Morgunblaðið - 08.09.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.1972, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1972 TILSÖLU Ævar R. Kvaran: WILLYS JEEP V6 Árgerð 1966 í sérflokki Upplýsingar í slma 84058 eftir klukkan 7 á kvöldin. OPIÐ til klukkan 8 í kvöld H E R R A D E 1 L D Sj k -J a jrjfr . - Skaftahlíð Til sölu 5 herbergja 130 fm 1. hæð við Skaftahlíð. Sérinngangur, sérhiti, ræktuð lóð, bílskúr. Fasteignasalan Lækjargötu 2 (Nýja bíó). Simi 25590, heimasími 26746. Mjólká II Um mánaðamótin febrúar—marz 1973 verða vænt- anlega boðnar út byggingaframkvæmdir við vatns- aflsvirkjunina Mjólká II (5,700 kW) í Arnarfirði. Væntanlegir tilbjóðendur geta fengið frumgögn að útboði í skrifstofu rafmagnsveitustjóra frá og með mánudeginum 11. 09. 1972, gegn 2.000 króna skila- tryggingu. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS, Laugavegi 11(5, Reykjavík. ^ VOLVOSALURINN ^ Til sölu Volvo 164, árgerð 1971 Volvo Grand Lux, 1971 Volvo 144 De Luxe, 1971 Volvo 142 Evrópa, 1970 Volvo Amazon, 1966 Volvo Amazon, 1965 Volvo Amazon, 1964 Volvo 544, 1962 Volvo 544, 1961 Ford Falcon Futura Sport Coupé, 1968 Mjög góður bíll Opel Ascona, 1971 Cortina 1300, 1971 Vauxhall Viva, 1971. Fordómar og fáfræði JÓHANN Hjálmarsson, bók- menntagagnrýnsmdi Morgun- blaðsins skrifaði þ. 17. ágúst sl. umsögn um bók Þórbergs rit- höfundar Þórðarsonar FRÁ- SAGNIR. Greinin hefst á furðu- legri spumingu, sem tók átta lín- ur að koma til skila. Hún er svona: „Var Indriði Indriðason miðill fórnarlamb reykvískra kuklara, sem með hinum svo- kölluðu tilraunafimdum sínum á öndverðri þessari öld freist- uðu þess að ná sambandi við annan heim til þess að bæta sér upp sambandsleysi við heim raunveruleikans ?“ Engum getur dulizt hve mjög þessi langa spurning er lituð for- dómum spyrjandans. 1 henni er lítsala Vegna breytinga á verzluninni seljum við allar snyrtivörur og ungbarnafatnað með 20% afslætti meðan birgðir endast. SÓLHEIMABÚÐIN, Sólheimum 33, sími 34479. Hr. Claus Bang musikterapeut frá Danmörku, flytur nokkra fyrir- lestra og sýnir dæmi um musikterapi með heyrnar- skert og fjölfötluð börn í samkomusal Hagaskóla dagana 9. og 10. september nk. Fyrirlestrarnir hefjast laugardaginn 9. september klukkan 14. — Áhugafólk velkomið. Fræðsluskrifstofa Rcykjavíkur. Undirpappi- yfirpappi-og asfalt Plastrennur Þakpappalagnir T.HANNESSON & CO. H.F. ÁRMÚLA 7 - SÍMI 85935 íbúð til sölu Óvenju glæsileg og vönduð 3ja herb. endaíbúð á góðum stað í Hraunbænum til sölu. Með íbúðinni fylgir afnot af gufubaðstofu og þvottavélasam- stæðu. Ibúðin er með tvennum svölum. ibúðin er til sýnis á kvöldin Er laus strax. Áhvílandi lán eru: Eftirst. Lánst. 1. veðréttur veðdeild 323.800 21 ár II veðréttur lífeyrissjóðslán (getur fylgt) 233.333 13 ár III. veðréttur handhafa 80.000 1’/a ár áhvílandi samt. kr. 637.213 Heildarverð: kr. 2 150.00 Útborgun um kr. 1400.000 Möguleikar eru á viðbótar Húsnæðismálastjórnarláni, sem mætti ganga upp i útborgun Allar upplýsingar gefur Ólafur Ragnarsson hrl. í síma 22293 í dag og sima 83307 milli kl. 7 og 9 á kvöldin. LÖGFRÆÐI- OG ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA RAGNARS ÓLAFSSONAR. talað um „kuklara", „svokallaða" tilraunafundi, og gefið í skyn, að rannsóknir á því hvort látnir lifi hljóti að stafa af „sambandsleysi við heim raunveruieikans“. Maður, sem þannig spyr á sjö- unda tug tuttugustu aldar um rannsóknir yfirskilvitlegra fyrir- bæra, ætti að byrja á því að at- huga, hvort samband hans sjálfs við raunveruleikann sé í ákjósan- legu lagi! Að vísu segir gagnrýnamdinn að lesendur FRÁSAGNA Þór- bergs geti svarað þessari spum- ingu sjálfir með því að kynna sér söguna af Indriða miðli. Hins vegar virðist hann hafa takmark- aða trú á dómgreind þeirra, þvi hann sér ástæðu til þess að gefa þeim nokkrar visbendingar um það, hvemig þeir eigi að svara þessari hjákátiegu spumingu. Hann þykist vera þess umkom- inn að gera gys að þeim látnu merkismönnum, sem hér koma við sögu. Hann segir m.a.: „Von- andi hefur hann (þ.e. Indriði miðill) einhvem tima skemmt sér við í viðskiptum sinum við hina gmfadvarlegu reykvisku andatrúarmenn, sem einhverra hluta vegna vom oftast ávarp- aðir á skandinavískum málum og frönskublendingi þegar þeir stunduðu „visindalegar“ rann- sóknir sínar. Á þessar raddir hlýddu þeir auðvitað sem heilaga dóma.“ Þótt undarlegt sé finnst ekki orð í ritdómi þessum' um af- stöðu höfundar bókarinnar, Þór- bergs Þórðarsonar, til rannsókna þessara, sem gagnrýnandi hneykslast svo á; enda er hann á lífi og getur þvi svarað fyrir sig. 1 inmgangsorðum (dags. 13. febrúar 1942) að bók sinni um Indriða miðil kemst Þórbergur svo að orði m.a.: „Mér er einn- ig kunnugt um, að það er gömul þjóðsögn, sem ýmsum mun enn- þá Ijúft að trúa, að Indriði Indriðason hafi bara verið slunginn svikari, sem hafi vélt svo kænlega um nánustu vini sína og aðra, er stóðu að til- raunfundimum, meira að segja vafið um fingur sér jafn glögg- um og gætnum mönnum og Ein- ari H. Kvaran og Guðmundi Hannesisyni, sem flestir lands- búar munu þó hafa talið tals- vert nálægt þvi að vera meðal mestu vitmanna þjóðarinnar í nokkra áratugi." Þetta eru mennimir sem Jó- hann Hjálmarsson gefur í skyn með spumingu sinni að séu svo sambandslausir við raunveru- leikann, að þeir þurfi að bæta sér það upp með tilraunum til sambands við annan heim! Og svo koma að lokum alvar- legustu dylgjumar í þessu van- þekkingarhjali, sem felast í þess um orðum hans: .......enda er það mál manna að tilraunirnar hafi spillt heilsu hans.“ (þ. e. Indriða). Ég geri ráð fyrir að mörgum þyki sldkur þvættingur varla svara verður. Ekki verður þó hjá þvi komizt að mótmæla þvi, þegar fram eru bomar órök- studdar, ódrengilegar dyl-gjur í garð látinna sómamanna. Hafsteimn Bjömsson, sem fræg astur hefur orðið islenzkra miðla og nú er til rannsóknar hjá er- lendum visindamönnum vegna frábærra hæfileika, telur það stærsta gæfuspor ævi sinnar, þegar hann komst undir stjóm Einars H. Kvarans og hlaut þjálfun hjá honum. Hann ætti að vita betur en Jóhann Hjálm- arsson hve hættulegt er að starfa undir stjóm slíkra manna. Mínar innilegus-tu þakkir færi ég öllum ættimgjum minum, venzlafólki og vinum, nær og fjær, sem sendu mér gjafir og heillaskeyti og komu í heimsókn tii mín á áttræðis- afmæli mínu. Ég bið Guð ykkur öllum að launa og styrkja. Sn.jófríður Jónsdótlir, Vik í Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.