Morgunblaðið - 27.09.1972, Síða 17

Morgunblaðið - 27.09.1972, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1972 17 GAMALT BANDALAG I NÝRRI MYND Eftir Mark Frankland Houolulu: Áður en Nixon forseti hitti japanska forsætisráðherr- ann, Kakusi Tanaka, að máli á Hawaii á dögunum var því spáð að fundir þeirra yrðu stormasamir. Japanska stjórnin hefur ver- ið furðufljót að bæta sambúðina við Kina, og Japanir gerðu ráð fyrir — og ýmsir vonuðu jafnvel — að það vekti deilur á fundum leiðtoganna. Bandaríkjamenn áttu fyrir sitt leyti erfitt með að dylja gremju sdna vegna hins geysihagstæða við- skiptajöfnuðar Japana gagnvart Bandaríkjunum, „Hveitibrauðs- dög'um Japana og Bandaríkjamanna er lokið,“ sagði japanskur blaða- maður, sem fylgdist með fundinum i Honolulu, en mörgum fannst reynd- ar, að það lægi i augum uppi. Fundurinn reyndist allt annað en stormasamur. Ágreiningurinn um af- stöðuna til Kína og viðskipti land- anna er vissulega alvarlegur og get- ur meira að segja verið alvarlegri en ætla mætti í fljótu bragði. En fundurinn gekk að óskum vegna þess að Nixon gekk út frá því áður en hann hófst, að upp frá þess'u hlyti að ríkja töluverð- ur ágreiningur með Japönum og Bandaríkjamönnum þrátt fyrir bandalag þjóðanna og þannig vísaði hann veginn. Um það virðist vera þegjandi sam komulag með ríkisstjórnum Japans og Bandarikjanna að greina ekíki op inberlega frá ágreinimgnum um Kína- málið í smáatriðum. Japanir eru að búa sig undir að taka þá afstöðu, að hjá því verði ekki komizt fyrr eða síðar að lýðveldi kinverskra þjóð- ernissinma á Taiwan (Formósu) glati sjálifstæði sínu og verði fvlki í Kín- verska alþýðulýðveldinu. Ekki eru al'lir Japnir sammála þessu: hópur s'fcuðningsmanna kínverskra þjóðern issinna í japamska stjórnarflokknum, Frjálslynda demókrataflokknum, heldur ennþá uppi harðri baráttu fyrir því að japanska stjórnin við- haldi stjórnimálasambandinu við þjóð ernissinnastjórn Chiang Kai-sheks. En þróunin stefnir í þá átt, að al- menninigsálitið sæfcti sig við það, að Pekimgferð Nixons og hin sameigin- lega yfiriýsing, sem þá var gefin út, hafi útilokað þann möguleika að Taiwan haldi sjálfstæði sínu. Bandaríkjamenn túika ails ekki Kínaferð Nixons á þessa lund. Þeir segja, að „allar leiðir standi Taiwan opnar“. Stefna Nixons í Asíu síðastliðirt fjögur ár hefur mótazt af tvennu. í fyrsta lagi hefur verið fækkað í landherliði Bandaríkj- anna í Asíu vegna þess að talið er að Bandaríkin eigi að forðast nýjar hernaðarlegar skuildbindingar í lík- ingu við skuldbindingarnar í Indó- kína. 1 öðru lagi er talið að Banda- ríkin eigi samt sem áður, bæði af 1 OíSb THE OBSERVER »v \ hagkvæmnis- og grundvallarástæð- um, að sýna að þau séu þeim lönd- um sem aðhyllast ekki kommúnisma bandamaður, sem megi treysta fulll- komlega. Þetta er skýringin á tryggð Nixons við Thieu forseta’ Suður- Víetnams. Þetta er lika skýrirbgin á því, hvers vegna bandaríska stjórn- in verður að halda áfram stuðningi sínum við Taiwan. Þessi ólika afstaða til Kína og Taiwan er látin viðgangast vegna þess að Pekingstjórnin virðist ekki lengur á því að taka Taiwan með valdi. Og meðan svo er þarf ekki að nota bandarískar herstöðvar í Jap- an ti‘l þess að verja Taiwan eins og Japanir eru strangt til tekið skuldbundnir til að leyfa. Nixon og Tanaka gátu sveigt fram hjá þess- um vanda með því að ganga út frá því að til hans þyrfti ekki að koma, en auðvitað gefcur svo farið að Kín- verjar taki aftur upp herskáa stefnu gagnvart Taiwan, og þá yrðu bandarísku herstöðvarnar í Japan strax tilefni viðsjárverðrar deilu milli stjórnanna í Tokyo og Washing ton. Á sama hátt tókst þjóðarleiðtogun um ekki að leysa ágreininginn um viðskipti landanna. Japanir sam- þykktu að vísu sérstök kaup að upphæð 1.000 mil'ljón dollara, en samt munu Japanir selja Bandariikja mönnum á þessu ári vörur fyrir 3.000 millj. dollara hærri upphæð en þeir kaupa af þeim í staðinn. Nixon still'ti sig um að krefjast þess að Japanir keyptu rneira, en ástæðan var sú að vandamálið er flóknara en svo að það leysist ef Japanir opna markaði Kakuei Tanaka síná fyrir meira vörumagni frá Bandaríkjunum með því að lækka tolila og draga úr viðskiptahömlum. Vandamálið á rætur í skipulagi alls efnahagslifs Japana, þar sem áherzila er lögð á það að flytja út tilbúnar vörur og flytja aðallega inn hráefni og þar sem áherzlan er lögð á framleiðslu fremur en neyzlu. (Þetta er líka bandarískt vandamál: bandarískir framleiðendur eru oft ekki samkeppnishæfir á japönskum markaði) Japanir gera sér nú ljósa grein fyrir því, að þeir þurfa að endurskipuleggja efnahagslífið, en til þess þarf tima og skiljanlega gat Tanaka ekkert ábyrgzt í þessu efni á Hawaii. Sambúð Japana og Bandaríkja manna verður miklu f jörugri hér eft- Framhald á bls. 20 Mozart 1789. — Ófullgert mál- verk eftir mág hans, Josef Lange. — Frumniyndin er í Mozart-safn inu í Salzliurg. konu með brún augu og flaks- andi hár, engu líkara en þetta sé mynd af Konstönzu með Cobraglieraugu. Konstanza var systir Aloisiu sem Mozart kynntist á einu af mörgum ferðalögum sínum. Þau felldu að sögn saman hugi i Mannheim sem þá var mikil menningarborg vegna listáhuga almættisins, sem þar réð ölliu. Auðvitað hefur verið búið til einhvers konar grimmsævin- týri um ástir þeirra, helzt að þau hafi ætlað að elskast alla ævi eins og fólk ákveður stund- um að illa athuguðu máli og á veikum augnablikum. En Aloisia varð svo fræg söngkona að hún átti ekkert eftir annað handa vesalings Mozart næst þegar þau hittust en dálítið leikkonu- bros, segir sagan. Þá hafi Kon- stanza hlaupið i skarðið, því að Mozart var gjarnan með hugann við kvenfólk og ástir eins og (óprenthæfar) dagbæk- ur hans bera vott um. Eitt er þó vist að hann ætlaði með Aloisiu til ítalíu og skrifaði föð- ur sínum um þá ráðagerð. Hroll- ur fór um gamla manninn og hann svaraði: „Einungis frá París berst frægð og nafn um heiminn." og bað son sinn fara hvergi. Á þeim árum tóku ungl- inear enn dálitið tillit til for- eldra sinna, og nafnið Mozart barst um heiminn. En það hefði áreiðanlega engu breytt, þótt París hefði aldrei verið til. Hitt er svo annað mál að ástarævin- tvri Mozarts — og þá einkum hiónaband — skyggðu á sam- hand föður og sonar. Húsið þar sem Mozart er fæddur er svo sterklega byggt að engu er líkara en það hafi átt að vera virki, herbergin stórir salir. eldhúsið eitt eins og steinkastali með rammgerðri eld stó. Þar hefur Wolfgang litli áreiðanlega oft leikið sér við kné móður sinnar, ef hann iék sér þá nokkurn tima eins og önnur börn, þvi að hann virðist aldrei hafa haft áhuga á öðru en h'ióðfærum og nótum. Nú er þarna svning á göml- um prógrömmum, auglvsing- um. mvndum af löngu gleymd- um stiórnendum og söngvurum oe ýmsu öðru sem kemur við söeu Mozarts og verka hans. Fróðleg sýning, en þó er eink- um lærdómsríkt að skoða leik- mvndir sem gerðar hafa verið fyrir óperur hans á ýmsum tím- urn. Eins og kunnugt er hafa óperutónskáld verið einkar fundvís á þvælukennt efni og ómierfk'Upg'a dell1niitexta, enda byggist allt á tónlistinni sjálfri en ekki textanum, né efni verks ins. Það er eins og efnið megi ekki skyggja á tónlistina. Yfir- leitt verka óperur nú á dögum á hláturvöðva ungs fólks og er ekki nema von. Þvi er ástæða til að efast um framtið óperunnar, enda eiga margar listgrein- ar sjaldnast vel saman. Þetta á einnig við um óperur Mozarts. En hvað sem óperunum líður, hvort sem efnið endist lengur eða skemur, er eitt víst: að tón- listin sjálf heldur áfram að lifa og verk Mozarts munu um ald- ir bera meistara sínum vitni. Leikmyndirnar eru afar fjöl- breytilegar, þó að þær komi raunar Mozart heldur lítið við. Þær eru umgerð efnis sem er píp og vitleysa án tónlistar hans. Leikmyndirnar eru í litlum sýn- ingargluggum á hæðinni fyrir neðan íbúðina, þar sem Leopold Mozart, hljómlistarmaður af lífi og sál, bjó með konu sinni, Önnu Maríu, og tveimur börn- um. Við suma sýningargluggana eru slökkvarar og hægt að stjórna birtunni á sviðinu. Á einni leikmyndinni (Seraglio sem gaf Mozart meira fé i aðra hönd en önnur þekktari verk hans og varð til þess að hann eat stofnað eigið heimili) er hægt að kveikja dag og nótt að vild: hér eru menn loks allsráð- andi almætti, geta ráðið tungli og stjörnum og örlögum fólks með einum slökkvara. Við látuim okkur nægja að kveikja einu sinni og slökkva á leikmvndinni þarna í glugganum og skiljum við hana með biörtum hálfmána og logandi stjörnum á svörtum næfcurhimniniuim. Það er róman- tískt hálfrökkur í briósti okk- ar, þegar við höldum áfram að skoða þann undraheim sem hvar vetna blasir við hérna í her- bergjum þessa gamla sögufræga húss. Á þessum þi'emur hæðum eru myndir, málverk og munir ýmiss konar sem snerta líf Mozarts- fjölskyldunnar. Sýnd eru kort af ferðalögum hans með föður sín- um og móður. í einni utanlands- ferðinni deyr móðir hans, þá er hann aðeins 22ja ára gamall: það er mikið áfall fyrir við- kvæmar tilfinningar þessa unga snillings og hann gerir enga til- raun til að leyna því í bréfum sínum. Heimilislífið hefur verið til fyrirmyndar, ást og glaðværð hafa gætt æsku hans yndi og þokka og samkamulag Wolf- gangs litla og Nannerl, systur hans, einkennist af hlýju og um- hyggju. Þetta er gott fólk, vel efnað og i góðu áliti á borgara- lega vísu, lætur mála af sér myndir og eru margar slikar á sýningunni. Það rikir eitthvert andrúm heilbrigðrar gleði í þessu húsi: gleðin yfir fæðingu sonarins og einstæðum gáf- um hans og hæfileikum verður næsta áþreifanlegur veruleiki, svo ber sorgin að dyrum þegar faðir hans deyr í húsinu. Það er eins og allt hafi þetta gerzt í gær eða fyrradag. Mozart treg- ar foreldra sina með heilbrigð- um og óspilltum tilfinning- um góðs sonar. Hér blasir við málverk af honum 8 ára, líklega málað í ferð með móður hans til Lundúna. Höfuðið er gríðarstórt og augun tiltölulega enn stærri: engu líkara en þau ætli sér all- an heiminn í einni andrá. Á einu málverkinu er Wolfgang aðeins 6 ára, í bláum skrautlegum stáss fötum og horfir þangað sem vagga hans stóð. Önnur mynd af systur hans í fínum kjól: þau eru að fara á fund sjálfrar Maríu Theresiu i Vín. Af mál- verkunum að dæma hafa þau systkin verið mjög lik á þessum aldri, ekkert sérlega fríð sýnum, en fríkkuðu með aldrinum. Mál- verk frá síðari árum sýna Nann- erl fullorðna gerðarlega konu, gifta: Baronessu Berchtold zu Sonnenburg. I einum glerskápn- um á miðju gólfi er nótnabókin hennar skrifuð hendi Wolfgangs litlá: hann er aðeins 5 ára og þetta eru fyrstu tónverkin hans. Hann er efnilegur. En hann er ekki efnilegur alla ævi eins og títt er um listamenn. Einu mynd ina sem til er af Mozart fullorðn um málaði mágur hans, Josef Lange, í Vín 1789. Myndina þekkja allir, en hún er því mið- ur aðeins ófullgerð skissa. En kannski líkari fyrirmyndinni fyr ir bragðið. Hér sómir hún sér vel. í horninu gegnt fiðlunum tveimur er píanó Mozarts, smíð- að i Vin 1780. Nótnaborðið er lokað með gleri, svo að tónskáld ið gat ekki lofað okkur að heyra, hvernig hann lék á þetta fallega hljóðfæri. En návist hans leyndi sér ekki. I öðru herbergi, líklega stofu frú Önnu Maríu, er önnur fiðia smíðuð í Salzburg áratug fyrir fæðingu Mozarts. Hún er gerð fyrir fimm ára hendur og líkust litlu leikfangi. Og svo eru þarna tóbaksdósir sem þess- ar sömu hendur héldu á mörg- um árum síðar. „Er hat also auifigesnr.ifft,“ eða eitthvað á þá leið, segir gömul þýzk kona og dáist að dósunum. Allt er heil- agt sem snertir líf þessa manns, jafnvel veikleiki hans. Og kannski ekki sízt hann. Hann hefur sem sagt tekið í nefið eins og sómir ungum manni af góðum og gildum bændaættum. Eða ætli þessar dósir beri hégómleika hans vitni: það flikkaði upp á hirðlífið að fá sér eitt og eitt korn. Fólkið á veggjunum horfir á okkur. Myndirnar fá líf og merk ingu á þessum stað. Á veggnum, þar sem vaggan stóð, er mál- verk af dugnaðarlegri konu á miðium aldri. Hún er húsfreyja á þessu heimili. það leynir sér ekki. Hún er afskaplega fín með eitthvert höfuðfat sem eykur á virðingu hennar, með hálsfesti og í skrautlegum fjólubláum hefðarkonukjól. Hún virðist glaðleg og taka okkur vel. Ákveðin, dálítið stórskorin í andliti og augsýnilega staðráð- in í því að bugast ekki undir fargi allsráðandi aðalsins. Svona konur hafa alltaf haldið lífinu í fslandi, hugsa ég með mér. Og á næsta vegg er málverk Franiliald á lils. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.