Morgunblaðið - 27.09.1972, Page 1

Morgunblaðið - 27.09.1972, Page 1
32 SÍÐUR 219. tbl. 59. árg. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óvissa í Noregi: Ný stjórn Miðflokks, kristi- legra og vinstri? Osló, 26. september — NTB TRYGVE Bratteli, forsætis- ráðherra, lýsti yfir því í dag, að hann mundi biðjast lausn- ar fyrir sig og stjórn sína jafnskjótt og nýtt þing kæmi saman á þriðjudag, þar sem aðild Noregs að Efnahags- bandalaginu var felld í þjóð- aratkvæðagreiðslunni í gær. Hann tók fram, að þess væri Noregur og EBE Bls. Um.mæti isienzkra • stjómmálaleiðtoga 2 Sigrún Stefámsdóttiir firá Osló 3 Guninar Rytgaard frá Kaupmiaminah&fn 3 Mattihias Johaminessen frá Þýzkalandi Hrafm Gummlaiugsisom frá Stokkihðlimi Svavar Björnssom firá Stavamigri Viðbrögð víða um heim 13 Jogvam Arge frá Fær- eyjum 13 Hemirik Lund frá Græm- liamdi 13 Foryst'ugireiin 16 12 12 12 ekki að vænta að „stjórn, sem grundvallaðist á Verkamanna flokknum, tæki við af fráfar- andi stjórn í bráð“. Ekki verður ráðið af yfirlýs ingum flokksforingja hver verði næsti forsætisráðhen*a. Finn Gustavsen úr Sósíalistíska þjóð arflnkknum telur að Miðflokkur- inn eigi að mynda kjarna næstn stjórnar og Helge Seip, þingfor- seti Vinstri flokksins, telur að andstæðingar Efnahagsbanda- lagsins eigi að mynda næstu stjórn. Gnttorm Hansen, foringi þingflokks Verkamannaflokks- ins, telur óhugsandi að Bratteli Framhald á bls. 2 Trygve Bratteli í sjónvarpi eftir að lirslitin voru kunn. ,Norðmenn haf a nú rýmri hend ur til útfærslu landhelginnar4 sagdi Arne Haugestad fram- kvæmdastjóri Hjódfylkingar- innar í samtali við Mbl. — ÞETTA er fyrst og fremst sigur hins lifandi lýðræðis. Nú er það ljóst, að Noregur verður ekki hluti af Efnahagsbandalag- inu og með því höfum við skipað okkur í röð með þeim löndum, sem leita eft- Mynd þessi var tekin á fundi forystumanna „Þjóðfylkingarinnar gegn aðild Noregs að EBE“ með fréttaniönniini eftir að iirslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar voru ljós. Þcir eru frá vinstri: Ragnar Kalheim, formaður, Ha«s Borgen, varaformaðjir og Arne Haugestad, framkvæmda- stjóri hreyfingarinnar. < A P-símam.VTid). ir samkomulagi við Efna- hagsbandalagið með við- skiptasamningum. Hverjar hinar beinu afleiðingar þessa verða, er of snemmt að segja neitt ákveðið um. Þannig komst Arne Hauge- stad, formaður Þjóðfylk- ingarinnar gegn aðildinni að EBE í Noregi, að orði í símaviðtali við Morgun- hlaðið frá Osló í gær. Mbl. spurði Haugestad hvort Þjóðfylkingin myndi hugsanlega beita sér fyrir því, að fiskveiðilögsaga Noregs yrði færð út í 50 mílur? Hann svaraði því til, að það lægi ljóst fyrir nú, er úrslit væru kunn, að Norð- menn myndu hafa miklu frjálsari hendur um út- færslu landhelginnar, hversu stór sem slík út- færsla gæti orðið. Margir af þeim, sem andvígir hefðu verið aðild, hefðu einkum verið það vegna stefnu EBE í fiskveiðimál- um og þeirra takmark- ana á útfærslu, sem aðild hefði haft í för með sér. Hann sagði, að það væri ekki verkefni Þjóðfylking- arinnar að ýta á eftir þessu máli, það væri verkefni samtaka sjómanna og út- vegsmanna í Noregi svo og næstu ríkisstjórnar. Mbl. spurði þá Haugestad hvort hann gerði ráð fyrir að næsta ríkisstjóm myndi beita sér fyrir þessu máli, en hann svaraði því til, að um það væri ómögulegt að segja á þessu stigi málsins. Hins veg- ar taldi han.n ekki óllklegt að ríkisstjóm, sem skipuð yrði meirihluta andstæðinga EBE- aðildar, myndi taka málið upp. Haugesitad sagði, að mik- ill skilningur væri á málstað Islendiinga, en sagðist ekki vita, hvort Norðmenn gætu lagt fram sambærileg rök fyr- ir útfærslu. Arne Haugestad var að því spurður, hvort hann teldi, að tímabært. væri nú að taka upp að nýju viðræður um Noirdek, þ.e. Efnahagsbamdalag Norð- urlanda, og sagði hann svo ekki vera að svo stöddu. — Við vitum ekki, sagði hann, — hver úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Danimörku verða. Við vitum aðeins, að Krag, forsætisráðherra, hefur látið stöðva gjaldeyrisvið- skipti vegna úrslitanna i Noregi og það er auðvitað ein- ungis un.nt að túlka þá ráð- stöfun danskra ráðamanna á þann veg, að þeir vilji koma í veg fyrir gjaldeyrisspákaup- menmsku, sökum þess að þeir reikna með því, að Danir segi nei. Þannig höfum við óbein- línis fengið fram viðhorf ráða- manna Danmerkur. Við erum þeirrar skoðunar, að Danir segi einnig nei og þá eru aðstæður orðnar þær, Framhalð á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.