Morgunblaðið - 14.07.1972, Page 31
MORGUNBiLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLl 1972
31
Þeir háðu skemmtileffa kúluvarpskeppni í ffærkvöldi. Frá vinstri: Hreinn Halldórsson, Guðmnnd-
ur Hermannsson, Björn Bang Andersen, Bo Grahn og Hans Dieter Möser.
sig vel í Noregi
Ricky kastaði
64,38 metra f
— í einstaklega óhagstæðu veðri
f
RICKY Brueh tókst ekki að
standa við orð sín og setja heims
met á FRÍ-mótinu í gærkvöldi.
Til þess var líka lítil von, þar
sem veður var einstaklega óhag-
stætt til keppni og hellirigning
var meðan kringlukastskeppnin
fór fram. Eigi að sígur kastaði
Bruch 64,38 metra og sýndi mik-
ið öryggi í keppninni. Kiiluvarp-
ið var annars skemmtilegasta
grein mótsins í gærkvöldi, en
þar sigraði Fjóðverjinn Hans
Dieter Möser, sem kastaði 19,31
metra. Annar varð Bo Grahn,
Finnlandi, sem kastaði 19,20
metra og þriðji varð Björn Bang
Andersen, Noregi, sem kastaðl
18,70 metra. fslenzku keppend-
urnir Guðmundiir Hermannsson
og Hreinn Halldórsson köstuðu
17,33 metra og 17,03 metra.
Skemmtileg keppni var einnig
í 800 metra hlaupinu, en í þvf
sigraði Martin Strand, Noregi, á
1:54,0 mín, eftir harða baráttu
við Þorstein Þorsteinsson, sem
hljóp á 1:54,5 mín, og Ágúst As-
geirsson, sem hljóp á 1:55,5 mín.
Nánar verðnr f jallað um mótið
í blaðinu á morgun.
2. flokkur ÍBV stóð
Celtic — I>ór 4-1
UNGLINGALIÐIÐ frá Celtic sem
tók hér þátt í Afmælismóti KSÍ
hélt norður á Akureyri að mót-
inu loknu. Á miðvikudagrskvöld-
ið lék liðið við meistaraflokk
Þórs á Akureyri og sigraði 4—1.
Leikurinn var jafn í fyrri
hálfleik og í hléi var staðan 1—1.
Magnús Jói.atansson skoraði
mark Akureyringanna. Seinini
hálfleikurimn var að miestu eign
Celtic sem voru miklu fríiskari
og liprari he'dur en heimameran
sem virtust úthaldslaus-ir. Skor-
uðu Skotarnir þrjú mörk í hálf-
leiknuan, tvö þeirra mjög lag-
lega eftir aukaspyrniu. Þess má
geta að 9 af þeima leikmömnum
sem léku með Þór eru í meist-
araflokikshópi ÍBA og sýnir það
styrkleika Celtic.
2. flokkur ÍBV hélt til Noregs
núna í byrjun mánaðarins og
tók þar þátt í móti fyrir knatt-
spyrnnmenn 18 ára og yngri.
Mót þetta heitir North See Cnp
og í því taka þátt lið frá Noregi
og Svíþjóð og svo var einn ís-
lenzkn liði boðin þátttaka.
Vestmannaeyingarnir stóðn sig
mjög vei og urðn í öðru sæti.
Lið ÍBV lék 5 leiki á 3 dögutn
og má nærri geta að leikmenn-
irnir hafi verið orðnir þreyttir
er kom að siðasta leiknuim.
Fynsta leiknum lauik með jafin-
tefii, svo komu tveir góðir sigrar,
3:0 og 4:0. Næsiti leikur var mjög
jafn og fengust ekki úrslit í hon-
urn fyrr en eftir vítaspyrnu-
Framhald á bls. 21
Brynjólfur Helgason
skrifar uni kappakstur:
GRAND PRIX
Frakklands
— á Charade brautinni
í Clermont-Ferrand
Eftir fjögnrra vikna hvíld frá
kappakstri vegna veikinda kom
Jackie Stewart í toppformi til
Frakklands og vann frönsku
Grand Prix keppnina á nýjnm
Tyrreil-Ford sunnudaginn 2.
júlí. Braziliiimaðurinn Emerson
Fittipaldi var annar, á John
Player Special Lotus-Ford bíl
og lieldur liann enn forystunni
í : Iieimsmeistarakeppni öltu-
manna. Á æfingu á fimmtu-
deginum fyrir keppnina
fór Frakkinn Francois Cevert
útaf brautinni á Tyrrell-Ford
bíi sínum. Ökiimaðurinn slapp
með meiðsli á úlnlið en bíllinn
eyðiiagðist. Nýr bill var tilbúinn
lianda Cevert fyrir keppnina.
Æfingarnar er mestu máli
Jackle Stewart
skiptu voru á föstudag og laug-
ardag. Byrjunarstaða i keppn-
inni ákvarðast af æfingatímun-
um, þannig að þeir, sem bezt-
um æfingatíma ná byrja fremst-
ir í keppninni. Þetta er gert til
að minnka framúrakstur i upp-
hafi keppni. Charade brautin er
mjög hlykkjótt (51 beygja) og
sérlega mishæðótt og hefuip það
valdið sumum ökumönnum óþæg
indum, „sjóveiki". — Það var Ný-
Sj álendingurinn Chris Amon á
frönskum Matra-Simca MS120C
bíl, er náði beztum æfingatíma
og byrjaði þvi i pólstöðu
í keppninni ( pole position: sú
staðsetning i fremstu röð, sem
liggur beinast við réttri stað-
setningu í fyrstu beygju). Á æf
ingunum aka bílarnir einn og
einn en ekki allir saman. Bezti
tími Amon var 2:53,4 mín, og
hraðinn 167,231 km/klst. Við
hlið hans í fremstu röð var
landi hans Denny Hulme
á Yardley McLaren-Ford M19C
með tímann 2:54,2 mín. 1 annari
röð voru núverandi heimsmeist-
ari, Skotinn Jackie Stewart á
Tyrrell-Ford, 2:55,0 mín. og
Belgíum'aðuriinn Jacky Ickx á Fer
rari 312B2, 2,55,1 mín. 1 þriðju
röð voru Tim Schenken frá
Ástralíu á Brooke Bond Oxo
Surtees-FordTS9B bíl og Aust-
urríkismaðurinn Dr. Helmut
Marko á Marlboro BRM P160.
25 bílar hófu keppnina.
Chris Amon var fyrstur fyrri
helming keppninnar á Matra
bílnum. En þá sprakk hjá hon-
um og hann varð að stoppa til
að fá nýtt dekk (Amon er frá-
bær ökumaður og hefur hann
þagar ekið í 80 Gra.nd Prix
Nýr Tyrrell-Ford tilbúinn fyrir Jackie Stewart.
keppnum, 29 ára gamall.
Óheppni hans er með eindæm-
um og hann hefur ekki enn sigr
að í Grand Prix, þó oft hafi
hann verið nálægt því). Þegar
hann komst aftur af stað var
hann í 8. sæti. Hann ók mjög
vel og sló hraðamet hringsins
nokkrum sinnum og endaði í 3.
sæti. Hann fór hraðast 32. hring
inm, 166.651 ikm/klist, 2:53,9
mínútur. (I Grand Prix er
aldrei stoppað nema eitthvað
bili. Þó slys verði stoppa hinir
ekki nema brautin lokist alger-
lega — „The show must go on“).
Jackie Stewart sagði að
það væri aðeins hægt að fara
fram úr á einum stað á braut-
inni með öryggi, og það var ein
mitt þar sem hann náði öðru sæt
inu frá Denny Hulme á 17. hring.
Stewart sagði einnig að fyrir
keppnina hefði hann lofað sjálf
um sér því að fara alls ekkert
út fyrir brautina því að stein-
kantarnir væru það, sem
sprengdu dekkin.
Austurrikismaðurinn Helmut
Marko varð fyrir alvarlegum
áverka á vinstra auga er steinn
braut hlifðarglerið á hjálmi
hans og fór í augað. Óvíst er
hvort hann heldur sjón á aug-
anu.
Brazilíumaðurinn Emerson
Fittipaldi ók mjög vel og end-
aði i 2. sæti eftir að hafa byrj-
að með 8. bezta æfingatímann.
Framúrakstur er mjög erfiður á
þessari mjóu og hlykkjóttu
braut. Keppnin var æsispenn-
andi og sprungin dekk kostuðu
Ný-Sjálendingana Dennv Hulme
og Chris Amon hugsanlegan sig
ur oig Bellgiiuimanninn Jacky Ickx
2. sæti. Francois Cevert stóð sig
mjög vel að ná í 4. sæti með
reifaða hönd.
tírslit Grand Prlx de France:
1. Jackie Stewart, Skotlandi,
Tyrrell, 1 klst. 52 mín. 21,5
sek. Meðalhr. 163 km/klst.
2. Emerson Fittipaldi, Brazilíu,
JPS Lotus 1:52:49,2.
3. C3hris Aman, Nýja-Sjálandi,
Matra 1:52:53,4.
4. Francois Cevert, Frakklandi
Tyrrell 1:53:10,8.
5. Ronnie Peterson, Svíþjóð,
March 1:53:18,3.
6. Mike Hailwood, Englandi,
Surtees 1:53:57,6.
7. Denny Hulme, Nýja-Sjá-
landi, McLaren 1:54:09,6.
8. Wilson Fittipaldi, Brazilíu,
Brabham 1:54:46,6.
9. Brian Redman, Englandi,
MeLaren 1:55:17.
10. Graham Hill, Englandi,
Brabham, 1:55:21.
Þessir voru allir á sama hring
í lok keppninnar (11. maður var
einum hring á eftir sigurvegar-
anum).
Níu efstu nienn í heimsineistara-
keppni öktinianna eru nú:
1. E. Fittipaldi, Braziliu, JPS
Lotus-Ford 34 stig.
2. J. Stewart, Skotlandi,
Tyrrell-Ford 21 stig.
3. D. Huime, Nýja-Sjálandi,
Yardley McLaren-Ford 19 st.
4. J. Ickx, Belgíu, Ferrari 16 st.
5. —6. J.—P. Beltoise, Frakk-
landi, Marlboro BRM 9 stig.
5. -6. F. Cevert, Frakklandi,
Tyrrell-Ford 9 stig.
7. C. Reigigazoni, Sviss, Ferrari.
7 stig.
8. —9. P. Revson, U.S.A.
Yardley McLaren-Ford 6 st.
8.-9. C. Amon, Nýja-Sjáilandi,
Matra-Simca 6 stig.