Alþýðublaðið - 20.07.1958, Side 3
Sunnudagur 20. iúlí 1958
& 11» f 8 u b 1 a 8 i 8
9
Alþýímbloöiö
Útgefandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingast j óri:
Ritstjórnarsímar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson.
Emilía Samúeisdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Alþýðuhúsi5
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
Slysahœtta
SKAPMIKLER MEMN í Bretlandi hafa undanfarið verið
með hótanir í garð okkar Islendinga í tilefni af. stækkun
landhelginnar. Og nú bregður svo við, að sum íslenzk blöð
gjalda líku líkt. Slíkt er tvímælalaust mjög illa farið. —r-
Tvennt er íslendingum nauðsynlegt í landhelgismálinu —
■þjóðareining Og virðulegur málflutningur. Þannig ber líka
að sanna góðan. málstað. Truflun tilfinninga, sem fram
kerrj.ir í hvatvíslegum deilum eða óheppilegum ummælum,
er hins vegar slysahætta. Þetta verða blöðin sér í lagi að
gera sér ljóst og muna.
AnnaS er mjög þýðingarmikið varðandi landhelgis-
málið. íslendingar verða alltaf og alls staðar að gera
þann sannleika að aðalatriði málsins, að við stækkun
landhelgina til að vernda og varðveita fiskimiðin, sem
eru og verða auðlegð okkar og framtíð þjóðarinnar hygg-
ist á. Það er ekki meinbægni í garð eins eða annars, sem
fyrir okkur vakir — heldur lífsnauðsyn. Aðili, sem hef-
ur þvílíkan málstað, Iætur ekki hótanir annarra koma
sér úr andlegu jafnvægi. Hann svarar ekki í sama tón,
en rekur sögu og rök málsins og sigrar með styrkleik
málefnanna. Auðvitað er skiljanlegt, að fslendingum
mislíki rangtúlkun á. viðhorfum og staðreyndum Iand-
helgismálsins. En við megum ekkj láta það mótlæti
trufla tilfinningar okkar. Slíkt gerir aðeins illt verra.
Samstaða um landhelgisnjálið hefur náðst hér heima
fyrir. Þær deilur, sem risu um aukaatriði þess, víkja fyr-
ir aðalatriðinu, og því ber sannarlega að fagna. En þessa
samheldni þarf að tryggja með virðulegum og rökstuddum
málflutningi út á við. Sú baráttuaðferð ein sæmir okkur
og er líkleg til vænlegs árangurs. Og þetta er ekki sízt
verkefn blaðanna. Þess vegna má ekkj henda þau að svara
hótunum með vanstillingu og vanstillingu með hótunum.
Þá slysahættu verður að forðast.
:'v^y •'••w-
Áð heimta sigur
fæsf á flestam blaðsölustöðum í Reykja-
vík og nágrenni bæjarins.
Kaupið Álþyðuhlaðið
FRAM hafa komið í blöðum nokkur vonbrigði vegna
frammistöðu íslenzku sveitarinnar á stúdentamótinu, sem
stendur yfir bessa dagana. Þar er um að ræða þá tilætlunar-
semi, að íslendingar sigri jafnan í hverjum Ieik. Hún er
harla óheppileg og mjög ósanngjörn.
Friðrik Ólafsson er tvímælalauts í hópi beztu skák-
mánna heimsins, þótt hann sé enn ungur að árum. Þetta
er íslendngum eðlilega mikið gleðiefni. En auðvitað nær
engr átt að ætlast til þess af Friðrik, að hann beri jafn-
an sigur úr býtum. Hann er maður og verður að geta tekið
meðlæti og mótlæti, sigrum og ósigrum eins og aðrir skák-
snillingar. Fáum eða engum er gefið að sigra í hverjum leik.
Tilætlunarsemi íslendinga nær því engri átt. Við eigum
ekki að gera ósanngjamar kröfur til Ffiðriks Ólafssonar
af hégóm/askap og misskilinni stórmennsku. Hann á allt
annað sklið.
íslenzka stúdentasveitin hefur getið sér góðan orðstír,
þó að þunglega horfði fyrir henni í upphafi. Og það eigum
við að meta og þakka í stað þess að heimta skilyrðislaust
sigur á sigur ofan. < , 1 • ■ ■ i :
Samíal við sænskan lisímálara -■
H 11 •
EINN af kunnari listmálur-
um Svía, Karl Albin Hugoson,
dvelst hér á landi um þessar
mundir. Alþbl. hitti hann að
máli í kaffistofunni Mokka á
Skólavörðustígnum, þar sem.
einnig inátti siá nokkrar mynd
'ir, sem hann hefur gert hér að
undanförnu. Myndir þessar eru
fyrst og fremst sérkennilegar
að því leyti að þær eru málaðar
á korkþynnur með pastelkrít,
—• en það á sínar orsakir. Sú
tegund af pastelpappír, sem
Hugscn notar yfirleitt, er ekki
fáanleg hér, en það sama hafði
verið á Spáni, er málarinn
dvaldist þar fyrir nokkrum ár-
um, og þá hafði hann rekizt á
einmitt slíkar korkþynnur, sem
gerðu svipað gagn og pappír-
inn. Fullyrðir Hugoson að þess-
ar korkþynnur séu sízt ending-
,arlakari en pappírinn, og áferð
litanna mjög svipuð.
Karl Albin Hugoson er fædd-
ur í Jönköping árið 1915. Hann
stundaði myndlistanám í Stokk
hólmi árin 1940—42, dvaldist
um skeið í Halmstad við nám
og starf og í Frakklandi við
myndlistarnám í École des
Beaux Arts í Rúðuborg 1946—
1947. Þá hefur hann ferðazt
víða um lönd, til dæmis Uru-
guay, Brasilíu og Norður-
Afríku og dvalist á Spáni og í
Lundúnum. Búsettur er hann í
Osló, og kona hans norsk, og
tekur hann jöfnum höndum
þátt í sænskum og norskum
málverkasýningum. — Hann
fékkst og talsvert við að móta
myndir um skeið, en hefur nú
lagt það á hilluna og helgað sig
málaralistinni eingöngu.
,,Það er líf og fjör í norsku
myndlistinni“, segir Hugoson,
,,og það sem ef til vill er m’est
um vert, — almenningúr hefur
mikinn áhuga á mjmdlist, enda
þótt einstakir aðilar þar séu
ekki jafn kaupfúsir og hér, en
það kemur af því að velmegun
er þar tiltölulega stórum mun
minni fen hérna. Og þá lætur
gagnrýnin ekki sitt eftir liggja.
Löndum mínum, Svíum, þykir
sem norskir gagnrýnendur séu
helzt til harðskeyttir með köfl-
um og að þeir rífist meira en
góðu hófi gegnir, en einmitt
deilurnar eru listinni að því
leyti nauðsynlegar, að þær
vekja athygli á henni og ýta
undir áhuga almennings. Hlut-
leysið er listinni verst. Raunar
er hin háfleyga gagnrýni, þar
sem veríð er að stritast við að
skýra og skilgreina það, sem
yfirleitt verður hvorki slcýrt né
skilgrieint, ekki mikið betri“.
Talið berst að hinum mismun
andi myndlistarstefnum. —
„Myndlistin er að mínum dómi,
eins og raunar öll list“, segir
hann, „tjáningarform þess er
hana skapar, þar sem hann skýr
skotar til næmleika hins, sem
ætlað er að njóta hennar. Nú
er svo að einum lætur annað
tjáningarform en öðrum, og
leins er það að einn móttekur
það tjáningarform og hrífst af,
sem fer fyrir ofan garð og neð-
an hjá hinum. Ég tel því að öll
tjáningarform eigi jafnan rétt
á sér. þið sern sker úr ir.n 1 þær hafa verið' flúttar niður í
list eða ekki lisfc er allt annao.: kjallara. Og þar hafa þær legi'ö
Og svo eru það þeir,- sem listar- þangað til aðrir sérfrœðingar
innar eiga að njóta. Þeir eiga sem líka þttrf.u að lifa, -fundu
að láta það ráða váli sínu hváð það út að hinir höfðu háft- al-
trl þeirra, hvað' þeirn
rangt'fyrir sér .. . og þar nie'$
voru myndirnar bornar aftm1
upp í sa!i safnsins, en aðrar
fluttar í kjafiarahn. Tilraunir
listamanna geta líka gengið,. út
í öfgar. Upp úr 1930 var hópur
saensk a myndistarmanna, fem
kenndur vcr við Haimstad; og
'það voru karlar, sem ekki voxu
íeimnir við uýjar stefnur ogtil-
raunir. Þegar þsir voru ,svo
orðnir þreyitir á kúhikisma’ og'
surrealisma og öðrum þess Jfátt
ar, gerðust nokkrir þoirra ár
hangendur Oxford'hreyfingar-
innar og tcku að mála Kris.tt
mýtídir. Eltíti samt neinar
venjutegar aitaristöflur, ■—.
heldur Krist klæddan verka-
manna samfesangi, eða sitjandi
á bjórstcfu ... “
Karl Albin Huaroson
„Vigelan-d norski, — það er
sáttiað hans verk sæta mik-illi
gagnrýni nú sem stendur, eink-
um „lundurinn'1 frægi. En ég
hygg að hann eigi eftir,:. að
hljóta annan dóm og sanng.jarn.
arí en hann fær nú. Þar var a'ð
minnsta kosti elcki neinn með-
, ... . ■ almaður á fero. Og bannig ve-r'ð
fynr ohkar ststnur og túraumr ur þag með fleiri umdeilda ,i£l,a
'Og ttíun ma aldrei rofr.a ur ! men-,“
tengsjum við fólkið og verða i
séreign fáeinna, sem telja sig Hugoson hefur málað pJs-
sérfræöinga . . . Jú, þessjr sér- vert hér; hann hefur hriíilt
geðfelit, en ekk; hitt hvaða list
stefnu það verður markað“.
„Hixt er svo það að myndlist-
in má.ékki stauda í stað, e-kki
fremur en aðrar listir. Hún:
verður sífellt að yngjast upp
Málverk eftir Kárl Albirt Hugoson.
íræöingar: þeir verða að Iifa
eins og'aðrir og á stundum hef-
ur maður séð þess dæmi að þ'sir
um, — það er opinberun út af
fyrir sig, segir hann, —- litímirr
í mosanum, Ijosaskiptin .. ■. 'alhi'
hafa fordæmt heila flokka j hér óvenjulegt og í'ramajþdi.
mynda á söfnum, einhverra • >
„fræðilegrá" atriða vegna, og Aitglýsifi
íslenzku landslagi og íslenzkri | í Albí’ð’ubiaðr-ri
litadýrð. Hraunio á Þingvöll- I