Alþýðublaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.07.1958, Blaðsíða 6
AlþýðublaðlS Þriðjudagur 25. júlí 1958 Sunnudagur. — — — EN'NÞÁ gerast ævintýr á íslandi, þótt þau séy. öðruvísi en áður var. í'yrr á öldum voru þau flest skáldskapur lítilmagnans í sárri neyð, hugarórar hins vanmáttuga, uppbót á daglegt str.t og basl: Nú er ojdiji önn ur. Ævintýrin gerast í verk- legum framkvæmdum. Austur á Skógasandf sá ég í dag enn eitt ævintýiið að gerast. Þar mátti sjá þúsund- jr uppsættra heyhesta ó renn; sléttum, grónum grasspild- um, sem fyrir þrem árurn voru gróðurlaus sandur. Hér skilar hátt á annað hundrað hektara landsvæði fram undi r átta þúsund heyhestum í ár. Þetta er töðugæft hev, og skepnur eru mjög sólgnar í það. Ræktun þessi hófst fyrir að eins þremur árum. Þá var sáð í allstórt svæði; bætt var við í fyrra, og enn var aukið við í ár. Rótin orðin þétt og föst, þar sem fyrst var sáð, heyið nokkru grófara en taða, eins og gerist um gras á nýrækt. Verður naumast annað af þessu ráðið en hér sé um al- ger straurnhvörf í ræktun á íslandi að ræða. Er líklegast, ef þessu fer fram um sand- ana, að ekki þurfi að nytja annað land en ræktað á landi hér í framtíðinni. Er þegar farið að beita kúm á tún fyr- ir fyrri slátt, og hefðu það vissulega þótt tíðindi hér áð- ur fyrr. — Að vísu þarf mik- ínn áburð í sandinn, a. m. k. hefur reynslan orðið sú hér, svo að kostnaður verður all- verulegur við ræktunina, en önnur ræktun er varla hæg- ari. Er þá ekki minnzt á þann þáttinn, sem ævintýralegast- ur er: heftingu sandfoksins og. unogræðslu auðnanna. Það var sannarlega gleði- legt fyrir gamlan sand- græðslumann að sjá hundruð lana af fallesu hey,; á gróður- spildunni á Skógasandi í dag. Mánudagur. — — — í dag hitti ég snöggvast að máli kunningja minn, sem var nýkommn frá Gdynia í Póilandi. Honum þótti fróðlegt þar að koma, þótt í svip væri, og saman- burður við önnur Evrópulönd var honum ríkur í huga, en hann er í förum. Honuir, virt- ist matur nægilegur, og sömu LEIGUBÍLAR Bifreiðastö^ Steindóra Sfmi 1-15-80 Bifreiðastöð Keykjavíkui Sími 1-17-20 leiðis klæðnaður, en uppbygg ing öll ganga seint.. Sérstak- lega var hirða á húsum og mannvirkjum naesta lítil, málning sjáanlega af skorn- um skammti. Annars lét hann heldur vel af komunni þangað. Dýrtíð virtist geysimikil. Eftirsókn í erlenda peninga, aðra en ís- lenzkar krónur, var óhemju- leg. og þótti landanun, það ó- skiljanlegt. Hann sagð; mér að lokum þessa smásögu: Þeir félagar fóm talsvert um borgina og tóku stundum, leigubíla. Ekk; þóttu þeim bílarnir nein dýrðárfarar- tæki. Eitt sinn tóku þeir leigubí; um stundarfjórðungs f-rð. Datt þeim í hug að gera vel við bílstjórann og buðu honum einn pakka af amer- ískum. sígarettum fyrir akst- urinn. Hann tók við pakkan- um tveim höndum, og furð- að; þá ekki á því. En þe:r urðu töluvert hissa. þegar þeim skildist, að hann vildi gjarnan gefa eitthvað til baka. Því höfðu þeir aldrei reiknað með, enda datt þeim ekki í hug að þiggja. Þriffjudagur. —--------Austurvöllur er orðinn mjög fallegur. og' á þó áreiðanlega eftir að verða enn fallegri. Ég sat þar um stund í dag og naut veðurblíð unnar, blómanna’ og lita- skrúðsins. Fólk gekk þarna mikið um, kom og fór, tyllti sér á bekki og rabbaði saman. Óskand; væri, að fleiri siík- ir austurvellir hefðu verið skipulagðir hingað og þangað um borgina. í miðborginni virðist vera meiri þörf a bíla- stæðum, og er sjálfsagt ekk- ert við þvf að segja. Það er tímanna tákn. En svo virðist sem skipulagsstjórar og húsameistarar hafi vanrækt að byggja borgina þannig upp, að opnir gróðrarreitir og vellir mynduðust milli húsa- hvirfinga og raðhúsasam- stæða. Að vísu er Austurvöll- ur gömul þorpsflöt, en þann- ig voru þorp og borgir byggð ar upp á miðöldum. En nú er þess; byggingarháttuL- farinn að tíðkast mikið á ný. Þanníg er það í Peter Coopers Vili- age í New York, þar sem hreysum var kollvarpað eft- ir síðasta stríð og Meírópéli- tan líftryggingafélagið' bvggð; fjöldann allan af risaihúða- samstæðum upp á margar hæðir. Alls staðar eru þar austurvellir á milli. Þetta hef ég líka heyrt um og séð i mörgum borgum annars stað ar. Þetta hefði vel mátt gera hér í úthverfum í Reykjavík, á Melum og Högum, Holtum og Sundum, Vogum, Hlíðum og Helmum. Húsahvirfingarn ar í kringum opna svæðið mynda ágætis skjól, svo að austurvellirnir hefðu áreiðan lega getað orðíð prýðisfalleg- ir, engu síður en þessi í mið- bænum. í rauninn; er þetta sjálfsagt, þar sem margra hæða íbúðahús eru byggð. Þá njóta allir íbúar gróðrar og rýmis, meira að segja má hafa smáleikvelli annars veg- ar á svæðinu. Skipulagsmeist arar þyrftu að athuga þetta. Annars datt mér í hug, þar sem ég sat þarna á Austur- velli, að birkikræklurnar í hornunum væru í mótsögn við annan gróður. Þær mættu missa sig- Til prýðis eru þær ekki, eins og þær eru nú. Miðvikud agur. — — — Ég leit út um gluggann í dag, og varð þá áhorfand; að ofurlitlu atviki, sem kom heldur illa við ipig. Á horni Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis sjávarmegin stóð lítil telpa, á að gizka níu eða tíu ára gömul, með stóran barnavagn, og tvö lítii börn héldu sitt hvoru megin í vagn inn. Sjáanlega var telpan á leið yfir götuna. Hún beið færis um stund, skimaði vei í kringum sig og var 'á verði. Síðan ýtti hún vagninum var færnislega niður af gangstéit arbrúninni, þegar leiðm var greið. Þá gall við í bílfíautu, hátt og harkalega, til vinstri við hana. Telpan hrökk við, kippti vagninum og börnun- um til baka upp á gangsiétt- ina, en stór og íyrmferðar- mikill hálfkassabíl], sem þarna hafði staðið, tók að mjakast aftur á bak í veg fyr- ir börnin til þess að geta losn að þarna af bílastæði. Mér finnst gangandi fólk oft fara býsna óvarlega i um- ferðinni, bæði börn og full- orðnir, og vil ég sízt mæla því bót. En hérna var því ekki til að dreifa. Telpan fór mjög varlega og gerði sér sýnilega ljósa þá miklu á- byrgð, sem á henn; hvíldi. Hins vegar kom bílstjórinn illa fram, lét sig muna um nokkrar sekúndur og gætti þess alls ekki, að telpan átti fullan rétt á að fara yfir göt- una. Hann átti meira að segja að hjálpa henni yfir, áður en hann fór sjálfur upp í bý sinn. Fimmtudagur. ---------Það er orðíð æði langt síðan éa hef spjailað við sérfræðing minn í heimspóli- tíkinni, Kalla á kvistinum. En nú hitti ég hann í dag um miðáftansleytið, þegar hann var .að koma úr vinnunni „Jæja, hvað segirðu um vest- urför Krústjovs karisins?“ sagði ég, þegar við höfðum heilsazt með handabandi. „Heldurðu að þeir taki á mót; honum þarna vestra?“ „O, ég held þið æctuð nú að vita meira um heimspóli- tíkina, sem alltaf eruð að flækjast þetta út um allan heim, 'heldur en við, sem heima sitjum,“ sagði hann snúðugt. „En það værí svo sem rétt eftir þeim vestanvér- um að vera með einhver merkilegheit og undanbrögð, svo Krúsi fær; ekk; vestur. Hann skaut þeim nefnilega ref fyrir rass. Þeir hafa auð- vitað trúað sjálfum sér í því, að hann væri alveg eins og Stalin. En hann er sko ekki eins. Stalin sat alltaf heima á sínum rassi, en Krús; flækist um allar jarðir -—■ og kneifar úr alls konar krúsum. Þeir hafa vafalaust haldið, að hann vær; hræddur við skýjakljúf- ana vestra, en svo seg.st hann bara hlakka til að fara! Þeir standast þeim austanvérum ekki snúning í áróðrmum, vestanmenn, frekar en í bréfaskriftum. Og nú veroa þeir að gera svo vel að taka á móti Krúsa, nauðugir, vilj- ugir. En vafalaust setja þeir upp hundshaus yfir því, þetta eru soddan kálfar. Auðvitað e:ga þeir að flírubrosa og blanda sinn bezta kokkteil. En þeir kunna lítið í áróðr- inum, og hefði því þó vart verið trúað um Ameríkana, að þeir kynnu ekk; að re- klamera!“ Eins og vant er, strunsaði Kalli burt, hafandi rutt þessu úr sér, án þess að ég kæmi vörnum við. Var það ekki Shakespeare, sem sagði: „Give the devil his due“? Föstudagur. --------Kvikmyndin, sem Bæjarbíó . byrjaði að sýna í dag, er listavel gerð, — hún mun vera nefnd Somir dóm- arans. Fáar myndir eru svo vel gerðar að efn; og formi, að þær hafi listgildi. Svo er þó um þessa, en auk þess er hún spennandi og sannfær- andi. Munurinn á kvikmyndaleik og sviðsleík er sá mestur, að erfitt er að ná á hvíta tjald- inu þeim áhrifum lifandi leiks, sem byggir brú milli leikara og áhorfenda. Því er oft gripið til ýmissa töfra- bragða í kvikmyndum, og eiga þau einatt ljtið skylt við list. Glansmyndin vill oft verða aðalatriðið. Afburöa- leikurum einum og afburða- leikstjórum tekst að flytja áhrif lifand; leiklistar yiir á kvikmyndatj aldið. Þetta hefur tekizt í um- ræddri mynd. Þótt þráðuvinn •sé jöfnum höndum bein saga og upprifj unaratr.ði löngu lið inna atburða, verður myndin heilsteypt og hnökralítil, og mörg atriði mlnna á leiksviðs leik. Leikstjóranum hefur t'ek izt að leyfa leikurum að dvelja svo við atriðin, að þeir fá notið sín til fulls og orka á áhorfandann í atriðinu út af fyrir sig, án þess þó að rjúfa spennu sögunnar til muna-. Leikararnir nota tækifærin vel og bregðast ekki list sinni. Þetta er ágæt mynd. Laugardagur. —’ — — Nú tala margir um skatta og álögur, endg er nú tím; uppgjörsins í þeim efnum. Ég hef ailtaf verið þeirrar skoðunar, að sérskött- un hjóna yrði að gera með varúð. Réttleysi húsfreyjunn- ar, sem vinnur á heimili sínu og annast bú og börn, er var- hugavert, þegar sú kor.a. er úti vinnur, fær skattfríðindí. Miklir skattar á heimilisföð- ur kemur illa við konuna, sem talin er af skattayfirvöld um vinna kauplaust, þegar kynsystir hennar, sem úti vinnur, kemur með miklar skattfrjálsar tekjur í heimil- ið. En því minnist ég á þetta, að í dag heyrð; ég húsfrevju finna ráð við þessu misræmi. Tvenn hjón voru að tala sam- an um hina gríðarlegu skatta. Þá sagði önnur konan við hina: „Ég hef fundið ráð við þessu. Við förum báðar að vinna úti. Þú verður vinnu- kona hjá manninum mínum, en ég verð vinnukona hjá manninum þínum. Þannig vinnum við báðar utan heim- ilis, og tekjur okkar verða skattfrjálsar, en mennirnir fá að draga frá til skatts kaup „vinnukvennanna“, af því að við vinnum úti.“ Þetta var ágætis skrýtla, og við hlógum öli dátt. En öllu gamni fylgir nokkur al- vara! 26,—7,—’58. Vöggur. Marglitir hagalagðar í SEOUL í Kóreu hefur öll-1 um gagnfræðaskólakennurum j verið fyrirskipað að segja upp frillum sínum. I verzlun einn; í Phiiadel- phiu í Bandaríkjunum var ný- lega brotizt inn og stoiið 72 dósum af steiktum maurum, ungum býflugum, steiktum fiðr jldum, reyktum kolkröbbum, steiktum ormum, reyktum froskafótum og lirfum steikt- um í ofni. Elvis „Pelvis“ Presley er sem kunnugt er í hernum urr,! þessar mundir og gerir því er.g ar plötur um sinn. Menn þurfa þó ekki að halda, að þar með séu „Presley-vein“ úr sögunni. Langt því frá. Afi Eivis, sem heitir Jesse Presley og gerir við kassa hjá Pepsi Cola, hef- Ur tekið að sér að halda frægð- inn; á lofti. Hann hefuv þsgar sungið með skjálfand; tenór- rödd fnn á þrjár plötur. Lögin, sem hann syngur, eru gömul „baðmullar-tínslulög11 fyrir smáfélagið Legacy Records í Louisville. Hann leggur á- herzlu á, að hann sé ekki að reyna að auðgast á frægð hins athafnasama afkománda síns. — □ — Lady Astor, sem fæddist í Virginíu í Bandaríkjunum og varð fyrsta konan til að taka sæti í brezka þinginu, hefur Játið hafa eftir sér nokkur orð um atburðinn, er hún tók sæti sitt þar í fyrsta sinn. Lloyd George og A. J. Balfour fylgdu henni í þingsalinn „og skuifu báðir, þeir skömmuðust sín svo mikið“. Síðan segir Lady Ast- or: „Á eftir sagði Winston. Churchill, að þetta hefði verið mjög athyglisverð athöfn hjá mér — en hann vildi aðeins tala við mig framm; í forsaln- um, ekki inni í þigsalnum. Hann sagði: „Þegar þér komuð inn, fannst mér sem þér hefð- uð komið að mér í baði og ég ekkert haft til að skýla mér með, nema svampinn“.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.