Morgunblaðið - 30.07.1972, Side 4
4
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 30. JÚLl 1972
0-
14444® 25555
22-0*22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍUIEIGA
CAR RENTAL
TT 21190 21188
Op/ð
frá kl. 9—22 al'a virka daga
nema laugardaga frá kl. 9—19.
Bílasalinn
við Vitatorg
Siir.i 12500 og 12600.
RAGNAR JONSSOIM,
hæstaréttarlögmaður.
GÚSTAF Þ. TRYGGVASON,
lögfræðingur.
Hverfisgötu 14 - Sími 17752.
Lögfræðistörf og eignaumsýsla.
V 1
0 £1 i
> K 1 0
/ nnréttinga-
teiknistofa
FINNUR P. FRÓÐASON
innanhúsarkitekt
Laugavegi 178
sími 85845.
ZSZL
bíla&oiioi
Bergþórujötu 3. Sfmar 19032, 20070
Sr. Þórir Stephensen:
HUGVEKJA
ÞJÓNUSTA
í boðskap kirkjunnar á þessum
sunnudegi er minnt á það, að við menn
irnir búum hér ekki sem sjálfseignar-
bændur, heldur sem ráðsmenn, undir
þann gefnir, sem á þá hluti, er við
höfum undir höndum. Við erum því
i raun og veru þjónar, kallaðir til þjón
ustu í tvennum skilningi, þjónustu við
Guð og þjónustu við mennina.
Ég vildi mega segja við þig, sem
lest þessar linur, likt og sagt var við
mann einn, sem var við veginn, þar
sem Jesús fór um: „Stattu upp, hann
kallar á þig.“ :—■ Já, hann vill mæla
sér mót við hvern einstákling og kaila
hann tii þjónustunnar. Að hlýða því
kalli færir hverjum manni gæfu og
lifsfyllingu. Og þetta er ekki slagorð,
ekki bara prestsleg fullyrðing. Líttu
á menn eins og Pál frá Tarsus, Franz
frá Assisí, Abraham Lincoln, Albert
Schweitzer og fleiri slíka. Allir hafa
þeir náð því að verða heimsþekktir.
Enginn efast um, nema þeir sjálfir,
að þeir voru mikilmenni. Þeir töldu
allir gæfu sína felast í trúnni á Jes-
úm Krist. Hann hafði kallað þá og þann
árangur. sem þeir náðu með lífi sinu,
þökkuðu þeir honum, en ekki sér, —
kraftinum frá honum. Sumir þeirra
létu lífið fyrir baráttu sina í anda
hans. En þeir komu þó allir miklu
góðu til leiðar. Það var þeirra ham-
ingja.
Jesúm kallar okkur líka. Með dæm-
unum, sem ég nefndi hér, á ég ekki
við það, að það að hlýða kalli Krists
geri alla menn að mikilmennum. En
mennirnir, sem ég tilgreindi, hefðu ekki
orðið það án þess að hlýða kalli hans.
Og þeir áttu allir eitt sammerkt. Þeir
litu á líf sitt sem þjónustu. Og til henn-
ar kallar Kristur okkur alla. Við eig-
um að vera þjónar.
Þjónn er sá, sem aðstoðar aðra, létt
ir undir með öðrum, tekur á sig ann
arra byrðar. Þjónshlutverkið á vinnu-
markaðnum er ekki eftirsótt. Um hin
hlutverkin er keppt, sem yfir þjón-
ana eru hafin. En það er samt eitt-
hvað í þjónshlutverkinu, sem Jesús met
ur mjög mikils, já, sennilega meira
en flest annað í fari mannanna. Ég
hygg, það sé hin einlæga, sjálfselsku-
iausa þjónusta þess manns, sem ætíð
er reiðubúinn öðrum til hjálpar, án þess
hann hugsi nokkurn tíma til endur-
gjalds eða launa og án þess hægri hönd
in viti, hvað sú vinstri gjörir.
Kristur sagðist sjálfur ekki vera
kominn til þess að láta þjóna sér, held-
ur til þess að þjóna og gefa lif sitt
í þágu mannanna. Fyrst hann, sem
er mestur allra mikilmenna, sem á jörð
unni hafa lifað, sagði svo, hvað þá um
okkur? Leyfist okkur að setja okkur á
svo háan hest, að við getum talið okk-
ur fædd til einhvers meira?
Slíkt væri mikill misskilning-
ur. En hér megum við heldur ekki binda
skilnmg okkar á orðinu „þjónn“ og
„þjónusta" við menkingu þá, sem í það
er lögð á vinnumarkaðnum, heldur það,
sem Jesús átti við, er hann talaði um
sjálfsélskulaúsa, fómfúsa þjónustu. Mik
ilmennin, sem ég nefndi, voru mörg hátt
sett í mannvirðingastiganum, en í emb
ættum sínum voru þau þó fyrst og
fremst þjónar. Og ekkert hefur í raun-
inni orðið frekar til að gera þau að sönn-
um mikilmenoum en sú lífsafstaða.
Það er haft eftir Friðriki mikla keis-
ara, að þjóðhöfðiniginn eigi að vera „yfir-
þjónn“ ríkisins. Og annar vitur maður
sagði: „Þú getur ekið í dýrri bifreið og
drukkið guðaveigar, en þú ert og verð-
ur smámenni, nema þú elskir og þjónir
mamnkyninu, sem þú ert brot af.“
Að elska og þjóna, — þetta tvennt-verð
ur að fara saman. Maðurinn er þá fyrst
málefni sínu trúr, er honum þykir vænt
um það. Elskan, 'kærleikur þinn til manji
anna, gefur þjónustu þinni gildi.
Og Jesús er að kalla. Hann kallar til
þjónustu við Guð. Sú þjónusta gefur
kraftinn til að þola erfiði lífsins, hún gef-
ur þolgæði og styr'k til þjónustu við
mennina, sem er sá ávöxtur, sem Guð
vill sjá af lífi okkar. Og í þeirri þjón-
ustu, sannrj, einlægri, óeigingjarnri
þjónustu, munum við finna mesta gleði í
lifinu og líka ávinna mest af því, sem
skapar okkar eigið manngildi.
En er það þá ekki ómaksins vert að
staldra við og hlýða kallinú, sem að
okkur er beint?
Hrcaðbáfur
Til sölu 17 feta yfirbyggður hraðbátur á góðum vagni 70 ha
Mercury vél.
Til sýnis að HÁTRÖÐ 7, Kópavogi. Sími 40736.
Þýzka sendiráðið
vantar stóra íbúð 150 ferm til leigu fyrir einn starfsmann sinn.
Upplýsingar í síma 19535/36 frá kl. 9 — 12 og 14 — 17.
'X