Morgunblaðið - 10.06.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. JUNl 1972 O.tgefandí hif. Árva* lfcui‘/ Réyfcjav'fk Framfcvæmdastjófi Harafdur Svei-nsson. •Rittstjórar Matthías Johannessen, Eyjólifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjó'i SttyTm-ir Gunnarsson. Rttstjornarfiulltrúi þorbljönn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsirvgastjóri Árni Garöar Kristinsson. Ritstjórn og aígraiðsia Aðaistraati 6, sími 1Ö-100. Augfýsingar Aðatatræti 6, sfmí 22-4-60 Áskriftargjald 226,00 kr á 0100uði innanland® f iausasöTu 15,00 Ikr eintafcið ÞAÐ Á AÐ SKATTLEGGJA EYÐSLU, - EN EKKI VINNU TTvenær verður skattskráin lögð fram? Þessi spurn- ing fer að verða einkar áleit- in. Ólíklegt er, að það geti orðið fyrr en eftir miðjan júlí, svo flókin og seinunnin sem öll álagning er orðin eft- ir skattalagabreytingarnar. Er það út af fyrir sig stað- festing á öllum þeim flumbru gangi, sem var á undirbún- ingi þessara mála og af- greiðslu á þingi í vetur. Þessi dráttur kemur sér illa, þegar skattbyrði þyng- ist jafn mikið og fyrirsjáan- legt er. Menn eru nú óðum að búa sig undir að fara í sumarleyfi. Verðbólgan hefur þegar leikið þá grátt og síð- an kemur skattseðillinn. Er hætt við, að lítið verði eftir til þess að gera sér dagamun. Þótt ríkisbúskapurinn sé rek- inn með halla, geta einstakl- ingarnir ekki leyft sér slíkan munað, heldur verða að stilla útgjöldunum svo í hóf, að þeir fái undir risið. Þegar fjárlög voru afgreidd fyrir áramót, var fyrirsjáan- legt að hverju stefndi. Ríkis- stjórnin lét sér ekki muna um að hækka útgjöldin um 50%, án þess að nokkur sam- staða hefði náðst um það innan hennar eða milli stjórnarflokkanna, hvernig þessum auknu útgjöldum yrði mætt. Það eina sem fyr- ir lá, voru hálfköruð frum- vörp til breytinga á skatta- lögum og yfirlýsing fjár- málaráðherra um, að hann myndi leggja á nýja skatta á árinu, eftir því sem þörf krefði til þess að ríkissjóður næði endum saman. Sjálfstæðismenn vöruðu þá þegar mjög við þessum vinnu brögðum. Þeir lögðu á það áherzlu, að með öllu væri óverjandi að ákveða útgjöld- in fyrst, en tekjuöflunina á eftir. Jafnframt lögðu þeir til, að skattafrumvörpunum yrði vísað frá, enda ljóst, að af þeim mundi leiða aukna skattbyrði einstaklinga og fé- laga með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og minnkandi framkvæmdamætti. Illu heilli var ekki á þessi varnaðarorð hlustað. Ríkis- stjórnin fór sínu fram. Vetr- arglaðningur hennar var inn- flutningsgjald á bifreiðar og óðaverðbólga. Vorglaðningur- inn margföldun fasteigna- skatta og „holskefla kostnað- arhækkana“. Sumarglaðning- urinn ný skattskrá og dans- inn í Hruna. En sjálfstæðismenn létu ekki nægja að vara við voð- anum, heldur mörkuðu þeir stefnu í skattamálum í sam- ræmi við fyrri gerðir og yfir- lýsingar. Þar var m.a. lögð áherzla á eftirfarandi atriði: Sjálfstæði sveitarfélaganna má í engu skerða, allra sízt með því að rýra tekjuöflun- armöguleika þeirra. Mjög er vafasamt, eins og íslenzka þjóðfélagið er byggt upp, að ríkisvaldinu sé stætt á því með einhliða ráðstöfunum að svipta sveitarfélögin tekju- stofnum, án þess að aðrir komi í staðinn og í fullu samráði við þau. Með öllu er óeðlilegt og getur leitt til ófarnaðar, að ríkissjóður taki til sín með hækkuðum tekju- skatti það fé, sem áður rann til sveitarfélaganna frá at- vinnurekstrinum í formi út- svarsgreiðslna og rjúfa þann- ig tengslin þar á milli. Með viðreisnarlöggjöfinni var mjög dregið úr tekju- skattinum sem tekjustofni ríkissjóðs og m.a. mörkuð sú stefna, að almenn laun Dags- brúnarverkamanns með tvo eftirvinnutíma skyldi vera tekjuskattsfrjáls. í fram- haldi af þessu hafa sjálfstæð- ismenn markað þá stefnu, að beinu skattarnir séu fyrir sveitarfélögin, en ríkissjóður byggi í framtíðinni tekjuöfl- un sína eingöngu á óbeinni skattlagningu. Áður en slíkri grundvallar- breytingu verður hrundið í framkvæmd þarf að sjálf- sögðu að koma á annarri verkefnaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, eins og unn- ið var að af fyrrverandi ríkis- stjórn. Með skattalagabreyt- ingunum í vetur var stigið skref aftur á bak í þessu efni, þar sem tekjuskatturinn er nú mun meiri þáttur í heild- artekjuöflun ríkissjóðs en í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. í skattalagabreytingarnar vorið 1971 var m.a. ráðizt til þess að íslenzk atvinnufyrir- tæki nytu svipaðrar aðstöðu varðandi skattlagningu og fyrirtæki EFTA-landanna, en með öðrum hætti gat inn- gangan í EFTA ekki orðið ábati fyrir okkur íslendinga. Núverandi ríkisstjórn bar ekki giftu til þess að skilja þetta, og nú er svo komið af þessum sökum og vegna verð bólgunnar, að forsvarsmenn atvinnurekstrarins, hvort sem er innan samvinnuhreyf- ingarinnar eða utan hennar, hafa opinberlegs spáð tap- rekstri fyrirtækja og atvinnu samdrætti. Síðast en ekki sízt hafa sjálfstæðismenn lagt á það áherzlu, að tekjusköttum verði stillt svo í hóf, að þeir lami ekki framtak einstakl- inganna og sjálfsbjargarvið- leitni — það á að skattleggja eyðslu en ekki vinnu. íslendingar hafa löngum lagt á sig mikla yfirvinnu og erfiði til þess að búa í hag- inn fyrir framtíðina, komast yfir eigið húsnæði og styðja börn sín til mennta. Með skattalögum sem þeim, sem lögfest voru í vetur, eru þess- ir möguleikar verulega skert- ir. Með því er vegið að sjálf- um rótum hins íslenzka þjóð- félags, eins og við þekkjum það í dag. Af þeim sökum ber ríkisstjórnin feigðina í sér. Ingólfur Jónsson: Yfirvofandi reksturstap og erfiðleikar í atvinnurekstrinum UNDANFARIÐ hefur tíðarfar hér á landi verið óvenjulega gott. Ætla mætti, að sumardagar með góðviðri og sól kæmu mönnum i sólskinsskap og létti af fiestum áhyggjum vegna dagiegs amst- urs. örugglega hefur sóiskin og birta áhrif til hins betra á skap lyndi manna ekki síður en skammdegismyrkrið, sem fullyrt er að geri marga menn þung- lynda og svartsýna. I>ótt sól sé hátt á löfti og dagarnir bjartir, vantar mikið á að bjartsýni sé ríkjandi hjá íslenzku þjóðinni i dag. Hvers vegna eru menn óánægðir og jafnvel kvíðafullir um gan.g mála í nútíð og næstu framtíð? Ekki er það vegna þess að atvinnu vanti, þar sem allir vinnufærir menn hafa nægilega vinnu um þessar mundir. Ekki er það vegna þess, að kaupgjaldið sé það lágt að fólk hafi fáar krón ur handa í milli. Og ekki er það vegna vöruskorts, eða af því að almenningur geti ekki veitt sér brýnustu nauðsynjar, þrátt fyrir verðbólgu og minnkandi gildi krónunnar. Hver er þá ástæð- an fyrir svartsýninni og þeim ugg, sem einkennir tal manna um þessar mundir? Hér er auðvitað um fleiri ástæður að ræða, en ekki aðeins eina. Mörgum sýnist meðal annars að efnahagslegt Öryggi lands og þjóðar sé i mikilli hættu vegna verðbólgu og rangrar stjórnar- stefnu. Öðrum virðist, að þjóð- inni stafi hætta af ofneyzlu á- fengis, tóbaks og jafnvel enn verri eiturefna. Þá telja margir að alltof fast sé sótt kapphlaup- ið eftir því, sem álitið er vera lífs ins gæði og valdi það fjölda manna heilsutjóni, jafnvægis- leysi og taugaspennu. AÐ SVELTA MJÓLKUR KÝRNAR Á velferðarþjóðfélagið sækja ýmsar hættur, sem eru fylgifisk ar velgengninnar. Ef kröfur eru gerðar hvort sem það er af stjórn völdum eða launþegum, á hendur þjóðfélaginu og til atvinnuveg- anna, langt umfram greiðslugetu þeirra, mun það valda miklum erfiðleikum og tefja fyrir æski- legri þróun í atvinnu- og efna- hagslífi landsmanna. Fjöldi manna, sem við atvinnurekstur fæst, kvíðir yfirvofandi reksturs tapi og erfiðleikum, sem af því leiðir. Verðbólgan virðist vera á góðri leið með að færa atvinnu vegina i fjötra, þrátt fyrir góð- æri og betri viðskiptakjör en nokkru sinni fyrr. Stjórn Kaup- félags Eyfirðinga talar um „hrunadans kostnaðarverðbólgu með taprekstri fyrirtækja", sem framundan sé! Það eru fleiri en þeir reyndu stjórnendur Kaupfé lags Eyfirðinga, sem líta þannig á málin. Engin viðleitni virðist vera hjá stjórnvöldum til þess að hamla gegn dýrtíðinni, önnur en sú að neita fyrirtækjum um að vinna upp á eðlilegan hátt aukinn reksturskostnað, sem af verð- Ingólfur Jónsson bólgunni leið'r. Ekki sízt þess vegna er taprekstri fyrtrtækja boðið heim. Það hefur ekki þótt búmann- legt að svelta mjólkurkýrnar. Ef það er gert, verður taprekstur á búinu. Ef atvinnuvegirnir eru mergsognir og flest fyrirtæki eru rekin með tapi, verður afkoma ríkissjóðs áður en langt um lið- ur eins og hjá þeim bónda, sem sveltir mjólkurkýrnar. YFIRSÝN SKORTI Þvi verður ekki neitað, að verð bólgan er erfið viðfangs. En þess vegna ber að nota öll skynsam ieg ráð til þess að halda henni í skefjum. Verðstöðvunarlög hafa verið í gildi og reynzt vel á marg an hátt. En verðstöðvunariög geta ekki staðið til lengdar, varla meira en eitt til tvö ár, án nokk urra breytinga. Þegar verðstöðvun hefur gilt i ákveðinn tíma, getur verið nauð synlegt að leiðrétta ýmsar skekkjur, sem hafa myndazt, meðal annars vegna óviðráðan- legra utanaðkomandi aðstæðna. Þannig var það haustið 1971, í lok verðstöðvunartímabilsins. Þá var nauðsynlegt að gera nokkrar leiðréttingar bæði vegna iaun- þega og atvinnuveganna. Ef að þvi hefði verið unnið skipulega og heildarmynd dregin upp af því sem gera þurfti, var unnt að komast hjá því dýrtíðarflóði, sem nú ógnar þjóðinni. Eftir að nauð synlegar lagfæringar hefðu ver ið gerðar í lok verðstöðvunar- tímabilsins, var nauðsynlegt að gera ráðstafanir til verðstöðvun ar á ný. Þess ber að minnast, að á verðstöðvunartímanum 1970— 1971 varð 19% kaupmáttaraukn ing launa. Jafnframt efldust at- vinnuvegirnir og bættu mjög stöðu sína. Með nýrri verðstöðvun hefði verið mögulegt að tryggja rekstr argrundvöll atvinnuveganna á- fram. Á þann hátt var unnt að veita launþegum raunhæfar kjarabætur og tryggja kaupmátt launanna. Þá hefði sú verð- skrúfa, sem nú er í fullum gangi og stjórn KEA nefnir „holskeflu dýrtíðar“, verið stöðvuð. Þá hefðu launþegar og landsmenn allir getað notið góðærisins og hagstæðra viðskiptakjara við út lönd. Vegna hækkunar á útflutnings framleiðslu þjóðarinnar -og auk- ir,ni framleiðni i atvinnurekstri hefðu atvinnuvegirnir þolað að taka við talsverðri útgjaldahækk un, sem óhjákvæmileg var, vegna nauðsynlegrar leiðrétting ar í lok verðstöðvunartímabilsins á sl. hausti. En vegna verðbólg- unnar, sem nú geisar, er út- gjaldaaukning atvinnuveganna þegar orðin það mikil, að ýmsar greinar atvinnulífsins fá naum- ast undir því risið. Gjaldabyrði vegna vísitölu- hækkana hefur aukizt um 12,3% frá 1. júl-í 1971, en auk þess eru grunnkaupshækkanir, sem eru misjafnlega háar. NJÓTA EKKI GÓÐS AF FLEIRI KRÓNUM Horfur eru taldar á, að vísital an hækki um 12—15% frá 1. júní til 1. des. n.k. Verður útgjalda- aukning atvinnuveganna þá orð in á greindu tímabili allt að 30% vegna vísitöluhækkunarinnar einnar. Til viðbótar eru grunn- kaupshækkanir, skattahækkanir og öll þau útgjöld, sem óhjá- kvæmilega hækka mikið á verð- bólgutimum. En launþegar njóta ekki góðs a.f því að fá fleiri krón ur á milii handa. Verðhækkanirn ar og dýrtíðarfióðið kemúr i veg fyrir það. Þegar mjólkin hækkaði nýlega um tvær krónur ffitrinn, var bóndanum ætlað að fá í sinn hlut 1,25 kr., en 75 aurar fara í auk- inn vinnslu- og verðbólgukostn að. Stór hluti af þeirri hækkun, sem orðið hefir á búvörum, staf ar af því að niðurgreiðslur voru lækkaðar. Hefir sú ráðstöfun haft víðtæk áhrif, magnað dýrtíð ina og gert hlut neytenda lakari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.