Morgunblaðið - 14.11.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1972 1.3
Flugvélarrániö;
30 klst. ferðalag
endaði í Havana
- Ræningjarnir í höndum kúb-
anskra yfirvalda en farþegar og
áhöfn komin til Bandaríkjanna
Miami, 13. nóv. — AP.
• Ekki er enn vitað, hvað
kiibönsk yfirvöld gera við
flugvélarræningjana 3, sem
raendu farþegaþotu af gerð-
inni DC-9 frá Southern Alr-
ways sl. föstudagskvöld með
26 farþegiun og 4 manna
áhöfn. Ferðalag ræningjanna
endaði í Havana, en farþeg-
arnir og áhöfnin eru komin
til Bandaríkjanna, fiestir heil-
ir á húfi en þrír þó í sjúkra-
húsi, þar á meðai aðstoðar-
flugmaðurinn, sem einn ræn-
ingjanna særði skotsári.
• Ræningjarnir höfðu kraf-
izt sjö milljón dollara lausnar
gjalds fyrir gisla sína og vildu
auk þess fá 10 fallhlífar. Eitt-
hvert lausnargjald var greitt,
en þeir lentu í Chattanooga í
Tennessee, en ekki er ljóst
hversu mikið, fyrstu fregnir
hermdu, að þeir hefðu fengið
fimm milljónir dollara, aðrar,
að þeir hefðu ekki fengið
nema tvær milljónir. Hver svo
sem upphæðin var, hafnaði
féð í höndum kúbanskra yfir-
valda.
• Flugræningjarnir þrír eru
allir blökkumenn innan við
þritugt og allir eftirlýstir
glæpamenn. Tveir þeirra,
Henry C. Jackson, 25 ára og
Lewis K. Moore, 27 ára höfðu
verið kærðir fyrir nauðganir
og árásir á konur, en hvorug-
ur ennþá hlotið dóm.
Þeir höfðu komið fyrir rétt
12. okt. sl. en verið látnir laus-
ir gegn tryggingu. Skyldu þeir
síðan koma aftur fyrir rétt til
að svara fleiri ákærum 25.
ökt., en þá létu þeir ekki sjá
sig. Hinn þriðji, Melvin Charl
es Cale, 21 árs, frá Oak Ridge
hafði flúið 29. okt. frá vinnu-
búðum I nágrenni Nashville,
þar sem i haldi eru fangar,
sem afplána stutta refsivist
og er öryggisgæzla þar í lág-
marki, að sögn AP.
Flestir farþeganna voru æði
þreyttir og illa til reika eftir
nær þrjátíu klukkustunda
dvöl í flugvélinni við gífur-
lega spennu, þar sem þeir
gátu búizt við hinu versta,
hvenær sem var. Ræningjam-
ir höfðu itrekað sagt, að líf
farþeganna skipti engu máli
— og hótað' að skjóta, ef þeir
hreyfðu sig. Ræningjamir
voru vopnaðir byssum og
handsprengjum og höíðu tek-
ið öll völd í vélinni sl. föstu-
dagskvöld skömmu eftir flug-
tak frá Birmingham í Ala-
bama. Þegar förinni lauk í
Havana hafði vélin lent og
farið á loft átta sinnum.
Tvisvar létu ræningjarnir
lenda í Havana — í fyrra
skiptið höfðu þeir aðeins
tveggja stunda viðdvöl á flug-
vellinum þar. Þeir höfðu m. a.
krafizt þess, að Fidel Castro
forsætisráðherra Kúbu kæmi
um barð í vélina og talaði við
þá, en forsætisráðherrann neit
aði þvi — kom þó á flugvöll-
inn. Hins vegar segir eftir
fréttamanni AFP (Agence
France Press) í Havana, að
ræningjarnir hafi líklega orð-
ið órólegir, þegar þeir sáu
kúbanska embættismenn
reyna að umkringja vélina á
flugvellinum — og því hafi
þeir skipað flugmanninum að
fara á loft.
Næst var lent á McCoy-flug-
velli í Orlanda á Miami og elds
neyti tekið. Þar reyndu banda
rískir lcynilögreglumenn aft
stöðva flugtak þotunnar með
þvi að skjóta í lendingarhjól-
in. Það tókst ekki — og
gúmmíbitar úr hjólunum og
olíubrák var það eina, sem
þeir héldu eftir. Um hxið var
óttazt, að vélin hefði laskazt,
svo að hún hrapaði, en svo
fór ekki og skömmu síðar
lenti hún í Havana án þess
frekar drægi til tíðinda. Þar
gengu ræningjarnir kúbönsk-
um yfirvöldum á hönd, en af
hálfu bandarískra yfirvalda
hefur þeim tilmælum verið
beint til Kúbu, að mennimir
verði framseldir.
Síðdegis á sunnudag kom
önnur vél frá Southem Air-
ways til að ná í farþegana
og áhöfnina.
Talsmaður Southern Air.
ways hefur tjáð AP, að leit-
að hafi verið með vopnaleitar-
tsekjum í farangri allra, sem
fóru um borð í þessa vél og
sé með öllu óupplýst hvernig
ræningjarnir komust svo þræl
vopnaðir gegnum það eftinlit.
— Einkaher
Framhald af bls. 1
verja sig og sína gegn herskáum
mótmælenduin.
Talsmaður samtakanna sagði
að nýlega væri byrjað að skrá
menn í þennan nýja her, en þeir
reiknuðu með að fá um 20 þús-
und liðsmenn. Þeir munu svo
skiptast á uim að fara i eftirlits-
ferðir um hverfi kaþóliskra, til
að hindra að mótmælendur kom-
ist að þeim. Tateiinaðurínn sagði
að enm sem komið væri hefðu
þeir engar vopnabirgðir og
vildi ekkert segja hvemig á
þeim málum yrði haldið. Hann
lagði áherzlu á að hernum væri
aðeins ætlað að verja líf og eig-
ur kaþólskra, en ekki gera neins
konar árásir.
I>etta er ekki stríð
á milli sjómanna
sagði skipstjórinn á Ssafa
um þorskastríðið
Fleetwood, AP.
BREZKI togarinn Ssafa er nú
kominn heilu og höldnu til Fleet-
wood eftir að hafa lent í sjávar-
háska 148 milur SA af Vest-
mannaeyjum. Skipstjórinn, John
Dunne, sagði fréttamönnum að
hann hefði afturkallað hjálpar-
beiðni sína vegna þess að þeir
hefðu verið komnir úr hættu,
ekki vegna þess að hann óttaðist
að vera handtekinn á fslandi.
Hann bað fyrir kveðjur og þakk-
læti til íslenzku Iandhelgisgæzl-
unnar, og var bituryrtur um
þorskastríðið:
— Þetta sýnir okkur hve
þorskastríðið er vitlaust. Islenzikt
varðskip var á leið til að veita
okkur aðstoð, ef við þörfnuðumsf
hennar. Þetta sýnir betur en
nokkuð annað, að þorskastriðið
er ekki á miUi sjómanna, heldur
rikisstjórna.
Raymond Brooks, var við stýr-
ið þegar brotsjórinn reið yfir
Ssafa. — Sjórinn var að minmsta
kosti 15 metra hár og hann sóp-
aði mér af brúnni. Skipið valt á
hliðina og það var kraftaverk að
það skyldi reisa sig upp aftur.
Við horfðumst aliir í augu við
dauðann.
Islenzíka landhelgisgæzlan hef-
ur nú fengið þakkarskeyti frá
skipstjóranum og áhöfninni á
Ssafa, Hewit Fishing Co. Ltd. og
fiskiðnaðinum i Fleetwood, fyrir
einlæga og óeigingjarna aðstoð
við Ssafa.
„Þeir gera allt sem þeir geta
til að flýta fyrir dauða mínum66
- sagði skáldið Galanskov í síðasta bréfi sínu.
Lézt í sovézkum vinnubúðum eftir skurðaðgerð, sem
óþjálfaður læknir, samfangi hans, annaðist
SVO seim frá hefur verið
skýrt í fréttum lézt nýlega í
sovézkum viunubúðum skáld-
ið Yuri Galanskov, sem árið
1968 var dæmdur í sjö ára
vinnubúðavist fyrir meinta
andsovézka starfseimi.
Fréttamaður Associated
Press fréttastofunnar í
Moskvu seindir frá sér eftir-
farandi frásögn nndir fyrir-
sögninni „BRÁÐABIRGÐA-
RANNSÓKN Á LÁTI SOVÉT-
BORGARA“.
Nafn hirus látna:
Yuri Timofeyevich
Galanslkiov.
Aldur: 33 ára.
Staða: skáld.
Sáðasta starf: famgi, vann
við að sauma vettlinga.
Síðasta utanáskrift bréfa:
Zih Kh 385-17a Potma
Mordovian USSR.
Dánardægur: 4. nóv. 1972.
Dánarorsök: Skýrist hér á
eftir:
Galanskov kom fyrir rétt í
j anúarmájmiði 1968 ásamt
þrernur öðrum manneskjum
— þar á meðal Alex Ginz-
burg — sem sakaður var um
andsovézka starfsemi. Hann
hélt eindregið fram sakleysi
sínu.
í varnarræðu sagði lögfræð-
inigur Galaraslkovs, D. P.,
Kaminskaya meðal annars:
„Ég bið réttimin að gleyma
því ekki, að Galanákov er fár-
sjúkur maður. Hann er hald-
inm krabbatnekii í maga og
það veldur honum miklum
þjámihgum. Þetta er stað-
reynd, staðfest í skýrslu
lækmanefndar, sem fylgir
öðrum skjölum varðandi þetta
mál.
Galanskov var dæmdur í
sjö ára vinmubúðir í Potma
fangabúðunum. Ek'ki reyndist
hanm sovézkum yfirvöldum
ákjósanlegasti fangi. Hann
skrifaði undir bréf, þar sem
mótmælt var ýmsum reglum
vinmubúðanna og tók þátt í
nolklkrum humgurverkiöllum.
Fangafæðið varð ekfci til að
bæt.a líðan hians og vitað
er, að hanm var a.m.k.
einu sinni áður um hríð i
sjúkrahúsi. Vitneskja um líf
Galanskovs í fangabúðunum
síðustu mánuðina, sem hanm
lifði, er fengim frá nokkrum
vimum hans. Þeir herma, að
fjölskylda hans hafi oft skrif-
að yfirvöldum og beðið um,
að Galanskov femgi læknis-
hjálp, því að hann væri veik-
ur, en jafnam fengið það svar,
að hann væri við beztu heilsu.
í júní sl. heknsótti móðir
Gaianskovs hann í famgelsið
og færði honum þá hunangs-
krukku. Um þær mundir
kvartaði Galanskov um sárar
þrautir, einfcum á morgnana
og hann saumaði ekki það
magn vettlinga yfir daginn,
sem til var ætlazt. Einn starfs-
manna fangabúðanna bannaði
móður hans að gefa homum
hunangið og sagði: „Hann er
Yuri Galanskov
ekki veikur, hann er aðeins
slæpingi, sem veigrar sér við
vinnu.“ Öðru sinei viðhafði
annar starfsmaður i fangabúð-
unum, nefndur Shakh, þau
ummæli að „það er ekkert
að honum annað en að hann
er sfcáld og hugsar of mikið
um sjádfan sig.“
EVTÚSJENKO
OF ÖNNUM KAFINN
FYRIR nærfellt ári báðu
nokkrir vinir Galanskovs
skáldið Evgeni Evtusjenko
um að beita áhrifum símum
til þess, að Galanskov fengi
læknishjálp. Evtusjenko er
enn í náðinni hjá sovézkum
yfirvöldum, ljóð hans fást
birt og hann hefur fengið
leyfi til að ferðast um í heim-
inum i—hann sagðist vera of
önnum kafinn, þegar liðsinnis
hans var leitað — hann þyrfti
að fara til Chile.
Galan&kov sjálfur hefur
ekki fengið ljóð sín birt í
heimalandi sínu. Árið 1961
skrifaði hann eitt áf fyrstu
neðanjarðarritunum — Samiz-
dat — sem síðan hafa verið
fastur þáttur í bókmenntalífi
Sovétríkjanna en ávallt leyni-
legur.
Galanskov er friðarsimni og
í þessari Samizdat útgáfu
hans ,Fönix ’61“ bjrrjar eitt
ljóða hans svo:
„Moskva
New York
Kaiiro
fordæma stríð
En hrjáður heimurinn
heldur áfram að snúast
á fallbyssuhjóli
eims og íkorni . . .
Slífcan hugsunarhátt töldu
sovézk yfirvöld merki vitfirr-
ingar og sendu Galanskov á
geðveikrahæli. Þar var hann
hins vegar úrskurðaður and-
lega heilbrigður og látinn
laus.
Firnim árum síðar kom önm-
ur Samizdat útgáfa frá Gal-
anskov Fönix ’66 „þar sem
gagnrýndir voru ýmsir þætt-
ir sovézks þjóðlífs, meðal
annars gagnrýndi hann þar
harðlega skáldsagnahöfund-
inn og Nóbelsverðlaunahaf-
ann Mikhail Sholokov, sem
hafði formælt hinni leynilegu
útgáfusitarfsemi sovézkra rit-
höfunda og kallað hana „svik-
samlega".
„Þú — sikrifaði Galanskov
í Fönix ’66“ — þú, borgari
Shokolov, ert e'kki lengur rit-
höfundur. Þú varst einu sinni
skáldsagnahöfundur í meðal-
lagi, en það er langt síðan þú
hættir að vera einu sinni það
— nú ertu venjulegur pólitísk-
ur lýðskrumari“.
Skömmu seinna, í janúar
1967 var Ga'anskov handtek-
inn.
PRÓFESSORINN
KOM OF SEINT
í september sl. tókst Gal-
anskov að koma frá sér bréfi,
þar sem hann sagði: „Ég er
að deyja . . . þeir gera allt
seim í þeirra valdi stendur til
að flýta íyrir dauða anín-
um . .
Hinn 18. október var hann
skorinn upp við æxli —
skurðaðgerðin var að vísu
gerð á sjúkrahúsi fangabúð-
anma en hana framkvæmdi
einn af föngunum, læknir,
sem hafði enga þjálfun í
skurðlækningum. Galanskov
fékk lífhimnubólgu eftir að-
gerðina. ítrekað var þess far-
ið á leit, að hann fengizt
fluttur á almennan spítala 17
krn frá vininubúðunum en því
var harðlega neitað. Ekki
fékkist heldur leyfi til að leita
læknis utam vinnubúðamna
fyrr en loks, að prófessor í
læknisfræði frá Moskvu fékk
að koma til hams, — en það
var þá of seint. Galanskov var
látinn, þegar læknirinn koom.
5. nóvember, daginm eftir
að hann dó, var fjölskylda
Galanskovs flutt til vinnubúð-
anna. Henni var tjáð að síð-
ustu þrjá dagana, sem hann
lifði hefði ha.nn verið nærður
á soðnum eggjum.
Sama dag var ha.rm graf-
inn í kirkjugarði Barashevo-
þorpsins, gegnt vinnubúða-
spítalanum og embættismenn
gáfu góðfúslega leyfi til þess
að kross væri settur á leiði
hans í stað venjulegs skiltis
með númeri grafarinmar.