Morgunblaðið - 30.07.1972, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. JOLÍ 1972
Skákeinvígiö:
r
Ahyggjur
í Moskvu
Moakv'i, 29. júlí, AP.
EFTIR áttundu einvigisskák-
ina milli þeirra Fischers og
Spasskys, byrjuðu sovézkir
skáksérfræðingar í Moskvu, í
fyrsta skipti, að hafa orð á
áhygffjum sínum um að
Spassky kynni að tapa heims-
meistaratiílinum tii Fischers.
Einn skákskýrendanna sagði
að áttimda skákin væri sú lé-
legasta sem Spassky hefði
nokkru sii.ni teflt.
Skák er tekm mjög alvar- -
lega í Sovétrífcjuinum og
„þjóðarheiðuir“ spininst inin í
viðureignir sovézfcna og er-
lendra skáfcimanna. Sovézka
skábheimiiium hefur líka
lengi verið í nöp við Fischer,
ebki sízt eftir allt brölt hans
núna áður en einvígið hófst.
Og núna þegar Fischer hef-
ur yfir 5—3 er hálf dapur-
legur u.adirtónm í fréttúm
hinna opinberu fjölmiðla.
Skákáhugameriin heyrast líka
muldra að Spassfcy „tefli eins
og skósmiður."
Hinir opinberu skáksfcýr-
endur eru ekfci alveg eins
harðorðir Yakov Rokhlim,
sem sfcýrir slkákirnar fyrir
Tass, gat t. d. sagt að margir
hefðu séð möguleika í 15.
fórnarleik Spaaskys. Ein í lok
skákarinmar sagði hann að
ósigur heimismieistanains væri
afleiðimg íveggj a furðulegra
mistaka í 11. og 19. leilk. Og
hann bæt.i við:
— Það var ekki erfitt
fyrir Fischer að nýta þá kosti
sem hvífct hefur fram yfir
svart.
VERSTA SKÁK SPASSKYS
Salo Flobr, aldinrn stórmeist-
ari, sagði eftir sjöundu skák-
ina, þar sem Spassky sýndi
baráttuhæfileika sína, að það
væri vonandi að þeir sæjust
áfram í næstu skákum og að
þetta væri þiar sem tafliniu
væri snúið við.
En því miður var taflinu
ekki sniúið við, eikrifaði hainin
síðan í dagblaðið „Evening
Moscow". Þvert á móti urðum
við fyrir nýjum vonbrigðum
með 8. skákina. Ef við hinigað
til höfurn litið á sjöttu skák-
ina sem þá verstu, þá er sú
áttunda komin í stað heranar.
Þetfca er versta sifcáfcin á ferli
hans.
Skákmeistariinin David Bron-
stein, gekk ekki svo langt að
hrósa Fiseher, en sagði að
hanm hefði notað óvenjulega
sókinarfléttu og að Spassky
hefði nýtt rrenin sína vel og
fórnað af hugrekki, hrcfc fyrir
biskup og peð.
En þá, segir banin, urðu
Spassky á mistök sem gerðu
Fischer kleift að hefja úr-
slitasókn. Brorustein segir
að taugaspeinna hafi vafa-
laust áfct simin þátt í þessu,
þar sem Spassky hafi tapað
nokfcrum sfcákum eftir góða
byrjun.
Bronstein lýsti llíka áhyggj-
um yfir því hverinig sfcákin
gengi og sagði: — Milljónir
aðdáenda heimsmeistarans
vona að eftir tveggja daga
hvíld haf’ hanin endurheimt
hugmyndaauðgi sína og styrk-
leika.
Boris Spassky að laxveiðnni í Flókadaisá ásamt Ölafi G.
Sigurðssyni, endurskoðanda, sem var honum til aðstoðar.
Ljósm.: Pétur Kidson Karisson.
Klukkan, sem Reykjavíkurborg fékk að gjöf.
(Ljósm. Mbl. Ól.K.Mag.).
— Mánudags-
myndin
Framhald af bls. 2.
andliti, grannan lífcama, sem er
liítils rr isgandi í hrottaleig'um hönd
um rómvsrskra hermanna, ainda
sem ekkert fær bugað — upp-
reisnar- og byltingarmann.
Myndin heí'ur hvarvetna femg
ið þá diirna hjá þeim, sem vit
haía á, að hún sé með þvi bezta
sem þar hteíiur verið sýnt á því
ári. Víst er, að hún mun vekjá
marga til umihugsunar með misk-
únnarki nu ranmsæi símu, svo að
hún mun varða ógjeymaml'eig. —
Þess eru íá eða eng'.m dæmi, að
hin áhrifaríka frásögn Biblíumn
ar uim brennandi trú, hyidjúp-
svik, kærLeika, fyrirgefnimgiu og
griimm legar pyntingiar hafi ver
,ið sýnd á eins raunsannan hátt
|i g í þessu verki Pasolinis.
Ballinn hvarf
Á MÁNUDAGINN um kl. 15
var dráttarbíll frá Eimskip á
leið vestur Eiðsgranda (Sólar-
lagsbraut) með vöruhlass, en
einhvers staðar á Grandanum
féll af bílpallinum halli, 2—2,5
metrar að lengd. Ekki er vitað
með vissu hvar á leiðinni ballmn
féll af, en talið er að það haíi
gerzt á móts við vöruskemmur
SÍF, — Sambands íslenzkra fisk-
framleiðeaula,
Nokkur umferð var um göt-
una, er þetta gerðist, og einn
bíll, sem ók á eftir dráttarbíln-
um, gaf bílstjóranum merki um
að stöðva bílinn og sagði hon-
um, að ballinn hefðí fallið af.
Sá bílstjóri dráttarbílsins rauð-
an Citroen-fólksbíl staðnæmast
á þeim slóðum, sem talið er að
ballinn hafi fallið af, en þegar
drábtarbíllinn kom aftur á stað-
inn, var ballinn horfinn.
Gáfu „Normalklukku“
til Reykjavíkurborgar
FYRIR nokkru afhentu erfingj-
ar Halldórs Sigurðssonar, úr-
smiðs, Reyk,javíkurborg veglega
klukktt að gjöf. í gjafabréfi, er
fylgdi, segir á þessa leið:
Erfingjar Halldórs Sigurðsson-
ar, úrsmiðs, hafa ákveðið að
gefa Reykjavíkurborg svokall-
aða „Normalklukku" úr búi Guð
rúnar Eymundsdóttur f. 20. júni
1878, d. 13. júni 1938 í Reykja-
vífc og Halldórs Sigurðssonar f.
18. febrúar 1877, d. 5. júlí 1966 í
Reykjavík, til minningar um
þau.
Allan sinn búskap bjuggu þau
í Reykjavik, fyrst að Grettis-
götu 34 og síðan, frá árinu 1905
til dauðadags, að Laufásvegi 47.
Guðjón Sigurðsson, úrsmiður
keypti klukku þessa frá Þýzka-
landi árið 1910, en Halldór Sig-
urðsson, sem starfaði hjá Guð-
jóni um langt skeið, keypti verk
stæðið og vörur eftir lát hans í
brunanum mikla árið 1915.
Klukka þessi gegndi i árafcugí
miklu hlutverki í lífi borgarinn-
ar. Margir höfðu þann sið, að
líta inn í verzlunina og setja úr-
in sín eftir henni og ennfrem-
ur var mikið spurt um það í
sima, hvað klukkan væri. Það
fer ekki milli mála, að umrædd
klukka er hvergi betur komin
enn í eigu Reykjavikurborgar
og gefendurnir óska þess, að
borgin megi vel og lengi njóta
hennar.
FYRSTU 6 mánuði ársins voru
alls 3.874 bifreiðir fluttar til
landsins. Mest var flutt inn af
nýjum fólksbifi'eiðum, eða 3.144
og af þeim voru flestir af Volks-
wagengerð, eða 454.
Eitt hundrað fjöirutíu og sex
nýjar sendibifreiðir voru fluttar
iinin á þessu tímabili og eru flest-
ar þeiirra eða 49 af Moskvitch-
gerð. Þrettán nota'ðar seindibif-
reiðjr voru fluttar imn, 124 nýjar
vörubifreiðir og 48 motaðar. Af
Við afhendinguna hafði Guð-
jón Halldórsson skrifstofustjóri
orð fyrir gefendum, en Geir
Hallgrímsson borgarstjóri flutti
gefendum þakkir fyrir þessa
kærkomnu gjöf og minntist
þeirra hjóna Halldórs Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Eymunds-
dóttur, sem voru um langt
skeið meðal mætustu borgara
Reykjavíkur.
Klukkunni hefur verið valinn
staður í Höfða.
(Frétt frá skrifstofu
borgarstjóra).
öðrum gerðuim bifreiða voru
fluttar inn 11 nýjar og 29 not-
aðar.
AliiS voru á fynstu mánuðum
fluttar inm 359 notaðar fólksbif-
reiðar og eru flestar þeirra af
Opelgerð, eðr 64.
Af nýjuim 'nmíluttum bifireið-
um kemur Ford neastur á éftir
Vollkswagein moð 285 bíla og
síðam Fiat méð 245, Suinbeam
með 211 og Skoda með 209.
Nær 4 þúsund bílar
frá áramótum
Risaeðluegg finnast
VlSINDAMENN frá Vestur-
Þýzkaiandi hafa fundið risa-
eðluegg í norðaustur jaðri
Pýreneaf jallanna i suðurhluta
Frakklands. Eggin, 8 að tölu,
eru steinrunnar leifar frá
þeim tímum er risaeðlurnar
dóu út. Tvö eggjanna eru al-
veg heil, eitt lítið skemmt,
en hin eru í 867 brotum. Egg
in hafa verið vandlega rann-
sökuð og mæld við háskól-
ann í Bonn.
Við rannsókn kom í Ijós,
að sfcurn eggjanna er mjög
þunn, aðeins milli 1,1 og 1,4
millimetrar, og vakti það
mikJa afchyg'li, því skurn
eggja risaeðlanna var venju-
lega 2—3 miilimefcrar. Vís-
indaimenn telja, að skurnin
hafi þynnzt ©flbir því sem leið
á ævisikedð risaeðlanna.
Einn vlsindamannanna,
prófessor Heinrich K. Erb-
en telur, að risaeðlurnar hafi
dáið út vegna þesis að skurn-
in hafi rýrnað. Samkvæmt
nýjustu útreikningum hans
brotnuðu eggin um leið og
þeim var verpt eða þau þorn
uðu upp.
í sumum tilvikum hafði þó
myndazt tvö- eða þreföld
eggjasfcurn vegna þess að
eggjunum hafði ekki verið
un-gað . út á réttum tíma. og
unginn því kafnað í egginu.
Jafnvel nú á tímum er
skurn hænueggja eða annarra
fuglaeggja stundum of þykfc
eða of þunn, og talið er að
DDT eða annað flugnaeitur
raski hormónajafnvægi í líf-
færakerfi ýmissa dýra.
Að vísu var DDT ekki við
höndina á tímum risaeðlanna,
en á seinasta skeiði þeirra
urðu þær fyrir miklu álagi,
sem rasfcaði honnónajafn-
vægi þeirra mikið, og hefur
lík áhrif og eitur.
Flestallar risaeðlur voru
jurtaætur, sem þörfnuðust
fersks vat.ns. Steingervingsleif
ar risaeðla hafa fundizt ásamt
ýmsum jurtum og vatnasni-gl
um í héraðinu við Pýrenea-
fjöllin á Spáni. En á stein-
runnu eggjumim voru sand-
leifar, sem styrkti þann grun
vísindamanna að risaeðlurnar
hefðu einnig lifað í vinjum í
eyðimörkum og í einangruð-
um högum við árbakka.
Þessi svæði eru mjög lít-
il, og þessi risastóru dýr, sem
voru 20 metrar að lengd og
12 metrar upp að axlar-
beini, hafa ekki getað lifað
á svo þröngum bletti, því allt
af var nýjum eggjum verpt,
og að lokum dóu þau út vegna
álags og röskunar á hor-
mónajafnvægi.