Morgunblaðið - 07.07.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.07.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 1972 Fimmtugur í dag: Bjarni Jónsson trésmíðameistari, Keflavík ÞVl verður ekki neitað, að um- hverfið, sem við lifum i, hefir bæði mikla þýðingu og mikil áhrif á okkar daglega lif. 1 þétt- býlinu verða nágrannarnir ávallt snar þáttur í umhverfiinu, og því er það mikið lán fyrir hvern, sem fyrir þvi verður, að eignast góða nágranna. Það er þessi einfalda stað- reynd, sem mér er efst I huga, þegar ég sezt niður og sendi vini mínum og næsta nágranna, Bjarna Jónssyni, örstutta af- mæliskveðju, en í dag hefir hann hálfrar aldar skeið að baki sér. Bjarni er fæddur í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorkelssoin og Guðrún Eggerts- dóttir. Með þeim fluttist hann suður í Garð í frumbernsku og ólst þar upp hjá þeim á bernsku- heimili Guðrúnar móður sinnar í Kothúsum, og átti þar heimili til fullorðinsára. Börn þeirra Jóns og Guðrúnar voru fimm, og er Bjami næstelztur. Af þeim eru fjögur á Mfi, en einn dreng- ur dó á fyrsta ári. Bjami fór ungur að stunda sjódnn, eins og títt var meðal jafnaldra hans þar syðra. En ekki fannst honum fýsilegt að gera sjómennskuna að lífs- starfi sínu. Hóf hann þvl nám í trésmáði, lauk prófi í þeírri gredn og hefir stundað trésmíðar síðan. Um margra ára skeið, eða frá 1944, hefir hann haft með höndum verkstjórn hjá varnar- llðinu á Keflavikurflugvelli og notið þar mikils áliits og verðugs trausts. Árið 1944, 2. september, kvænt- ist Bjami Ástu Árnadóttur frá Landakoti í Sandgerði. Hafa þau lengst af átt heimili í Keflavík. Þau hafa eignazt fimm börn, en þrjú þeirra em á lifi. Elzti son- urinn, Arnar Magnús, lézt af slysförum á 3. ári og stúlku, er Sigríður hét, misstu þau fárra daga gamla. Hin þrjú eru: Arn- ar, flugvirki í Luxemborg, Guð- rún, húsmóðir í Reykjavik, og Sigriður JúMa, nemandi, dvelur í foreldrahúsum. Bjarni er hiédrægur maður og ekki fyrir það gefinn að hafa sig mikið í frammi eða láta á sér bera. En við nánari kynni kem- ur í ljós, að það er vel ómaks- ins vert að komast inn fyrir skel- ina, sem ókunnugum virðist hann svo oft brynja sig með. Þar kemst maður í kynni við þá mannkosti, sem ekki er að finna á hverju strái. Ég ætla ekki að fara að tiunda þá marg- þættu mannkosti hér, af því að það veit ég, að væri vini mínum, Bjarna, sízt að skapi. En oft hef- ir mér dottið i hug, að Stefán G. haífi haft þá manngerð, sem Bjarni er fulltrúi fyrir, í huga, þegar hann kvað þessa snjöllu stöku: „Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilniing, haga hönd, hjartað sanna og góða.“ Þótt Bjami hafi ekki farið á mis við mótlæti í lífi sínu, þá er hann eigi að síður mikill ham- ingjumaður. Hann á góða og glæsilega kon-u, góð og efnileg börn, sem alls staðar koma sér vel og yndislegt heimili. Og hann er svo gæfusamur að kunna að meta þá hamingju að verðleik- um. Á merkum tímamótum flyt ég Bjarna, konu hans og bömum innilegustu heillaóskir mínar og fjölskyldu minnar. Við erum þakklátari en orðum verði að komið fyrir þá gæfu, að hafa eignazt þau að nágrönnum — og vinum. Hamingjan fylgi þér, kæri vin- ur, á þeirri aldarhelft, sem fram- undan er. Bj. Jónsson. SERSTAKT TÆKIFÆRI- Hef góðan kaupanda að 3ja—4ra herb. íbúð. Útb. um 1 millj. fyrir áramót. ÍBÚÐIN ÞARF EKKI AÐ LOSNA FYRR EN EFTIR 12—15 mánuði. Upplýsingar í símum 20424—14120 — heima 85798. Veiðimenn Tryggið yður nú þegar veiðileyfi í GÓÐA SILUNGVEIÐI i einni fegurstu veiðiá landsins, LAXÁ í LAXÁRDAL, S-ÞING. Gisting í sumarhótelinu að Laugum og á tjaldstæðum, með hreinlætisaðstöðu á fögrum stað við ána. Veiðileyfi kr. 1000,00 pr. dag. Nánari upplýsingar og veiðileyfi fást hjá VEIÐIVAL, Reykjavík, sími 20485, SPORTVÖRUVERZLUN BRYNJÓLFS SVEINSSONAR, Akureyri, sími 11580, SUMARHÓTELINU AÐ LAUGUM. BÍLALEIGA AKRUEYRAR, sími 11515. NILFISK þegar um gæðin er að tefla.... SUÐURGÖTU 10, REYKJAVÍK, SÍMI 24420 150-200 fermetra geymslu- og verkstæðishúsnæði óskast til leigu strax. Tilboö sendist afgreiðslu blaðsins merkt: „Geymsla — 9964“. Sjóvátryggingafélag íslands Bifreiðadeild. MIÐSTÖÐIN KIRKJUHVOL! SlMAR 26260 26261 100 fonna fiskibdlur Til sölu ar 100 tonna tréfiskibátur ný við- gerður. Hagstæð kjör. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. VÉLADEILD SAMRANDSINS LOKAR Á LAUGARDÖGUM Hér með tilkynnist heiðruðum viðskipta- vinum vorum að verzlanir vorar að Ármúla 3 verða lokaðar á laugardögum nú í júlí og ágúst. Einnig verður Bedford/Vauxhall-vara- hlutaverzlunin að Bíldhöfða 8 lokuð á laugardögum í júlí og ágúst. VÉLADEILD SAMDANDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.