Morgunblaðið - 30.07.1972, Side 17
MORGUNiBLAÐIÐ, SUNNUDAGÖR 30. JÚLÍ 1972
/■,— --------------------------------------------------------------------—------
17
umhverfí manns
Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri:
Hvers vegna drap
Kain bróður sinn?
Ég gat þess í siðasta þætti mínum
um umhverfið og manninn, að mann-
kynið er hin eina dýrategund alls
sköpunarverksins, sem drepur sinn
eigin kynstofn svo að furðu sætir.
Samkvæmt fyrstu Mósebók liðu ekki
mörg ár frá sköpun heimsins
uns Kain Adamsson réð bróður sín-
um bana á grimmilegan hátt. En
hvers vegna skyldi Kain hafa drep-
ið Abel?
Margir hafa furðað sig á mann-
vonzku og glæp Kains. Hann hafði
ekki aðra ástæðu til ódæðisverksins
en þá, að Guð almáttugur tók blóð-
fórn Abels fram yfir ávöxt jarðar-
innar, sem Kain gaf drottni sinum í
auðmýkt en drottinn forsmáði. Þetta
er átakanleg og Ijót saga, en hún
þjónaði tilgangi Israela.
Þ.jóðflokkar heims hafa frá önd-
verðu aflað sér viðurværis á ýmsan
hátt. Frá ómuna tið skiptust þeir
mjög í akuryrkjuþjóðir og hirðingja.
Akuryrkjuþjóðirnar höfðu fasta bú-
setu og bjuggu við meira öryggi en
hínir. Hirðingjarnir lifðu líkt og fugl
ar himinsins, þeir fluttu sig um set
í hvert sinn er beitilöndin voru upp
urin og litu oft frjó og ræktuð lönd
hýru auga. Þeir víluðu ekki fyrir sér
að ráðast inn á slík lönd, hvenær
sem þeir töldu sig hafa i fullu tré
við búsetumennina.
ísraelar virðast hafa verið
hirðingjar frá upphafi vega og
flakkað víða. Saga þeirra greinir frá
óteljandi herferðum og manndráp-
um, enda réðust þeir oft á friðsama
bændur til að beita lönd þeirra. Þá
var sagan um Kain nærtæk. Með
þvi að þeir voru hin útvalda þjóð
guðs og fórnir þeirra þóknanlegri
en annarra, höfðu þeir bæði af-
sökun og siðferðilegan rétt til að
hefna Abels með því að meiða og
drepa þá akuryrkjumenn, sem urðu
á vegi þeirra.
Akuryrkjuþjóðirnar lifðu fyrst og
fremst af þvi, sem jörðin gaf af sér,
og víða bættu þær og juku við rækt-
unarlöndin með áveitum og ýmsum
mannvirkjum. Þær stunduðu reglu-
bundna vinnu, sem kenndi mönnum
að lifa í sátt og samiyndi, og meðal
þeirra reis hin forna menning hæst
á ýmsum tímum. Hirðingjarnir börð-
ust fyrir lífi sínu í smá hópum,
Hákon Bjarnason
oftast ættarsamfélögum, og þeir
hremmdu allt, sem nýtanlegt var
fyrir búsmalann. Þeir höfðu litla eða
enga tilfinningu fyrir hinni lifandi
náttúru. Sporum þeirra fylgdi land-
auðn og dauði. Hjarðmennskunni
fylgdi annað siðalögmál og önnur
menning en meðal ræktunarþjóð-
anna. Hún komst hvergi á hátt stig,
nema þar sem hún var samfara ein-
hverri borgarmenningu eins og með-
al Araba og Mára á einu skeiði sög-
unnar. 1 Tibet hefur menning gam-
allar hjarðþjóðar tekið á sig hina
fáránlegustu mynd eftir að landgæði
þrutu og fólki fjölgaði, en of langt
mál væri að víkja nánar að því.
Forsjónin hefur hagað því svo, að
Islendingar hrepptu land, sem litt
er fallið til akuryrkju. Því varð það
hlutskipti þjóðarinnar að sitja land-
ið á líkan hátt og hjarðmenn annarra
landa að því undanskildu, að hér
urðu menn að hafa fasta búsetu sak-
ir veðurfars. Selstöðurnar, sem hér
tiökuðust framan af, voru greinileg-
ur þáttur hjarðmennskunnar, en
þær eru löngu af lagðar af fleiri
en einni orsök.
Nú kunna einhverjir að halda, að
það sem hér hefur verið sagt, sé ný
söguskoðun eða uppáfinning mín, en
þessu til stuðnings vil ég taka upp,
það sem próf. Sigurðúr Nordal segir
árið 1942 i hinni ágætu bók Islenzk
menning. Þar segir á síðu 93: „Lands
hættir ýttu undir arðrán og eftir-
sókn auðtekins gróða. Þjóðin herjaði
landið meir en erjaði, eigendur jarð-
anna þjónuðu ekki moldinni á sama
hátt og í ræktaðri löndum, hún eign-
aðist ekki allan hug þeirra og
tryggð. Jafnvel bæjarhúsin voru
gerð úr svo haldlausu efni, að þau
líktust tjöldum, sem slegið er upp
til stuttrar dvalar. Fólkið var á sí-
felldri hreyfingu um landið. Og það
bjó við alla þá áhættu og skakka-
föll, sem alltaf má búast við í hern-
Framhald á bls. 20.
þjónustuskattur til sveitarfé-
laga, sem bæri að stilla í hóf, en
sveitarfélögunum yrði í sjálfs-
vald sett innan ákveðins há-
marks í lögum, hvort og að hve
miklu le.vti þau vildu nýta þenn
an tekjustofn. Á þetta sjónar
mið gat rikisstjórnin og stuðn-
ingsmenn hennar á Alþingi ekki
fallizt og einstakar raddir heyrð
ust um það, að í því fælist viss
rétfarbót að hafa fasteignaskatt
ana sem hæsta, enda ættu Is-
lendingar að búa í leiguíbúðum.
það væri röng stefna að hvetja
menn til þess að eignast þak yf-
ir höfuðið. Þannig b'lés hann að
austan þá.
Eftir að búið var að leggja
fasteignaskattana á, hafa stjórn
arflökkarnir ekki viljað kann-
ast við þau sjónarmið, sem réðu
afstöðu þeirra í vetur. Þannig
reyna málsvarar þeirra nú að
kenna öllum um nema sjálfum
sér, vitandi þó, að sjálfstæðis-
menn voru andvigir álagsheim-
ildinni á fasteignaskattinn og
tekjuútsvarið, en kröfðust þess
að sjálfsögðu, að ríkisstjórnin
skilaði aftur því, sem hún hafði
með röngu tekið af sveitarfélög
unum með hinni óhóflegu
hækkun tekjuskattsins. Sjálf-
stæðismenn sögðu það fyrir, að
ella neyddust sveitarfélögin til
að grípa til álagsheimildanna.
Og það hefur nú komið í ljós.
Nær allir kaupstaðir landsins
nýta hvort tveggja álagsheim-
ildina á útsvar og fasteigna-
skatt.
Eins og hér hefur verið rak-
ið, hefur það allt á sannazt, sem
sjálfstæðismenn sögðu fyrir, að
verða mundi eftir skattalaga-
breytingarnar. Skattbyrðin hef-
ur aukizt verulega og mest á
elli- og örorkulifeyrisþegum.
Og hún verður tilfinnanlegri
en ella vegna þess, að verðbólg-
an hefur étið upp þær launa-
hækkanir, sem orðið hafa. Þetta
finnur hver maður, sem hefur
fyrir fjölskyldu að sjá. Menn
hafa ekki safnað í sjóði síðustu
mánuðina og þess vegna mun
margur illa staddur um mánaða
mótin, þegar hann tekur við
laununum sínum, eftir að hið
opinbera er búið að hirða sitt.
Þá mun það koma til lítils fyrir
stjórnarblöðin gagnvart almenn
ingsálitinu að teygja fyrirsagn
ir á borð við „Skattar lækka á
þorra gjaldenda" yfir þvera for
síðuna.
Endurskoðun
nauðsynleg
Sjálfstæðismenn vöruðu sér-
stakleafa við því í vetur, að það
væri mjög skaðlegt á alia lund
að hlaupa í umbyltingu skatt-
kerfisins i einhverri skyndingu.
1 slíkum málum yrði að vera
festa og nauðsynlegt að vita það
fyrir ’^ði fyrir einstaklingana
og atvinnureksturinn hvað fram
undan væri. Þessi slkoðun var í
samræmi við afstöðu fyrrver-
andi ríkisstjórnar, sem hafði
lagt rnikla vinnu í endurskoðun
skattalaga og laga um tekju-
stofna sveitarfélaga, er stefndi
að því að koma á einfaldari og
greinilegri starfaskiptingu milli
þeirra og ríkisins með það í
huga að efla sjálfsforræði sveit
arfélaganna og gera skattkerfið
allt einfaldara i framkvæmd. „1
þvi skyni að reyna að tryggja
sem víðtækasta samstöðu svo
umfangsmikillar breytingar á
skattkerfinu var af hálfu fyrr-
verandi ríkisstjórnar óskað
formlegrar aðildar Sambands
ísl. sveitarfélaga, launþegasam-
takanna, vinnuveitenda og
bænda að skattalaganefndinni,“
eins og segir i nefndaráliti sjálf
stæðismanna i f járhagsnefnd
neðri deildar, þeirra Matthíasar
Bjarnasonar og Matthíasar Á.
Mathiesen.
En eins og fyrr segir valdi nú
verandi ríkisstjórn ekki þennan
kostinn, heldur hljóp í breyting
arnar án þess að vita, að hverju
hún stefndi að öðru leyti en þvi
að auka skattbyrðina, sem var
í rauninni eini tilgangurinn með
lagabreytingunni. Og afsökunin
var sú, að skattalögunum yrði
aftur breytt í haust. Breyting-
in nú væri aðeins tii bráða-
birgða. Þess vegna ættu menn
að sýna umburðarlyndi og bið-
lund.
Um það var að sjálfsögðu
ekki að ræða, að sú ríkisstjórn,
sem fyrir ári kenndi sig við
„vinnandi stéttir“, sem hún er
að vísu hætt gð bera sér í munn
nú, hefði samráð við launþega-
samtökin fremur en aðra aðila,
sem fyrrverandi rikisstjórn
hafði talið nauðsynlegt að kalla
tii. Einmitt þessi staðreynd ger-
ir heildarendurskoðun skattaiag-
anna nú öhjákvæmilega, en hún
verður að vera gerð á þeim
grundvelli, sem fyrrverandi rik
isstjórn markaði, með nánu sam
starfi við samtök sveitarféiaga,
landshlutasamtök, samtök iaun-
þega, vinnuveitenda og bænda.
Skattlagningunni á að haga á
þann veg, að hún örvi einstakl-
inginn til framfaks og sparnað-
ar, en svo sé að atvinnurekstr-
inum búið, að áhugi almennings
fari vaxandi fyrir því að vera
beinn aðili að atvinnufyrirtækj-
um.
Ofríki
iðnaðarráðherra
Eftir því sem lengra líður,
liggur það ljósar fyrir, með hvi
Mkri óskammfeilni iðnaðarráð-
herra beitir embættisvaldi sínu
í sambandi við þau mál, sem
hann ætlar að knýja fram, hvort
sem öðrum líkar betur eða verr.
Stærsta málið, og það alvarieg-
asta af þessu tagi, er tvimæla-
laust sú tilkynning ráðherra, að
hann hafi skipað nefnd til þess
að framfylgja stefnu i raforku-
málum, sem honum tókst ekki
að knýja stuðningsmenn ríkis-
stjórnarinnar á Alþingi til þess
að samþykkja, þrátt fyrir stór
orð, baktjaldamakk og hvers
konar undirróður ráðherra.
Um þetta mál segir í athuga-
semd Sambands isl. rafveitna,
að það alvarlegasta i öllu þessu
máli sé, „að ráðuneytið skuli
ákveða framkvæmd tiltekinnar
stefnu og skipa nefnd til undir
búnings án samráðs við samtök
sveitarfélaga, samtök rafveitna
og virkjana, og önnur samtök,
er að raforkumálum starfa í hér
uðum landsins. Þessum samtök-
um er ekki gefinn kostur á að
koma þannig sjónarmiðum sín-
um á framfæri.“ Ennfremur seg-
ir, að þessi málsmeðferð stingi i
stúf við endurteknar yfirlýsing-
ar ráðherra um, að haft verði
fullt samráð við fyrrgreind sam
tök. Hún er einnig i mótsögn
við þá yfirlýsingu ráðherra, að
fyrir sér vaki „dreifing valds-
ins“ á sviði raforkumála.
Því miður eru yfirlýsingar í
þessa veru ekkert einsdæmi eft-
ir stjórnarskiptin. Einkum á það
þó við um iðnaðarráðherra, að
svo virðist sem hann telji sjálf-
an sig yfir það hafinn að skipt-
ast á skoðunum við þá aðila, sem
málefnin varða, og kynnast sjón
armiðum þeirra. Er nærtækt að
benda á línulögnina frá Akur-
eyri í Varmahlíð, en ráðherra
lét hvorki svo lítið að leggja
áætlun um hana fyrir Alþingi,
eins og honum bar skylda til iög
um samkvæmt, né fá samþykki
ríkisstjórnarinnar til fram-
Framhald á bis. 22.