Morgunblaðið - 06.08.1972, Side 5

Morgunblaðið - 06.08.1972, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNKUDAGUR 6. ÁGÚST 1972 Úr sér sprottin tun Framkvæmdir símans - Lágt ullarverð - Furðulegt plagg Mykjunesi, 30. júlí. HÉR ER nú að skapast hálfgert vandræðaástand í heyskapar- málum. Stöðugir óþurrkar hafa verið ailan þennan mánuð, svo að ekkert hefur miðað áfram. Ekki hafa verið stórrigningar, en flesta daga einhver úrkoma og aðgerðalaust veður aem kall að er. Tún eru nú víða orðin úr sér sprottin og óráð hvort betra er að hafa grasið fast eða laust. Víða er taðan að verða hvitur hrakningur. Nokkuð hef- ur verið sett í vothey, en það hrekkur skammt. Mjög mikiðer nú orðið vélbundið af heyi og fjölgar þeim jafnt og þétt, sem fá sér vélar til þess, en það er sú heyverkunaraðferð, eem erf iðast er að fást við í tíðarfari sem nú. Bezt eru þeir nú settir, sem báru í minna lagi á túnin, því þeir ráða þó við grasið enn- þá. FEAMKVÆMDIB Hér standa nú yfir miklar framkvæmdir hjá Landsímanum og er verið að leggja jarðsíma um stórt svæði í Holtum og Landi. Verður það vonandi til að bæta nokkuð frá þvi, sem verið hefur, því símakerfið hef- ur verið heldur lélegt. Annars búum við hér við algjörlega ó- .......................... ^ ' SENDINEFND 8 borganfulltrúa frá Grlimsby er væntatnleg til Reykjavíkur mátnudaginn 7. ágúst n.k. í boði Reykjavíkur- borga.r. Bongarstjórinn í Grims- by, Mrs>. Frankl'in, er formaður sen d i ne fnda.rin n ar. Reykjavíkurbor.g hefur um langa tíð verið i vinabæjartengsl um við GrCmsby og hefur áður verið skipzt á he:m>sóknum milJi bonganna. viðeigandi fyrirkomulag í sima- málum, þar sem engin nætur- þjónusta er og slmstöðin lokuð hluta úr deginum, fyrir utan það að á hátiðum og sunnudög- um er réttur símnotenda ekki stór. Vonandi verður ráðin bót á þeim málum áður en langt um líður. Ekki hefur bólað á neinum framkvæmdum í vegamálum hér. Vegna hagstæðrar veðráttu í vor spilltust vegir ekki og getur það orðið afsökun fyrir þvi að líitið verði gert til við- halds. Hér eru aftur á móti byggingaframkvæmdir hjá bænd um. íbúðarhús og byggingar yf- ir fénað og fóður. LÁGT ULLARVERÐ Flestir eru nú búnir að rýja féð og má segja að frekar sé það gert til að losa féð við ull- ina en að peningamir ráði þar um. Því verð á ull hefur verið furðu lágt og svo lágt að fyrir það dettur engum i hug að vanda gæði ullarinnar. Er víst vandfundið hráefni á jafnlágu verði og ullin, sem skapar jafn- mikii verðmæti og hún gerir fuliunnin. Verður þvi ekki unað öllu lengur að jafn verðmæt vara og íslenzka ullin getur ver ið sé jafn lágt metin og nú. Og þó hún hafi nú hækkað litils- háttar í verði þarf það að verða PÓST- og shnamálastjómin gef-1 gildi 8 kr., 12 kr. og 40 kr. og ur út þrjú ný frímerki 23. á.gúst eru tileinkuð ylrækt á íslandi. n.k. með teikningiun eftir Hauk Merkin eru prentuð lijá Oour- Halldórsson. Merkin eru að verð I voisier í Sviss. Borgarfulltrúar frá Grimsby í heimsókn Hinu.m erleindu gestu.m verð- ur kynnt ými's starfsemi Reykja- vikur og niókkurra stofnana henn ar. í>eir hafa einnig látið i ljós þá ósk að fá tækitfæri til að ræða við islenzka ráðaimenn og kynna þeilm vandaimál, sem fyrirhuguö útfænsla landhelginnair í 50 -sjó- míiur mun hafa fyrir atvinuuhf Grimisbyborgar. Sendinefndin mun dveljast í Reykjavík til 10. þ.m. STJÓRNMÁLA- SAMBAND Washington, 25. júlí NTB Bandaríkin og Súdan hafa aftur tekið upp stjórnmála- samband, en það hefur legið niðri síðan í sex daga stríð- inu 1967. Ríkin skiptast bráð- lega á sendiherrum. Herskylda felld niður Washin.gton, 1. ágúst, NTB. MELVIN Laird, vairnarmála- ráðherra Bandaríkjajnina, til- kynnti í dag að frá 30. júní á næsta ári yrðu aðeitns sjálf- boðaliðar í bandaríska hern- um. Það hefur lengi verið í bigerð að leggja niður her- skyldu í Ba.ndarílkjunum, ein þetta er í fyrsta skipti sem ákveðinn dagur er nefndur. í því samtandi verða hækkuð laun hennanma og ýmisle.gt fleira gert til að gera her- men.ns.ku eítirsóknarverðari. miklu meira til að mæta sann- gjömum óskum framleiðenda. FURÐULEGT PLAGG Hér hefur nú' verið lögð fram skrá yfir álagða skatta til rík- issjóðs árið 1972 og er það furðu legt plagg svo eklti sé meira sagt. 1 fljótu bragði virðist serrt skattar sumra séu jafn háir tekj um og finnst þá sumum heldur langt gengið. — M.G. PIFCO boröviftur 8" ein-hraða stillanleg Tilvalin til að að cyða móðu á búðargluggum og halda lofti á hreyfingu. — ★ — 8" tví-hraða sveiflu-vifta stillanleg Dreifir loft- straum sífellt í hálfhring. Tilvalin á skrif- boið og svipaða vinnustaði. PIFCO-VIFTUR auka vellíðan o<r vinnu- gleði á öllum vinnustöðum. FALKIN N VELADEILD. ;-'í' c£ br Lúc’ ssí •••>••? -ts-: •':•••• w , a-BJS TRIANON SUNNA ANTILLAS BARBADOS Mallorkaferðir Sunnu - Beint með DC 8 stórþotu, eða ferðir með Lundúnadvöl. Vegna mikilla viðskipta og góðra sambanda gegnum árin á Mallorca getur aðeins Sunna boðið þangað „íslenzkar" ferðir með frjálsu vali um eftirsóttustu hótelin og íbúðirnar, sem allir er ti! þekkja, vilja fá. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki tryggir farþegum öryggi og góða þjónustu - Þér veljið um vinsælu hótelin í Palma - eða baðstrandabæjunum Arenal, Palma Nova, Magaluf, eða Santa Ponsa. Sunna hefir nú einkarétt á íslandi fyrír hin víðfrægu Mallorqueenes hótel, svo sem Barbados-Antillas, Coral Playa, De Mar, Bellver, Playa de Palma Luxor o. fl. -Trianon íbúðirnar í Magaluf og góðar íbúðir í Santa Ponsa og höfuðborginni Palma. öll hótel og íbúðir með baði, svölum og einkasundlaugum, auk baðstrandanna, sem öllum standa opnar ókeypis eins og sólín og góða veðrið. Aðeins Sunna getur veitt yður allt þetta og frjálstval um eftirsóttustu hótelin ogíbúðirnar og íslenzka ferð - og meira að segja á lægra verði en annars staðar því við notum stærri flugvélar og höfum fleiri farþega. v Mallorka, Perla Miðjarðarhafsins — „Paradís á jörð“ sagði tónskáldið Chopin fyrir 150 árum. - Land hins eilífa sumars, draumastaður þeirra sem leita skemmtunar og hvíldar. - Vinsælasta sólskinsparadís Evrópu. - Mikil náttúrufegurð - ótakmörkuð sól, - Borgir, ávaxtadalir, fjöll, - Blómaskrúð og hvítar baðstrendur. Stutt að fara til stórborga Spánar, Frakklands og Italíu, og til Afríku. Eigin skrifstofa Sunnu í Palma með íslenzku starfsfólki veitir öryggi og ófnetanlega þjónustu, skipuleggur ótal skemmti- og skoðunarferðir með íslenzkum fararstjórum. A Mallorka veitir Sunna íslenzka þjónustu. Þar er ekkert veður en skemmtana- lífið, sjórinn og sólskinið eins og fólk vill hafa það. Athugið að panta tímanlega, því þó Sunna hafi stórar þotur á leigu og pláss fyrir um 500 manns á hótelum og íbúðum þá komast oft ekki allir sem vilja. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn en þúsundir farþega sem ferðast með Sunnu ár eftir ár eru okkar beztu meðmæli. a <9 IEMASKRIISTOFAN SIINNA BANKASTRIETI7 SIMM1640012070

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.