Morgunblaðið - 11.06.1972, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. JÚNl 1972
Rætt við
dr. Joseph
Campbell og
séra Houston
Smith, próf-
essora frá
Bandaríkjunum
.. :
(Ljósm.: Brynjólfur)
Dr. Joseph Cainpbell, Einar P álsson og séra Houston Smith á heimili Einars nú í vikunni
FYRIR um það bil viku var
haldin hér á landí, að Bifröst í
Borgarfirði, ráðstefna sálfræð-
inga. Fjöldi vísindamanna sótti
ráðstefnuna. Meðal ráðstefnu-
gesta var dr. Joseph Campbell,
heimsfrægur goðfræðingur og
prófessor frá New York, sem
ameriska timaritið Time helg-
aði heilar 2 síður í „Time Essay“
hinn 17. janúar sl., svo og dr.
Houston Smith prófessor í heim
speki og samanburðartrúíræði
við hinn fræga háskóla M.I.T.
í Bandaríkjunum. Um Camp-
bell segir i Time, að hann „sé
að ölluni líkindum mesti sér
fræðingur í goðfræði, sem nú
er uppi í heiminum.“ Morgun-
blaðið ræddi við þessa menn á
heimili Einars Pálssonar fyrir
skömmu, um fræði þeirra, sér-
stætt brúðkaup, sem haldið var
í birkiskóginum í Borgarfirði
og fleira.
Dr. Joseph Campbell sagði
okkur í upphafi, að hann væri
mjög hrifinn af landinu og þeim
söguslóðum, sem hann hefði
komið á. Hann hafði farið um
söguslóðir Eglu, komið í Reyk-
holt og farið á Þingveili. Við
spurðum dr. Campbell fyrst um
hann sjálfan og starf hans. —
Hann sagði:
A HEF HAFT ÁHUGA Á
GOÐAFRÆÐI FRÁ
BERNSKU
— Ég hef skrífað 22 bækur
um goðfræðileg efni, en áhuga
fékk ég á fræðunium sem Mtill
drenigur og á unglingsárunum
fékk ég strax áhuga á goða-
fræði amerískra Indíána, enda
auðvelt fyrir Ameríkana að fá
áhuga á henni. Á þessum árum
kom Buffalo Bill árlega til New
York-borgar og með honum
voru Indíánar, sem skemmtu
fólki. Þessi goðfræðilegi áhugi
minn þróaðist svo með þeirri
trúaruppfræðslu, sem ég fékk
sem kaþólikki. Ég fékk áhuga
á trúfræði frujnstæðra þjóða og
á því hvernig fjöldi atriða í trú
þeirra endurómar í kristinni trú
arhefð. f háskóla hóf ég rann
sóknir á miðaldabókmenntum,
en þar er að finna máTífvíslegt
samband kaþólskunnar, sem ég
hafði alizt upp við og sagnhefð
ar þeírra ííma, til dæmis ridd-
arasagna. Því næst sneri ég
mér að rannsóknum á trúar-
brögðum Asíuþjóða og i 40 ár
hef ég stöðvazt við það svið,
indversk fræði, sanskrít, kín-
verska, japanska og tíbetska
búddatrú o.s.frv. Jafnfrarnt hef
ég alltaf haft áhuga á trú Vest
urlandabúa. í 35 ár hef ég
kennt þessi fræði við háskóla
og rétt fyrir nokkrum dögum
hætti ég fyrir aldurs sakir.
* DJÚPAR UPPSPRETTUR
HUGARINS
-— Er ekki svo, að trúarbrögð
séu byggð á innri eðlishvöt
mannssálarinnar?
— Jú, það er rétt. Við skul-
uim orða það svo, að öll arfsögn
sé byggð á mannlegu llfi, en
mannlegt líf stjórnast af djúp-
um uppsprettum hugarins. —
Menn, sem einatt eru nefndir
helgir menn, hafa gert þessar
uppsprettur lýðum ljósar. Slík-
ir menn hafa til að bera meira
næmi en almennt gerist, en
skynjanir þeirra eru þo ekki
annarrar tegundar en draumar
og skynjanir venjulegs fólks,
aðeins dýpri. Þessir menn birta
okkur, ef svo má að orði kom-
ast, sjálft djúp sálarlífs okkar.
Þetta djúp er sá- grundvöllur
sem öll trúarbrögð eru byggð á
svo og hinir miklu helgisiðir
sem öM hefðbundin forn þjóðfé
lög risu af. Goðsagnirnar byggj
ast jafnframt á þessum dýpsta
grundvelli allrar trúar og ég
held að hin menntaða klerka-
stétt allra trúarbragða viður-
kenni þetta nú á dögum. Á tim
um hraðra sámgangna hafa
þjóðir hindúasiðar, búddatrúar,
Dr. Joseph Campbell
kristinnar trúar, Gyðíngatrúar
o.s.frv. nálgazt hver aðra, og
þær verða að gera sér grein
fyrir því, að margvísleg og mis
munandi trúararfleifð mun
mætast. Áður gat þjóð sagt: —
Okkar trú er hin eina sanna og
það hélt þjóðinni saman. En
þjóðir nútímans eru þjóðir
heimsins alls, og segi einhver
hópur manna, að hans trú sé
hin eina sanna, þá liefur það
ekki lengur sömu merkingu og
áður.
Hin æðri trúarbrögð Austur-
landaþjóða standa vestiænum
trúarbrögðum töluvert framar
hvað þetta atriði snertir. Þau
hafa alltaf sett kraft trúarleið-
toganna í samband við hin eí-
lífu sam-mannlegu grundvailar
atriði sálarlífsins. Við höfum
hins vegar lagt áherzlu á sögu
lega framför og einblínt á okk
ar sérstöku arfleifð. Gyðíngarn
ir áttu einir Jahve, kristnir
menn Krist. En um leið og
menn fóru að virða fyrir sér um
heiminn kom í ljós að Búdda
var á sínum stað, Krishna á öðr
um og Múhameð á hinum
þriðja. Ég hef allt mitt iif ver
ið að bera saman þessi mismun
andi trúarbrögð. Meginmismun
urinn er í rauninni hver spámað
urinn er. Ég held að sérhver há
menntaður kennimaður, hvar
sem er i heiminum í dag, mundi
halda því fram, að mesta vanda
mál vort sé að viðurkenna
göfgi þess trúarlifs sem lifað
er innan trúarbragða sem eru
talin óskyld trúarbrögðum okk
ar. Við höfum það bezta og sann
asta, en það hafa aðrir einnig.
Við verðum að reyna að skilja
tign hverrar trúararfleifðar
fyrir sig.
A GOÐSÖGNIN
OG DRAUMURINN
— Ég býst ekki við þvi að
slíkt vandamál fyrirfinnist hér
á íslandi, en í New York gegnir
öðru máli. Á 38 ára kennara-
ferli hef ég kennt búddatrúar-
mönnum, Gyðingum, mörgum
tegundum mótmælenda og ka-
þólikka. Allir hafa þessir nem
endur mínir alizt upp við að
þeir eigi að breyta samkvæmt
trú sinni, en hið innra finna
þeir að þeir verði að viður-
kenna jafnrétti trúarbragð-
anna. Ég held að þessi grein vís
inda, samanburðartrúfræði, sé
einmitt lykillinn að lausn þessa
vandamáls. Menning okkar nú
tímamanna er ekki eins og ýmis
forn menning byggð á veru-
leik goðsagnarinnar. Hún er
byggð á skynsemisvitund. Goð
sögnin er hins vegar byggð á
sama veruleik og draumurinn.
Hún kemur úr djúpi sálarinnar,
og vandamál nútímamannsins
er að nota skynsemisvitundina,
en svala um leið þörf einstakl-
ingsins fyrir hið dýpsta vitund
arlíf goðsagnarinnar.
— Hvernig verður það vanda
mál leyst?
— Það getur m.a. skáldið
gert. Skáldið lýsir dýpstu kennd
um sálarinnar svo að þær verði
skiljanlegar. Hinir fornu kenni
menn BibMunnar og fornir
handritaskrifarar Austurianda,
sem sáu í guðsorðinu spegiun
samtímans, voru skáld, sem
greindu hin miklu stef mann-
legs anda. Almenningur hefur
misst sjónar á þessum mönn-
um og trúin hefur staðnað við
skurðgoð flortíðarinnar. Þetta
er því hlutverk skáldanna og
góðu heilli hafa verið til skáld
á síðari tímum sem gegnt háfa
þessu hlutverki, t.d. James
Joyce, sem ég hef miklar mæt-
ur á og ritaði um bók á sinum
tíma.
* GÍFURLEGA MIKILVÆG
UPPGÖTVUN
— Nú er ýmislegt sameigin-
legt með uppgötvunum yðar og
Einars Pálssonar.
— Já, Einar útskýrði fyrir
mér hvað hann hefði fundið við
rannsóknir sinar. Þetta svið
samanburðargoðafræði er sú
grein sem ég hef helgað líf mitt.
Meðal annars hef ég tekið eftir
sérstæðum tölum, sem koma
fyrir í goðfræðilegu samhengi
allt frá íslandi til Indlands.
Grundvallartalan er 432 þús-
und. Ég hef aldrei orðið var við
eða fundið tengsl tölunnar við
landfræðilegar aðstæður, að-
eins tímareikning. Ég vissi að í
íslenzkum Eddukvæðum var
þess getið að fjöldi dyra í Val-
höll væri 540 og vlð Ragnarök
eiga 800 Einherjar að ganga um
hverjar dyr. 540 sinnum 800 eru
432 þúsund. Fjöldi ára í Híndúa
hring aldanna er 432 þúsund.
Þetta hefur mér ávalit þótt
mjög athyglisvert. Ég fann töl
una aftur í nýbabýlonskum
fræðum presta, sem rituðu á
grisku á 3. ö!d fyrir Krist burð.
Þeir bentu á, að tímaskeiðið
milli stofnunar fyrstu borgar-
innar og til syndaflóðsins væri
432 þúsund ár. Þá gerði ég mér
einnig grein fyrir því fyrir
nokkrum árum, að í 12 klulcku
stundum eru 43.200 sekúndur.
Ljóst er því að þessi goðfræði
lega grunntala hefu.r verið
tengd tíma. Ég hef hins vegar
aldrei orðið var við samband
töiunnar við rúm — landsvæði
— ekki fyrr en Einar Pálsson
kemst að þessari niðurstöðu, og
í Ijós kemur að talan er grunn
tala í heimsmynd Rangæinga
og speglast í Njáls sögu. Þetta
er algjör grundvallaruppgötv-
un. Einar er svo lærður maður
að ég er alveg agndofa yfir
þekkingu hans. Ég er ekki sér-
fræðingur í íslenzkum fræðum
eða íslenzkri goðafræði, en ég
hef getað lesið mér til í þvi sem
þýtt hefur verið á ensku og
þýzku. Ég álít þetta mjög mikla
og merka uppgötvun og er mjög
hrifinn.
A BRCDKAUPIÐ
í GRÁBRÓKARHRAUNI
— Hvað svo um atburðina í
Gróbrókarhrauni?
— Þessi brúðkaupsathöfn í
Borgarfirði var dásamleg. F >r-
saga hennar er sú, að þegiair E)in
ar Pálsson var í Bandaríkj in-
um fyrir nokki um árum og hélt
fyrirlestra um rannsóknir sínar
þá vissum við ekki hvor af öðr
um. Einar hélt m.a. fyrirlest-
ur við háskólann í Rochester og
þar ræddi hann um þessa grunn
tölu 432 þúsund. Einn af visinda
mönnunum í áheyrendahópnum
sagði honum þá að ég hefði
einnig fundið þessa tölu, en i
allt öðru samhengi. Upp frá
þessu náði Einar í nokkrar af
bókum mínum og ég sé þær hér
uppi í bókaskápnum hans -— og
Campbell bendir upp í bóka-
skáp Einars og brosir við.
— Einar vissi ekki nú að ég
væri að koma til íslands. Ég
va,r boðinn til þessarar ráð-
stefnu sálfræðinganna að Bif-
röst og þar sat ég fyrir tveimur
dögum ásamt nokkrum vinum
minum við borð og ræddi við
þá um töluna 432 þúsund og
hvað hún þýddi. Nú, og einn að
ilanna við borðið hringdi í Ein
ar og sagði honum að koma hið
skjótasta. Svo bar fundum okk
ar saman og hann var þannig
... — og OampbeiM ldappar einu
sinni saman lófunum til að lýsa
hversu ánægjulega fundum
þeirra Einars bar saman.
— Það var sama hugsunin
hjá báðum — segir dr. Camp-
bell. Fundurinn á Bifröst var
eins og ég sagði sálfræðir.ga-
fundur, manna, sem rannsaka
mannlega vitund. Á því sviði
Franiliald á bls. 23.