Morgunblaðið - 07.09.1972, Síða 32

Morgunblaðið - 07.09.1972, Síða 32
^ 1 flK IIO Tlfcai „f- FRYSTIKISTUR RAFT0RG SIMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 1972 JMoftguuMAfrifct RUGLVsmcnR íB^«22480 Samningar við Belga líklegir Veiðiheimildir innan 50 mílna markanna SAMRVÆMT þeim upplýsing-- um, sem Morgunblaðið aflaði sér I í ga-r, má telja líklegrt, að í dag verði gengið frá samningum við I Belga um veiðiheimildir belg- iskra togara innan nýjn 50 mílna markanna. 1 höfiiðdráttnm mun samkomulagið verða á þann veg, FOX FRJÁLS FERÐA SINNA CHESTER Fox er nú á förum til Bandaríkjanna, og mun hann væntanlega hafa farið með flug- vél snemma í morgun. Vegna kyrrsetningarbeiðni húsráðanda að Sólheimiim 25, þar sem Fox leigði íbiið, var honum meinað að fara úr landi í gær. Nú hefur hann hins vegar gert upp alla reikninga við húsráðandann, og því var fallið frá kyrrsetningar- beiðninni. Einar Viðar, lögfraeðingur húsráðanda, tjáði Mbl. í gær, að á þriðjudag hefðí komið stað- festing frá banka Fox í New York um að imnstæða væri fyrir hendi í bamkanum. Hefði húsráð- andimn því fengið ávísunina frá Fox útleysta í banka hér í gær. Þá sagði Eimar, að vegna mds- skilnings hefði Fox e(kki gengið frá greiðslu á símareikndngi íbúðarinnar. Hann hefði farið niður á símstöð og beðið um að fá að greiða öll símtöl, sem væru ógreidd á þessu tveggja og hálfs mánaðar timabili. Hefði honum þá verið fenginn reikn- ingur upp á rúmiar 10 þúsund krónur, sem hann hefði þegar greitt. Vegna þess kerfis, sem notað værí við greiðslu afnota- gjalda hjá Landssímanum, hefði reikningur þessi þó aðeins náð fram í miðjan júlímánuð, en það hefði Fox ekki verið tjáð. í gær var svo unnáð að því að telja saman þau sdmtöl, sem Framh. á bls. 20 Táragashylki — seld sem leikföng LÖGREGLAN í Reykjavík fór þess á leit við tollgæzluna í Reykjavik í gær, að kannað yrði á hvaða forsendum táragashylki, sem seld hafa verið í einni leik- fangaverzlun í borginni, hefðu verið flutt inn í landið. Mun lög reglan að ölium líkindum gera hyiki þessi upptæk í dag, að sögn Bjarka Eiiassonar, yfirlögregln- þjóns, þar sem óleyfilegt er að flytja slíka vöru inn i landið og selja. Lögreglan var í gær kvödd í leiktækjahús við Aðalstræti, sem meðal barna og unglinga g'engiur undir nafninu „Rósin“, þar sem starfsmenn hússins höfðu kvartað undan þvi, að þar væri mikið sprengt af sd'íkum táragashylkjum og einniig ólyktarsprengj um, auk þess sem böm og ungíin.gar höfðu i við- komandi leikfangaverzlun einn- iig gietað keypt hnerriduift og ann an varning, sem gerður er til að hrella fólk. að ákveðinn fjöldi nafngreindra belgískra togara fái lieimild tii þess að veiða í ákveðnum hólf- um innan 50 milna markanna á ákveðnum árstímnm og verði gef in út sérstök veiðileyfi þeim til handa. Geriist belgísku togaramir brot legir við samkomulagið missa þeir veiðileyfið. Mun igildistámi hins væntanlega . samkomuilags verða fram á árið 1974. „Ég hygg, að diragi til tíðinda um samniinigaviðræður við Belga á morgun,“ ságði Einar Ágústs- son, uitanrikisráðhenra, er Mong- unbiaðið spurði hann í gær um viðræðurnar, sem staðáð hafa yf- ir í 3 daga. 1 gærmorgun var fundur í Landheligisnefnd'nni og bjóst utanrikisráðhenra við þvi í gær, að samninganefndimar mundu hdtitast í dag. 9 ......... I*...ariMlimiMlft .....IKiin' , 4 '* ” f gær var unnið að því í Reykja vikurhöfn að fernia skipið Merc Phoenicia fyrsta skreiðarfarminum, sem héðan er sendur til Nígeríu síðan á timum Biafrastríðsins. (Ljósim. Mbl. Ól. K. M.) Þýzka eftirlitsskipið: Flutti særðan brezkan sjómann til ísaf jarðar Bátasjómenn fyrir vestan óánægðir með aðgerða- leysi Landhelgisgæzlunnar TÍÐINDALAUST var á togara- miðunum í gær, en þó varð árla í gærmorgun slys um borð í brezka togaranum Falstaff frá Hull, H 107. Þar fór skipverji með hönðina í spil, svo að taka varð hana af nm öxl. Þar eð togarinn hafði ekki hreinan skjöld gagnvart íslenzkum lög- um, gat hann ekki leitað inn til ísafjarðar, sem var næsta höfn, og fékk því vestur-þýzka eftir- litsskipið Frithjof til þess að flytja hinn særða skipverja þangað inn. Kom Frithjof inn með manninn í gærmorgun og var hann lagður í sjúkrahúsið á ísafirði. Brezka eftirlitsskipið Miranda var of fjarri slysstaðn- um til þess að geta aðstoðað. Skipstjóri togarans Falstaff tilkynmti síðar eomimander Char- les Adams um borð í Miröndu um slysið. Adams lét þess þá getið við akipstjórann, að hamm hefði verið lánsamur, að þýzka eftirlitsskipið hefði getað komið til aðistoðar. Togarasjómainininium leið eftir atvikuim vel í gær- kvöldi, en hamm hafði misst mik- ið blóð við stysið. Þetta er fyrsta óhappið, sem verður um borð Framh. á bls. 2 Eigendur Iðnó: EKKI SKÁK, heldur forseti íslands FRÉTTARITARI AP-frétta- stofunnar hefur það eftir ein- um vini Bobby Fischers, að heimsmeistarinn hafi verið mjög hrifinn af heimboði for- seta íslands og haft fataskipti i miklum flýti til þess að mæta ekki of seint. — í þetta sinn er það ekki skák, heldur forseti íslands, sagði Fischer. Hann var líka kominn til Bessastaða um 10 mín. fyrir fimm, en kl. fimm skyldi heimboðið byrja. Létu læsa dyrum að miðasölu Leikf élagsins — þar sem gerð nýrra leigusamn- inga fyrir húsið var ekki lokið KLUKKAN 14 í gær, þegar opna átti miðasölu Leikfélags Reykja- víkur í Iðnó til að hefja söiu miða á fyrstu sýningu ieikárs- ins á laugardag, kom í ljós, að skipt hafði verið um læsingu í útihurðinni og gat framkvæmda- stjóri Leikfélagsins, Guðmundur Pálsson, leikari, ekki opnað hurðina með lykli sínum. Varð að hleypa kaupendum í gegnum skrifstofu LR inn að miðasölunni til að veita þeim afgreiðslu. Guðimundur Pálssoin, fram- kvæmdastjári LR, sagði í við- tali við Mbl. í gær, að Leikfé- lagið hefði að undanfömu staðið í samnángum við eigendur Iðnó, sem er hlutafélagið Aiþýðuhúsið hf„ og hefðu þeir ekki gengið saman ennþá. Er í ljós hefði komið að útihurðim var lokuð, hefði verið haft samband við fulltrúa húseigendamma, og hefði tekizt að fá því framigemgt að hurðim var opnuð og miðasalan því formlega opmuð kl. 16. Fundur verður haldimm fyrir hádegi í dag um leigusamming- ana og sagði Guðmumdur, að kannski yrðu málim útkljáð á þeim fumdi. Leigu.sammimgar hússins væru jafmiam gerðir til eins árs í seinm á haustin, er nýtt leikár væri að hefjast, og hefði jafnan á undamfömum árum verið samið um hæklkum á leigu- gjaldinu, sem samsvaraði öðrum hækkunum á verðlági. Nú væri hins vegar um talsvert meiri hækikun að ræða og hefði Leik- félagið ekki talið sig geta greitt harna, því að það væri mjög illa statt fjárhaglega, t. d. varð nokk- ur halli á rekstrinum á síðasta leikári. „Máiin hafa þó alltaf leystst og sammingar náðst, án þess að til tíðinda drægi,“ sagði Guðmund- ur, ,,og við vom.um að svo verði einmig núma. Það hefur iðulega komið fyrir að saminiimgagerð drægist frani yfir upphaf leik- árs án þess að slíkt hefði bein áhrif á saminingaviiðiræðuimar.“ Fyrir nokikru kom það fram i Mbl., að . slökkviliðsstjórinm í Reykjavík semdi eigendum Iðmó bréf, þar sem farið var firam á Framh. á bis. 20 Síld til Stöðvar- fjarðar HEIMIR SU 100 frá Stöðvar- firði kom af Norðursjávar- miðum tiil Stöðvanfjarðar í morgun með ísaða síld, á þriðja þúsumd kassa. Sild þessi verður umnin á Stöðvar- firði. Heimir SU 100 hefur i sum- ar verið á síldveiðuim í Norð- uirsjón'uim og selit aiflanm i Danmör-ku. Þess má geta til fróðleiks, að eigendur Heimis SU 100, Kjartan Viilbergsison, skip- stjóri, Ari Vilibergsson, vél- stjóri, og Friðrik Sólmumds- som, frkv.stj., hailda nú upp á 25 ára saimstiarf sitt við sjó- menmsku og útgerð á Stöðvar- firði með þvi að umdirbúa komu 500 lesta skuttog'ara fré Japam i félagi við aðra, serrn kemiur til Stöðva rf j arða r á fyrrí hluta næsta árs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.