Alþýðublaðið - 22.07.1958, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.07.1958, Blaðsíða 8
VEÐPtl-Ð: Kaldi, bjartviðri. Þriðjudagur 22. júlí 1958 Alþýöublaöiö Hann sfakk upp á fundi æðstu manna í dag, en engin von er lil að svo verði. ilacmHlsii ætlar aS skýra frá brezka svarinu í neSri málstofursni í dag. KRÚSTSJOV, forsætisi’áðherra Sovétríkjanna, sendi vestur , eldunum og Indiandi orðsendingu um helgina, þar sem hann vtakk upp á fundi æðstu manna í Genf á þriöjudag til að ræða ástandið í Austurlöndum nær. Frakkar munu vera fúsir til að ganga til slíks fundar, og Indverjar telja gott, að þessi tillaga .'Uuli hafa komið fram. WASHINGTON, mánudag. - þau, að leiðin sé opin tll frek- Svar Bandaríkjpmanna við til' idgu Krústjovs verður áreiðan- iega ekki sent í dag, sagð1 hiaðafulltrúi Eisenhowers for- seta í dag. Uppkastið að svari Bandaríkjamanna liggur fyrir og var lagt fyrir hm NATO- ríkin á fundj í París síðdegis í iag. Kvað blaðafulltrúinn eng- i.n önnur ríki en NATO-ríkin v’erða spurð ráða i sambandi vtð svarið. Yfirlýsingin í Hvíta húsinu iók af skarið um það, að ekki verður neitt úr- fundi . æðstu manna í Genf á þriðjndag, ei.ns og Krústjov stakk upp á. Telja sumir, að Vesturveldm muni híða með að skýra afstöðu sína, þar til séð verður hver verður afstaða Rússa á fundi öryggis- ráðs SÞ í kvöld, Óstaðfest fregn hermir, að ameríska stjórnin hyggist svara, að fund æðstu manna eigi ekki að halda utan ramma SÞ og munj því stinga upp á, að diplómatislcar tiiraunir til að leysa vandann s.kulj halda aáram innan SÞ. Sumar amcrískar heimildir halda því fram, að um nokk- urn mun sé að ræða á af- stöðu Breta og Bandaríkja- manna til tilíögu Krústjovs., Á þetta að eiga rót sína í því, ið brezka stjórnin verði að taka nokkuí’t tillit til kröfu iafnaðarmanna um að tillögu Krústjovs verði vej tekið. AFP segir, að Vesturveldin 'r.unj hvorki gera að játa né neita tillögu1 Krústjovs. Dyr- um verði haldið opnum fyrir trndj háttsettra manna stjórn. amna, þótt það verði ekk- endi- lega fundur æðstu manna. Vest ucveldin mun: ekkj bera fr&m gagntillögur, en svörin verði ari skoðanaskipta við Sovét- ríkin um ástandið í Austurlönd um nær. Hið endanlega svar muni vísa á bug ásökunum þeimj, sem Sovétstjórnin beini gegn Vesturveldunum. ’srw: ”■ LONDON, mánudag. .Mac- millan forsætisráðherra sagði í neðri málstofunnj í dag, að bréf Krústjovs með tillögunni um tafarlausan fund æðstu manna felj í sér ýmsar skoðan- ir, sem varla nokkur meðlimur deildarinnar muni geta fallizt á. Hins vegar kvað hann stjórn jna ræða bréfið með hraði og kvaðst ráðherrann vonast til að geta gefið upplýsingar um afstöðu stjórnarinnar á þriðju- dag. Gaitskell, leiðtogj jafnaðar- manna, sagði, að það væri út- breidd skoðun meðal rnanna í- Bretlandi, að slíkan fund ætti að halda sem fyrst og hann spurðj forsætisráðherrann, hvort hann mundj á þriðjudag geta gefið einhverja hugmynd um hvern;g svarið mundi hljóða. Forsætisráðherrann kvaðst vonast til að geta gefið það svar' á þriðjudag og bætt; því við, að ekki vær; um að ræða neinn. skoðanamun milli brezku og amerísku. stjórnar- innar í þessu máli- Annar jafnaðarmiannaþirig- maðúf’, Arthur Henderson, bað forsætisráðherrann um að hafa augun opin fyrir möguleikan- um á að koma á fundj æðstu manna með aðstoð Sarpetnuðu þjóðanna. - Eftir ráðuneytisfund síð- degis tilkynnti Macmillan, gð hann mundj s.kýra frá efni svarsins á þingfundi síðdegis á þriðjudag. Góð heimild telur, að Bretar séu að ræða möguleikana á &ð halda fund æðstu manna innan | ramima Sameinuðu þjóða.nna. j en menn verði fyrst að koma sér saman um, hvort fundur-' inn skuli haldinn innan ramma öryggisráðsins eða aUsherjar- þingsins, eða bara í aðaístöóv- um samtakanna. Er sagt að Vesturveldin hafj enn ekki náð samkomulagi um þetta atriði, svo að enn getj dregizt, að svar verði sent til Moskva. PARÍS, mánudag. Franska stjórnin tekur prinsípíelt vel- viljaða afstöðu til tillögu Krúst jovs, segir í opinberri tilkynn- ingu frá frönsku stjórninni síð- degis í dag. Franska stjórnin getur hins vegar ekkj fallizt á þau skilyrði og þá framsetn- ingu á vandamálinu, sem fram kemur í bréfi ráðhcri'ans og ekkj er vænleg tj| að stuðla að minnkandj spennu, segir enn fremur í tiikynningunni. Yfirlýsing’in var sett fram af Soustelle upplýsingamála- ráðherra, sem sagði, að svar Frakka til Krústjovs yrði sent þegar vitað yrði um n ðurstöð- una af fundj öryggisráðsins í kvöld. Soustelle sagði, að Frakkar hyggðust ekki rasa að neinu og gagnrýndi sérstaklega ummæli Krústjovs um Algier- málið í bréfinu. Hann kvað Vesturveldin enn ræða um. svar ið við bréfj Krústjovs. Svörin mundu í raun og veru vera eins að innihaldi, en þó með nokkrum sérviðhorfum, sagð Soustelle. PARÍS, mánudag. Fasta- ráð NATO hélt fund í dag um bréf Krústjovs undir forsæti Spaaks, framkvæmdastjóra bandalagsins. Eins og venju- lega var engin tilkynning send út að fundinum loknum. Þúsuiidir manna sóttu mótið. LANDSMÓT hestanranna fór fram á Þingvöllum um helg. ina. Var har mikill mannfjöldi samankominn, svo þúsundunu skipti. Var veður mjög gott og átti það sinn þátt í þvf hversia fjölsótt og glæsilegt mótið var. Steinþór Gestsson, form. LH, setti mótið á laugardag. Hófsí síðan sýning á hestum. Sýndar voru stóðhryssur, stóðhestar, dómum lýst og afhent verð- laun. Einnig var þá keppt 1, undanrásum kappreiða. Á sunnudag hófst dagskráin með hópferð inn á sýningar- svæðið. Gunnar Jóhannssou prófastur í Skarði flutti bæn. Hermann Jónasson forsætis- og landbúnaðarráðherra fluttj bæn. Úrslit kappreiðanna urðu sem hér segir: SKEIÐ: 1. Skuggi, 26,9 sek. (eigandi Löftur Eiríksson. Steinsholti, Árn.). 2. Nasi, 27,9 (eigandi Þorgeir f Gufunesi). 3. Kol- skeggur, 28,0 (eigandi Jón M. Guðmundsson, Reykjum. STÖKK, 400 m. 1. Garpur, 30,2 sek. (eigandi Jóhann Kr. Jónsson, Dalsgarði0 Mosfellssveit). 2. Gnýfari, 30,2 sek. (eigandi Þorgeir í Gufu« nesi). 3. Jarpur, 30,3 sek. (eig- andi Magnús Sigurðsson, Am- þórsholti. f i STÖKK, 300 m. 1. Blesi, 23,6 sek. (eigandl Þorgeir í Gufunesi). 2. Fengur,, 23,8 sek. (eigandi Birna Norð- dahl, Rvík). 1 SÁRALÍTIL síldveiðj var í gærdag og á miðnættv í nótt voru skipin að byrja að kasta vcstast á Skagagrunni, að því er síldarleitin tjáði bJaðinu. Veður batnaðj á aústursvreð- inu í gærkvöldi og voru skipin að tínast út, er blaðið frétti síðast. Vitað var um eitt skip, Stíganda, sem fékk 600 tunnur í kasti á vestursvæðinu, þ. e- a- s. á Kálfshamarsvík. Ekkert samráð við NATO um land- göngunaí . AÐ gefnu tilefni vill ráðu- neytið taka fram, ag eins og frá íhefur verið skýrt í heimsfrétt- um, var ekkert samráð haft vii Atlantshafsbandalagið áður env hersveitir Bandaríkjanna og Bretlands gengu á land í Lí- banon og Jordaníu. Af íslands hálfu hefur engin afstaða verið tekin til málsins innan taanda- lagsins, enda ekki tij þess kom- ið til þessa að ganga frá álykt- un um málið. (Reykjavík, 21. júlí L®58.) ) SÁ, SEM FANN plast-einangir* unarefni (10 plötur) einhvers staðar á leiðinnj frá Korkiðj- unnj jnn á Kringlumýrarveg 5 gær um hádegisbilið, geri vin- samlegast viðvart í síma 10277. araflinn Salfsíidaraflinn 181 þúsund tunnur. Rússar ur§u heimsmeisfara íslendingar aðrir í B-riðSi. IHEIMSMEISTARAMÓTB 1 stódenta í skák lau'k í gær, og nrðu Rússar heimsmeistarar I iM<eð 19 Vz vinning. í síðustu umferð tefldu ís- lendingar við Albanj. Leikar föi’u þannig, að Friðrik vann P.us-tina, Ingvar gerði jafntefli ,rið Duraki, Freyst. vann Om-1 ari og Stefán tapaði fyrir Sil- iúi. ísland hefur því 2hj vinn- iwj og Albanía 1%. í síðustu umferðinnj fékk I Brimenía 3 vinninga. Svíþjóð 1 1, Mongólía 3V2, írland Vz, Hoi land 2, Pólland 2. 1 A-riðli fékk Ungverjaland og Tékkóslóvakía 2 v’nninga hvort, Búlgaría 3, Þýzkaland 1, Júgóslavía 2V2, Argentir.a V/2, Rússland 2Vz oa Bandaríkin IV2. Úrslit í A-riðli urðu þau, að Rússar urðu heimsmeistarar með 19V2 vinning. Næst komu Búlgaría, Ungverjaland og Jú- góslavia með 14 vinninga hver, Framhald á 2. síðu. FYRRI HLUTA sl. vik.u var lítil veiði otr ba eingöngu sunnan Langaness; bræla var á miðunum austanlands. Nær engrar síldar varð vart norðanlands brátt fyrir góð skilyrði, Á þtiðjudag kom allmikil síld upp út af Austurlandj allt suður að Skrúð og var þar góð og oft ágæt veiði alla vikuna, þiátt fyrir fremur slæm skilyrði, vegna mikilla strauma og þoku Aðfaranótt og morgun laug- ardagsins 19. fannst allmik.l síld á Skagagrunni og var all- góð veiðj þar þann dag allan. Eftir undanfarin 13 aflaleys- isár vex okkur mjög í augum | þegar síldaraflinn glæðíst nokkúð og teljum sl. viku all- góða aflaviku, en þa öíluðust 1 103 616 máj og tunnur. oða 437 mál og tunnur á nót að meðal- ! tali. I | Til samanburðar má geta þess að síðasta aflasumarið 1944 var mesta aflavikan 20.— 26. ág. Þá viku öfluðust 280 þús. mál og tunnur. Það sumar tóku 141 skip þátt í veiðunum með 126 nætur,, koma því 2222 mál og tunnur á nót. Þess ber að gæta, að þá var burðarrnagn skipanna miklú nrnna en nú. Á miðnættj laugard. 19. júlí var síldaraflinn orðinn sem hér seg’ir:- (Tólurnar i svigum eru frá f. ári á sama tíma ) í salt 181 232 uppsait. tn. (57099). í bræðslu 93 161 mál (325- 336). í frystingu 5534 uppmældar tn. (6341). Samtals mál og tunnur 279 927 (388 776). 237 SKIP FENGIÐ SÍLD Vitað var um 237 skip, sem fengið höfðu einhvern afla (231), en 190 skíp voru með 500 mál og tunnur eða meira (212). Þessi skip hafa fengið 1000 mál og tunnur eða meira: Botnvörpuskip: Egill Skallagrímss., Rvík 3632 Þorst. þorskabít. Stykkh. 3023 X Mótorskip: Ágúst Guðmunds., Vogum 2163 Akrahorg, Akureyri 1330 Akurey, Hornafirði 1013 Álftanes, Hafnarfirði 2540 Andri, Patreksfirðj 1486 Arnfirðingur, Reykjavík 3560 Ársæll Sigurðss., Hafnarf. 1007 Ásgeir, Reykjavík 2258 Baldvin Jóhannss., Akure. 1237 Baldvin Þorvaldss.,' Dalv. 1607 Bára, Keflavík 1540 Bergur, Vestmannaeyjum 1940 Bjarmi, Dalvík 1186 Bjarmi, Vestmannaeyjum 1173 Björg, Neskaupstað 2028 Björg, Eskifirði 2940 Björg, Vestmannaeyjum 1008 Björn Jónsson, Reykjavík 1562 Búðarfell, Búðakauptúni 2047 Einar Hálfdáns, Bolungrv.2220 Erlingur V., Vestmannae. 1376 Fanney, Reykjavík 1579 1 Faxaborg, Hafnarfirði 3637 Faxavík, Keflavík 1236 Fram, Hafnarfirði 10S9 Framhald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.