Morgunblaðið - 14.07.1972, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1972
Glœsilegt 7 herbergja einbýlishús
á sunnanverðu Seltjarnarnesi
til sölu. Húsið verður selt fokhelt og fullfrágengið að utan.
Tilboð merkt: „9805" sendist Morgunblaðinu fyrir 20. júlí n.k.
Að smyrja
er sparnaður
Volkswagen, Land Rover og Range
Rover eigendum er bent á að smurstöð
okkar að Laugavegi 172 er opin alla
virka daga nema taugardaga
kl. 8.00—12.00 og 13.00—18.00.
A SMURSTÖÐ HEKLU
er eingöngu unnið við V.W.
L.R. og R.R. bifreiðar.
Sérhæfð þjónusta.
Ar Góð þjónusta.
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240.
Níræð i dag:
Guðný Sveinsdóttir,
Sæbóli í Aðalvík
Guðný Sveinsdóttir, kennd
við Sæból í Aðalvík í Sléttu-
hreppi er níræð i dag.
Fædd er hún 14. júlí 1882 á
Gili í Svartárdal í Bólstaðarhlíð
arhireppi. Fyrstu æviáriin ólst
hún upp hjá foreldrum sinum
Ingibjörgu Hannesdóttur og
Sveini Sigvaldasyni, en þau
voru bæði af Stóradalsætt.
Guðný var tíunda barn foreldra
simna og tvö ym»gri sysddni eiigm-
aðist hún, það gefur því auga
leið, að þröngt hefur verið í búi
foreldra hennar með þennan
stóra barnahóp. Níu systkinanna
komust til fullorðinsára, en
þrjú létust á unga aldri.
Átta ára gömul fór Guðný i
fóstur til merkishjónanna séra
Stefáns Jónssonar á Auðkúlu
og Þorbjargar Halldórsdóttur
og var hjá þeim til 18 ára ald-
urs, að hún fór vestur í Aðal-
vík í Sléttuhreppi, og var sú
för hugsuð sem stutt heimsókn
til systur hennar, sem þá var
gift kona í Aðalvik.
Ferð þessi tók langan tíma og
á köiflum nokkurs konar hrakn-
ingaferð. En úr rættist og fór
allt betur en horfði um tíma og
til systur sinnar náði Guðný að
lokinni erfiðri svaðilför.
Ekki leizt Guðnýju um of vel
á sig I Aðalvík, er hún kom
þangað fyrst. En hún var táp-
mikil, fríðleiksstúika, er fersk-
ur blær stafaði frá, og ungu
mennirnir á staðnum kunnu að
meta lokkaprúða fagureygða
snót. Enda fór það svo, að með
henni og ungum og dáðríkum
sjóimanmi, Maigmúsi IX»saþeus-
syni tókust festar, og giftist
Guðný honum 1904. Þau
Guðný og Magnús eignuðust sjö
dætur, sem allar náðu fullorð-
insaldri, eignuðust sín eigin
heimili og afkomendur marga.
Eftir tuttugu ára hjónaband
missti Guðný mann sinn, er
hann drukknaði með vélbátnum
Leifi frá Langeyri í desember-
mánuði 1924.
Stóð hún þá ein uppi með dæt
urnar sínar sjö. Sú elzta var þá
um tvítugt, en yngsta dóttirin
á öðru ári. Má flestum skilj-
ast, sem á annað borð vilja
skilja hag annarra, að miklir
erfiðleika'tlmar voru framumd-
an íyrir ekkjuna, því að á þess-
um tíma var ekki tryggingum
né öðrum bótum fyrir að fara,
áhrifa alþýðusamtakanna var
enn lítt farið að gæta á félags-
málalöggjöf landsins.
En með því, að vinna hörð-
um höndum, tókst Guðnýju,
með aðstoð eldri systranna, eft-
ir því, sem þær fengu vinnu, að
halda hópnum saman, og má á
vissan hátt segja að Guðnýju
hafi tekizt að skapa nok'kurs
konar álftaver, þar sem fagrir
svanir flugu um með reisn og
glaðværð.
Þannig liðu árin við fátækt,
strit og starf, en andinn hélzt
óbugaður. Guðný er greind
kona margfróð og víðlesin, og
American hengilósar og hespnr
Höfum jafnan fyrirliggjandi allar stærðir af
American hengilásum og hespum.
LykiIIásai', talnalásar — fjölbreytt úrval.
Vönduð vara, framleidd eftir ströngustu
kröfum — viðurkenndir af bandarískum
tlryggingarfélögum.
Ólafur Gíslason & Co hf.
Ingólfsstræti la - Sími 18370
bækurnar voru mæðgnanna at-
hvarf á hretviðrisdögum, þar
sem bærinn þeirra fennti í kaf
á stundum og stórgerðar Ægis-
dætur gnauðuðu við fjöruborð-
ið, en rómsterkur norðanbylur-
inn söng bassann um leið og
hann fór hamförum yfir snævi-
þaktar grundir og háttgnæf-
andi f jallatinda.
En að liðnum vetri voraði á
ný, sólargeislarnir náðu að
verma að innstu hjartarótum, og
það var brosað á ný við hækk-
andi sól og komandi sumri, er
gaf fyrirheit um atvinnu og
betri afkomumöguleika. Um
þrettán ára skeið eftir lát
manns sins bjó Guðný áfram í
Aðalvík.
Dvölin hennar þar varð því
alls 37 ár, þótt ferðin til Aðal-
víkur væri upphaflega hugsuð
sem nokkurs konar orlofsför
stuttan tíma. Þegar Guðný
Sveinsdóttir árið 1937 fór frá
Aðalvík fluttist hún til ísafjarð-
ar og í sjúkrahúsi kaupstaðar-
ins vann húin fyrst og fremst
við sauma, og að öðrum þræði
við að vaka yfir sjúkum og
hrjáðum og þá ekki sízt við beð
þeirra sem voru að kveðja
þennan heim. Guðný er kona,
tíguleg og björt yfirlitum, svip-
hrein og mild. Ég efa ekki að
þeim sjúku var mjkill og ómet-
anlegur styrkur að nærveru
hennar, því að frá henni stafar
einlægri hlýju, ró oig firiði, sem
al'lir sjúkir eru í þörf fyrir.
Og á kveðjustund sjúklinga
sinna hélt hún mjúkri fagur-
steapaðri hendi sinni x þeirra,
milli þess að hún þerraði perl-
andi svita dauðastríðsins af
enni þeirra. Hún var þeim sem
bezta móðir á örlagastundu.
Á Sjúkrahúsi ísafjarða»r starf-
aði Guðný fram að áttræðis-
aldri eða þar til fyrir tíu ár-
um, að hún fluttist til Kefla-
víkur þar sem hún nú býr hjá
dóttur sinni Bergþóru og manni
hennar Torfa Gíslasyni að Hafn-
argötu 74.
Fyrstu kynni okkar Guðnýj-
ar urðu fyrir um fjórum ára-
tugum, er við tveir postular Al-
þýðusambands Vestfjarða ferð-
uðumst fótgangandi til stofnun-
ar og aukinna starfa verkalýðs-
félaganna á Vestfjörðum, að
leið okkar lá um Sléttuhrepp.
Það var albjarta júnínótt, sem
við löbbuðum fjallaleið frá Hest
eyri til Aðalvíkur, og seint um
nóttu kváðum við dyra hjá
Guðnýju að Sæbóli. Húsfreyja
kom sjálf til dyra, og tók okkur
sem beztu bræðrum.
Síðan er Guðný mér æ í huga
hin saania, yfirbragðghrein og
mild, en ákveðin, trygg og traust
þeim mönnum og málefnum, er
falla henni i geð, sterk en sveigj
anleg, hreinlynd og djörf.
Síðar er hún gerðist starfs-
manneskja á Sjúkrahúsi Isa-
fjarðar, og varð forustukona í
starfsstúlknadeild vertealýðisfé-
lagsins Baldurs á ísafirði og ég
þá formaður þess félags, hófust
okkar á milli náin kynni og sam
starf, sem aldrei bar skugga á.
Kæra Guðný, þegar þú nú í
da'g fýl'lir níiunda tu»g æviár-
anna, langar mig því til þess að
senda þér smáafmæliskveðju og
þakka þér góð kynni og ánægju
legt margra ára samstarf.
Góður guð blessi þér ókomin
æviár.
Helgi Hannesson.
Foraiðor seldir til
LANDSMÁLAFÉLAGID VÖRÐUR
Sumarferð VARDAR
ÞÓRISVATN - ÞJÓRSÁRDALUR
SUNNUDAGINN 16. JÚLÍ 1972
kl. 10 í kvöld Stjórn Varðar.