka ónæð ið doktor Steiner . . . Þetta er Maigret sem talar, yfirforingi 1 lögreglunni ... já. Mér skilst að nýlega hafi leitað tii yðar maður, sem heitir Xavier að skírnarnafni en föðurnafn- inu hef óg gleymt . . .“ Læknirinn kannaðist ekki við það. „Hann selur leikföng, einkum rafmagnsjárnbrautir. Hann leit- aði til yðar til þess að fá vissu velvakandi f Nafnlausar blaðagreinar Margir þeirra, sem skrifa Velvafeanda, kvarta undan því að þurfa að gefa honum upp nafn sitt, til þess að fá bréf sitt birt, þótt undir dulnefni sé prentað; og enn verra þýkir sumum, að bréf þeirra fá- ist ekki birt nema undir fuHu nafnd. Þetta fer að sjálfsögðu eftiir eðli málsins í hvert skipti. Oft berast Velvakanda ágæt bréf, sem hann vildi gjarnan birta, en vegna margs konar nafnileyndarmála í þröngu þjóð félagi, þar sem hver þekkir annan, treystast bréfritarar ekki til þess að opinbera nafn sitt. Stundum er feimni um að kenna, einkum i sambandi við bréf frá fámennum þorpum og sveiitum. Þekktur maður skrifar eftir- farandi bréf undir fyrirsögn- innd hér að ofan: „Fólk hér á Islandi, — blaða menn meðtaldir, — fordæmir nafnlausar greinar, — eða undirskrifaðar gervinöfn- um. Þetta er næsta undarlegt. Ýmsir erl. rithöfundar láta sig hafa þetta. Nefna skal að- eins tvo, sem margir kannast sjál'fsagt við — Mark Twain, Ameríkumann — og Danann Bramsnæis, sem hét Ohrist- ensem, en skrifaði undir gervi- nafni, sem hann síðar tók sér sem ættamafn. Ég hefi skrifað fjölda biaða greina og undirritað þær bók staf, sem ekkert átti skylt við nafn mitt, og var aldrei að því fundið. Það var P. 0 „Allt er betra en íhaldið“ Fyrrverandi embættismaður, virtur og landsþektotur fram- sóknarmaður, skrifar og óskar nafnleyndar: „Allt er betra ent ihaldið", sagði Tryggvi Þórhallsson forð um. Ég tók þessa trú þá og hefi haldið henni síðan, — en nú er ég farinn að efast, eftir að Ólafiur Jóhannesson tök sam- an við kormmúnistana. Frams<»knarmaðiir.“ Q Þvílíkt frelsi í sósíalistalöndunum!! Á. H. skrifar: „Ég las um það i blöðunum fyrir nokkru, að Ashkenazy hefði skorað á stjórnar- völd landsins að reyna að hafa áihrif á það, að faðir hans í föð urlandi sósialismans, Sovétrikj unum, fenigi að koma í heim- sóikn hingað. Manni skildist, að þetta væri primsip þarna austur frá að leyfa engum að fara úr landi, því að ef til viil gætu þeir kjaftað frá þessari miklu sælu í Rússlandi. Svona er nú frelsiö þar, og þetta er frels- ið, sem Magnús Kj. og Aiþýðu bandalatgið eru að bjóða lands- mönnum upp á i framtiðinni. Þær verða ekki mangar Maj- orkaferðirniar eða aðrar sumar leyfisferðir, ef þessir herr- ar komast endanlega til valda . . . Ein vel á minnzt er ekki tilvalið fyrir Menningar- og friðarsamitök kvenna, sem eitga svo imnangengt í komma- veldinu, að fá herrana fyrir austan tii að skriía upp á vega bréf fyrir föður Ashkenazyis? A. H.“ — Að gefnu tiiefni skal það tekið fram, að enginn Árni Björnsson starfar hjá Hand- ritastofnun Islands. Ford Country Sedan ’66 Kr. Kristjánssyni, að Suðurlandsbraut 2. Upplýsingar í síma 52834 á dag- inn og í síma 50534 á kvöldin. Til sölu V-8 sjálfskiptur, power-stýri og hemlar. Fallegur bíll og vel með farinn. Vérð 250—290 þús. eftir útborgun. Skipti koma til greina Til sýnis í Fordskálanum hjá Aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hefst að Hótel Sögu, miðvikudaginn 31. maí 1972, klukkan 13.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórnin. smjörlíUí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.