Alþýðublaðið - 22.07.1958, Blaðsíða 3
priðjudagur 22. júlí 1958
A I í> f 3 u b I a 5 i 8
$
Alþýöubiaöið
Útgefandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýslngastjóri:
Ri tst j órnarsímar:
Auglýsingasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetuir:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson,
Emilía Samúeisdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
Alþýðuhúsið
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
Austurför þingmannanna
MORGUNBLAÐIÐ ræðir enn þingmannaförina til Rúss-
lands, en g-a&tir nú hófs í að fordæma hana vegna síð'ustu
atburða í Ungverjalandi. Hins vegar kann það stórilla heim-
sókninni til Lettlands og spyr, hvort íslenzku alþingis-
mennirnir hafi látið í Ijós álit þjóðar sinnar á valdaráninu
þar. Er þessum málflutning sér í lagi beint að Emil Jóns-
syni, forseta sameinaðs þings og fararstjóra íslenzku þing-
mannanna.
Hér er til rojikils mælzt. Íslendingar verða að gera upp
við síg, hvort þeir vilja hafa stjórnmálasamband við
Rússa vegna atburða eins og valdaránsins í Eystrasaltslönd-
«num og ríkjunum í Austur-Evrópu. — En stjórnmálasam-
bandið er í gildi, og afleiðing þess hlýtur að vera ýmis kon-
ar samskipti. Þau eínkennast að ýmsu leyti af kurteisi eins
og gagnkvæmum heimsóknum. Við þau tækifæri nær varla
nokkurri átt að stofna til m/álfunda um ólíkt stjórnarfar
ríkjanna. Þar fyrir hafa íslendingar auðvitað sínar skoð-
anir á stjórnarfarinu í Rússlandi og Rússar sínar skoðanir
um stjórnarfarið á íslandi. En samskiptin hljóta að telj-
ast til góðs, þó að margt beri á milli. Verstar eru gadda-
vírsgirðingarnar á landamærunum, ferðabönnin og myrkra-
verkin. Og Morgunblaðið verður að muna, að íslenzka
þingmannanefndin fór til Rússlands í kurteisisskyni, en
ekki þeirra erinda að kenna Russum vestrænt lýðræði
eða láta þá kenna sér austrænt lýðræði. Krafan til Emils
Jónssonar um ræðufulltingi við lettneskt sjálfstæði er hin
sama og ætlast til þess af sendiherra íslands í Rússlandi,
að hann segi valdhöfunum, í Moskvu til syndanna og boði
þeim nýja og betri siði. Pétur Benediktsson kom aldrei
slíku í verk, og samt hefur Morgunblaðið dálæti á honum. ‘
Hann rækti sínar skyldur eigi að s'íður, og sama málj gegn-
ir um Emil Jónsson sem fararstjóra íslenzku þingmanna-
nefndarinnar. Skoðanir hans eins Og Péturs á rússneska
stjórnarfarinu eru allt annað fyrirbæri og þessu óviðkom-
andi með öllu. , :
Telur Morgunblaðið, að Lettar yrðu frelsaðir og kúg-
uninni aflétt í Rússlandi, þó að íslendingar þreyttu mál-
fund við valdhafana í Krend? Ef svo væri, þá hefði
hann átt að bregða sér austur fyrir járntjald á valda-
dögum sínum sem utanríkisráðherra og vinna verkiS
sjálfur eða að minnsta kosti að skipa Pétri bróður sín-
um að koma smáræðinu i kring? Hann lét víst aldrei
af slíku verða. Og þar með er auðvitað grundvöllur gagn-
rýninnar á Emil Jónsson úr sögunni. Hún er barnaskap-
ur Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins. Háfi það átt
að vera tilgangur Rússlandsfarár alþingismannanna að
skera upp herör á málþingi þar austur frá, náði sannar-
lega engri átt að láta Pétur Ottesen og Sigurð Bjarna-
son sitja heima nema Biarni Benediktsson hefði farið í
þeirra stað. Sjálfs er höndin hollust. En Bjarnj virðisl
handarvana í þessu mjáli. I 1
Ónotin í gárð Emils Jónssonar verða Morgunblaðinu
hvorki til gagns né sóma. Menn, sem gistu Þýzkaland
Hitlers forðum daga orðláusir af undrun, þó að þeim væri
boðið að vera viðstöddum aftökur, ferst vissulega ekki að
reyna að gera Emil Jónsson tortryggilegan fyrir framkomu
sína og málflútning í Rússlandsférðinni. Hann kemur,
þaðan eins góður lýðræðissinnj og hann fór. Smásálar-
skapurinn, sem hefur gert menn að viðundrj gagnvart
kommúnisma og nazisma, er honum óviðkomandí. En.
Morgunblaðið ætti að kannast svo vel við suma þeirra að
hafa vit á að þegja um skapleysi og lítillæti.
Fréttabréf
Varna 7. júlí 1958.
FERÐIN til Kaupmannahafn
ar gekk í alla staði ákjósanlega.
Komum við þangað aðeins
tveimur stundum eftir áætlun
Flugfélagsins. Þá um kvöldið
héldum við álöiðis til Austur-
Þýzkalands og komum til
Varnemúnde laust fyrir mið-
nætti. Frá Varnemúnde til
Aöstur-Berlínar komumst við
nokkurn veginn klakklaust
árla næsta morgun. Hófst nú
þriggjá daga eltingaleikur við
skriffinna hinna ýmsu sendi-
ráða, en fyrir ferðina hafði
okkur verið lofað því, að allar,
vegabréfsál'itanir yrðu til taks,
þegar við kæmum til Berlínar.
Órakaðir og vansvbfna vorum
víð leíddir til myndatöku og
linnti henni ekki fyrr en tekn-
ar- höfðu verið 10 myndir af
hverjum okkar. Á fjórða degi
höfðu skríffinnarnir loksins
fengið nægju sína. Myndirnar
höfðu þeir limt í þar til gerð
albúm og héldum við af stað'
með búnkann í býtið næsta
morgun. Eftir mikið þras hafði
okkur tekizt að herja út svefn-
vagnsmiða frá Berlín til Sofía
höfuðborgar Búlgaríu. Hugð-
um við nú gott til svefns og
matar, enda dasaðir eftir Ber-
línar-yistina. Eftir all-nána at-
hugun kom í Ijós, að matur var
ekki í lestinni. í Búdapest tjáði
vagnstjórinn okkur að lestin
stæði við í 40 mínútur, og brugð
um við okkur þá auðvitað út
til að seðja hungrið. Eftir hálf-
tíma sáu tveir okkar hvar lest-
in rann af stað. Fóru þeir þá
hver í sína áttina að leita hinna
Fundust þöir bráðlega á öðrum
brautarpaíli, og vann Árni G.
Finnsson þá einstætt björgunar
afrek, er honum hugkvæmdist
að bjax’ga hinum villuráfandi
sauðum í. gegnum lest, sem
stóð á milli umi’áeddra brautar-
palla. Munaði . þar mjóu, að
Friðrik Ólafsson yrði skálc-
meistar-i Búdapestar. Auðvitað
hefði hann beíðzt griða, sem
pólitískur flóttamaður.
Á landamærum. Ung\ærja-
lands og Júgóslavíu vorum við
reknir úr svefnvagninum og
hann kyri-settur, oða sendur til
baka. Varð nú skiljanlega lítið
sofið, það sem efth’ var ferðar-
innai’I Tíl Varna komum við á
laugardagskvöld og voru þá
liðnar 60 stundjr frá því að við
fórum frá Berlín. Munum við
lengi minnast Búlgaranna með
þakklæti fvrir þá hugulsemi,
að hafa ekki látið taka af okk-
ur myndir við komuna. Sam-
dægurs hafði Freysteinn komið
til Varna frá Moskvu og hafði
hann einnig orðið fyrir töfum
á ieiðinni.
Skákmótið fer fram á Gull-
ströndinni, frægum baðstað
skammt frá borginni Varna.
Hér við Svartaliafið myndum
við njóta ákjósantegrar hvíld-
ar, eftir erfíðá ferð, ef skák-
mótið væri ekki. þegar hafið.
Unaðslegrj stað er varla hægt
að hugsa sér. Allur aðbúnaður
er með mestu ágætum og viður-
væri gott.
Sektán þjóðir taka að þessu
sinni þátt í mótinu. Teflt er í
4 manna sveitum og var þeim
í byrjun mótsins skipt í 4 riðla.
Tvær efstu sveitir í hverjum
riðli keppa síðan til úrslita en
hínar eigást við sín á milli. í
fyrstu umferð fóru-leikar þann-
ig; . ... ;
A-riðill: Sovétríkin — Aust-
ur-Þý-zkaland 214 : 114: Rúmen
ía 4 — írland 0; B-riðill: Búlg-
aría 314 — Island 14; Banda-
ríkin 314 — Albanía V&\ C-rið-
ill: Tékkóslóvakía 3 — Mon-
gólía 1; Ungverjaland 314 —
Holland V>\ D-riðill: Júgóslavía
3 —■ Svíþjóð 1; Argentína 314
— Póllánd 14.
Friðrik tapaði fvrir Bobotsov
Ingvar tapaði fyrir Kolarovi
Freysteinn jafntefli við Pad-
evsky. Stefán -tapaði fyrír
Tringov..
Friðrik hafði svart og lék
kóngsindverska vörn. Átti
hann rýmri stöðu, er Bobots-
ov bauð jafntefli. Því hafnaði
Friðrik, en í næsta leik varð
honum á skyssa, sem kostaði
hann skákina. Ingvar. hafði
hvítt gegn Kolarov. Tefldi sá
síðarnefndi Nimzoindverska
vörn, gegn drottningarpeðs-
byrjun Ingvars. Ingvar fórm
aði- snemma manni fyrir þrjft
peð, og fékk nokkra sóknj
Eyddi hann mjög miklum tíœai
og lék ónákvæmt í tímahraki-
inu, og Kolarov vann auðveld-
lega í rúmum 50 leikjurn.'Frey-
steinn tefldi Drottningar-ind-
verska vörn. Fékk Padevský
rýmri stöðu en Freysteini tókst
að jafna taflið og bauð Pacl-
evský jafntéfli eftir 30 leík-i,
Tringov téfldi Sikileyjarvörn
gegn kóngspeðsbyrjun Stefáns
Briem. Fórnaði Stefán snemmft
peði. Tringov náði nokkru síðj>
ar tveimur léttum möanixfil
fýrir hrók og vann síðan skák-
ina í um bað bil 40 leikjum.
í dag liöfúm við orðið þesS-
átakánlega varir, að íslenzkux
magi á ekki við í Búlgaríu, dg
eru það Bandaríkjam'enn, séxo,
njóta góðs af því. u
£f
úr síáli öq íré
i
M/b Geir — Keflavík
áiiar upplýsingar ésamf
feikningum fyrirlig§|andi
fyrír árið 1958
varðandi einstaklinga ,og félqg, iíer til sýnis í
Skattstofu Hafnarfjarðar frá 22. iúlf til 4. ágúst'
næstk. að báðum dögum meStöldum.
Jafnframt er til sýnis á sama tíma skrá yfir ið-
gjaldagreiðslur atvinnurekenda. samkvæmt á-
ákvæðum . almannatrj'ggingalaganna,. svo og
ti’ygginasjóðs. Ennfremur sfcrá um skyldusparnað.
Kærufrestur er tvær vikur ov burfa kærur að vera
komnar til Skattstofu Hafnarííarðar eigi slSar en.
að kvöldi 4. ágúst næstk.
Skattstjórinn í Hafnarfirði,
21. júlí 1958.
EIRÍKUR PÁLSSÖN.