Morgunblaðið - 06.08.1972, Page 11

Morgunblaðið - 06.08.1972, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1972 11 Einar Haukur Ásgrímsson. Smáþorskdrápið er frum orsök útfærslunnar ÞORSKVEIÐAR á Islandsmiðum eru ekki stundaSar til heilsubót- ar o*g afþreyingar. Þjóðréttar- reg'lurnar, sem gilda um þorsk- veiðar, mœtti ef til viil nota sem ieikreglur þroskavænlegrar íþróttar. Þrátt fyrir fúsan vilja Islendinga hafa þessar gömlu og virðuilegu þjóðréttarreglur alger- lega komið í veg fyrir að taka mætti upp stjómunarfræðilega starfshætti við þorskveiðar, sem þó eru aðalatvinnuvegur íslend- inga. Afleiðingin er sú, að þorsk- veiðar á íslandsmiðum eru srtundaðar í sériega harðri sam- keppni, sem engu skeytir um hagfræðilega eða líffræðilega só- un. Þorskur er seldur á heims- markaðsverði, sem aflinn af ís- landsmiðum hefir sáralítil áhrif á. Það verður því ekki réttlætt hagfræðiSega, að þesisi hættuleg- asti atvinnuvegur í Norður- Evrópu skuli skipuiagður eins og hann væri þjálfunaríþrótt Spörtu- ALÞJÓÐLEG FISKVERND Alþjóðahafrannisófcnaráðinu varð fyrir rnörgum árum ljóst, að einu fiskvemdaraðgerðimar, sem rúmazt gætu innan ramma gild- andi þjóðréttarreglna, væru að- gerðir, sem miðuðu að því að endurbæta togvörpuna, ef með þvi m'óti mætti þyrma simáfisk- inum. Vissulega hefði það verið geysileg framför, ef koma hefði miátt í veg fyrir smáfiskdráp með því að nota stórriðna togvörpu. Tilraunir báru þann árangur, að sannað þótti, að smáfisikur gæti við hagstæð skilyrði sdoppið lif- andi í gegnum net togvörpunnar, ef möskvamir væru stórriðnir. Með regluigerðinni; sem byggð var á þessum tilraunaniðurstöð- um, hafði Alþjóðahafrannsóikna- ráðið eignazt þann töfrasprota, sem síðan hefir nægt til að hneppa í álög allar tillögur um fisskvemd og stjómun á fiskveið- um. HVERNIG REYNIST STÓRI MÖSKVINN Á TOGVEIÐUM? Togaramenn uppfylia sinar skyldur og gæta þess, að allir mösikvar í togvörpum þeirra séu af regluigerðarstærð eða stærri. Gallinn er bara sá, að tiilgangur veiðiferðarinnar er að veiða sem mest af þorski á sem stytztum tima. Þegar togari, smiár eða stór^ togar vörpu sina á fiskimiðum á uppeldisslóðum smáþorsksins, eins og víða er með ströndum Islands, þá safnasit unigviðið í vörpuna ásamt fuilvaxna þorsfc- inum. Ef aflinn, sem í vörpuna safnast, er bærilegur eða skárri, þá kafnar smáþonskurinn í þrengslunum og kemst aldrei i snertimgu við netið, sem stóru möskvamir áttu að hleypa hon- um í gegnum. Tæknin hefir gert jafnvel smáa togara að afkastamikilum veiði- skipum með því að búa þá flóikn- um fiskleitartækjum og öflugum vélbúnaði, en tæknin hefir bruigð- izt við þeirri geigvænilegu sóun, sem ungviðsdrápið er, með gagnslausum úrræðum, sem hafa þann kost einan að samrýmast þjóðréttarreglunum. SÓUNIN ER ÓVIÐUNANDI Fiskurinn, sem i vörpuna hafði safnazt, er færður inn á dekk togarans og þar er aliur þorskur af markaðshgeifri stærð tíndur úr til aðgerðar. Séu mark- aðshæfu þorskarnir 400 talsins, liggja eftir á dekkinu 200 til 1600 dauðir smáþors'kar, sem Einar Haukur Ásgrímsson. hleypt er í sjóinn aftur. Þessi sóun er umhverfisigtepur enda þótt hún sé afleiðng af gild- andi þjóðréttarreglum. Til úr- bóta er óhjákvæmilegt að banna togveiðar á uppeldisslóðum smá- þorsksins. Þeir islenzkir fiski- menn, sem stundað hafa togveið- ar á grurmslóð, verða að fá for- gang á miðunum utar, þar sem minna er um smáfisk. Afleiðingin er, að eriendir togarar verða að vikja enn fjær. Smiáfiskdráp núgildandi kerffis er sú óumfflýjanlega frumiorsök, sam gerir útfærslu fflskveiðilög- sögunnar óhjákvæmilega. FORMGAULAR ERU AUKA- ATRIÐI Ekki er það með öllu rangt hjá Bretum, að 50 miiina átovörðun islienzku ríkisst j órnarinnar og framkvæmd þeirrar ákvörðunar hafi verið klossuð og kiauffaleg og það farið í handaskoium að gæta hefðbundinna forma. En er þetta ektoi sameiginlegt einkenni allra ákvarðana, sem eitthvert umtalsvert efnisinnihaid hafa? Islendingum er erns ljóst og Bretum, að undirstöðuregJa rétt- arrikisins, „með lögum skal land byggja, en ólögum eyða", á ekki siður við þjóðréttameglur en inn- lendar lagareglur. En Bretum er það eins aikunnugt og Islending- um, að úrelitar lagareglur geta orðið háskaiegar réttarrikinu og að engu hafandi. Alkunma er, að tilrauninni 1958 til að blása nýju lifi í þjóðréttarreglurnar um nýt- ingu auðgeifa hafsins tókst ekki að vekja þær til mieðvitundar um þarfir nútíma sjávarútvegs. Bretar og íslendingar eru gamiar vinaþjóðir og mun aðild beggja að Efnahagsbandalagi Evrópu enn styrkja þá vináttu. Það er von margra íslendinga, að Bretum sé ijóst, að fonm- gallar breyta engu um þá stað- reynd, sem knýr Islendinga til útfærslunnar, sem sé hve sví- virðileg sóun það er að drepa ómarkaðshæfan simáþorskmn. Herdís Hermóðsdóttir. Svar til Inga Eskifirði, 23. júní. HINN 15. júní skrifar Ingi Tryggvason grein í Mbl. sem hann nefnir „Svar til Herdísar". Tæplega getur það þó með réttu kailast svar, því þar sem ég hvorki yrði á hann eða spyr, getur tæplega verið um svar að ræða. Alit um það er hér um at- hugasemd við grein mina að ræða. Ekki lasta ég það. Mun þó ekki láta ósvarað, þegar á mig er yrt. Ásakanir um fullyrðingar, sem eigi fái staðizt og fleipur, hygg ég geta verið nokkuð gagn kvæmar, þvi í grein sinni ræð- ir Ingi um efni, sem hann kann greinilega lítil skil á af eigin raun. Étur aðeins upp það, sem aðrir hafa sagt og reiknað út, og tekið það sem ómótmælan- legar staðreyndir, sbr. Hagstofu upplýsingamar. Aftur á móti dreg ég þá útreikninga stórlega i efa i minni grein, að réttir séu. Enda tek ég fram i grein minni að þetta séu minir út- reikningar og mitt álit, sem fram kemur þar. Og þar sem hér ríkir ennþá skoðanafrelsi, fæ ég ekki séð að það sé nokk- ur goðgá, þótt menn reyni að gera sér grein fyrir þessum málum og mynda sér um þau sjálfstæðar skoðanir. Og það hef ég einmitt gert. Þó að Ingi fái ekki séð hvaða erindi skrif mín eigi til almenn- inigs, annað en það helzt, að „blásia að iglæðum sumdurliyndiB og tortrygignti" vil ég segja Inga það, að ekltí mun hann þurfa að óttast, ef allir eru ánægðir. En bið harnn jafnframt athuga, að skrif mín voru aðallega gerð til að benda á þá staðreynd, að fjöldamargar bamafjölskyldur verða að spara svo við sig kaup á landbúnaðarvörum, að heilsu- farslega séð gæti það auðveld- lega valdið þvi að börn yrðu vannærð i uþpvextinum. Ég tel útreikninga Hagstof- unnar byggða á hæpnum for- sendum og því villandi heim- ildir. Það er auðvelt, á pappímum, að telja meðalfjölskyldustærð 3 heila einstaklinga og brot úr þeim fjórða. En ég tala um raunverulegt, lifandi fólk, sem lifir og hrærist í umhverfi minu og annars staðar. Og þetta fólk telur ekltí neitt brot af manni til fjölskyldunnar. Og það fólk sem á annað borð á böm, hefur frá þremur upp i átta böm á sínu framfæri, hafi það á annað borð búið nógu lengi til þess. Sjáif hef ég haft um áraraðir frá 6—12 manns í heimili, svo ætia mætti að ég færi nærri um neyzlu hinna umræddu fæðutegunda. Hvergi tala ég um „vísitölufjölskyld- una“. Enda er hún aðeins til á pappírnum. Thibúið hagræðing- argagn misviturra manna, sem ekki á sér stað í raunveruleik- anum. Þessa útreikninga mina, sem Ingi fettir fingur út í, og telur svo og svo mikið ofætlaða, hef ég borið undir margar hús- mæður, sem telja þá hvergi of- ætlaða. Mun ég þvi hvorki breyta kílói eða litratölu. Verða þá tölurnar aðeins þeim mun hærri sem verðlagið hefur hækkað síðan. Það er varla von að Ingi skilji þau orð min: „Þar af 12 máltíðir af 14 vikulega.“ En ég veit að konur munu gera það. Enda beindi ég til þeirra orðum minum. Ekki fór það þó fjarri getu minni að það yrði karlmaður, sem tæki upp hanzk- ann og hyggðist fleygja honum aftur á nasir mér. Þeir eru svo vanir því karlmennirnir, að kon- ur séu þaið vel tatmdar og hafi vit á að þegja og gera sér að góðu ráðsmennsku þeirra á mál- unum, að það er kannski ekki mót von að þeir hrökkvi við, ef konur færu nú allt í einu að drága í efa óskeikuileik þeirra. Konur vita að mjólk, smjör, ost- ur, egg og kartöflur, deilast að parti niður á þessar „12 mál- tíðir af 14“, sem vitnað er til. Mjólkurmagnið er t.d. miðað við það sem þarf tH matargerðar og í bakstur, ásamt því sem ætlað er börnum til drykkjar. Þó telur Ingi það kjötmagn er ég áætia „ekki f jarri réttu lagi“. Gerir hins vegar athugasemd við útreikning verösins. Sjálfsagt er að skýra það nánar. Ekki get ég miðað við kjötkaup í heilum skrokkum, vegna þess að þeir munu vera í miklum minnihiuta ennþá, sem gera slík innkaup. En þar sem ég veit að algengast er að fólk kaupir daglega flestar nauð- þurftir, þar á meðal kjöt, í smá- sölu, miða ég við það verð sem var þá á þessum fæðutegund- um og geri ekki ráð fyrir nein- um hátíðum eða tyllidögum. Tek ég meðaltai milli súpukjöts á 165,50, sem er ódýnast og læris- sneiða á 217,20 dýrast, miðað við lambakjöt og reikna með 190,00 kr. á kg. Tel ég það emn hvergi ofreiknað og þvl áætlanir Inga á þessum kostmaðarlið til lækk- unar fleipur eitt. Þá tekur Ingi smjörið til meðferðar, og telur 13 kg. af smjöri ofreiknaða ársneyzlu. Hrædd er ég um, að Xnga þættí þunnt smurt brauðið, ef hann væri í fæði hjá mér og ég ætlaði homum til vikunnar 250 gr. af smjöri, nema hann þjáist af offitu og kransæða- stiflu og eti smjörlíki að lækn- isráði. Og á ég að trúa þvi, að hann viti ekki, hvers vegna smjörneyzlan jókst þetta mikið 1971?, Það var einfaldlega af því að niðurgreiðislurnar voru þá látnar ganga til að auðvelda landsmönnum kaup á landbún- aðarvörunum i meira mæli en nú er gert, þó það nægði hins vegar ekki til að koma í veg fyrir að fjölmargar barnafjöl- skyldur urðu að vena án smjörs að miklu eða öllu leyti, og var þó nær hófi en nú er. Nú eru margar fjölskyldur sem aldrei hafa smjör á borðum, aðeins jurtasmjör. Þó Hagstofan viti þetta, er samt reiknað með 7,7 kg. á mann sem réttu hlutfalli. Að ekki séu til ábyggilegar tölur um eggjanotkun i landinu, er ábyggilega rétt. Margir hafa samband við eggjaframleiðend- ur og fá eggin á heildsöluverði, eða mililiverði milli þess og smá- söluverðs. Þó eru hinir langt um fleiri, sem ekki hafa slík sambönd. 1 kg. af eggjum á viku handa 6 manneskjum er mjög lítíð. Enda tek ég fram, að þessir útreikningar miðist við minnst mögulega neyzlu á þess- um matvölum. Nema Ingi haldi að það þurfi ekki egg til bök- unar og matargerðar, og brauð og kökur verði til með því að hræra saman mjöli og vatni eln- göngu. Hann ætti að leita til húsmæðra og fá þær tii að láta í ljós sitt álit á þvl máli. Sama máli gegnir um ostaneyzluna. Kartöfiusala frá Grænmetis- verzlun landbúnaðarins er alls enginn mælikvarði á kartöflu- neyzlu landsmanna. Fjöldi fólks ræktár mikið af kartöflum, og mjög margir kaupa litið sem ekkert frá þeirri einokunar- verzlun. Nógu slæmt er fyrir þá, sem þess þurfa, að þegar kartöfliumar eru orðnar næstum ónýtar, skuli verðið á þeim vera hækkað. Meira að segja eru mjög margir hér á Eskifirði sem eru sjálfum sér nógir með kartöflur. Hefur þó af mörgum verði talið, að Eskfirðingum væri annað betur gefið en iðju- semi í kartöflureekt Enda hefur fólk farið út að rækta sjáltft sínar kartöflur, fremur en þurfa að kaupa þann óþverra sem Grænmetisverzlun- in selur, og telur kartöflur til manneldis. Skymeyzluna áætlaði ég þann- ig: Einu sinni í viku skyr í eft- irmat og tvo morgna í viku skyr handa bömunum áður en þau fara í skólarm kl. hálf átta, og þessi hálfi lítri af rjóma er áætla'ður til að blanda í mjólk- ina út á skyrið, þegar það er haft í eftirmat. Nú spyr ég Inga, og vonast eftir svari. Hvemig áætlar hann vikuneyzlu þessarar 6 manna fjölskyldu á landbúnaðarvörun- um? Það væri fróðlegt að sjá þann kostlista. Ég mótmæli elndregið, að um blekkingarsikrif sé að ræða. Því síður að gerð séu til að stuðla að „sundurlyndi og tortxyggni". Heldur aðekis til að benda á staðreyndir. Þær staðreyndir, að ekki er hægt að ætlast til, að húsmæður haldi áfram að skjóta höm í verðbólguveðrið og láti aJIt yfir sig ganga óátalið, setji upp gamla þolinmiæðissvipinn og reyni „að þreyja þorrann og góuna“. Við vitum sem sé, að þó að „íslenzka kjötið keppi á erlendum mörkuðum við fram- leiðslu, sem er styrkt og vemd- uð á margan hátt“, er íslenzkur landbúnaður hlaðinn allra handa styrkjum, fyrir utan verðlags- uppbót á landbúnaðarafurðirn- ar. Hvað heita þeir allir (styrk- irnir) Ingi Tryggvason? Það væri gaman að fá svar við því. Og fróðJegt. Má vera að djúpt hafi verið tekið i árinni, þegar ég del dilka- kjötið islenzka selt helmingi lægra verði i Færeyjum en hér heima. En ætli það sé nú svo, miðað við kaupgjaid og verðlag þar? Rétt mun það vera að verð- lag dilkakjöts í Noregi og Sví- þjóð mun vera töluvert hærra en í Færeyjum. Enda stóð ekki á húsmæðrum i Svíþjóð að mót- mæla verðhækkunum þar. Þeg- ar Ingi segist geta verið mér sammála um að æskilegt væri að auka neyzlu landbúnaðar- vara, verður hann að gera sér ljóst að það er tómt mál að tala um, meðan fóUtí er gert ókleift að neyta þeirra sökum dýrtíðar, og meðan fólk er skatt- lagt til að greiða niður afurðir bænda ofan í erlenda neytend- ur. Ingi tfilur það álitamál hvort þessi neyzluvara sé dýr eða ekki og telur annað orsaka að leita þeirrar dýrtíðaröldu sem á okk- ur brýtur, en til verðtiækkunar á landibúnaðarafurðum. Ég hygg þó að engum geti blandazt hugur um, að þegar dagprisar eru á dagiegum neyzluvörum ahnennings, hljöti það að hafa vaxandi dýrtáð i Rir með sér. Hver sem frum- orsökin er talin vera. Enda ber ölum saman um það að einmitt þess vegna þyrfti að hækka kaup verkamanna. En um leið og kaupið hefur hækkað, hafa allar nauðsynjar stórhækkað, svo allt hefur komið fyrir ekki. Hvort ég haffl 220.000,— kr. úr að spila áður meir, skiptir Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.