Morgunblaðið - 14.07.1972, Side 22

Morgunblaðið - 14.07.1972, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚU 1972 Minning; Bjarni Beinteinsson hæsta rétta r lög maðu r BJARNI Beinteinsson fæddist í Reykjavík 31. október 1934, son- ur hjónanna Sigriðar Ágústs- dóttur Flygenrings kaupmanns í Hafnarfirði og Beinteins útgerð- armanns Bjamasonar prests og tónskálds í Siglufirði Þorsteins- sonar. Ágúst Flygenring var son- ur Þórðar Sigurðssonar að Fiski- læk og Sigríðar konu hans Run- ólfsdóttur frá Saurbæ á Kjalar- nesi og bróðir Matthíasar þjóðminjavarðar, en eiginkona Ágústs var Þórunn Stefánsdótt- ir frá SÞóreyjamúpi. Séra Bjarni var sonur Þorsteins Helgasonar á Mel í Hraunhreppi, er síðast bjó í Bakkabúð í Reykjavik, og Guðnýjar konu hans Bjamadótt- ur i Straumfirði Einarssonar. Séra Bjami var kvæntur Sigríði dóttur Lárusar sýslumanns Blön- dals á Kornsá. Eru þetta allt kunnar ættir og fjplmennar, sem óþarft er að rekja. Bjami Beinteinsson ólst upp á heimili foreldra sinna i Hafnar- firði og stundaði þaðan nám. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar míns og bróður okkar, Björns Jónssonar, Litlu-Drageyri, Skorradal. Rósa Guðmundsdóttir, Einar Jónsson, Oddgeir Jónsson. vorið 1954 og hóf haustið eftir nám í lögfræði við Háskóla Is- lands og lauk þaðan embættis- prófi 25. mai 1961. Bjarni var félagslyndur og strax á skólaárunum hlóðust á hann margvisleg störf. í mennta- skólanum var hann kosinn for- seti Framtiðárinnar, og haustið 1956 varð hahn formaður ‘Stúd- entaráðs Háskóla Islands, er Vaka vann frægan sigur og náði meirihluta eftir nokkurra ára vinstri bræðing. Á þeim árum fengu stúdentar mörgu áorkað, sem nú þykja sjálfsagðir hlutir, svo sem réttur til að tilnefna fulltrúa í Háskólaráð, en Bjami Beinteinsson var fyrstur valinn til þess trúnaðarstarfa úr hópi stúdenta 1957—58. Vegna félags- starfa sinna hlaut Bjarni að koma fram á þingum og mann- fundum heima og erlendis. Þótti hann jafnan flytja mál sitt af festu og prúðmennsku, og er við brugðið framkomu hans allri við úrsögn Stúdentaráðs úr Alþjóða- sambandi kommúnistastúdenta. Strax á stúdentsárunum ferðað- ist hann viða um heim og vand- ist fljótt víðari sjóndeildarhring en Islandi einu og varð snemma heimsborgari í hugsun. Hann sökkti sér á þessum árum nið- ur í alþjóðamál og hafði jafnan síðan yndi af stjórnmálum inn- an lands og utan. 1 samræmi við lífsskoðun sina tók Bjami mikinn þátt í störf- um Sjálfstæðisflokksins og gegndi þar mörgum trúnaðar- störfum. Hann var í stjóm Stefn- is í Hafnarfirði i nokkur ár, for- maður 1955—56, í stjóm Heim- dallar í Reykjavík 1960—63, for- maður 1962—63, og í stjórn t Móðir okkar JÓNA GUÐMUNDSDÓTTiR, andaðist 11. júlí að heimili sinu Grettisgötu 32. Fjölskyldan. hverfasamtaka Sjálfstæðisflokks ins I vestur- og miðbæjarhverfi Reykjavikur frá stofnun þeirra árið 1969. Af öðrum félagsstörf- um má nefna, að Bjarni var for- maður undirbúningsnefndar að stofnun Æskulýðssambands is- lands 1958 og í stjórn þess til 1960 og í stjórn Varðbergs frá stofnun þess 1961 til 1963. Þá átti hann sæti í Æskulýðsráði Reykjavíkur um skeið. Bjami réðst framkvæmda- stjóri Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna i Reykjavík vorið 1960 og gegndi þeim starfa til ársins 1963, er hann var ráðinn sveitar- stjóri i Seltjarnarneshreppi, en það var hann um tveggja ára skeið þar til hann setti á stofn málflutningsskrifstofu í Reykja- vík á árinu 1965. 1 öndverðu fékkst hann mjög við fasteigna- sölu, en réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi öðlaðist hann 8. júní 1965 og varð hæstarétt- arlögmaður 20. mai 1970. Málflutningsstörfin áttu samt aldrei hug hans allan, enda sneri hann sér að nýjum verkefnum og var síðustu ár ævi sinnar langtimum við störf erlendis. Hann tók að sér umboð í Evrópu fyrir félag eitt í Bandaríkjun- um, sem m.a. smíðar tæki til eyðingar úrgangsefna frá skip- um í því skyni að draga úr mengun sjávar, og var hér vissu- lega verðugt verkefni, sem hon- um entist því miður ekki auðna tii að ljúka. 1 öllu þessu annríki gleymdi Bjarni þvi aldrei, að hann var fyrst og fremst Islend- ingur, og stefndi að þvi að unnt yrði að smíða tæki þessi á ís- landi til útflutnings. Bjarni Beinteinsson var allra manna hæstur vexti, grannur og beinvaxinn. Hann var hægur í allri framgöngu og lét vel að hlusta en hélt skoðunum sínum fram af einurð og um leið hóf- semi. Honum var létt um mál og auðvelt að fá fólk til liðs við sig og skoðanir sínar. Hann var listhneigður eins og hann átti kyn til og hafði mikið yndi af tónlist. Hann var góður vinur og hvers manns hugljúfi og lét ekki stundarágreining valda vin- slitum. Bjarni kvæntist 27. október 1957 Sigrúnu Hannesdóttur heit- ins klæðskerameistara Erlends- sonar og Fanneyjar konu hans Halldórsdóttur. Börn þeirra Sig- rúnar eru þrjú: Ásgeir, f. 2. marz 1958, Ragnhildur Erla, f. 7. desember 1961, og Hannes Þór, f. 10. marz 1963. Á heimili þeirra var gott að koma. Bjarni Beinteinsson lézt í svefni í gistihúsi i New York- borg 4. júli 1972. Blessuð sé minning hans. Benedikt Blöndal. BJARNI Beinteinsson, hassta- réttarlögmaður, lézt í New York hinn 4. júlí sl. Hann fæddist í Reykjavík 31. október 1934, son- ur hjónanna Beinteins Bjarna- sonar, útgerðarmanns í Hafnar- firði, og Sigriðar Flygenring, sem lifa bæði son sinn. Bróðir Bjama er Ásgeir, píanóleikari og tónlistarkennari, og systir Þórunn, gift Erlingi Helgasyni, framkvæmdastjóra. Annar mun rekja hér ætt Bjama og æviferil, svo að undir- ritaður mun reyna að lýsa hon- um að nokkru, og verður þá ekki hjá þvi komizt, að slík lýsing t Otför eiginmanns míns BJARNA BEINTEINSSONAR, hæstaréttarlögmanns, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag föstudaginn 14. júlf kl. 15.00. Sigrún Hannesdóttir. Móðir okkar HELGA BJÖRNSDÓTTIR, andaðist að Hrafnistu 12. júlí s.l. Guðrún Júlíusdóttir, Ingibjörg Júlíusdóttir, Finnbogi Júliusson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNASSON, bifreiðarstjóri, Glerárgötu t, Akureyri. verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 15. júlí kl. 13,30. Þórunn Jónsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Guðbjörg Tómasdóttir, Jón Oddgeir Guðmundsson, Vilberg Alexandersson, Sveinbjöm Matthíasson, Axel Guðmundsson, og bamaböm. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu GUÐRÚNAR AMUNDARDÓTTUR, GeirSandi, Kópavogskaupstað. fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 15. júlí kl. 10,30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Unnur Sigurjónsdóttir, Anna Sigurjónsdóttir, Svava Sigurjónsdóttir, Ólafur G. Sigurjónsson, Helga M. Sigurjónsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Fanney Sigurjónsdóttir, Bragi Sigurjónsson, tengdaböm, bamaböm og barnabamabörn. t Konan mín og dóttir okkar ELfNBORG SIGURÐARDÓTTIR LLÓRENS, Ijósmóðir, Vesturgötu 42, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju laugardaginn 15. júli kl. 2 e.h. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahús Akraness. Enrique Llórens, Guðfinna Svavarsdóttir, Sígurður B. Sigurðsson. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns ADÓLFS SIGUftÐSSONAR, bifraiðarstjóra, Hellisgötu 34. Hafnarfirðt Fyrir hönd bama okkar og annarra vandamanna ________________________________________Ingtbjötg Danielsdóttir. t Hjartanlegar þakkir færum við öllum, sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar ALICE SIGURÐSSON, Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarliði Hrafnistu fyrir góða umönnun. Nanna Haraldsdóttir, Haraldur Haraldsson. verði nokkuð persónuleg. Þótt náin vinátta væri með okkur um átján ára skeið, finnst mér erfitt að segja frá honum á skrifuðu blaðí, þvi að hann var gerður úr mörgum eðlisþáttum, suáwm all- ólíkum. í honum fór vel saman listfengi og hrifnæmi, gagnrýn- in greind og raunsæi, innblásið andans flug, gáfnafjör og köld rökhyggja, eðlíslæg glaðværð og alvarleg djúphyggja. „Fluggáf- aður alvörumaður, en alltaf skemmtilegur," sagði sameigin- legur kunningi okkar við mig fyrir nokkrum dögum, og ætla ég, að engum, sem þekkti Bjama heitinn, þyki það ofmælt. Kynni okkar Bjama hófust ekki fyrr en hann hafði lokið stúdentsprófi, og við unnum saman í sementshlöðu á Kefla- víkurflugvelli. Menn sáu, að þarna var atgervismaður á ferð, röskur til verka, hnyttinn og bráðfyndinn án þess að þurfa að hafa fyrir því, hinn mesti fróð- leikssjóður og einstaklega hýr og þægilegur félagi. Síðar lágu leiðir ókkar oft saman, mér til gagns og gleði, ekki sízt á há- skólaárunum. Er mér og öðr- um minnistæð framganga hans í háskólapðlitikinni haustið 1956, þegar hann var efstur á lista Vökumanna og lagði að veíli sameiginlegan lista allra vinstri félaganna með glæsibrag. Að vísu var þá „hægri sveifla" með- al stúdenta, en enginn var í vafa um það, að persónufylgi Bjama reið baggamuninn. Vinsældir Bjama orsökuðust meðal annars af þvi, að honum lét vel að hlusta á aðra, var fljótur að skilja aðalatriði frá aukaatriðum, átti auðvelt með að klæða hugsanir sínar i réttan búning, var flugmælsk- ur og skemmtilegur í við- ræðum, og viðmælendur hans fundu þegar, að þeir töluðu við skarpgreindan og fjölfróðan mann, sem flutti mál sitt af festu og sanngirni. Yfirgrips- mikil þekking hans á ólíkum málefnum kom mönnum sífellt á óvart, og hann var hverjum manni hollráðari og skjótráðari, þótt ýmsum þætti hann stund- um býsna djarfhuga. Hann kunni þá list að setja skoðanir sinar skýrt og skilmerkilega fram, svo að á hann var alltaf hlustað með eftirtekt. Þótt hann hefði ákveðnar skoðanir á við- kvæmum deilumálum, valdi hann sér ávallt hæfileg orð i málflutningi, svo að hann hlaut hvers manns virðing af. Bjami var drengilegur maður, sérstak- lega háttvis og prúður í um- gengni. Þótt honum þætti við- mælendur stundum smáir í snið- um, lét hann þá ekki gjalda þess í neinu, því að hroki og yfirlæti var honum viðs fjarri. Meðan Bjami fékkst við stjómmál, fór ekki hjá því, að hann þyrfti að eiga I höggi við pólitiska and- stæðinga, én slíkir voru persónu- töfrar hans, að aldrei vissi neinn til þess, að hann eignaðist óvin i þeirra hópi. Þvert á móti löðuð- ust þeir margir að honum, og ýmsa beztu vini sina átti hann meðal þeirra. Bjami var hár maður vexti og höfðinglegur, snyrtimenni hið mesta og ljúfur í lund við hvern sem var, enda hændist fólk ósjálfrátt að honum. Vini og kunningja átti hann furðúmarga. Kurteisi brást honum aldrei, og hvers kónar ruddahátt átti hánn bágt með að þola. Ungur fór Bjami einn í ferða- lag um Evrópu, — nokkurs kon- ar „grand tour“, en svo var það kallað fyrrum, þegar ungir að- alsmenn fóru milli menningar- setra í Norðurálfu að heimanámi loknu. Bjami var vel undir ferð- ina búinn, með menningararf úr foreldrahúsum og þá þegar við- lesinn. Þessi for hafði rnikil óg varanleg áhrif á Bjama, enda varð honum tiðrætt um hana. Hann taldi imgum mönnum hollt að hleypa heimdraganum snemma, ausa sem víðast úr menntabrunnum og kynnast af eigin raun viðhorfum og Ufnað- arháttum framandi þjóða. Slíkt taldi hann skyldu aUra mennt- . aðra manna við sjálfa sig. Án þess að rækja hana heiðarlega, j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.