Alþýðublaðið - 22.07.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1958, Blaðsíða 4
t AlþýSublaðiS Þriðjudagur 22. júlí 1958 ( ÍÞnróftir ) Reykjavíkurmeistaramótið; i«;4w-.'\L.itu >1 w % * .< & & S C n 6 KR sigraði í stigakeppni MEISTARAMÓT REYKJA- VÍKUR, aðalhluti, fór fram á íþróttavellinum um síðustu heigi. Veður var mjög gott, en árangur ekki eins góður og bú- ast hetfði xnátt v|ð. Orsökin, sennilega stigakeppni sú, sem er í samfoaudi við mót þetta, íþróttamenaiirnir keppa í ýms- um greinum, sem þeir eru ó- vanir að fást við og ná því ekki toppárangri í sínum aðalgrein- mn. Þetía Reykjavíkurmót hefur j alltaí verið hálfgert vandræða 1 foarn. Áður en það var gert að þtigamóti 1953', var þárttaka mjög dauf, en eftir að st.iga- keppnin hófst hefur gengið á ýmsu og afleiðingar hennar hafa ýmist verið neikvæðar eða jákvæðar. Annars er að mörgu leyti heppilegra, að fé- lögin þrjú Ármann, ÍR og KR efni til sérstakrar stigakeppni árlega, þar sem tveir verði frá hverju félagi og að sú keppm verðj einig háð í drengja. og unglingaflokki. Það er t- d. ekki heppilegt, að 16—18 ára dreng ir séu að keppa við fullorðna og víða erlendis er slíkt algjör- lega bannað. En snúum okkur nú að mótinu. KR SIGURVEGARI. KR hefur nú þegar sigrað í stigakeppninni, þó að eftir sé að keppa i tveim greinum, tug- þraut og 10 km. hlaupi. Hafa KK-ingar hlotið 222 stig, ÍR 139 og hálft stig og Ármann! 50. Margir af beztu íþróttamönn um bæjarins gátu ekki tekið þótt í mótinu vegna meiðsla og fjanrera, s. s- Hilmar Þorbjörns son, Kristján Jóhannesson, Heið ar Georgsson o. fl. ÁRANGUR MÓTSINS. Vaibjörn sigraði örugglega í 100 og 200 m. hlaupi í fjarveru Hílmars, og mun sennilega verða í Iandsliðinu í báðum þess utn greinum með Hilmari. — Keppnin í 400 m. var hórð miili Svavars os Þóris, en sá fyrrnefndi sígraði á sjónarmun. Þórir fór of hægt af stað. Ar- angur Svavars er ágætur í 800 m., enda byrjunarhraðinn 53,5 á' fyrri 400 m. var helzt til of mikill. Kristleifur er stöðugt í framför og aðeins tímaspurs- mál hvenær hann hleypur á betri tíma- en 15 mín. í 5 km. Guðjón sigraði Björgvin í 400 m. grindahlaupi eftir mjög harða og jafna keppni, en Daru' el getur betur en 57,4. Þessi grein er að verða mjög jöfn og skemmtileg. Huseby var eitthvað miður sín og tapaði fyrir Skúla, sem átti ógilt kast um 16 m. — Hallgrímur er öruggastur í kringlukastinu, en Löve er í framför og sigraðj Fiðrik á bezta áxangri sínum í sumar. Sléggjukastið og spjótkastið eru íelegar greinar og betur má ef duga skal gegn Dönum. Helgi Björnsson náði ágætum árangrj í þrístökki og smum langþezta, Vilhjálmur stökk aðeins tvö stökk, en hann var einnig með í 100 m. hlaupinu um leið og þrístökkið fór fram. 1 langstökkinu náði Vilhjálm ur- aftur á móti sínum bezta ár. angri á sumrinui, en Einar var með ógilt stökk yfir 7,00 m. Jón er alveg öruggur með 1,85 m., en það eru Danir einnig og þessvegna þarf okkar ágæti Jón að herða róðurinn. ÚRSLIT: 100 m. hlaup: Valbjörn Þorláksson, tR 11,0 Einar Frimannsson, KR, 112 Vilhjálmúr Einarsson, ÍR, 11.2 Pétur Rögnvaldsson, KR, 11 2 200 m. hlaup: Valbjörn Þorláksson, tR, 23,1 Daníel Halldórsson, ÍR, 23,4 Pétur Rögnvaldsson, KR, 23,7 Hörður Lárusson, KR, 23,9 400 m. hlaup: Svavar Markusson, KR, 50,6 Þórir Þorsteinsson, A, 50,6 Hörður Lárusson, KR, 51,8 800 m. hlaup: Svavar Markússon, KR, 1:53,7 Þórir Þorsteinsson, Á, 2:01,3 Kirkjuþáttur: ræmr bisku Svavair Markússon, Ingi Þorsteinsson, KR, 2:02,7 Helgi Hólm, ÍR, 2:09,5 1500 m. hlaup: Svávar Markússon, KR, 4:06,1 Kristl. Guðbjörnss., KR, 4:06,3 S,gurður Guðnason, ÍR, 4:11,0 5000 m. hlaup: Kritsl. Guðbjörnss., KR, 15:14,3 Siðuður Guðnason, ÍR, 16:43,0 Reynir Þorsteinss., KR, 17:30,0 110 m. grindahlaup: Pétur Rögnvaldsson, KR, 15,1 Guðjón Guðmundsson ,KR, 15,3 Ingi Þorsteinsson, KR, 15,6 400 m. grindahlaup: Guðjón Guðmundss., KR, 55,8 Björgvin Hólm, ÍR, 56,0 Daníej Halldórsson, ÍR, 57,4 Ingi Þorsteinsson, KR, 57,6 Sigurður Björnsson, KR, 57,8 Langstökk: Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 7,12 Einar Frímannsson, KR, 6,85 Helgi Björnsson, ÍR, 6,60 Pétur Rögnvaldsson, KR 6,54 Þrístöfck: Helgi Björnsson, ÍR, 14,10 Vilhjálmur Einarsson, ÍR, 13,91 Ingvar Þorvaldsson, KR, 13,45 Hástökk: Jón Pétursson, KR, 1,85 Sigurður Lárusson, Á, 1,80 Valbjörn Þorláksson, ÍR, 1,75 Stangarstökk: Valbjörn Þorláksson, Í'R, 4,21 Valgarður Sigurðsson, ÍR, 3,65 Einar Frímannsson, KR, 3,55 Framhald á %, síðu. Norrænir biskupar skrifast á við kirkjumáaráðherra Ung- verjalands.................. Tímaritið ,,Kristið Samfélag*' birtir í ný-útkomnu hefti fjögur bréf, er farið hafa milli norrænna biskupa og' ungverska kirkjumálaráð- herrans, varðandi afsetningu biskupanna Ordass og Tur- oczy. — Biskuparnir lýsa því yfir að það hafi vakið nokk- urt traust á hinu ungverska alþýðulýðveldi árið 1956, að stjórn þess hafði þá sett aft- ur inn í embætti sín löglega biskupa lúthersku kirkjunn- ar, og virzt ætla að virða hin- ar háu hugsjónir trúfrelsis- ins. Biðja þeir nú um skýr- ingar á því, er skeð hafi, og skora jafnframt á ráðherr- ana, er áður hafi gjört all- mikið til að tryggja hið and- lega frelsi lúthersku kirkjunn ar, að stuðla að því, að hún haldi frelsi sínu óskertu í framtíðinni. Svarbréf ráðherrans. í svari sínu segir ráðherr- ann, að afsetning hinná tveggja biskupa sé „afleiðing af hinni harðsvíruðu afstöðu hjá þessum eigingjörnu kirkjumönnum, sem alls ekki séu fulltrúar hinna sönnu hagsmuna kirkjunnar, en dragi sig þvermóðskulega í , hlé frá því að vinna að nokk- úrfj jákvæðri lausn. Ordass biskup og nokkrir fylgifiskar 'hans hafa komið í veg fyrir, að mörg þýðingarmikil vanda mál hafi náð fram að ganga, og hið sama gildir um Tur- oczy þiskup. Annars lætur Turoczy biskup af embætti með eftirlaunum, hann dvel- ur á sínum fyrrverandi bú- stað og nýtur eftirlauna frá ríkinu.“ Ennfremur ségir ráðherr- ann: „Síðustu vikurnar hefir ástandið batnað, og málin ver ið leyst í mikilvægum atrið- um, og sýnir það sig meðal annars í því, að ríkið eykur hinn fjárhagslega styrk, sem lútherskir prestar fá sam- kvæmt samningum, með aukafjárveitingu“. Ráðherrann vitnar einnig til þess, að á Norðurlöndum hafi ríkisstjórnin mikið vald í kirkjulegum efnum, og tel- ur aðgerðir ungversku stjórn arinnar sambærilegar slík- um afskiptum konungs og forseta af embættaveitingum á Norðurlöndum. Biskuparnir skrifa í annað sinn. Þeir vitna til þess, að bæði Ordass biskup og Turoczy biskup séu svo vel kunnir, að ummæli ráðherrans um þá muni hvergi verða tekin al- varlega. Segjast þeir' vera sannfærðir um, að þegar slík ir menn álíti nauðsynlegt að vera „harðsvíraðir“, sé það af því að þeir telji það óhjá- kvæmilegt vegna málstað kirkjunnar. — Þeir segja, að þeim sé einnig vel kunnugt um, að biskupsdæmi Ordass biskups verði ekki aðnjótandi > hinna fjárhagslegu . hlunn- inda, af því að hann „hafi neitað s’amvinnu um þýðing- armikil mál“, eins ogj'áðherr ann hafi sjálfur orðað það annars staðar. „Oss er ekki unnt að skilja, að fjárhagsleg um þvingunaraðferðum sé beitt gegn manni og kirkju, sem fer að samkvæmt hinum háleitustu, andlegum skuld- bindingum“, — segja biskup- arnir einnig. Biskuparnir benda á, að á Norðurlöndum fari áhrif ríkisvaldsins á em- bættaveitingar eftir réttar- skipulagi, sem kirkjan hafi sjálf viðurkennt, en í Ung- verjalandi séu „lög“ þau, er ráðherrann styðst við, ekki annað en stjórnar-úrskurður, sem kirkjan sé þvinguð til að veita viðtöku. Ekki afskipti af embættaveit- ingum, heldur mótmæli gegn afsétningu. Loks vekja 'biskuparnir at- hygli á því, að frá þeirra hendi sé ekki um að ræða afskipti af embættaveiting- um, heldur hafi bréfið fjallað um afsetningu biskupa, sem héldu frám frelsi kirkjunnar gagnvart ríkisvaldinu. Því sé ekki hægt að mótmæla, að í Ungverjalandi hafi það skeð, að löglega kjörinn bisk up hafi verið dæmdur og af- settur af ríkisvaldinu, siðan settur aftur inn í embáetti, ög . svo í annað sinn afsettur — af því að hann hafi ekki skil- yrðislaust viljað vera með í því, sem ríkið nefnir „já- kvæða Iausn“. — , i. Niðurlag biskupabréfsins. „Gagnvart slíku broti á kristilegum grundvallaratrið- um er ekki unnt að þegja. Kirkjan þekkir einingu sína og samstöðu, sem ekki er hægt að hverfa frá. Vér get- um því ekki annað en haft af því sárar áhyggjur, og fundið, að það komi oss við, þegar systurkirkja á við slík- ar þrengingar að stríða. Og þess Vegna skorum vér ennþá einu sinni á yður, herra kirkjumálaráðherra, að gera allt til' þess að eyða ósamlynd inu og skapa þau viðhorf, er geri það mögulegt fyrir trúa þjóna kirkjunnar að vinna verk sitt.“ ’ *- P' .'-J' '-V Lokasvar ráðherrans. í seinna bréfi sínu segir ráðherrann, að afskipti hinna ferlendu biskupa séu sprottin af mikilli vanþekkingu á mál- inu, eins og það horfi við. Samt segir hann: „Því miður leyfa embættisskyldur mínar ekki, að ég skýri yður nánar frá lögum kirkju og xíkis, eða þeim vandamálum, sem fram 'hafa komið og áhrif þeirra á hin ýmsu viðhorf.“ Hvaða ályktanir getum vér dregið af bréfunum? í fyrsta lagi, að hér er ekki um það að villast, að ein til- raun tenn hefir verið gerð af hálfu einræðisstjórnarinnar ungversku tii a.ð kúga hin kirkjulegu yfifvöld, Beitt er afsetningu gagnvart biskup-; um, sem allur hinn kristni heimur veit, að eru ekki að- eins trúir þjónar kirkjunnar, heldur og sannir föðurlands- vinir. — I öðru lagi sýna bréf in, að lútherska kirkjan á Norðurlöndum er vakandi gagnvart örðugleikum systur kirkjunnar í Ungverjalandi, og yfirbiskupar hennar hafa fullan hug á að ganga fram fyrir skjöldu, til stuðnings trúbræðrum í baráttu þeirra. — Loks 'hlýtur það að vekja nokkura undrun, að kirkju- málaráðherrann telur sig verða að halda leyndum á- greiningsatriðunum, — og ekki aðeins þeim, — heldur jafnvel þeim lögum og reglu- gerðum, sem farið er eftir. Sézt þarna vel sá munur, sem er á einæðisríki og lýðræðis- þjóðfélagi, þar sefn slíkir hlut ir eru ekki faldir fyrir um- heiminum. Hefir foiskupi íslands ekki ■ verið boðið að undrrita bréfin? Að þessum bréfaskrift.um hafa staðið erkibiskupar Sví- þjóðar og Finnlands, og yfir- biskupar Danmerkur og Nor- egs. Virðist svo sem biskupi íslands 'hafi ekki verið boðið að vera með, énda þótt öllum sé kunnugt, að íslenzka kirkj- an stendur heils hugar við hlið hinna frjálslyndú og lýð- ræðissinnuðu biskupa - Ung- verjalands, sem berjast nú fyrir sjálfstæði kirkjunnar gagnvart einræðinu. —- Er hætt við, að þetta valdi leið- inlegum misskilningi, ekki sízt, þegar bréfin eru birt í mágagni kikjulegrar sam- vinnu á Norðurlöndum. Jakob Jónsson. Umferðarslysin um helgina Framhaíd af 1. síðu. Snemma um morgunmr. ók jeppabíll út af veginum á vest- anverðri heiðinni og valt hann. Skömmu síðar kom þar að Dodge Station bíll. Voru í hon- um f jórir menn. Fóru þeir bíl- stjóranum til hjálpar við <ið koma jeppanum upp á veginn aftur. Við það skarst einn þeirra á hendj og blæddi tölu- vert. Var ekið með hann áleið- is til 'Reykjavíkur á mikilli ferð. En innan stundar hvoifdi bílnum út af veginum, og skemmdist mikið. Mennirnir, sem í foonum voru, meiddust allir nokkuð, en enginn alvar- lega. Skömmu síðar tók foíll, sem var á leið til Reykjavíkur, manninn, sem skarst, upp í, og var honum ekið á slysavarð- stofuna, og var þar gert að meiðslum hans, sem ekki voru alvarleg. Á sunnudag lentu þrír bílar í árekstri á ííafnarfjarðarvegin- um. Skemmdust þeir a’uir nokkuð, en slys urðu ekki á mönnum. ; ' j .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.