Morgunblaðið - 27.09.1972, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1972
SAGAN______________________________________________________í frjálsu riki eftir VS. Naipaul
hefði skyndilega munað eftir
þessari fyrirskipuðu siðareglu.
Hárið var greitt vandlega á
enska vísu i háan skúf í vinstri
vanganum og með skiptingu neð
arlega í þeim hægri.
„Það er þó alténd huggun að
hann er okkar megin,“ sagði
Linda um leið og Bobby stýrði
bilnum á milli plankanna. „Ég
hélt að þeir væru að leita að
kónginum í höfuðborginni. Það
var altalað í gærkveldi, að hann
hefði komizt undan í bíl.“
„Þeir voru að leita að vopn-
um. Ég veit að forkólfarnir hafa
miklar áhyggjur af því að vopn
um sé smyglað inn í Sambands-
héraðið í stórum stíl. Með ferða
fólki. Það er sagt að kóngshöll-
in sé orðin eins og allsherjar
vopnabúr. Annars voru þeir
bara kurteisir.“
Bobby var komin í hugaræs-
ing. Vegatáiminn, lögregluþjón-
arnir, regnið á svörtu skikkjun-
um, þjóðvegurinn framundan, ör
yggi hans sjálfs. Allt þetta kom
honum úr jafnvægi.
„Það er Simoni Lubero að
þakka. Hann vill stuðla að vin
samlegum samskiptum við al-
menning. Fólk segir að Hobbes
ráði öllu, en ég hitti hann á ráð-
stefnu í fyrra og hann kom mér
mjög vel fyrir sjónir. Það var
viðtal við hann í blaði um dag-
inn, sem mér fannst líka ágætt.“
„Simon er mjög brezkur i öllu
sínu athæfi."
„Og það fer honum vel.“
„Þið búin tefjast," sagði Linda
og hermdi eftir þeim óeinkennis-
klædda. „Ég er viss um það
núna, að útgöngubann hefur ver
ið sett á. Að vísu erum við hvit
og hlutlaus en samt finnst mér
við vera á hraðri leið í vitlausa
átt. Það er enginn á sömu leið
og við.“
Og Bobby var vissulega á
„hraðri ferð“, fannst hálfvegis
hann vera nýsloppinn úr ímynd
aðri hættu, en nú væru honum
allir vegir færir. Það rigndi
minna þessa stundina og var
heldur bjartara í lofti. Úti á
flatlendinu glitti í grænan gróð
ur og fjallshlíðarnar í fjarska
tóku á sig ýms litbrigði.
Hann leit á bensínmælinn og
sagði: „Við stoppum í Esher og
tökum bensín."
„Þegar verið var að hrekja
Asíumennina burt, gættu menn
þess í útlendingahverfunum að
hafa nóg bensín á bílunum, til
þess að komast fyrirvaralaust
til landamæranna, hvort sem
var á nóttu eða degi.“
„Já, það voru óróatimar,"
sagði Bobby. „Og daglegar frétt
ir héðan i BBC.“
Linda var orðin föl í framan
og þreytuleg til augnanna. Há-
degisverðurinn, hvítvínið og
þreytandi aksturinn: allt þrennt
var farið að segja til sin.
„Ég kann vel við þessa birtu"
sagði hún eftir dálitla þögn. „Og
trefjaplönturnar við veginn.
Hér er allt eins og ósnortið, —
eins og engin mannlegvera hafi
farið hér um. Þangað til litlu
kofarnir koma í ljós. Það er
jafnvel eins og ekkert hafi
nokkurn tíma gerst hér.“
„Þó vitum við, hvað hefur
gerzt hér.“
„Voru þeir ekki einir
20—30 sem voru drepnir, þegar
rósturnar voru út af Asíu-
mönnunum. Ég veit að það
voru fleiri en dönsku
mjólkursérfræðingarnir sem
týndu lifinu. Ég er oft að velta
því fyrir mér, hvort það sem
gerist en birtist ekki í blöðum,
sé nokkurs staðar skráð. Hvort
ekki sé til lítil svört bók, sem
hafi að geyma ýmsar upplýsing-
ar . .. eða stór svört bók.“
Bobby hugsaði: Henni stend-
ur á sama. Hún er að hugsa um
annað. Hún er bara að gera lítið
úr mér að ástæðulausu, koma
sínu hugarástandi yfir á mig.
Honum fannst aksturinn ekki
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
spennandi leikur lengur og beið
bara eftir að fyllast gremju til
hennar.
„Þú varst ekki kominn hing-
að, þegar jarðskjálftinn var,“
sagði Linda. „Ég var nýkomin
þá. Húsþjónninn kom til min um
morguninn með tárin i augumum
og sagði að fjölskylda hans
hefði búið í einu þorpanna, sem
eyðilögðust.
Ég fór með hann á lögreglu-
stöðina til að fá að sjá listann
yfir dána og særða. En hann var
enginn til. Og mér var bara
sýnd ókurteisi. Ég reyndi á
hverjum degi í heila viku. Eng-
inn listi og húsþjónninn hætti
að hafa áhyggjur af fólkinu
sínu. Engar fréttir í útvarpinu.
Allir voru búnir að gleyma
þessu. Hafði nokkurn tíma ver-
ið jarðskjálfti? Skipti það
nokkru máli? Ef til vill hafði
þetta fólk ekki farizt og þó svo
væri, gerði það nokkuð til? Hús
Einbýlishús
VORUM AÐ FÁ í SÖLU EINBÝLISHÚS Á
GÖÐUM STAÐ í KÖPAVOGI. HÚSIÐ SEM
ER HÆÐ OG PORTBYGGT (HÁTT) RIS,
SAMTALS UM 200 FM, 8 HERBERGI. -
VANDAÐ STEINSTEYPT HÚS, 40 FERM
BÍLSKÚR. RÆKTUÐ LÓÐ.
FASTEIGNAÞJÓNUSTAN,
Austurstræti 17,
sími 26600.
velvakandi
Q Hvað verður um
gömlu klukkurnar í
Land akotskirk jut ur ni ?
„Rúmlega miðaldra Vestur
bæingur" kveðst óttast svo um
örlög gömlu klukknanna í
turni Landakotskirkju, að
hann óskar eftir svari á prenti
í þessum dálkum við eftirfar-
andi fyrirspurn:
„Hvað verður gert við gömlu
klukkurnar tvær, sem varnar-
liðsþyrlan tók úr turni Krists-
kirkju á Landakotshæð og setti
niður á túnið? Verða þær sett-
ar i brotamákn eða geymdar i
Árbæjarsafni? Svar óskast
á prenti í Morgunblaðinu."
— Væntanlegu svari yrði
veitt rúm í þessum dálkum.
0 Gömul saga úr sjálf-
stæðisbaráttunni
,,J“ skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Þú birtir bréf frá „Undar-
legum“, 9. sept. s.l. Mér þótti
bréfið ekkert undarlegt. Ég
þekki svipaða sögu, sem
kannski má segja núna, þótt
seint sé.
Ég var staddur á alþjóða-
þingi alþjóðlegra samtaka á
þessum árum, rétt fyrir seinna
stríð, með umboð héðam að
hetonan til að öðliast fulla við-
urkenningu á íslenzka félaginu
sem fullgildum aðila.
Ég vildi vera diplómatískur
og fá stuðning danska fulltrú-
ans. Ekki um að tala. Þá fór
ég i þann norska, sænska og
finnska. Þeir voru allir hlynnt
ir málaleitan mirjni. En svo kom
til alvörunnar.
Þá var sá danski búinn að
tala bæði þann sænska og
finnska til. Honum tókst ekki
við þamn norska. Af nitján
fulltrúum átti ég aðeins stuðn-
ing þess norska og (já, haldið
þið ykkur nú) þess enska.
Hafði ég þó ekkert talað við
enska fulltrúann, en hann hélt
smá tölu máli mínu til stuðn-
ings. íslamd væri fullvalda
ríki með eigin fána, og ekkert
ætti að geta verið því til fyrir-
stöðu, að það hefði sjálfstæða
aðild. Þetta væri i rauninni
þegar viðurkennt af Dönum,
t.d. með því að viðurkenma fyr
ir þinghaldið, að ísland sendi
sérstakan fulltrúa. Ekki sendi
Jótland sérstakan fulltrúa,
ekki Færeyjar, ekki Sjáland,
ekki Græniand. Bara ísland.
Af hverju? Af þvi að það væri
fullvalda. Bauninn brosti himn
rólegasti í sæti sínu, en sá
finnski og sá sænski flissuðu.
Þingforseti (Tékki) sagði graf
alvarlegur, að sjálfstæðismál ís
lendinga væru ekki til umræðu
hér, þau yrðu að afgreiðast á
öðrum stað (Þjóðabandalag-
inu?). ísland hefði hér fulltrúa
fyrir aukaaðildarfélag danska
féiagsins! Mér skildist fyrir
náð.
Mikið dj. . . varð ég vond-
ur. 1 þinglokaveizlu sagði Norð
maðurinn mér, að Daninn hefði
kallað hann ásamt sænska og
finnska fuiltrúanum upp í
hótelherbergi sitt, hellt í þá
whisky-i og tjáð þeim, að ætl-
SAMVINNU-
BANKINN
uðu þeir að fara að viðurkenna
sérstaka aðild Islands, væri
það stórpólitískt mál, sem gæti
kostað úrsögn Dana úr sam-
bandinu. Danski fulltrúinn var
sósíaldemókrati, ásamt hinum
sænska og finnska, allir nokk-
uð þekktir vinstri kratar
á þeim árum. Norðmaðurinn
kvaðst hafa maldað í móinn, en
hinir hlógu bara að homum.
Hann var íhaldsmaður, eins og
ég og kanmski þess vegwa skildi
hann málstað Islands betur en
hinir. — Svo stóðum við einir
ásamt Tjallanum! Fulltrúi
bandaríska félagsins sat þó
hjá. Síðan hef ég lítið álit haft
á orðheldni Svía og Finma, —
og lái mér hver sem vill.
• „Sóparabíll"
„Finnur" skrifar Velvak-
anda og segir sér leiðast að
heyra börnin tala um „sópara-
bilinn"; hvort ekki sé til eitt-
hvert betra nafn á þessu þarfa
tæki. — Er það til? Annað
tæki á vegum borgarinnar var
alltaf kaliað „sprautubíllinn"
eða „vatnsbíllinn", þegar Vel-
vakandi var að alast upp.
Hvað heita þessi tæki á skýrsl
um Reykjavíkurborgar?
• Svar til H+S
Velvakandi getur ekki veiitt
svör við sldkum spurnimgum,
eins og þið hljótið að skilja.
Er vandamál ykkar ekki verk-
efni handa Ráðleggingastöð
Þjóðkirkjunnar? Sími 22406.
£ Fangelsismál
Allmörg bréf hafa borizt um
famgelsismál og verður reynt
að gera þeim skil einhvern
næstudaga.
Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímum!
LinguapKorte
lykillinn aó nýjum heimi
ENSKA, ÞÝZKA. FRANSKA, SPANSKA.
PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA,
SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA,
RÓSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o fl.
Vcrð oócins hr. 4.500-
AFBORGUNARSKHMMAR
Tungumólandmtheið ó hljómplöfum
eóa tegulböndumi
Hljódítcrflhús Rcyhjouihur
laugauegi 96 $imi: I 36 66