Morgunblaðið - 14.11.1972, Page 4

Morgunblaðið - 14.11.1972, Page 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1972 22 0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL TX 21190 21188 14444^25555 mum BILALEIGA-HVEFISGDTU 103 J 14444 S 25555 SKODA EYÐIR MINNA. SHODH LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABlLAR HF. Bilaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Meharl. Fimm manna Citnoen G. S. 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). HÓPFERÐIR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—20 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, simi 32716. SKIPAUTGERfi Ms. Hekla fer austur um land í hringferð laugardaginn 18. nóv. Vörumót- taka þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Austfjarðahafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsa víkur og Akureyrar. M.s. Baldur fer til Snæfellsness- og Breiða- fjarðarhafna á morgun. Vöru- móttaka í dag og á morgun. Ms. Herjólfur fer til Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttaka í dag og á morg- un. Að vera í losti Fagna ber því, hvað sum blöð virðast fús að koma til móts við óskir, sem frarn eru bornar, meira að segja þó að þær birtist i Morgunblaðinu. Gott daemi um þetta er, að í þessum pistli var vikið að því fyrir skemmstu, að sjaidan væri nú hringt í Islenzku sendinefndina á þingi Sam- einuðu þjóðanna. Var sérstak- lega að því vikið, að nú væri annað uppi á teningnum en þegar Jónas Árnason hringdi heim þriðja hveru dag i fyrra tii að gefa yfiriýsingar. I>jóð- viljinn hefur augsýniiega tek- ið þetta til sín og daginn eftir birtist í Þjóðviljanum heil- síðugrein frá þingmanninum Svövu Jakobsdóttur, þar sem hún brýtur bandarískt þjóð- félag til mergjar allrösklega. Hún hefur skýringar á reið- urn höndum á því, hvers vegrna útiit hafi verið fyrir stórsigur Nixons. Það stafar af því, að bandaríska þjóðin liggur öll í losti — þess vegna sækja íhaldsöflin á. Þetta er auðvitað ekki fullyrðing, sem þingrnaðurinn slær fram si svona, heldur er þetta haft eftir „frægum háskólakenn- ara“, sem þingrmaðurinn hef- ur fengið að hlýða á. En áður en komið er að orðum hans skýrir Svava Jakobsdóttir í samþjöppuðu máli, hvað end- urkjör Nixons muni nú þýða fyrir heiminn: Áframhald- andi stríð í Indó-Kína, magn- andi kynþáttahatur og; sitt- hvað fleira. Og: ós.jálfrátt verð ur manni á að spyrja, hvort þingrmaðurinn hafi látið hjá líða að fyljí.jast með fram- vindu alþjóðamála síðasta árið. Hann birtist alþjóð Sumum mönnum finnst skemmtiiegfra en öðrum að koma fram fyrir alþjóð. Ekki er þó þar með sagt, að þessir menn, sem eru jafnan reiðu- búnir að tjá þjóðinni skoðan- ir sínar og speki, séu allir jafnveí tii þess fallnir, hvað þá að saklaus áhorfandi geti alltaf skynjað mikiivægi þess, sem viðkomandi hefur til mál- anna að legrgja. Einn af þess- um mönnum er ritari Fram- sóknarflokksins. Eins og al- kunna er hefnr hann unnið það sér til frægðar meðai annars, að minnka fylgfi fiokks síns í kjördæmi, sem áður þótti harðdrægt vígi flokksins. Hann stýrir einnig stofnun, sem heitir Rann- sóknaráð og varð athafna- semi hans þar _og matarlyst fræg að endemum fyrir rúmu ári. En þessi frægð dugar rit- aranum ekki og bilbug á hon- um finnur enginn. Síðasta dæmi um málgleði hans og aimenna kæti er, þegar hann boðaði tii blaðamannafundar á dögunum til að skýra frá árangri, sem náðst hefði í þaraþurrkun á Reykhólum vestur. Þau verk höfðu vís- indamenn unnið, en ritarinn ákvað að afla sér dýrðarinn- ar, þegar niðurstöðurnar lágu fyrir. Og hann fékk líka við- tal við sig í sjónvarpinu, þar sem hann skýrði af mestu skarpskyggni og þekkingu frá málavöxtum. Hins vegar er ekki laust við, að sú hugs- ur hvarfli að þeim, sem ut- an við standa, hvort fram- kvæmdastjóri Kannsóknaráðs sé eini maðurinn á Islandi sem má tala um árangur vís- indalegra tilrauna, sem aðrir hafa náð eftir þrotiaust starf. spurt og svarað I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. HVAÐ KOSTAR FIAT? Edda Erlendsdóttir, Móaflöt 20, spyr: Hve-rs vegna eru Fi- at bílar auglýstir ódýrari en þeir eru í raun og veru? Hvers vegna þarf að borga sér fyrir rafgeyma og örygg- isbeliti? Er ekki orðin skylda að hafa öryggisbelti í hverj- um bíl? Davið Sigurðsson, svarar: Bilamir eru keyptir geymis- lausir frá Italíu og með þvl er sparað nokkurt fé. Þetta má ekki setja á verðlagsútreikn- inginn og því er fóllkinu gerð- uir sér reikn.ingur fyrir geym- inn, en hann er hins vegar reiknaður með í bílverðinu. Það er rétt að það er skylda að hafa öryggisbelti en þau fylgja ekki með í grunnverð- inu frá verksmiðjuinni. Þegar bílilinn kemur til okkar kostar hann kr. 269.328 (þ.e. sú teg- und sem Edda á við) og það er grunnverðið. Það sem ofan á bætist er ryðvörn (kr. 4000), öryggisbelti (2.562) og aur- hlífar (kr. 550). Á götuna kost ar þvi bíllinn 276.440. Alít er þetta undir ströngu verðlags- eftirliti. AF HVERJU EKKI BREIDABLIK? Helga Kristjánsdóttir, Kópa vogsbraut 65, spyr: Hvers vegna valdi Hafsteinn lands- liðseinvalidur ekki leikmenn úr Breiðabliksliðinu sl. tvö ár? Hann tók jafnvel menn úr öðr um félögum sem voru nýkomn ir af sjúkralista og ekki í neinni þjálfun. Hafsteinn Gnðmnndsson svarar: Þegar landslið er val- ið eru valdir sterkustu leik- mennirnir, án tittits til þess í hvaða félögum þeir eru. POTTAR VESTURBÆJARLAUGAR- INNAR örlygur Hálfdanarson, Hjarðarhaga 48, spyr: — Það er nú búið að grafa heilimikia holu í annan bakka Vestur- bæjarlaugarinnar og mér skilst að þar eigi að koma nýr pottur. I Vestui-bæiarlaug iinni hafa hinigað til verið tveir pottar. Annar þeirra er rétt voligur og svo grunnúr að han.n er líklega ætlaður börn- um, en hin<n er svo heitur að það er á fárra færi að fara í hann. Er nú ekki hægt að fara meðalveginn með þann nýja? Erlingur Jóhannsson, svar- ar: — Jú, það er nú einmitt ætlunin með þessum nýja potti. Jafnfrarmt þessu eru gerðar endurbætur á hitastill ingum þannig að þegar þessi pottur hefur verið tekinn í notkun getur fólík válið um hvort það vill vollgt vatn, sjóð heitt eða meðalheitt. ORÐ 1 EYRA Bókaholskeflan MIKIÐ er nú annars gaman að vera menníngarviti og sénf, þegar svokalilað jólabóka ftóð skellur einsog þjófur úr heiðskíru lofti á andvara- lausri, Mfsþægindagráðugri og sísteinsteypandi þjóð. Njarð- vikingar hverfa í skuiggann og jabbnvel Súmerar vekja ekki lengur á sér verðskuldaða at- hygli, þegar Gvuómundur Danáelsson, Ingibjargirnar og Tór koma valhoppandi á vit blásaklausra lesend’a einsog óskulitMr jólasveinar me/B skotthúfu og pri'k. Þó Jakob sé brandsjúr á því, ekki síður en Björn á Laungumýri, að aðaljóla- sveinahúsið stendur við Aust- urvöll, þá er þvi samt ekki að neita, að jólasveinavísur margra snillínganna í bókafar aldrinum eru tegundarhreinni en ýmislegt, sem fram er reitt í jólasveinahúsinu. Enda hafa margumræddir ritdómar ar ekki undan snilMinni hvað líður. Þeir mega þó þakka fyr ir, meðan gvuðbergur eymíng inn sendir ekkert frá sér and- legra afurða utan þýðingar. Því komi eittkvað úr þeirri áttinni, þurfa þeir að gerast kviðdómarar eða eitthvað það anaf verra. Það fer semsagt ekki ofsög um af þvl, hvað gaman er að vera til þessa d'agana: Nóbels- skáldið í essinu sínu, menning arleg umræða í rikisútvarp- inu út jólaföstu, vottar Jehóv ar fírogflammi ásamt með iðnnemum, sem hafa vit á ölilu, Bakkatrúargrillufaung- urum og öðrum moldbliásur- um, og vilja auðvitað allir byggja, svo sem siðvenja er mörlanda; og svo grunn- skólafrumvarpið í burðarliðn- um, hvað sem kvur segir. Og ekki má gleyma bók bóka, skrá fjármálayfirstjórn ar vorrar alimáttuigrar um nefndir og ráð á vegum ríkis ins. — Ef sú bók yrði fastur liður í jólabókahrönninni, er hætt við, að Spegillinn og Skuggabaldur og jafnvel Jak- ob sæju sína sæng út breiddi». Og þætti engum mikið. Stykkishólmur Til sölu, nýlegt einbýlishús í Stykkishóimi, bilskúi fylgir, einnig 4—5 herb. timburhæð á steyptum kjallara, þar er m.a. hægt að hafa einstaklingsibúð eða bílskúr. EIGIMASKIPTI í REYKJAVlK eða nágrenni möguleg. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, AUSTURSTRÆTI 12, SÍMAR 20424—14120 — HEIMA 85798. Tómasarhagi - Grettisgota Til sölu 3ja herb. jarðhæð við TÓMASARHAGA, GÓÐ IBÚÐ. Til sýlu ný standsett 2ja herb. íbúð við GRETTISGÖTU. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, AUSTURSTRÆTI 12, SÍMAR 20424—14120 — HEIMA 85798.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.