Morgunblaðið - 14.11.1972, Page 11

Morgunblaðið - 14.11.1972, Page 11
MOKGtJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUTt 14. NÓVEMBER 1972 11 Áttræður: Elías P. Kærnested skósmíðameistari Isafirði EINN af kunmustu borgurum ísafjarðarkaupstaðar, Elías P. Kærnested skósmíðameistari átti 80 ára afmæli í gær 13. nóvem- ber. Hanin er borinn og bamfædd- ur ísfirðingur og voru foreldrar hans Karoliina Jóhannesdóttir og Pál'l Sigurðsson. Föður sinn missti hanin er harni var fjög- uirra ára, árið 1896 og ólst hann upp hjá móður sinni ásamt Guð- rúnu systur sinni, sem búsett er í Reykjavílk. Ungur að árum hóf Elías nám í skósmíðaiðn hjá Þorbirni Tómassyni sfloósmíðameistara á ísafirði. Hann hóf iðnnám sitt 19. nióvember 1907 og á þvi imrnan fárra daga 65 ára iðnaðarafmæli og er hann vafalaust með elztu starfandi1 iðnaðarmönnum á landinu. Hann hefur rekið eigið skósmíðaverkstæði frá þvi hann lauk námi, þar af hér á ísafirði í 55 ár. Á Isafirði hefur heimili hans staðið alla hans ævi að undamskildum fimm árum sem hamn átti heima á Flateyri. Um langt árabil rak hann verk- stæði sitt með noflskrum starfs- mönnum og jafnframt skóverzl- un. Hann byggði húsið Hafnar- stræti 8 um árið 1928 og þar hef- ur hamn refldð verkstæði sitt síð- an og á miðhæð hússins hefur heimili hans verið sama tíma. í þeirri iðngrein sem Elías valdi að lífsstarfi hefur orðið sam- dráttur á síðustu áratugum og hefur hann starfað einn á verk- stæði sínu um eða yfir tvo ára- tugi. Elías Kæmested er hógvær og prúður maður í allri framkomu. Hann tekur hverjum manni sem til hans keimur af kurteisi og velvilja. Hann er ábyggilegur í viðlskiptum og vamdvirkur við störf sín. Á tímum milkilla verðbreyt- inga og umróts í kröfugerð allri fylgdist Elías illa með, því þau störf sem hann innti af höndum fyrir aðra seldi hann lægra verði, en flestir aðrir hefðu gert, Það er mitt álit að Elíás Kæmested sé góður maður og vel hugsandi. Þetta get ég leyft- mér að segja eftir að hafa þekkt hann frá því að ég var lítill drengur og fram á þennan dag. Hann sýndi okikur bömunum aldrei annað en vinsemd og góð- vild. Hver sá, sem er góður við böm og ber umhyggju og ástúð til dýranna getur ekiki verið annað en góður maður. Þetta hvorttveggja hefur Elías sýrnt í ríkum mæli. Hann átti um langt árabil hesta og man ég vel hvað hann sýndi þessuxn vinum sin- um mifldl gæði á öllum sviðum. Elías hefur látið félagsmál nokkuð til sín taka og áitti um hríð sæti í bæjarstjóm fsa- fjarðar, sem fulltrúi Sjálfstæðds- flokkisdins. Elías hefur ekfld sótzt eftir metorðum um dagana, en til hans var oft leitað að taka að sér trúnaðarstörf, það var gert vegna þess að hann var vel hugsandi maður, traustur og áreiðanlegur. Þó að Elías sé maður hóg- værðar og oftast alvarlegur í bragði þá hefur það ekki farið framhjá þeim sem hann þekikja að oft getur hann verið glett- inn þegar hann vill það við hafa. Hann nýtur þess að hiusta 3 góðlegt gaman og glöðj ast mcð glöðum á góðum stundum. i Elías kvæntist 22. nóvembec 1916 Guðrúnu Guðmundtióttur og eiga þau eina kjördóttur Sig« ríði sem búsett er í Reýkjavílc, Hann gekk tveimur sonum Guð< rúnar frá fyrra hjónabandi hennar í föðurstað, en þeir eru1 Finnur kaupmaður á ísafirði og Magnús búsettur í Rey'kjavík. Á dögum ftramfara í vísinduraj leyfist manni ekki lengur að kalla 80 ára drengi gamla. Hvernig ætti maður líka að leyfa sér að gera þegar Elías Kærnen sted á þar hlut að máli. Hana gengur léttur og lipur dag hvern sínar heilsubótargöngur og hleypur við fót inn á blettinn sinn þegar fer að vora. Slíkir menn verða aldrei gamlir. Við ísfirðingar og nágrannar sem höfum átt löng kynni við Elias þökkum honum störf hans og samfylgd og árnum hoinum,- konu hans og öðru skylduliðl heilla og blessunar á þessum tímamótum í ævi hans. Hafðu það alltaf gott góðl vinur og tryggi ísfiirðimgur. Matthias Bjarnason. 60 ára: Guðni Guð- mundsson GUÐNI Guðmuindsison, Móabarði 20 B, Hafnarfirði, fæddist 14. nóvember árið 1912 auistur á Norðfirði, en þar bjuggu for- eldrar hans þá, hjónin Þórunn Kristjánsdóttir frá Merkinesi í Höfniuim, ættuð úr Rangárþingi undir Eyjafjöllum og maður hennar Guðroundur Eiriksson firá Sandvik austur þar. Ættir hans rekjast allar til Austur- lands. Guðmiundur stundaði sjó og var eftirsóttur maður fyrir diugnað og snerpu. Orðlagður fimleikamaður og vel sterkur. Hann andaðist hér syðra langt um aldur fram, 1934, harmdauði öllum er til hans þekktu. Á bezta aldri var Þórunn orðin ekkja, en þá sýndi hún hvílík mannkosta manneskja hún var. öllium siín- um stóra hópi hélt hún saman og kom honum til roanns. 14 urðu þau systkinin og konruust 9 til fiulliorðins aldurs. Þórunn hafði þá gleði að sjá bömin öll mannkostafóik og gladdist yfir unniuim sigrum, sem hvorki fá- tækt né heíl'suleysi megnaði að yfdirbuga. Hún andaðist árið 1966. Hún var hugstæð og ógleymianllegur persónuleiki öll- um þeirn er henni kynntust. Börn þeirra hjóna sem upp komust voru fædd á Norðfirði eða hér við Faxaflóa. Áður en þau hjón giftust eignaðist Guð- miundur son, sem Þórunn tók að sér sem eigið bairn. Það var Guð mundiur kaupmaður og útgerð- armaður kenndur við Ölduna í Hafnarfirði. Hann dó árið 1965 mitt í blóma lífsins, vel látinn og vinmargur. Hin systkinin er upp komuist eru: Eiríkur, Kristín, Guðni, Vilhelmína, Jó- hannai, Stefanía Jónina og Ólaf- ur. Alflt hressil'egir borgarar, sem setja svip sinn á umhverfið, hjálpsamt og elskulegt fól'k. Guðni fluttist að austan með foreldrum sínum 4ra ára. Hann telur sig því með réttu Austfirð- ing. í bemsku kynntist hann and streymi lífsins. Var veikur og l'agðist á sjúkrahús, þar sem hann var mest öll sín bernsku- og uppvaxtarár. Ef til vill þá hefur sá hom- steinn, sem mótar skapgerð hans, verið lagður. Fáum hefi ég kynnzt viljasterkari og einbeitt- ari, sem ekki beygir sig þó að á móti bliási og gefst ekki upp, þó svo kllifa verði marg þritugan hamarinn. Enda undravert dags- verk sem Guðni hefur unnið og hefur þó ekki álltaf gengið heill til skógar. Guðni stundaði sjó- mennsku um árabil, bæði sunn- anlands og norðan og þótti rúm hans vel sikipað. Var hann þá oft- ast matsveinn. Eftir að Guðni hafði náð heilsu þá starfaði hann um hríð hjá Gunnl'auigi Stefánsisyni og fyrirtæki hans í Haifinarfirði. Guðm'undur bróðir hans lagði grundvöllinn að Efnagerð Hafn- arfjarðar og var Guðni hans önn ur hönd árum sannam. Þar kom að Guðni stofnaði sina eigin sæligætisgerð og gaf henni nafnið „Valsa“; myndarleg verk- smiðja að Melabraut 17, Hafnar- firði, búin mjög fullkommum vélakosti og framleiðir gæða- vöru. Enda er Guðni vandlátur og vill hafa sina hluti fullboð- lega hvar sem er. 1951 Urðu afgerandi straum- hvörf í einkalífi Guðna. Það ár mætti hann Jóhönnu Karlsdótt- ur Guðmiundsisoinar frá Valis- hamri í Geiradal. Þau urðu hjón og hófu búskap sinn í Hafnar- firði. Guðni er faðir 8 barna og eru þau: Ástgerður, gift Gísla Halldórssyni klœðskerameist- ara, Ingibjöng, gift Gunnari Þor- steinsisyni kaupmanni, Hrefna Norðfjörð, Þórey Borg, Guð- miundur Karl, Loftur, Sijlveig og yngst er Sigríður. Jóhanna hefur búið manni sínum og barnahópn- um stóra, failegt heimili að Móa- barði 20 B. En það heimili er kunnugt fyrir gestrisni og mynd arbrag. Ótaldar eru þær stundir er öll fjöllsikyldan sezt við hljóð- færi og tekin eru lögin hvert af öðru. Guðni er með söngeLsk- ustu mönmum, hefur næmt hljómiistareyra og hefur vítt raddsvið úr djúpum bassa í skæran tenor. Eru þess ekki mörg dæmi. Hamingja Guðna styðst at skiljanlegum ástæðum við flest af þvi sem upp hefur verið talið í þessari afmæliskveðju. Þó á hún dýpstar rætur i þvi sem enn hefiur ekki verið á bent. En það er bjargföst trú'arvissa er Guðnai hlotnaðist í líf sitt fyrir um 22 árum síðan. Þá frelsaðist hanrt og fór að elska Jesúm Krist. Þar stendur hamingja hans dýpstuim; róturn. Hann hefiur verið það lán* samur að kona hans og böm öll fyígja honum á þeim vegi. Ann* að er ekki eðlitegra. Sextugur er Guðni ekki á þeim brautum að gefast upp eða rifa segl. Áform hans mörg eru ekkl komin í höfn. Hugsjónamaður eins og Guðni á fyrirheit Drott* ins um að „sérhvað er hann tek* ur sér fyrir hendCr lánast hon- um“. Við vinir Guðna er þekkj* uim hann höfum þá trú að orðin rætist. Persónulega vil ég þakka þéf sextugum fyrir margar ógleym- anlegar samveruistundir, bæðl utanlands og innan. Þér hefi ég kynnzt sem sönnum fsraelita, sem ekki eru svík i. Drottimn blessi Guðna Guðmundsson t ókomnum árum. Þess Skal getið að Guðni verð* ur að heiroan í dag. Einar J. Gíslason. Helgi Kristjánsson, Ólafsvík: Hvers eiga starfandi gamalmenni að gjalda? t»að má e.t.v. segja, að það sé að beira í bakkafullan lækinn að ræða enm um skattabyrði elli lífeyrisþega samkv. núgildandi skattalögum. Þó lan.gar mig til að fara nokkrum orðum um þetta mál, ef vera kynni að þau gætu orðið til þess að benda mönnum enn frekar á hve hróp legt rangl’æti þarna er úm að ræða. Verður að ætla að við end urskoðun hinna nýju skattalaiga verði þetta atriði tekið til ræki- legrar endufskoðunar. Ég mirimist þess, að í siðustu kosn ingabaráttu töluðu ýmsir fratnbjöðendur núverandi stjórnarfiokka fjálglega úm það hve viðréi'snarstjórnin léki grátt þá þjóðfélagsþegna sem minnst mættu sin. Var þar mjög rsett um slæma afkomu gafnla fólksins. Eru mörgum mirinisstæðáir harðar atlögur, serri koihur tvær, sem voru i fra'mboði fyrir núverandi stjórn arflokka hér í Vesturlandskjör dæmif gerðu áð sumum keppi nautum sínurn við samanburð á laumwn þeirra og lifeyristekn- anna, sem gamla fólkið fékk greiddar. Voru þar viðhöfð ým- is stóryrði. Fannst mörgum kjós- andanum til um skeleggan mál- flutning hinna hjartagóðu kvenna og auðsæja samúð flokka þeirra, sem þær fylgdu að málum í garð þeirra, sem minni máttar teljast í þjóðfélag inu. Verður ekki annað séð en að máflatilbúnaður á borð við þanm, sem að framan greiniir, hafi átt sinn þátt í þvi að margt fóllk kaus aó breyta til og fá þeim völdin, er fegurst mæltu. En hvað um það. Núverandi rikisstjórn tók völd. Ekki leið heldur langur timi þar til hún hðfst han«da um að efna loforð- in og hækka bætur almanina- trygginiga. Það var svo ekki fyrr en tæpu ári síðar að í Ijós kom að böggull nokkur fylgdi skammrifinu. Gæzka og um- hyggjusemi hinna sjálfsikipuðu verndara lítilmagnans var að birtast mönnum til fuls. Skatt- skráin árið 1972 var komin út. Það væri synd að segja annað en að gamla fóifkið tæki tíðind- unum með stillingu. „Skeður miargt á langri leið.“ Þá bar á beizkju undir niðri og jafnvel háði: „Ekki gat rnaður nú séð þetta á þeiim, blessuðum þegar þeir gengu hér um frystihúsið,“ sagði einn gamli maðurinn við mig. Mér varð að orði að þarna væri sjálfsagt um mistök að ræða, sem yrðu lagfærð við fyrstu möguteika. Ég trúði þvi ekki frekar en margir aðrir að þetta væri það sem koma skyldi. Og reyndar stóð ekki á leið- réttingunni! En um hana er það helzt að segja, að hún er aumt yfirklór og kemur varl’a að gagrai nokkrum þeim eliilífeyr- isþega sem eitthvað getur og vill starfa. Til daamis átti einn verkamaðurinn, sem lagðir voru á nokkrir tugir þúsunda í opin- ber gjöld, að fá leiðréttiragu, sem nam eitt þúsund krónum! Aftur á móti ber að viðurkenna að þeir, sem allra verst voru settir, fengu nokkrar sárabæt- ur. Við Hraðfrystilhús Ólafsvíkur störfuðu s.l. ár 15 elliififeyrisþeg ar og námu launagreiðslur til þeirra 8%% af heildarlauna- greiðslum fyrirtækisins. Má af þvi einu sjá hve margt gamalt fólk starf’ar við frystiiðnaðinn og aðra fiskverkun í landinu öliu. Væri athugamdi fyrir ríkis stjómina að láta einhvern reiknimeistarann reikna út, hversu mikið það myndi kosta þjóðarbúið ef þessu vinrauafli yrði að verulegu leyti kippt út af vinnumarkaðraum fyrir óhóf- legar skattaálögur á sama tima og verið er að endurbyggja tog- araftotann og búast má við að au'kin þörf verði fyrir vinnuafl til úrvinraslu sjávarafla. Rök þau er hraíga að því að veita skuli gamla fóllkinu veru- tegt skattfrelsi eru mörg. Má þar nefina m.a.: 1. Er nokkur þjóðféflagsþegn betur kominn að skattfrelsi en gamalmennið, sem með áratuga striti hefir lágt fram sinn skerf til sköpunar þvi velferð- arriki, sem ísland er í dag? 2. Gamla fólkinu er hæfileg vinna brýn nauðsyn, ekki að- eins fjárhagsleg, heldur einnig andleg og líkamleg nauðsyn svo framarlega að geta feyfi. Má reikna með að vinna gamal- merana spari því opinbera veru- tegar fjárhæðir I mfinni þörf fyr ir hvildar- og elliheimili. 3. Gamla fólkið er starfsamt og iðið og fordæmi þess er holl- ur skóli fyrir nýMða á vinnu- mairkaðnum. 4. Geti gamalmenni lagt pen* inga til hliðar þá renna þeir peningar í flestum tilvikum inn i baraka og sparisjóði og verða þar að gagni þjóðfélaginiu 1 heild. Gamla fólkið eyðir ekki gjalideyri í kaup á imyndaðri af ’ slöppun á útlendum sjávar* ströradum. 5. Háir skattar geta ktemmt gamahnenni i órjúfanflegum víta hring eins og greiðslufyrir- komulagi opiniberra gjalda er nú háttað. Hver borgar skatta gamalmennis, sem leggja þarf nfiður vinnu vegna heilsubrests?, Er ekki heilsumissir raóg áhyiggjuefnd gömfium marani þó ekki bætist við varagoddin opin- ber gjöld? 6. Þjóðin má ekki við þvi a? missa dýrmætt vinnuafl frá sköpun gjaldeyrisverðmæta. Hér er fátt eitt talið. Þó hlýt- ur það að vera hverjum manni , ljóst, að hér þarf að spoma við fótum. Aíþiragi hlýtur að gera hér bragarbót á við endurskoð- un þá, sem heitið hefir verið á hiraum nýju skattalögum. Stuðn ingsmenn ríkisistjóm'arinnar! Játið mistökin og bætið úr þeim að fullu! Öðmm kosti verður að telja að það hafi verið „króikó- dllatár" sem kjósendur sáu glitta í á andlitum ykkar i síð- usbu kosningabaráittu. Helgl Kristjánsson Ólafsvik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.