Morgunblaðið - 07.07.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.07.1972, Blaðsíða 32
DRGLECI1 FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1972 IGNIS KÆLISKÁPAR RAFIÐJAN SIMI:19294 RAFTORG SIMI: 26660 Skautasvell í Laugardal Áformad að hef ja framkvæmdir eftir næstu áramót SKAUTAHÖLL Reykvíkinga hefnr nú verið valinn staður í Laugardal, og: verður hún í næsta nágrenni við Laugardals- höllina, en aðeins innar í dalniim. Var staðarvalið samþykkt á fundi borgarráðs nú í vikunni. Er Morgunblaðið spurðist frek ar fyrir u,m þetta hjá Stefáni Kristjánsisyni íþróttafuJJtrúa, sagði hann að stefnt væri að því að hefja framkvæmdir upp úr áramótum. í fyrstu verður að- eáns gengið frá sjálfu sveliinu en ætlunin er að byg'gj a yfir það síðar þegar fært þykir. Nú er verið að vinna að tei’kningu að 'sveiliniu og athuga frystivélar. Ef framkvæmdir ganga sam- kvæmt áætiun næsta sumar standa vonir til að hægt verði að opna sveiílið um áramótin 1973— 74 og verður þá þúið að reiaa nauðsynlega búnimgs- og snyrti- klefa. Skaiutasveliið verður 60—70 m á lengd og 40 m á breidd, eða nægi’lega stórt fyrir ísknaf.t- leik. Lausleg kostnaðaráætkm sem gerð var í fyrra var upp á 20 milljónir og hefur þagar ver- ið veitt nokkurt fé á fjárhags- áætliun til að undirbúa og hefja framkvæmdirnar. Hasssendingar í pósti: Stærsti þátturinn í innflutningi hass Hasshundurinn Prins hefur staðiö sig vel í leit í pósti hessi mynd, sem ljósmyndari AP tók við Laiigardalsiiöll i gærkvöldi, sýnir vel ágengni sumra erlendu ljósmyndaranna við skákmeistarana. Þó að Boris Spasský sé ákveðlnn i að sigrra í ein- víginu, g-efst hann greinilega upp fyrir 1 jósmyndaranum. HASSHUNDURINN Prins leitaði í gær í póstsendingum frá út- iöndum að bréfum, er kynnu að innihalda hass, en lögreglan varð ist allra frétta um árangur þeirr ar leitar. Vitað er um talsverðan fjölda bréfa, sem send hafa ver- ið frá Danmörku til íslands og hafa að innihalda hass, og við yfirheyrslur þeirra 10 unglinga sem sendu bréfin til íslands, fyr- ir nokkrum dögum, hefur lögregl an fengið vitneskju um flestöll heimilisföngin, sem bréfin voru stíluð á, og er nú beðið eftir að bréfin komi öll til skila. Ekki er talið að hassmagnið, sem sient var til landsins á þenn- an hátt sé neitt sambærilegt að magni til og hassmagn það, sem kom við sögu í hassmálinu fyrir nokkrum vikum, en Kristján Pétursson, tollvörður, sagði í við- tali við Mbl. í gær, að hasssend- ingar í pósti væru áreiðanlega að magni til stærsti þáttiurinn i fliutningi hassins inn í landið. í því sambandi væri algengiast, að sient væri l'ítið maign í eimu, en þeim mun oftar í staðinn. Lögreglan varðisf allra frétta af rarmsókn málsins, en Þor- steinn Steingrímsison, gæzlu- maður hasshumdsins, sagði í viðtali við Mbl., að hasshund- urirm leitaði að hassi í póst- sendingum oft á dag og hefði staðið sig mjög vel í leitinmi. Hefði hann miargoft fundið hasssendingar í pósitimum og það hefði „emm ekki verið haagt að sanma á hamm mistök". Bréfin frá Danmörku hafa verið að berast undamfarma daga, en eftir helgima verður væmtanlega orðið Ijóst hver fjöldi bréfanna er og hversu mikið magn þau hafa samtals að geyma. Fjölgaði um 1,27% ÍSLENDINGAR voru ná- kvsemiega 207.174 þann 1. des ember sl. samkvæmf erdan- legum tölum frá Hagstofu Is- lands. Karlar voru 2.280 fleiri en komiur, em þó voru komur 1846 fleiri í Rvik em kardar. í Reykjavík voru ibúar alls 82.892 og neestur kom Kópa- vogur með 11218. Loðmundar- fjarðarhreppur var sem fynr fámemnasti hreppur lamdsins, því þar er aðeins 1 íbúi. Fjölgun á árimu 1971 varð 1.27% miðað við aðeins 0.56% f jölgurn árið áður. Reikningur Reykjavíkurborgar 1971: Rekstrarútgjöld lægri en gera mátti ráð fyrir Eignaaukning geysimikil, en sama sem engin skuldahækkun, sagði Geir Hall- grímsson, borgarstjóri REIKNINGUR Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1971 var til fyrstu umræðu á fundi borg- arstjórnar í gær. Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, gerði grein fyrir reikningnum og fjárhagsstöðu borgarinnar á sl. ári. Heildartekjur Reykjavíkurborgar voru 1.923,7 millj. kr., en heildar- útgjöldin námu 1.633,6 millj. kr. 1 ræðu sinni gat borgarstjóri þess m.a., að nú væri í fyrsta sinn stuðzt við nýtt bókhalds- kerfi, sem auðvelda myndi notk- un bókhaldsins sem stjórnunar- tækis. Geir Hallgrlmsson sagði, að helztu einkenni reiknings Reykja vikurborgar fyrir árið 1971 væru þessi: • 1. Rekstrarútgjöld eru jafn- vel lægri en gera mátti ráð fyrir, þar sem ekki voru nægar fjár- veitingar ákveðnar til þeirra launahækkana, sem urðu á ár- inu. • 2. Þrátt íyrir þá miklu þenslu á öilum sviðum efnahags- lífsins, sér i lagi á siðari hluta árs, og sem jók kostnað, einkan- lega við framkvæmdir, hefur reynzt unnt að halda útgjöldum i skefjum og jafnvel beita spam- aði, að því er snertir nokkur rekstrarútgjöld. • 3. Bókfærðar tekjur borgar- sjóðs urðu aðeins 1,8% umfram tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. Innheimta á tekjusköttum og að- stöðugjöldum varð aðeins lakari en á árinu 1970, eða um 1,3%, og giM sama um innheimtu eft- irstöðva. • 4. Eignaauknirtg hefur orð- ið geysimikil og stafar hún, eins Framhald á bls. 31 Viðræðurnar í Brussel: Svar frá EBE á mánudaginn FUNDUR samninganefnda Is- lands og Efnahagsbandalagsins var haldinn í Brússel i gær og voru bar rædd öll þau mál, sem enn eru óleyst í sambandi við viðskiptasamning tslands og EBE. Associated Press fréttastofan segir, að búizt sé við að á mánu- daig verði svarað beiðni Islend- inga um að fá að flytja út toll- frjálst 4000 lestir af frosnum fiskflökum til 10 landa hins stækkaða bandalags. Fréttastofan hefur það eftir Þórhalli Ásgeirssyni, ráðuneytis- stjóra, að þetta mál hafi ver- ið efst á dagskrá og að þetta sé það matgn, sem ísland nú flytji til landanna 10. Samninga- nefnd bandalagsins bíður eftir niðurstöðum landhelgisviðræðn- anna, en ákvörðun verður tekin um frekari útflutnimg frá ís- landi. Þórhallur Ásgeirsson kvaðst vonast til, að hægt yrðd að und- irrita viðskiptasamniiragiinn 27. júlí nk. Hann verður áfram í Brússel til að sitja fundinn í næstu viku. — O — Morgumblaðið hafði í gær- kvöldi samband við Tómas Tóm- asson, ambassador í Brússel. Hann sagði, að um málið væri Mtið að segja þar sem viðræð- urnar stæðu sem hæst, en síð- asta lotan stæði yfir og stæði fram í miðja næstu viku. Hins vegar væru málin að skýrast og skýrðust endanlega eftir ráð- herrafund á mánudag, ef tilboðið kæmi þá fram, en þá yrði séð hvort samið yrðd eða ekki. — O — 1 fréttatilkynningu frá við- skiptaráðuneytinu í gær sagði, að fundur samninganefnda Is- lands og EfnaihagsbandaJagsins hefði verið haldinn í gær og þá rætt um öll þau mál, sem óleyst væru I sambandi við viðskipta- Framhald á hls. 31 Strandaði í „jómfrúrferöinni“ „Else Junior“, 600—700 lesta danskt flutningaskip dældaðist allmikið er það tók niðri í fyrri- nótt á Löngusker.jum í Skerja- firði. Skipið var á leið til Hafnar- fjarðar með farm fyrir Eimskip, er það villtist af leið. Útfadl var er sklpið strandaði. Enginin leki kom að „EJse Juni- or“ og náðist sikipið á floit laus«t eftir klufckan 11 í gænmorgun og sigldi fyrir eigin vélarafli til Hafnarf jarðar i fyligd hafnsögu- báits úr Reykjavík. Þorvaldur Jónssion skiparmðl- ari, sem hefur umboð fyrir skip- ið, sagði MbJ. að í gær heifði toaí- ari kamnað botninn og hiefði hanm verið taJsvert dæ'ldaður. 1 dag á að kanna hvort vélin heifur skekkzrt og hvoirt skipið er það mikið sikemmt að gera þurfi við það hér áður en það siiglir utan. Sjópróf fara fram í dag. „Else Junior" koim hingað með fóð'urbiönd'U, siem skipað var upp í gær. Er þetta jómfirúnferð sikipsins, en það var afbenf eáig- endiunum i Ringköbing fyrir 10 dögum. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.