Morgunblaðið - 06.08.1972, Page 17

Morgunblaðið - 06.08.1972, Page 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1972 MORGUNiBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. ÁGÚST 1972 17 0*gefandi hif, Árvíi'kut', Rfeyki]avfk Pra'mkvaam da&tjóri Har&Wur Sveinsaon. Rfíatjórar M.at#iías Johannassen, Eyjólifur KonrSC Jónsaon. Aðstoðarrltsfcjóri Styrmir Gunnaraaon. Ritstíór.n«rfcriltrúí Þíorbjjönn Guðmundsaon Fréttastjóri Björn Jó'hanns.aon Auglýsinga3tjóri Átrri Gsrðar Kriatinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aöalstræti 6, sfrrri 10-100. Aug'fýaingar Aðalstreeti 6, sfmí 22-4-80 Áskriftargjatd 225,00 kr á imánuði irvnanlands I teiusaaöifu 15,00 Ikr einta’kið LANDIÐ FYRIR FÓLKIÐ 17'rídagur verzlunarmanna hefur um langan tíma verið nátengdur ferðalögum og útiveru. Á hverju ári leggja fleiri land undir fót um þessa helgi en í annan •tíma. í raun réttri fara menn út um hvippinn og hvapp- inn; sumir halda á skipu- lagðar útiskemmtanir, aðrir stefna inn á hálendið og svo má lengi telja. Gera má ráð fyrir að tugþúsundir manna ferðist um landið um þessa helgi og taki þátt í fjölmenn- um hátíðahöldum. Þessi mikli straumur fólks úr borg og bæjum upp í sveitir landsins og inn á auðnir öræfanna hefur í för með sér gífurlega umferð bifreiða um þjóðvegi lands- ins. Víðtækar ráðstafanir eru gerðar um þessa helgi til þess að greiða fyrir umferð og stuðla að bættum um- ferðarháttum. Á þessu ári mun slýsa- og óhappatilvik- um ekki hafa fjölgað veru- lega frá fyrra ári, en á hinn bóginn hafa mun fleiri látið lífið í umferðinni, eða álíka margir og á öllu árinu 1971. Þessi alvarlega staðreynd ætti að verða öllum brýning til aukinnar aðgæzlu í um- ferðinni. Sú öryggis- og upp- lýsingastarfsemi, sem yfir- völd umferðarmála reka um þessa helgi er mikilvæg, en árangurinn er þó fyrst og fremst kominn undir öku- mönnunum sjálfum. Ef öku- menn og umferðaryfirvöld leggjast á eitt má ná árangri; með bættum umferðarhátt- um má fækka umferðarslys- um og óhöppum. Þeim árangri verður ekki náð, nema allir sýni vilja í verki. Þúsundir manna streyma nú á skipulagðar útiskemmt- anir, sem haldnar eru víðs vegar um landið. Víða er með markvissum aðgerðum reynt að bægja áfengi frá þessum fjöldasamkomum. Stundum hefur þetta tekizt með ágætum, en í annan tíma miður. Áfengisnotkun hefur eigi að síður stundum sett leiðan svip á mannfundi og hátíðarhöld á sumardögum í skauti íslenzkrar náttúru. Það er því einnig verðugt keppikefli um þessa helgi að spyrna enn við fótum í þess- um efnum. Hér hefur æska landsins verk að vinna. Það er unga fólkið, sem á að hafa frumkvæðið, enda býr það yfir því afli, sem til þarf. Smám saman þarf að breyta viðteknum venjum og um- gengnisháttum, svo að sæm- andi sé íslenzkri náttúru. Vegna nokkurra slysa þar sem áfengi hefur verið stór- lega misnotað úti í íslenzkri náttúru, hafa nokkrar raddir heyrzt um það að íslending- um sé ekki treystandi til að ganga á vit landsins og njóta þeirrar fegurðar, sem það býr yfir. íslendingum hefur ekki hrakað svo stórlega, að þeir geti ekki umgengizt íslenzka náttúru á verðugan hátt og haldið fjölmennar og virðulegar skemmtihátíðir á fögrum og helgum stöðum. Við eigum að gera allt, sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir slysin, bæði á vegum úti og ekki síður þau, sem eru af völdum Bakkusar. Ef þær raddir eru réttar, að íslendingum sé ekki treystandi til að fjöl- menna úti í náttúrunni, erum við ver á vegi stödd en svo að unnt verði að hreykja sér k morgun er hinn almenni frídagur verzlunarmanna. Á slíkum degi fer ekki hjá því, að menn leiði hugann að því, hver sé staða verzl- unarinnar og hvaða hlut- verki hún hafi að gegna. Og það því fremur, sem meiri styrr hefur staðið um þessa atvinnugrein en margar aðr- ar. Þannig hefur hún á und- anförnum árum orðið fyrir ómaklegum árásum m. a. frá sumum þeim mönnum, sem nú skipa ráðherrasæti. Baráttan fyrir frjálsri verzlup. var í upphafi barátt- an fyrir sjálfstæði þjóðarinn- ar. Forystumenn okkar skildu það þá, hvaða þýðingu það hefur fyrir land og þjóð, að verzlunin sé í innlendum höndum og megi vaxa og dafna við eðlilegar aðstæð- ur. En það er ekki síður mik- ilvægt nú, að verzlunin sé frjáls og vel að henni búið. Um leið og þjóðfélagsupp- byggingin hefur orðið flókn- ari og þarfirnar aukizt, hafa kröfurnar til verzlunarinnar vaxið, bæði hvað snertir fjölbreytni í vöruvali og á hátíðlegum stundum af reisn þjóðlegrar menningar. Þeir, sem vilja halda þeirri menningu á loft, eiga að kappkosta að innræta ung- um og gömlum að umgang- ast land sitt eins og það á skilið og þjóðinni sæmir. márgvíslega þjónustu. I byrjun sjöunda áratugarins var brotið blað í sögu verzl- unarinnar hér á landi, þegar horfið var frá hinni gömlu haftastefnu og teknir upp frjálsari viðskiptahættir. Þetta hefur með öðru skapað það þjóðfélag framfara og hagsældar, sem við búum nú við. Eftir því sem framleiðslu- hættirnir verða flóknari pg margbreytilegri og verka- skiptingin í þjóðfélaginu eykst, fer gildi verzlunarinn- ar fyrir þjóðarbúskapinn vax andi. En verzlunin er ekki aðeins tengiliður framleið- enda og neytenda. I mörgum tilvikum hefur hún örvandi áhrif á framleiðslustarfsem- ina með öflugri sölustarf- semi. Það má því ljóst vera, að nauðsynlegt er að hlúa að þessari atvinnugrein með sáma hætti og öðrum. Annað væri óviturlegt. Gamlir for- dómar verða þar að víkja fyrir staðreyndum. Reynslan hefur sýnt, að frjálsir verzl- unarhættir stuðla að fram- förum og aukinni velferð fólksins í landinu. FRJÁLS VERZLUN FISCHER: Maðurinn sem hatar jafntefli m EFTIR DAVID SPANIER FORVITNILEGASTA spurn- ingin rnn Robby Fischer er ekki hvers vegna hann hagar sér svo illa, heldur hvernig hann fer »3 tefla svona vel? Hver er ieyndardómur hans? Hversu ömurleg sem hegðan Fischers kann að vera fjarri skákborðmu, þá vekur tafl- mennska hans óskipta aðdá- un. Svarið er að finna í skák- unum sjáifum. Árásarhneigð er einkennandi eiginleiki hans sem skákinanns. í allri sögu skákarinnar hefur enginn skákmeistari sýnt jafn óbil- gjarna bardagafýsn og Fisch- er. Þetta s-kýrir ekki eingöngu velgengni hans að undan- förnu, heldur er sömuleiðis vísbending um hvers vegna helztu skákmönnum Sovét- ríkjanna hefur vegnaff svo illa. Skýringar Fischers á sín- um eigin skákum benda til furðulegrdr líkamlegrar inm- lifu-mar. Han-n 1-eggur alltaf áherzlu á átökim t. d. með strákslegum upphrópunum yfir góðum leik eims og „af- gerandi möiuin!“ eða ,,slkot!“, eða aðeins málkvæmar: „Ég gat séð i andliti Smyslovs að hann héit há þegar að honum væri öllum lokið“, eða öfga- keninda dæmi-ð: „Bisguier hru-ndi niður og brjós-t hams féll saman þegar h-ainn sá að svartur gat ekki afstýrt tapi eins taflrria-nms.“ Þessi sterka líkamlega til- finming fyrir íþróttinni fer sama-n við tals-vert lúmska kíminigáfu seim sérstaiklega er beint að hom-uim sjálfum. Þegar hamn tapaði fyrir Gell- er (sem nú er aðstoðairmaður Spass-kys í Rvk.) árið 1967 eftir snjailan leik þess síðar- nefn-da sagði hanm ' ei-mfald- lega: „Ég sá hann ekíki!“, eða þegar hann tapaði fyrir SpasSky árið 1960: „Ég vissi að ég var að missa manm, en ég gat bara ekki trúað því. Ég varð a-ð leika enm ei-num leik til að sjá hvort svo væri í rau-n og veru!“ (Það var svo). Það má segja Fisoher til hróss að í bók si-nini „Sextíu minnisstæðustu slkákir mií-n- ar“ (My 60 Memorable Gam- es), en ur henmi kom-a ofan- nefndar tilviitn-ainir, skýrir hanin einníg frá þremur töp- um sín-um Ólíkt sumum öðr- um skákmeisturu-m er hamm fljótur að viðurkeona mistök. Ha-nin játaði afl-eilk í fyrstu skák þessa heiimsirmeistaraein- vígis, þegar hanin fórnaði biskupi fyrir tvö peð í 29. leik. Eftir á bað ha-nm gamlam vin sinn, sem kenmdi honum mammgamginm, afsökumar á þessu-m mis-tökum. Mistök F'schers stafa eimma helzt af of mikilli árásar hneigð. Hámin vill alltaf gera áhlaup, velja þam.n opnunar- leik sem gefu-r möguleika á sig-ri. Hann gerir sér jafntefli aldrei að góðu. í aindstöðu við þetta er það viðhorf sem Rússa-r bera hvað m-est til alþjóð-a-móta. Þeir vilja gremilega hafa vaðið íyrir neðan sig: „Sigrið með hvítu og náið jafntefli me-ð svörtu." Á móti Tal árið 1965 var aðferð Spasskys „að niá jafn- tefli og aftur ja-fntefli, og geyma lokaslagið þan-gað til í lok einvígisins þéga-r styrlk- ur min-n jókst og styr’kur Tals mi-ninkaði". Spassiky tókst þetta ve.. en í það skiptið sigraði Petrosjan hainin þó í baráttunni um titilimin. Eiins og Leonard Barden segir í bók inni „100 beztu skákir Spasskys“ er slkákstíll Spasskys gru-ndvallaður á hagstæðu hlutíalli af jafn- teflum, og síðan sigrum í lykilskákun-um. SlJkt h.rekk- ur hins vegar skammt gagn- vairt stórárásum Fischers. Fischer hefur áður mót- mælt bituriega því sem hanm álítur vera herbragð rússin- eskra stórmeistara, aið né F'ischer jafnteflum hver við ainina-n i mótum til bess að tryggja að einhver úr þei.rra hópi verði að lokum efstur. Hvort seim þessi gagnrýni hefur verið ýkjukennd eða ek’ki, þá leiddu mótmæli han-s til þess að reglun-um um heimism-eistara- keppnir var hreytt. Og þegar granm-t er gáð, virðist sem hanrn hafi haft rétt fyri-r sér, því rússneski-r skáikime-nin virðast hafa tapað sókn- jNeitrfíorkSimeis Spassky dirfsku sinni að talsverðu leyti. Það hefur ekki blásið byr- lega fyrir rússneskri tafl- menns-ku í’-á því í keppminni milli Rús=1ands og heim.sine árið 1970 Rússu-m rétt tókst að krafsa : baikka-nh en töp- uðu á fvrstu niiu borðumum (Fischer burstaði Petrosjam á öðru bonV ’ og þ-að var aðeims síðasta horðið seim bjargaði þeim (en þar tefldi himm sí- græni Kercs til öruggs sig- urs). I ein-vígi.nu sem nú stendur yfiir hefur mikið verið gert út hin-um sterka bakhjairli sem Spassky hefur, þar sem eru raðir sovézlkra stór- meistara tii þesis að grafa upp mótaðgerðir gegn Fisch- Franih. af bls. 19 Reykjavíkurbréf _____Laugardagur 5. ágúst__- Sumar og sól LOKSINS kom sumarið sunnan- lands og var það sannarlega orð- ið langþráð. Eins og lög gera ráð fyrir þörfnuðust bændur og búalið þurrksins, en fleiri höfðu litið til lofts morgun eftir morg- un og vonazt til að fá sólarglætu einhvern daginn. Um þessa helgi streyma tug- ir þúsunda manna úr bæjum landsins út i sveitir til hvíldar og hressingar, og vonandi verða veðurguðirnir mildir við ferða- fólkið, þvi að margir eru þeir nú, sem þarfnast að fá notið veð- urblíðu. Þessi helgi er umferðar- helgi, og aldrei verður um of undirstrikað, hver nauðsyn það er að menn gæti varúðar í um- ferðinni. Svo er þetta líka helgi verzl- unarfólksins, frídagur verzlunar- manna, og skylt er þá að minn- ast þeirra mikilvægu starfa, sem verzlunarfólk gegnir. Löngum hefur verið reynt að halda því fram, að verzlunarstörf væru einhvers konar annars eða þriðja flokks störf. Þessi hugsunarhátt- ur er raunar að breytast, því að menn gera sér nú betur grein fyrir því en áður, að hagstæð verzlun er ekki síður mikilvæg en önnur verðmætaöflun. Gaman að vera * Islendingur Fyrir réttu ári var gaman að vera íslendingur, þá hafði ný ríkisstjórn tekið við völdum. Hún gerði úttekt á þjóðarbúinu, eins og vísir menn nefna það, og komst að þeirri niðurstöðu, að útlitið væri harla gott. Þvi var unnt að heita mönnum miklum kjaraibótum og tekið van- til viö að útdeila gæðunum. Stytting vinnu- tíma, lenging orlofs, 1,3 vísi- tölustig, sem tekin höfðu verið út úr kaupgjaldsvisitölu vegna brennivinshækkunar, voru um- svifaiaust tekin inn i hana að nýju og greiðslu tveggja vísitölu- stiga, sem ákveðið hafði verið að fresta til 1. sept., var flýtt þannig, að hún' kæmi til fram- kvæmda heilum mánuði fyrr. Ofan á þetta allt saman var svo heitiið 20% raunverutegum kjara- bótum á tveimur árum. Þessari framkvæmdinni var iofað, og hinni, og tekið tii óspilltra mál- anna að gefa út ávísanir, ýmist á þær innstæður, sem til voru, eða þá á framtíðina. Eitt var þó það loforð, sem bair hærra en ÖM önmuir. 1 mál- efnasamningnum sagði „ríkis- stjórnin mun ekki beita gengis- lækkun". Og jafnframt var því heitið að halda verðlagi mjög i skefjum, enda sögðu stjórnar- herrarnir, að stefna þeirra væri óframkvæmanleg, án þess að stjórnin næði tökum á verðlags- málunum. Nú vita allir, að gengi krón- unnar hefur stöðugt verið að falla gagnvart svo til öllum gjald miðli öðrum en dollar, og sjálf segir ríkisstjórnin i bænask.jali sínu til launþegasamtakanna nú fyrir einum mánuði: „Þær kostnaðarhækkanir, sem þessu fylgja (þe.a.s. vísitölu- hækkuninni) yrðu útflutningsat- vinnuvegunum þungar i skauti, auk þess að þær mundu vafa- laust kalla fram frekari verð- hækkunarkröfur hjá heimamark aðsgreinum og þar með fram- hald þeirra viðsjárverðu vixl- hækkana verðlags og kaupgjalds, sem maigniazt hafa á s'íðustu mánuðum." En þrátt fyrir þetta er ríkisstjórnin treg til að játa, að stefna hennar hafi farið út um þúfur, og þegar Ólafur Jó- hannesson, forsætisráðherra, er sipurðuir uim ge'ngtelækikaniirnar og hvont þær séu ekkii .svilk á mál efnasamnin-gnum segir hann: „Nei, gengi islenzku krónunn- ar hefur ekki verið breytt, hún er bundin við dollar. Hins vegar hefur orðið hætekuin á ýmissi erlendri mynt“! Koníakið og snjókúlurnar Þessi ummæli forsætisráðherr- ans riíja upp sögu, sem merfkur templari sagði, en hún er á þessa leið: „Ég fór eitt sinn fyrir löngu austur yfir Hellisheiði, ásamt öðrum vel metnum reglubróður tiil að stofna stúku fyriir austan, því að þá var þar drykkjuskap- aröld mikil. Við vorum gang- andi. Þegar við vorum nýlagð- ir af stað frá Kolviðarhóli, skall á stórhríð með miklu frosti. Við gengum fram á tvo ferðamenn á leið austur. Brátt varð okkur mjög kalt, því að við vorum ekki vel útbúnir i slí’ku veðri. Sam- ferðamenn okkar voru með koní- ak og supu á því við og við og buðu okkur, en við þáðum það auðvitað ekki. En er við sá- um, að þeir hresstust eftir því sem af okkur dró, þá varð okk- ur Ijóst, að eitthvað yrði til bragðs að taka, en af því að við máttum ekki drekka koníak, þá hnoðuðum við snjóikiúliur, gegn- bleyttum þær i koníaki og borð- uðum þær.“ Likt er farið aðgerðum ríkis- stjórnarinnar. Gengislækkunin nefnist hækkun erlends gjaldeyr is. Það er góð kúla og hressandi. Niðurgreiðsla þriggja vísitölu- stiga og niðurfelling einna fimm, ef allt væri til talið, nefn- ist aðgerð til að tryggja kaup- mátt laiuina. Ágætils kúia það. í verðbólguikúluna hefur nú verið hefflt siíðastia dreá'tl'inum úr ferðaipeian'uim, og náðh©rraamr hafa náð úr sér hrollinum, svo er forsjóninni fyrir að þakka. Forsætisráðherra viðurkennir að vísu, að hér sé óðaverðbólga, þegar hann segir orðrétt: „Ég er þeirrar skoðunar, að það sé bullandi verðbólga í okkar nágrannalöndum. Ég veit í raun- inni ekki, hvort hún er nokkru minni þar en hér.“ En ferðinni verður haldið áfram enn um skeið, og menn eru hýrir í bragði, eins og vera ber, meðan síðasta kúlan þeirrá er að bráðna. Frestur er á illu beztur Ráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum hefur ver- ið tekiið með jafnaðangeði, þótt í þe.'lm tfie-Dsrt að sjá’lfisögðu kj'ara- skerðing, sem einhvern tíma hef- ur verið nefnd ófögrum nöfnum. Menn vita sem er, að brýna nauð- syn bar til að stinga við fótum, Aldrei leg-grja fleiri land undir fót en uni |»essa Iieigi. ella hefðu vísitöluhækkanirnar á árinu orðið talsvert yfir 20% kaininislk.i 30%. Ríkisstjórnin segist þurfa hálfs árs frest til að undirbúa varan- legar ráðstafanir. Hið sama sagði hún fyrir einu ári, þá þurfti hún frest til áramóta. 1 rauninni hef- ur ríkisstjórnin ekki sagt ann- að nú en hið fornkveðna, að frestur er á illu beztur. Hækkanaþarfir iðnfyrirtækja og þjónustustofnana hrannast nú upp. Viðurkennt er, að vegna launahækkananna 1. júní hefðu iðnfyrirtækin þurft 6—8% hækk un á framleiðsluvöru sinni strax — og þjónustustofnanir enn meira. En nú er fyrirtækjunum gent að starfa með tapi til ára- mótanna, og auðvitað verður hækkunarþörfin ennþá meiri þá. En ríkisstjórnin hefur skipað nefnd manna, sem gera á tillög- ur um ráðstafanir í efnahagsmál- um, benda á „valkosti" eins og stjórnin orðar það. Meðal þeirra, sem þá nefnd skipa, eru ágætis- menn, sem vissulega er vel treyst andi til að setja fram skynsam- legar tillögur. En ekki kæmi bréf ritara það á óvart, að fyrirmæl- in um valkostina væru fram sett að undirlagi kommúnista. Þeir eiga fulltrúa i nefndinni, sem auðvitað getur komið einhverju af sínum sjónarmiðum á fram- færi, og svo gætu þeir látið mál- in þróast eins og hér segir: Nefndin skilar ítarlegu áliti og henni er fyrirskipað að benda á mismunandi leiðir. Síðan er auð vitað unnt að búta þessa álits- gerð niður, taka eitt úr þessari tillögunni og annað úr hinni, þar til úr verður algjör vanskapn- ingur. En síðan mætti segja, herrar mínir, þetta stóð í álits- gerð manna, sem þið treystið. En allt skýrist þetta þó, þegar kemur fram undir hátíðar, og menn biða að vonum spenntir eftir jólagjöfinni. Niðurlæging Framsóknar Á ferðum um landið kemur glöggt í ljós, hve mikil niður- læging Framsóknarflokksins er. Hvar sem menn eru teknir tali og rætt um stjórnmál, kemur í ljós, að fólki finnst ömurlegt, að forustumenn Framsóknarflokks- ins skuli láta kommúnista ráða ferðinni í flestum málum. Harka legast hefur forssetisráðherrann sjálfur verið leikinn, og auðvit- að af þeim manninum, sem til þess var líklegastur. Forsætisráðherrann hefur lýst yfir því, að hann sé andvígur framkvæmdunum, sem hafnar eru i raforkumálum kjördæmis hans. En hann fær ekki rönd við reist. Magnús Kjartansson fer sínu fram, hvað sem hver segir. Enda stendur í ritsmíð, sem hann sendi fjölmiðlum á bréfsefnum ráðuneytisins: „Hitt er augljóst mál að ráðuneytið mun sjálft taka ákvörðun . . .“ Ríkið það er ég. Auðvitað veldur geðleysi for- sætisráðherrans áhyggjum, ekki einungis í röðum framsóknar- manna, heldur meðal allra þeirra, sem þekkja starfsaðferð- ir kommúnista, því að þeir láta ekki staðar numið. Þessum starfs aðferðum kommúnista lýsti ung verski föðurlandssvikarinn Rak- osy einna bezt. Um það segir Sigurður Einarsson í Holti i grein, sem hann ritaði i félags- bréf Almenna bókafélagsins á sínum tíma: „Þá hefur og stalinistinn og föðurlandssvikarinn Rakosy gert manna bezt grein fyrir kenning- unni um gildi „næsta hlekks í keðjunni", sem er eitt af hættu- legustu vopnum kommúnista, þegar um það er að ræða að lama eitthvert þjóðfélag og ræna öllum völdum á heppilegri stund. Gripa skal veikasta hlekkinn í keðjunni „og ef vér ríghöldum i hann af öllum mætti þá höfum vér keðjuna í höndum vorum og öruggan aðgang að þvi að kló- festa næsta hlekkinn“. Hlekkur- inn sem klófesta skal, getur ver- ið maður, félagsleg samtök, eða stjórnmálaflokkur. Að grípa næsta hlekkinn er í þvi fólgið að nota tak, sem þannig er feng- ið, til þess að eyðileggja með rógi á'hrifamiikinn andstæðing, ná tangarhaldi á samvinnufélagi (sbr. KRON) verkalýðsfélagi (Dagsbrún), þýðingarmiklum al- mannasamtökum (Alþýðusam- bandið) eða villJa um metorða- gjarna stjórnmálamenn, svo að þeir gerist blind eða sjáandi verkfæri. Allar eru oss íslend- ingum þessar vinnuaðferðir nauð kunnugar, enda hinar sömu um allan heim.“ Leikurinn með utanríkisráðherra Á afmælisdegi Ólafíu birti Þjóðviljinn viðtal við Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, þar sem blaðið fær hann til að segja: „Ég tel alveg ótvírætt, að við ákvæði stjórnarsátfmálans um brottför herliðsins verði 'sraðið. Við stefnum að því, að herinn fari úr landirju,, og það veirðii fyr- ir loik kjörtímabilsins." Utian!riíikilsráðhier!ra veiit jafn vel og allir aðrir, að enginn þing- meirihiuti er fyrir því að reka varnarliðið úr landi. Hann hefur lýst yfir því, að hann muni bera það mál undir Alþingi, og því er ljóst, að þessi orð, sem hann lætur falla við Þjóðviljann, eru markleysa. Út af fyrir sig er það saklaust, þött ráðherrann blaðri eitthvað út í loftið, en hitt er alvörumál, að hann skuli vera svo veikur fyrir kommúnistum, að þeir virðast hvenær sem er getað fengið hann til að segja það, sem þá langar að heyra. Hrakfarir ráðherrans í um- ræðum um utanrikis- og varnar- mál á liðnu hausti voru svo hörmulegar, að menn héldu að af þeim hefði hann eitthvað lært og mundi vera búinn að gera sér grein fyrir þvi, að honum bæri að taka ábyrga afstöðu til þessara mikilvægustu mála. Þess vegna hlýtur það að hryggja alla þá, sem honum eru velviljaðir, að hann skuli enn vera í kall- færi, þegar kommúnistum þókn- ast. Eða er hann það enn? Sama daginn og þessi orð birtust í Þjóðviljanum, Bastilludáginn, boðuðu svonefnd Samtök her- stöðvarandstæðinga blaðamanna fund í skrifstofu utanríkisráð- herra og tilkynntu, að þar yrði hann mættur, ásamt tveimur ráð herrum öðrum, sem sjálfsagt hafa verið Magnúsarnir, sem settir voru til höfuðs utanríkis- ráðherra í varnarmálunum. En þegar blaðamenn mættu var þeim sagt, að enginn fundur yrði hjá utanríkisráðherra. Málið mun hafa verið þannig vaxið, að kommúnistar báðu um viðtal við ráðherrann, er. sögðu hoininm elkkert uim það, að þeir mundu kalla á blaðamenn. Af reynslunni reiknuðu þeir með því, að ráðherrann mundi ekki hafa geð til að neita að taka þátt í þessari ósvinnu, þeirri að leggja embættisskrifstofur utan- ríkisráðherra undir áróðursstarf- semi kommúnista. En ráðherr- ann brást hart við og varð loks- ins reiður. Vonandi endist þessi atburður u t'an rik 'is-ráðh s-ri a — a'uigu hans hljóta að hafa opnazt — og hann hefur vel efni á þvi að verða reiður oftar. Sú reiði mun svo sannarlega fyrirgefast honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.