Alþýðublaðið - 20.07.1958, Page 4
Alþýðublaðið
Sunnudagur 20. júlí 1958
4
ÞVÆR ÞVOTTENN OG
HREINSAR FÖTtN
Fyrir hehnilin:
STYKKJAhVOTTUB
blautþvottub
KEMISK HREIXSUN
SKYRTUR O. FL.
Fyrir einsíaklinga
FRAG ANGS ÞVOTTUR
KEMISK FATAHREINSUN
SKYRTUR
VINNUFATNAÐUR O. FL.
DUK.AR
Spjallað við Sveinbjörn Beinteinsson.
saman rímur fi'á byrjun 19. ald-
ar og t. d. vísur Páls Ólafssonar
og Þorsteins Erlingssonar, kem-
ur þetta glöggt í ljós.
— Telurðu ekki að auka
þurfj kennslu í bragfræði í skól
i t
VART HEFUR verið deilt
jafn hvatskeytlega um nokkra
hluti hér á landi og rímuð Ijóð
og órímuð. Menn hafa skipzt
í tvo hópa, með og móti, og
barízt með oddi og egg, rétt
eins og heimsendir væri í nánd.
Á síðustu árum má þó segia, að
deilurnar hafi heldur rénað,
enda tilgangslaust að deila um
form skáldskapar.
Það ættí þó ekki að Vsra
iþeim mönnum, sem mest eru
uggandi um framtíð íslenzkrar
Ijóðlistar, nokkur huggun. að
enn í dag er álitlegur hópur
skálda hér á landi, sem fæst við
að yrkja rímur. Tíðindamaður
hlaðsins frétti á skotspónum
um daginn, að safn rímna eftir
skáld á tuttugustu öld væri í
prentun, og sneri sér í því til-
efni; til Sveinbjarnar Bfeinteins-
sonar frá Draghálsi, sem annast
■ritstjórn bókarinnar.
— Bókin kemur út í haust,
segú' Sveinbjörn, á forlagi ísa-
íoldar og verður 10—15 arkir.
■í henni verða um 40 rímur eftir
30 höfunda. Elzta rfman er frá
Sveinbjörn Beinteinsson
1907 eftir Pál Guðmudsson á
Hjálmarsstöðum, en þær nýj-
ustu eru eftir þrjú kornung
skólaskáld, Halldór Blöndal og
Ara Jós&fsson frá Menntaskói-
anum á Akureyri og Dag Þor-
leifsson úr Samvinnusköíanum.
Ymislegt í bókinni kann að
koma mönnum á óvart, eins og
t. d. mansöngur eftir Astu Sig-
urðar og rímnaflokkur eftir
Stein Steinarr.
— Gekk ekki erfiðlega að
safna efni í bókina?
— Nei. Ég byrjaði að safna
efninu fyrir fjórum árum og
mér hefur gengið. heldur vel.
Þó þykist ég vita, að ýmsir eiga
rímur í fórum sínum. en hafa
falið þær fyrir mér. Ég tel, að
skáld yrki nú á dögum meira
af rímum en þau vilia vera láta.
— Hvað vilíu segja um rím-
una almennt?
— Hún hefur gjörbreytzt í
seinni tíð. Fyrir hundrað árum
var hún viðamikill söguljóða-
stíll úr afarflóknu kerfi af
skáldamáli og braglist. Nú er
hún öllu líkari því, sem lausa-
vísan var áður. Það má ef til
vill þakka það þsim árásum,
sem ríman hefur orðið fyrir, að
málið á henni er orðið einfald-
ara og hefur hreinsazt af drótt-
kvæðastílnum. Ef við berum
íslendingar teigi að kunna að
gei'a vísu, og þar af leiðandi
er nauðsynlegt, að kennsla í
bragfræði í skólum sé sem mest
og bezt. Hún gæti t. d. komið
í staðinn fyrir versta málfræði-
staglið. Nú er í ráði, að ken.na
glímu í skólum, og finnst mér
siálfsagt, að þessar tvær þjóð-
iegu íþróttir okkar, glíman og
braglistin, haldist í hendur.
— Hvað um ungu ljóðskáld-
in?
— Mér finnst þau yrkja v'el
og skynsamlega. Þau gera ýms-
ar .merkilegar tilraunir. Þó
vildi ég óska eftir því, að þau
iegðu meiri rækt við sérkenni
íslenzkrar Ijóðlistar. Ég er
hræddur um, að við hverfum
fljótt, ef við öpum allt eftir
öðrum. Þó er ekki gott að vita
niema það skásta af skáldskap
á okkar dögum sé einmitt í
atómstíl. Hvað rímuð ljóð snert
jr held ég, að við höfum setið
eftir í einhverri tízku, sem var
góð og gild á sínum tíma. Út-
þýnningar á skáldskap Jónasar
og Einars Benediktssonar eru
ekki hin sanna ljóðlist í dag.
— Heldurðu, að atómljóðin
verði mikið lesin í framtíðinni?
— Mér finnst ósennilegt, að
þau verði fólki eins kær og stak
an og ríman. Stakan hefur átt
meiri ítök í fólki en nokkur
önnur ljóðlist, og ég held, að
svo muni enn verða í framtíð-
inni.
—Ertu nokkuð hræddur um,
að ríman verði úreltur skáld-
skapur?
— Nei. Ég held því fram, að
stakan og ríman séu okkar teinu
og sönnu þjóðkvæði. Og ýmsar
nýjungar í rímnalist og vísna-
gerð sanna, að ríman er ennþá
lifandi list. Má þar nefna hinar
ágætu rímur af Oddj sterka og
ýmislegt af því, sem birtist í
þessari nýju Hmnabók. Einmitt
samkeppnin og samvinnan við
atómskáldin ætti að lyfta ís-
lenzku braglistinni upp ýfir
þessa deyfð, sem ríkt hefur um
skeið. En rímur og stökur eiga
sér sín lög eða stemmur eins og
I þau voru nefnd, og þau eru
mörg mjög falleg.
o •— o
Sveinbjörn Beinteinsson er
fæddur að Grafarholti í Borgar
firði, sonur Beinteins Einars-
sonar frá Litla-Botni og Helgu
Pétursdóttur frá Draghálsi. Frá
hans hendi hafa komið út fjór-
ar bækur, Gömlu lögin 1945,
Bragfræði og báttatal 1953,
1 Stuðlagaldur 1954 og Vand-
i kvæði 1957.
SÉmar
17260,17261,18356
Sótt og sent.
fSæfari,r - blað Sjó-
mannasambands
íslands.
SJÓMANNASAMBAND ÍS-
LÁNDS hefur hafið útgáfu
blaðs, sem nlefnist „Sæfari“.
Ritstjóri þess er Jón Sigurðs-
son, en blaðið er prentað í Al-
þýðuprentsmiðjunni. Það er 12
síður að stærð.
Efni þessa fyrsta tölublaðs
er m. a.: Fylgt úr höfn, eftir
ritstjórann, grein um Sjó-
mannasamband íslands með
mynd af stjórninni, grein um jíf
eyrissjóð togaramanna, um síld
arsamninga, Björgunarlaun,
Breytinga þörf á gerð báta, Far
anir Hefgafelis
Orðsendingr frá forlaginu:
Þér hafið vitanlega fæst gert
yður grein fyrir því, hvernig
yður væri innanbrjósts ef
þér ættuð að hafa ritverk höfuð-
skálda þjóðarinnar, eldri og
yngri, hjá yður, né hvernig þér
kæmust af ef þér hefðuð hvorki
aðgang að bókasafni né út-
varpi. Og hugsum okkur að
Njála t. d. væri aðeins til í
skinnliandriti, sem væri emka-
eign einhvers, og þér þekktuð
verkið sjálft aðeins af afspurn,
eða ef Passíusálmarnir,, ljóð
Jónasar, skáldverk Laxness,
Þorbergs. og Gunnars, Ijóð
Daví&s og Tómasar, væru að-
eins til í einu eintaki hvert.
En lífið á íslandi væri þá vissu-
lega ömurlegt. Þó er þessu ná-
kvæmlega eins farið um mvnd-
listaverk hinna fremstu snill-
inga okkar, eldri og yngri. Þau
eru langflest lokuð inni í einka-
hýbýlum manna og þér eigið
þess ekki einu sinni kost að íá
að sjá þau eitt anaartak. Og
þau eru aðeins til í einu ein-
taki, sem gæti brunnið og þann-
ig glatast um alla framtíð.
Nú er Njála til á heimilum
allra læsra manna á íslandi,
einnig Ijóð Jónasar og Passíu-
sálmarnir og það er hlutverk
málverkaprentana Helgafells
meðal annars, að rjúía ein-
angrun ýmissa helgustu dórna
þjóðarinnar, géra þá með viss-
um hætti að almenningseign
eins og Njálu, eða tryggja það
að allir geti fengið að sjá þau,
sem þörf hafa fyrir það.
Margir athugulir útlending-
ar sem hingað koma spyrja oft
með nokkurri undrun, hvernig
á því standi að þessi afskekkt?,
þjóð sem heimurinn vissi ekki
að var til fyrr en fyrir nokkr-
um árum, hafi náð #ð þjálfa
hug sinn svo sem raun er á,
þannig að öll alþýða les hinn
háleitasta skáldskap, sækir
leikhús og tónleika með meiri
áfergju en þekkist með öðrum
ipenningarþjóðum og hafi jafn-
vel málverk á veggjum sínum.
Á þéssu hafa menn fengið
margvíslegar skýringar og ein
er sú að þjóðin hafi lesið betri
bækur én annað fólk og um-
fram allt lesið þær betur og
oftar.
Málaralist er líklega sein-
teknari en aðrar listir. Þess-
vegna er nauðsynlegt að hafa
málverk hjá sér hafa þau fyrir
framan sig ,helst árum sani-
an. Þann kost hafa málverka-
prentanir Helgafells að ekki
er nauðsynlegt að hafa þau í
stórum stofum eöa skoða þau
úr langri fjarlægð. Þeirra má
njóta í litlum stofum jafnvel
á göngum, enda þurfa þau. um-
fram allt að komast í iier-
bergi unglinganna, þannig' að
þeir drekki í .sig holl áþrjf
þeirra frá bernsku. Við mun-
um á þessu og næsta ári gefa
yður kost á að eignast nokkurt
| úrval íslenzkrar málaralistar i
eftirprentunum. og enda þótí
fá eintök vergi til af hverri
mynd verða myndirnar það
margar að flest heimiii ættu
smám saman að geía eignast
einhverja þeirra.
í nokkra daga eru fimm eftir-
prentanir til sýnis í sýning-
arglugga Morgunblaðsins og er
þar ein mynd sýnd bæði í eft-
irprentun og frummyndin til
að þér getið borið þær saman.
En myndirnar eru aðeins til sölu
í .Unuhúsi, Veghúsastíg 7. Sími
16837.
Veghúsastíg 7.
HELGAFELL
mannadeilan o. 11.