Morgunblaðið - 04.07.1972, Side 16

Morgunblaðið - 04.07.1972, Side 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞiUÐJUDAGUH 4. JÚLÍ 1972 Otg-efandi hf. Árv&kxtr, Reykjavfk Frarrrkva&md3síjóri HaraWur Sveinsson. Rittsitiórar Miatiihlas Johannessen, Eyijóltfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjón Styrmir Gunnarsson. RrtS'tjómarfiulltirúi fcwrbljöm Guðmundsson Fróttastjóri Björn Jáhannsson Augtýsingastjóri Ámi Garöar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðelstræti 6, sími 1Ö-100. AugiJý'SÍngar Aðatetræti 6, sfrni 22-4-60. Áskrrftargjald 225,00 kr á márnjði iivnanlands í iausasöiru 15,00 Ikr eintakið l/'antrú fólksins í landinu á ’ getu ríkisstjórnarinnar til þess að hafa stjórn á efna- hags- og verðlagsmálunum vex nú með degi hverjum. Dagblaðið Þjóðviljinn segir um ríkisstjómina í forystu- grein: „Þess er nú alls stað- ar krafizt af henni, að hún geri nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum og móti nýja efnahagsstefnu . . .“ óstjórnina á efnahags- málunum á liðnu ári má fyrst og fremst rekja til ítaka og áhrifa kommúnista í ríkis- stjórninni. Það kemur því nokkuð sþánskt fyrir sjónir, þegar þeir setja nú fram kröfu um nýja efnahags- stefnu eins og það er orðað. Þessi krafa á sér þó eðlileg- ar skýringar, þegar að er gáð. Markmið kommúnista er aug- ljóst. Þeir hafa nú í hyggju að skapa sér sérstöðu innan ríkisstjórnarinnar, þegar efnahagsmálin eru komin í hreint óefni og stjórnlaus óðaverðbólga framundan. Kommúnistar reyna nú að koma ábyrgðinni yfir á herð- ar samstarfsflokka sinna í ríkisstjórninni og skella allri skuldinni á þá. Þegar yfir lýkur og ríkisstjórnin hrökkl- ast frá, ætla kommúnistar að standa með pálmann í hönd- unum og benda á, að þeir einir hafi krafizt nýrra að- gerða, nýrrar efnahagsstefnu. Á það verður bent, að sam- starfsflokkarnir hafi ekki fengizt til þess að takast á við vandamálin með nýrri stefnu. Þannig eru vinnubrögð þeirra manna, sem forystu- menn Framsóknarflokksins leiddu til mestra valda fyrir ári. Framsóknarflokkurinn fær nú að kynnast vinnu- brögðum þeirra. Allt stjórnartímabil við- reisnarstjórnarinnar undu forvígismenn Framsóknar- flokksins hlutskipti sínu illa. Þeim var óljúft að standa áhrifalitlir utan ríkisstjórnar. Flokkur þeirra missti stöð- ugt fylgi og traust vegna óljósrar stefnu. Þegar við- reisnarstjórnin missti þing- meirihluta sinn á sl. sumri, lögðu framsóknarmenn því allt kapp á að komast í ríkis- stjórn í þeirri von, að með því mætti einhverju bjarga. Einu virtist gilda með hvaða kostum takmarkinu yrði náð. Þetta bráðræði forystu- manna Framsóknar hefur enn rýrt traust flokksins. Löngun forystumannanna í ráðherrastólana var orðin svo mikil, að þeir uggðu ekki að sér í samningaviðræðunum og létu kommúnistum í Al- þýðubandalaginu í té veiga- mestu ráðuneyti atvinnu- og efnahagsmála. Kommúnistar gerðu sér mæta vel grein fyr- ir ístöðuleysi og áköfum löng- unum framsóknarmanna. Þeim var því full ljóst, að með einbeitni og hörku gætu þeir fengið í sinn hlut mikil- vægustu ráðherraembættin. Þessa aðstöðu hagnýttu þeir sér til hins ýtrasta. Afleið- ingarnar hafa komið fram í efnahagslífinu á undanförn- um mánuðum. Helztu samningamenn Framsóknarflokksins í stjórn- armyndunarviðræðunum, Ól- afur Jóhannesson og Ey- steinn Jónsson, gerðu sér enga grein fyrir því, að kommúnistum var ekki síð- ur umhugað að komast í rík- isstjórn en þeim sjálfum. Það voru því mikil stjórnmálaleg mistök að láta svo undan kommúnistum eins og raunin hefur orðið á. Ugglaust hefði mátt koma í veg fyrir hluta þeirra vandamála, sem nú steðja að íslenzku efnahags- lífi, ef framsóknarmenn hefðu sýnt nokkur hyggindi á sínum tíma. Þessi reginmistök samn- ingamanna Framsóknar- flokksins eiga þó fyrst og fremst eftir að koma illa við þá sjálfa. Kommúnistar hafa ekki einungis notað aðstöðu sína til þess að koma ár sinni vel fyrir borð í ráðuneytun- um og í atvinnu- og efnahags- lífinu. Þeir hafa einnig hag- nýtt sér ítökin og áhrifamátt- inn til þess að grafa undan samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórninni. Kommúnistum stendur ná- kvæmlega á sama, hvort hér ríkir öngþveiti í efnahags- málum og óðaverðbólga. Þess konar ástand er þeim mjög í hag. Fylgi þeirra er nefnilega að nokkru leyti undir því komið, að þeim takist að veikja lýðræðisflokka. í ljósi þessara staðreynda freista kommúnistar þess nú að koma sökinni á efnahags- glundorðanum á samstarfs- flokka sína með því að boða nýja efnahagsstefnu. Þannig grafa þeir undan stjórnarsam starfinu, og Framsóknar- flokkurinn og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna sitja eftir með sárt ennið. VINNUBRÖGÐ KOMMÚNISTA Vladimir Ashkenazy; „Samvizkulausir menn kunna ekki að skammast sín“ Eins og knnnugt er var fyrir skömmu lesið upp i íslenzka út- varpið bréf, sem sovézka frétta- stofan Novosti (APN) sendi út og undirskrifað er af föður Vladimirs Ashkenazys 31. des. 1971. — f til- efni af þessu bréfi hefur Vladimir sent íslenzka ríkisútvarpinu eftir- farandi athugasemd, sem lesin var upp í fréttatima útvarpsins, og hann hefur einnig beðið íslenzk biöð að birta: MÉR hefur verið tjáð að rikisútvarp- ið hafi nýlega útvarpað opnu bréfi föður mín.s til Moskvuútvarpsins, sem skrifað var 31. desember 1971. Ég hef aldrei sagt neitt um efni þessa bréfs, vegna þess að ég áleit það ekki heppifegt með hliðsjón af viðleitni minni við að fá leyfi fyrir föður minn til að heimsækja mig ti'l fslands. En þar sem sovézka APN-fréttastof'an hef ur tefcið frumkvæði að því að koma þessu bréfi á framfæri neyðist ég til að gera sundurliðaðar athugasemdir við efni þess svo að íslienzka þjóðin geti sjálf dæmt um gildi þess. f bréf- inu segir: Ég hef komizt að því að afturhaldsblöð á Vesturlöndum hafi þyrlað upp sínu venjulega moldviðri ag fullyrði að sovézk yfirvöid neiti að Leyfa mér að beimsækja Vladimír son minn til fslands. Um þetta hef ég að segja: Ég hef látið kanna vandtega blöð á Vestur- löndum allt til 31. desember 1971, þegar bréf föður míns var skrifað. í þeim var ekkert um föður minn nema Morgunblaðið gat þess einu sinni sem hverrar annarrar fréttar að ég ætti von á föður mínum í heim- sókn á næstunni. Þessi frétt getur tæplega kaliazt moldviðri og með fuflri virðingu fyrir Morgunblaðinu er það varla ábyrgt fyrir vestræn blöð í heild. Það var eimmitt bréf föður mins sem kom af stað síendurteknum fyrir- spurnum blaðanna, sem enn er hald- ið áfram. Þar sem ég veit hvernig bréf af þesisu tagi eru skrifuð er hætg- ur vandi að sfcilja hvernig sovézkir embættismenn sem kynntu svokall- aðar staðreyndir fyrir föður mínum, hafa rangtúlkað staðreyndir og gert málið óþekkjanliegt. Ég ætti ekki að þurfa að taka fram að faðir minn, sem er venjutegur sovétborgari hef- ur að sjálfsöigðu engan aðgamg að vestræmum blöðum sem ekki eru kommúnistablöð og gat þanniig ekki komizt sjálfur að hinu rétta í málinu. í bréfinu segir: Ég get heimsótt son minn hvenær sem er, en vegna heilsiuteysis konu minnar sé ég mér það ekki fært. Ennfremur get ég og fjölskylda mín flutt hvenær sem er búferlum til sonar mins á íslandi. Um þetta hef ég að segja: Ég veit fyrir víist að vissir embættismenn hafa boðið föður mínum að fara úr landi ásamt fjölskyldu sinni án þess að eiiga afturkvæmt. Honum var gert fyllilega ljóst þegar honum var gert þetta boð, að hann gæti ekki ferag i ð einfal'dlega að heimsækja son sinn. Heilsa móður minnar var höfð að yfirskini af hálfu þeirra manna sem þrýstu föður mínum til að sfcrifa þetta bréf. í raun réttri talaði ég við föður mi.nn 31. deaember 1971, sem er vissulega merkileig til'viljun, og þagar ég spurði um heils'U móður minnar var svarið, Eins og venju- Lega. í raiun réttri fór faðir minn í sína venj'Uiieg'u viku tónieifcaferð til Leninigrad svo snemma sem í febr- úar siðastliðnuim, og hefur ferðazt regluiLeiga siðan. Það er rétt að for- eldrar mínir mundu aldrei vilja fara frá Rússlandi fyrir full't og ailt, en urn það hefur aldrei verið að ræða. Þetta hefur aðeins verið notað til að S'lá ryki í auigu þeirra sem kynnu að fá áhuiga á málinu. Ég get ekki áfellzt föður minn fyrir að skrifa þetta bréf. Það eru engar ýkjur að hann var kúgaður til að skrifa það. Ég átti heima í Rússlandi og þekki náfcæm- lega undir hvers konar kringumstæð- um bréf af þessu tagi eru skrifuð. Ef faðir minn hefði neitað að skrifa bréfið, hefði verið erfitt að sjá fyrir hvers konar erfiðleikum hann hefði lent í. — Á þennan hátt ráðskast sov- ézk yfirvöld með líf alimennings í RússLandi. Ég vil bæta því við að ég hef talað við föður minn í símann möngum sinmum eftir að bréf þetta birtist og hann hefur alltaf látið í ijós von um að korna og heimsækja mig, en hann sagðist hafa orðið að sfcrifa þetta bréf. Þeir siem kúguðu föður minn tiil að skrifa þetta bréf, hljóta að hafa vitað um staðreyndir málsins eins og ég hef lagt þær hér fram í þe*ss- um athugasemd'um, og það gerir gerðir þeirra þeirn mu.n fyrirlitl'eigri. En það væri tiligangslaust að ætlast tiil að þeir skömmiuðusit sin fyrir lyg- arnar. Samvizkulaiusir menn kunna ekki að sfcammast sín. David og Vladimir Ashkenazy feðgar á Moskvuflugvelli,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.