Morgunblaðið - 07.09.1972, Side 12
•H ri l»A,nr«TT'KmT a tntt\ rtrtr»frnTm » r»rm rr nrrrvm-w rr»rm -«
77/ sölu
9 tonna bátur. Mikið af veiðarfærum fylgir.
BÍLA- OG VÉLASALAN,
Akureyri, sími 11909.
ONSKOLI
SIGURSVEINS D. KRISTINSSONAR
INNRITUN
og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn 1972 fer fram
í húsi skólans, Hellusundi 7, jarðhæð, fimmtudag-
inn 7. og föstudaginn 8. sept. kl. 17 til 20 alla dagana.
Þeir nemendur, sem innrituðust sl. vor, eru sérstak-
lega beðnir að mæta sem fyrst til þess að staðfesta
umsóknir sínar, þar sem búast má við að skólinn
verði brátt fullskipaður fyrir þessa önn.
SKÓLASTJÓRI.
I
yðar
pjönustu
alladaga
OPIÐT
alla
laugardaga !
SAUÐÁRKRÓKI 29. ágúst. —
í»ann 19. ágúst sl. afhent! Guð-
rún Sveinsdóttir frá Bjarna-
staðahlið formanni Krabba-
meinsféiags Skagafjarðar og
Hjarta- og æðaverndar Skaga-
fjarðar gjafabréf. í því bréfi var
kveðið á um stofnun sjóðs til
styrktar starfsemi þessara fé-
Iaga í Skagafirði. Stofnframlag
Guðrúnar var 3 milljónir króna.
Guðrúnu var þö'kkuð rausn
og stórhugur rrteð stofnun þessa
sjóðs í kafisaansiæti er stjómir
þessara félaga héldu henini þann
dag.
Ólafur Sveinsson, sjúkraliúslæk nir, tekur á móti gjafabréfinu úr
hendi Guðrúnar.
3ja milljóna króna gjöf
til Krabbameinsfélags
Skagafjarðar og Hjarta- og
æðaverndar Skagaf jarðar
Ræðumenn voru: Ólafur
Sveinsson, form. félaganna, Jó-
hann Salberg Guðmundsson,
sýslumaður, Halldór Jónsson
forseti bæjarstjórnar Sauðár-
króks, Óskar Magnússon Rrekku
og Helga Krlstjánsdóttir Silfra-
stöðum.
Guðrún Sveinsdóttir er fædd
að Bjarnasitaðahliið, Vesturdal
þann 30. maí 1890. Foreldrar
hennar voru: Þorbjörg Ingibjörg
Guðmundsdóttir frá Litlu-Hlíð
og Sveinn Guðmundsson úr
Svartárdai. Guðrún ólst upp í
Bjarnastaðahlíð. Hún var yngst
af 15 systkinum. Tvær systur
eru á lífi. Hún fór í Kvennaskól-
ann í Reykjavík 1905 og var í
honum í tvo vetur. Hún fór sið-
an í Kennaraskólamn og lauk
kennaraprófi 1908. Kennslu hóf
Guðrún sama ár að Stóra-Hrauni
í Árnessýslu og kemndi þar i eitt
ár, en sneri síðan heim á æsku-
stöðvar og kenndi í Lýtingsstaða-
hreppi í 19 ár. Hún stundaði
kennslustörf í Skagafirði allt til
ársins 1962, er hún varð að
hætta vegna sjóradepru. Sein-
ustu árin hefir Guðrún verið í
sjúkrahúsi Skagfirðinga Sauðár-
króki.
Guðrún hefir sýnt þeirri stofn-
un mikla ræktarsemi. Gaf til
hennar peninga er hún var í
smíðum. Kirkjunni í Goðdal og
á Sauðárkróki hefir hún gefið
messuklæði. Guðrún hafði mik-
inn áhuga á skógrækt og vann
að stofnun skógræktarstöðvar
í VarmahMð. Einnig gróðursetti
hún á mörgum stöðum í Skaga-
firði.
Þess má geta, að ofangreinda
fjármuni og annað, sem hún
hefur gefið, hefur Guðrún
kennslukona sparað saman af
vinnuilaunum sínum með sérstok-
um dugnaði og ráðdeild. — jón.
Fegurðar-
samkeppn-
in komin
á kreik
FEGUBÐARSAMKEPRMN fyr-
ir árið 1973 er nú farin af siað,
og verður byrjað á því að kjósa
fegurða rdrottningar í ölliiin sýsl
urn landsins. Um síðustu helgi
voru kosnar ungfrú ísafjarðar-
sýsla, ungfrú Barðastrandar-
sýsla og ungfrú Strandasýsla.
Þær breytingar hata ábt sér
stað á rekstri fegurðarsamkeppn
innar, að hjónin Sigríður Gunn-
arsdóttir og Jóhann M. Jónasson,
sem undanfarin ár hafa haflt
framkvæmd keppninnar með
höndum, hafa nú liátið af störf-
um, en við hafa tekið tveir ung-
ir menn, Hjörtur Blöndal og Ein
ar D. Einarsson úr Reykjavík.
Eins og áður hefur tíðka/jt.
verða haldnir dansleikir jafn
hliða keppnuinum, og sér hljóm-
sveitin Opus um flutning hljóm
listar fyrir umga sem aldna.
Námskeið í vélritun
Ný námskeið í vélritun eru að hefjast.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar.
Engin heimavinna.
Uppl. og innritun í síma 21719 og 41311
frá klukkan 10—2 og 6—10.
Þórunn H. Felixdóttir, Grandagarði 7.
Vélritunarskólinn
Eigendaskipti
Hér með tilkynnist, að ég undirritaður, Óli Páll
Kristjánsson, ljósmyndari, hef selt Ásgrími Ágústs-
syni, ljósmyndara, myndastofu mína að Laugavegi
28, Reykjavík, og tók hann við rekstri hennar 1.
september 1972.
Ég þakka viðskiptavinum mínum fyrir ánægjuleg
viðskipti á liðnum árum og vonast til að þeir láti
hinn nýja eiganda njóta viðskipta sinna áfram.
Reykjavík, 6. sept. 1972,
Óli Páll Kristjánsson.
Eins og að ofan greinir hef ég undirritaður, Ásgrím-
ur Ágústssont ljósmyndari, Laugarnesvegi 110,
Reykjavík, keypt ljósrnyndastofu Óla Páls að Lauga-
vegi 28, Reykjavík, og mun ég reka hana undir nafn-
inu „LJÓSOP“. Filmusafn Ljósmyndastofu Óla Páls
verður áfram í stofu minni og vonast ég til þess að
fá að njóta áfram viðskipta eldri viðskiptavina sem
nýrra.
D.u.s.
Ásgrímur Ágústsson.