Morgunblaðið - 30.07.1972, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.07.1972, Blaðsíða 32
'% SKÁK Askriftarsímar: 15899 — 15543. EINVIGISBLAÐIÐ KEML’R ÚT MORGUNINN EFTIR HVERJA SKAK. Pósthólf 1179. IE5IO DRCIECII SUNNUDAGUB 30. JULÍ 1972 BANASLYS í KJÓS Kona lézt er tvær bifreiðar rákust harkalega á F.IÖRUTÍU og sjö ára gömul kona lézt og fimm slösuðust í hörðum árekstri, sem varð skammt innan við Eyri í Kjós laust fyrir kiukkan 9 í gíermorg- un. Áreksturinn varð norðan lítill ar beygju á hæð rétt norðan við afleggjarann að Eyri. Buick-bif- reiðin sem í voru hjón, var að koma að norðan, en Saab-bif- reiðin, sem í voru hjón og tvær dætur þeirra, 4ra og 14 ára, var á norðurleið. Bifreiðarnar skullu mjög harkalega saman og mun konan, sem var farþegi í fram- sæti Saab-bifreiðarinnar hafa lát izt samstundis. Maður hennar, sem ók bifreiðinni, slasaðist mik ið og var meðvitundar'aus í gær. Telpurnar, sem voru í aftursæt- inu slösuðust einnig, en þó ekki lífshættulega að því er talið var í gær. Hjónin í Buiek-bifreiðinni slösuðust hins vegar litið. Samkvæmt upplýsingum rann sóknarlögreglunnar í Hafnarfirði, sem fór á staðinn, segir ökumað- ur Buick-bifreiðarinnar að Saab bifreiðin hafi skyndilega sveigt út á vinstri vegarhelming og í veg fyrir hann og varð ekki kom izt hjá árekstri. Bremsuför eru eftir báðar bifreiðarnar, en veg- urinn var mjög blautur og háll. Ökumaður Buick-bifreiðarinnar telur að hann hafi verið á 70-80 kílómetra hraða og er talið að Saab-bifreiðinni hafi verið ekið á svipuðum hraða. Báðar bifreið- arnar skemmdust mikið og er Saabinn talinn gjörónýtur. Hjónin í Buick-bifreiðinni voru bæði með öryggisbelti er árekst- urinn varð, en ekki er að sögn lögreglunnar alveg ljóst hvort hjónin i Saab-bifreiðinni voru með öryggisbeltin spennt, en öryggisbelti voru í bílnum. Ekki er hægt að birta nafn konunnar að svo stöddu þarsem ekki var víst að búið yrði að ná í alla aðstandendur í gærkvöldi, þegar blaðið kom til fyrstu kaup- endanna. Mynd þessi var tekin á slysstaðnum í gær morgnn. Bygging þjóðarhókhlööu; Fox Og frú á flugi ÞAÐ hefur ýmislegt dunið yfir Chester Fox handhafa kvikmyndaréttarins að heims- meistaraeinvíginu, síðan hann kom hingað til Íamds. Fox hef- ur hins vegar lengst af haldið gleði sinni og tekið öllu af miklu æðruleysi. Nú kann hins vegar að vera að hann sé búinn að fá nóg. Fox og kona hans eru nefnilega farin að læra að fljúga hjá Flug- sköla Helga Jónssonar og var fyrsta kennslustundin í gær- morgun. Segja sumir að Fox og frú ætli að fljúga burt frá rinigulreiðinni og öllu saman. Undirbúningur í fullum gangi Arkitektarnir Manfreð og f»orvaldur teikna húsið ARKITEKTARNIR Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur Þor- valdsson hafa tekið að sér að teikna Þjóðarbókhlöðuna, sem sameina á Uandsbókasafn og Há skólabókasafn. Eru þeir að vinna að undirbúningi eða forsögn fyr- ir bygginguna. En miðað er við að ljúka undirbúningsvinnu á tveimur árum, þannig að vitað verði árið 1974 hvernig húsið á að líta út og hvað byggingin kost ar eftir því sem hægt er að áætla slíkt, og að þá megi hef j- ast handa um framkvæmdir, sögðu þeir Manfreð og Þorvald- ur, er Mbl. hafði samband við þá í gaer. Arkitektarnír tóku fram, að verkið væri á byrjunarstigi. Þ>eir hefðu verið að vinna með bóka safnsmönnum að nánari gagna- söfnun og úrvinnslu á þessum gögnum, til að ganga frá end- anlegri forsögn, sem síðan er hægt að byggja tillöguteikningar og áframhaldandi vinnu á. Áður lágu fyrir drög að forsögn, sem bókasafnsmenn á Landsbóka- safni og Háskólabókasafni höfðu gert, þar sem þeir reyna að gera grein fyrir þeim þörfum, sem þeir telja að svona safn þurfi að fullnægja. Gert er ráð fyrir staðsetningu Þjóðarbókhiöðunnar við Birki- mel. Óg eins og þarfir sýnast í dag, virðist byggingin þurfa að vera 10 þúsund fermetrar að Framhald á bls. 20. Aðaldalur: Mokveiði 1 Laxá 1600 laxar, 15 punda meðalvigt ÓHEM4U veiðí hefur verið í Laxá í Aðaldal í sumar, og eru nú komnir á land um 1600 laxar úr ánni, sem er meira Miklar flsklræktar áætlanir á NA-landi: 100 þúsund seiða laxeldis- stöð 1 smíðum á Laxamýri UM þessar mundir standa yfir framkvæmdir við fyrsta á- fanga stórrar laxeldisstöðvar að Laxamýri í S-Þingeyjar- sýslu, sem á að framleiða 100 þúsund gönguseiði árlega er hún verður fullbyggð. Það eru Laxamýrarbændur, þeir Björn og Vigfús Jónssynir, Kristján Benediktsson bóndi á Hólma- vaði, Kristján Óskarsson á Húsavik og .lóhannes Krist- jánsson á Akureyri, sem standa að þessum fram- kvæmdum, en gert er ráð fyrir að veiðifélögin í sýslunni fái síðar aðild að stöðinni. í samtali við Morguublaðið sögðu þeir Laxamýrarbræður að hlutverk þessarar stöðvar yrði að mæta seiðaþörf stórMldra fiskiræktarfram- kvæmda, sem á döfinni eru á N-Austurlandi. Ber þar fyrst að telja ræktun Lax- ár í Laxárdal, er laxastigi hefur verið byggður hjá Lax- árvirkjun, raektun Skjálfanda- fljóts svo og auðvitað áfram- haldandi ræktun Laxár í Aðal- dal. Vigfús og Björn sögðu að áhugi fyrir laxarækt í Laxár- dal væri geysimikill og að bændur þar efra hefðu þegar lagt í mikinn kostnað vegna væntaniegrar rækfcunar, þó að ekki væri enn vitað hvenær laxastigi yrði byggður. Tal- ið er að Laxá ofan virkjunar þoli 200 þúsund gönguseiði og sikv. þvi ættu 10—20 þúsund laxar að ganga þangað upp Framhald á bls. 20. Teikningin sýnir framhlið Laxamýrarsfcöðvarinnar, eins og hún á að verða fullgerð. magn en nokkru sinni liefur verið um þetta leyti árs. 1 fyrra veiddust alls um 2000 laxar úr ánni og var það met- ár. Má því búast við að enn bætist við metið í ár, þar sem veiðitíminn er rétt n. þ. b. hálfnaður. „Kunnugir eru allir sam- mála um að þeir hafi aldrei séð svo mikinn fisik i ánni“ sagði Hermóður í Árnesi í við tali við Mbl. í gær. „Auk þess sem fisikurinn er nú með vænsta móti, en meðalvigtin er eitthvað um 15 pund.“ Hermóður sagði, að á veiði svæðinu hjá sér væru komnir á land um 300 laxar, og áætl aði hann, að á svæðunum fyr- ir ofan væru komnir á land ekki færri en 250 laxar. — Þymgsti laxinn sagði hann að hefði vegið 25 pund, en fjöl- margir hefðu fengizt yfir 20 pund. Gat Hermóður þess, að Jack Framhald á bls. 2. ABC-menn kvaddir heim Litlar líkur á að myndað verði í dag AMERICAN Broadcasting Comp any tilkynnti á föstudag að allt lið þess á íslandi yrði kallað lieim til New Vork, að því er seg ir í fréttaskeyti frá AP í New York. Ástæðan eru mótmæli á- skorandans, Bobby Fisehers og sendi Rocne Arledge, yfirmað- ur íþróttadeildar ABC, símskeyti til Fischers þar sem hann sagði honum frá þessari ákvörðun. „Breytist ástandið miimirn við að senda kvikmyndamenn okkar aftur til Islands,'* sagði Arledge. Það voru um fimm Bandaríkja- menn, sem hér voru á vegum ABC, og tveir síðustu, yfirmenn- irnir Lorne Hasson og Chet Forte, fóru af iand- inu á föstudag. Hins vegar eru það að mestum hluta Islend- ingar sem annast kvikmyndun- ina sjálfa, og taldi Guðmundur Þórarinsson í samtali við Mbl. í gær að fjarvera Bandarikja- mannanna ætti ekki að þurfa að hindra kvikmyndun ef samkomu lag næðist við Bobby Fischer. Guðmundur ætlaði að reyna að komast i beint samband við Fischer eftir að sól settist, en þá Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.