Alþýðublaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 4
4 AlþýðublaSið Þriðjudagur 29. júlí 1958. á tíAMAN * alvara KREF SIGRIÐAR HANNES- 30ÓTTUR TIL HANNESAR STEINGRÍMSSONAR Biskupsdóttirin í Laugar- nesi skrifar bróður sínum fréttir af heimilinu og al- menn tíðindi. Hún drepur á heitrof frænda síns: „Aðferð : þeirra o£ fljótræði á báðar j síð'ur held ég flestá stahzi á. ■ Ég ætti að véra fáórð um ; það. Það er liðið 1 Laug'arnesi, 27. júlí 1831. Hjartkæri bróðir! Mál er nú orðið að láta þig sjá með einni línu, að ég enn lifí, og e'r þá fyrst °a fremst að ég óska af héilum hug, að þessar Íínur hitti þig heilan og liraustan, þvf næst eiga þær að :færa þér mitt innilegasta þakk læti fyrir tvö elskuieg tilskrif í vor, og því síðára fyigjandi kaérkomna séndingu. tíréfin þín voru svo náttúrleg, og mér fannst það síðara lýsa því, að þú tæk;r bróðurlegan þátt í kjörum mínum næsti. vetur, og máttu vera viss ufn, að mér var þetta viðkvæmt, fyrst í vor ■Qð frétta afdrif þín, Kka með- an þú lást svo vesæll j hospit- alinu, en það er sem engmn gat ásakað þig fyrir, og við megum bæði lofa guð, að þessar raun- 5r eru afstaðnar fyrir okkur, hverju uppá sinn máta, honum er bezt að trúa og treysta og taka því vel að höndum bér. — Óyndisúrræði sýnist vera fyrir frænda vorn að sigla nú aftur, uppá hvað munu fáir vita, og máske ei hann sjálfur. Ég get varla sagt ég hafi séð hann eða Sigriðj hans, utan f kirkju, síðan í vor þau kvöddu. Bóka- kassa sína lætur hann standa hér geymda. Ég hef ei gert mér ferð til þeirra, eins hefur verið á þeirra síðu. —- Aðfe.rð þeirra og fljótræðj á báðar síður held ég flesta stanzi á. Eg ætti að vera fáorð um það, bað er lið- ið. Á líkum viðskiptum er hér í kring, þvi verr' faraldur, t- d. varð Jafet Johnsen fyrir bví af kærustu sinnj og fl., sem bróðir hans getur bezt sagt þér. — Raunasaga fréttrst áf Breiða- firði, hvar á dögunum skyidu hafa drukknað tvö skip, á öðru þeirra sá ungi Vesturlands Chirúrgus Thorbergsen, dóttur maður síra Jóns á Grenjaðar- stað. Hann hafðj riðið vestur á Stapa til að finna amtmann og taka við embætti, en kona hans og farangur átti að flytjast á jagt vestur, og verður hennar koma þangað sorgleg. Mikið héld ég gangi á fyrir þeim náungum með Leirárauð- inn, sem von er, það er eKki smáræði. f>e;r eru að halda set- urnar hverja eftir aðra. Gunn- lögsen má víst standa í báða fæturna að jafna allt laglega millj þeirra. Sekreterinn í Við- ey er nýlega kominn vestan frá Helgafelli, meina menn hann muni vilja kaupa Brautarholtið af séra Grími. Guðmundur og Guðrún giftust héðan í vor og fóru að Diganesi. í þe/rrá stað fóru að Digranesi. í þeirra stað ars Þórarinssonar, uppeidisson ur síra Jóns í Hruna, og EKsa- bet systir Guðrúnar, mikið héilsuveik. Hingað var líka vist uð stúlka úr Ölvésinu, en hún lá veik mikið lengi og var ei ferðafær um kr.ossmessuna, svo hún kom aldrei. Sigríður Teits dóttir fór að Lundi tii systur sinnar, konu síra Jóns. í henn- ar stað kom Elín systir Högna, sem hann kom hér ínr. í fyrra- sumar. Hún er frísk að sjá, en sem menn segja sauðnakin og á ei almennilega flík utan á sig. í Sigríðar Pálsdóttur stað kom engin. — Síðan siátcur byrjaði, hefur E. Þórannsson verið 'handlama af slæmu fing- urmeini. Eiríkur yngri á Rauð- ará hefur verið hér kaupamað- ur á aðra viku, aðrir ekki. — Grasvöxtuf á túnum má heita í betra lagi, hér er nú búið að hirða við 80 hesta af heyi. Kristján gamlj var dálítið að bæta við slétta blettinn hérna fyrir austan húsið fram að Jóns messunni. Ekkert hefur hér verið byggt í vor, nema úr gamla múrarahúsinu var gerð- ur hjallur svoleiðis, að þakið var hafið upp með dúnkrafti og veggirnir gömlu rifnir undan. Kokkhúsið stendur samt ennþá með ummerkjum og þénar til sinnar fyrrj brúkunar. —- Al- mennar frétt;r geta þeir. skóla- bræður þínir, sem nú sigla, bet- ur sagt þér en ég get fært í stíl- inn. Faðir okkar var búinn að telja svo niður, að hann kærni á Stapann næstkomar.di mánu- dag, og ætlað; sér að vera þar einn dag. Ekki tala ég neitt um, hvað mig langaði ti! að vera horfin þanðað nokkurr. tíma, en það er ei svo hægt. Þú munt hafa heyrt, að þar er' kominn Steingrímur. Hann og móðir hans voru frísk þá sein- ast fréttist, og hún í frískasta lagj fyrir og eftir barnsburð- inn. — Virtu nú á hægra veg þetta ósamanhangand; mas, sem endast með þeirri hjartans ósk. að guð gefi þér góða heilsu og í einu orði allt hvað gott er 0O gæfa má heita. Þess bið- ur þín af hiarta elskand; systir Sisjríður Hannesdóttir. VINNUSVIK. Vísindalegar rannsóknir síð- a.ri tíma hafa sýnt, að megin- ástæðan fyrir því hve ýmis verk og framkvæmdir ganga illa, er vinnusvik og augnaþjóriusta. — Gagnvart fyrirtæki því sem unn jð er hjá gagnvart yfirmannin- um, sem um verkið á að sjá og þá jafnframt forstjóra eða eig- anda stofnunarinnar. Það er til það fólk, sem get- ur ráðið sig til starfa hjá fyrir- íæki, án þess að því finnist það í nokkru bundið þeim er greið ir því launin. Það sama á sér stað i mörg- um hjóriaböndum og orsakar cngu síður en á vinnustað ýmiss konar vandræði. Það er ekki aíeins um að x-æða hin stærri afbrot-, sem kalla má ótrúmennsku, heldur hvers- Jconar minnj háttar jafnvel at- huganaleysisafbrot, sem óhjá- kvæmilega orsaka smáárekstra rnilli hjónanna. Nokkur þessa atriða eru: Að sýna ekki hvort öðru gagn kvæmt trúnaðartraust. Að tala um ágalla hvort ann- ars við vini og ættingja. Að taka ekki málstað hvors annars ef á hitt er ráðizt,. Að vera ekki foreldrum hjns aðilans eins góð og maður væri sínum eigin. Að koma ókurteislega fram gagnvart maka sínum í viður- vist annarra í stað þess að sýria honum alltaf fyllstu kurteisi. Þetta eru. vinnusvik eða öliu helaur óheiðarleiki gagnvart makanum hvor aðilinn ,sem í hlut á og orsakar alls konar erfiðleika í uppbyggingu þeirri, sem hjónabandið á að vera í þjóð félaginu. HÚSRABB. Þó að gólfteppin séu sá hlutur á lieimilinu, sem raunverulega er mest notaður, þá vill það oft brenna við, að þeim sé minnst- ur sómi sýndur. Það er ekki nóg með að ryksuga þau reglulega, heldur þarf einnig að hreinsa þau að minnsta kosti tvisvar á ári. Það má láta gera það í efna- laug, eða hreinsa þau heima með þar til gerðum hreinsilegi. en það þarf að gerast til að þau endist lengur og verði áferðar- fallegri. Látið laga skó ef þeir fara illa um hælinn. Hvort sem nú skórn ir eru of þröngir eða of víðir, þá nudda þeir hælinn og særa hann, svo að lokum komið þið tii með að ganga haltar sökum þess. —o— Það eitt að þvo hár sitt og bursta oft er ekki nægjanlegt til að það fari vel. Þér verðið einn- ig að sjá til að hafa það klippt og lagt eins og það fer yður bezt. —-o—- „Staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað“, eru góð einkunnarorð, en það þarf bara að fylgja þeim eftir víðar en í eldhúsinu. Það er t. d. leiður siður í sumum húsum að raða húsgögnum s. s. sófaborð- um innskotsborðum og öðrum smáliúsgögnum þannig að þau séu í gangveginum. Þetta er var- hugavert, því að í björtu getur manni hætt við að reka sig á þau og færa þau úr stað, hvað þá ef farið er um í myrkri, eöa eiginmaðurinn gengur í dag- draumum urn stofuna. Plastpokar þeir, sem farið er að framleiða til ýmissa umbúða nú orðið eru til margs annars hentugir ,en þess sem þeir eru upphaflega ætlaðir til. Þægilegt er að talca slíka poka með sér í veskið ef farið er út. Ef skyndi- lega fer að rigna má nota þá ut- an yfir skóna í staðinn fyrír ,,bomsur“ eða þá bregða þeim yfir hárið svo. að nýja perma- nentið eða lagningin eyðileggist ekki. Svo má auk þess nota þessa poka utan um lívers konar matvælj seiri geyma á í ísskáp- um; eða í brauðkassanum. Ekki væri þó ráðlegt að nota sama pokann til alls þessa!!! er seit á þessum stöðum: Austurbœr: Adlonbar, Bankastræti 12. Adlon, Laugavegi 11 Adlon, Laugavegi 126 Ásbyrgi, Laugavégi 139 Ásinn, Grensásvegi 26 Austurbæjarbar, Austurbæjarbíói. Blaðasalan, Brekkulæk 1. Blaðasalan, Hátúni 1. Blaðasalan, Laugavegi 8. Bókaverzl., Hólmgarði. Café Florida, Hverfisgötu 69 Brífandi, Samtúni 12 Flugbarinn, Reykjavíkurflugvelli Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10 Gosi, Skólavörðustíg 10 Hafliðabúð, Njálsgötu 1 Havana, Týsgötu 1 Krónan, Mávahlíð 25 Matsv. og veltingaþj. skr., Sjómannask. Mjólkurbúðin, Nökkvavogi 13 Rangá, Skipasundi 56 Sölutufn Austurbæjar, Hlemmtorgi Söluturninn, Arnarhóli Söluturninn, Barónsstig 3. Söluturninn, Barónsstíg 27 SölUturninn, Borgartúni 3. Söluturninn, Laugavegi 30 B Söluturninn, Laugarnesvegi 52 Tóbaksbúðin, Laugavegi 34 Tóbaksbúðin, Laugavegi 12 Túrninn, Réttarholtsvegi 1. Veitingastofan, Þórsgötu 14 Veitirigastofan, Óðinsgötu 5 Verzlunin Bcrgþórugötu 23 Verzlunin Hverfisgötu 117 Verzlun Jóns J. Jónssonar, Bergstaðastræti 40. Verzlun Árna Sigurðssonar, Langholtsvegi 174. Verzl. Víðir, Fjölnisvegi 2. Vinnufatakjallarinn, Barónsstíg 12. Vitabarinn, Bergþórugötu 21 Vöggur, Laugavegi 64 Þorsteiiisbúð, Snorrabúð 61 Útsalan. (Þórsgötu 29) Lokastíg 28. V esturhœr: Adlon, Aðalstræti 8 Bókastöð Eimreiðarinnar, Lækjargötu 2 Bifreiðastöð íslands. Birkiturninn, Hringbraut/Birkimel. Veitingastofan, Bankastræti 11 Tóbaks- og sælgætisverzluri, Hverfisg. 50 Tóbaks- og sælgæíisverzlun, Langholtsv, 131 Siró, Bergst. 54. Stjörnukaffi, Laugavegi 86 Drífandi, Kaplaskjólsveg 1 Fjóla, Vesturgötu 29 Hressingarskálinn, Austurstræti Hreyfilsbúðin. Konfektbúðin, Vesturgötu 14 Matstofan, Vesturgötu 53 Melaturninn, Hagaxnel 39. Nesi, Fossvogi. Pétursbúð, Nesvegi 39. Pylsusalan, Austurstræti Pylsubarinn, Lauavegi 116. Sælgætisverzl, Aðalstræti 3. Sælgætisbúðin, Bræðraborgarstíg 29 Sælgætisalan, Lækjargötu 8. Söluturn'nn, Blómv. 10. Söluturninn, Lækjartorgi Söluturninn, Veltusundi Söluturninn, Vesturgötu 2 Söluturninn, Thórvaldsenssfcæti 6 Verzl. Hraunsholt. Verzlunin Straumnes, Nesvegi 33 West-End. Vesturgötu 45 Tóbaksbúðin, Kolasundi. Köpavogur: Biðskýlið, Kópavogi Verzlunin Fossvogur Kaupfélagið, Kópavogi Álþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.