Morgunblaðið - 14.11.1972, Page 17
MORGU'NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1972
17
EFTIR ELÍNU PÁLMADÓTTUR
NÝLEGA var haldinn hér mjólkiur-
dagur, hel'gaður því verkiefni að
kynna skyr og auka notkun þess og
söl'U — þá væntanlega á erlendum
markaði sem innliendum. Er m,a. efnt
til samkieppni utm nýjar aðferðir til
skyrnotkunar. Ein slík hugmynd
hafði þó forskot og sé ég ekki að aðr-
ar séu líklegar tiil að keppa við hana.
Þ>að er sú aðferð að nota skyr til að
sletta þvi. Bæði gefur það mögU'Ieika
til notkunar á geysimiklu maigni og
er ákaf'lega áhrifarikt, ef dæma má
eftir fyrstu tiiraun. Auk þess gæti
þetta orðið til stórbóta fyrir heiims-
menninigiuna. Höfundur gæti jafinvel
orðið hlutgengur í samkeppninni um
friðarverð'laun Nóbels.
Huigsið ykkur til dæmis, ef all'ir
þeir hermdarverkamenn, sem varpa
sprengjuim til að fá máii sínu fram-
gengt eða vei'fa til þess byssum í
fluigvéltum, tækju nú upp á því að
sletta islenzku skyri í staðinn. Að-
flerðin virðist bæði fljótvirkari og
áhrifaríkari — ag mun hættuminni.
Sé ekki notað nýjá bláberjaskyrið,
má einfaiMilleiga þvo það af sér — og
enginn liggur dauður eftir í valmum.
Með réttri kynningu á erlendum
mörkuð'um, ætti að vera hægt að
aufca skyrsöluna um viða veröld.
Vafasamt að alilar kýr á íslandi
mund'U duga til að framleiða ail't það
magn, sem hermdarverkamenn gætu
nýtt. Enda fer þeim fjölgandi i beirn-
inum og markaðurinn vaxandi.
Þessu er rétt skotið hér fram, án þess
að nokkur rétbur sé áskilinn til hinna
„myndarlegu verðlauna". Enda höf-
uindairréttur- þegar tekinn.
★ ★ ★
Vík ég þá að öðru og ómerkara mál
efni. Spekinguir fann það einhvem
tíma út, að margt smátt gerði eitt
stórt. Ótal smá þægindi ættu eftir
því að geta safnazt saman og úr orð-
ið gott og þægilegt lif. Þetta fékk ég
raunar að reyna á ýmsan hátt í ný-
afstöðmu ferðalagi. Tel ég hér upp
nakkra þætti, sem stuðliuðu að þvi
að bæta mér Mfið.
Morgunblöðunum var á hverjum
morgni stungið inn undir hurðina kl.
6—7 á morgnana í hótelherbergjun-
um i Singapore. Árrisult fólk gat því
lesið blaðið sitt í rúminu.
í hverju hóteliherbengi í Ástraliu
bíður gestsins bakki með rafmagns-
hitakönmu, bolUa, sykri og púður-
mjólk, auk tepoka eða púð'urkaffis,
svo gesturinn geti hvenær sem hon-
uim þókn.ast hitað sér sopa. Þetta er
ákaflega notaliegt og kreflst ekki und-
anfarandi umþenkinga uim fágætan
gjaldeyri, áður en pantaður er þjónn
með rándýrt káffi úr eldhúsinu, bíð-
andi eftir ríflegu þjórfé.
í flestum þeim hótelherbergjum,
sem ég var í, var lika sjónvarp. Og
i flestuim einniig isskápur, til að
geyma í kalda gosdrykki og annað.
En slíkt skiptir að sjálf'sögðu mieira
máli í hitabeltinu en hér nqrður frá.
En hér eru lika ótal hlutir, sem
geta létt lífiið og gert það þægilegra
þó að ekki sé í hótelherbergjum. Fyr-
ir nokkruim árum dáðist ég t.d. oft að
sbeyptu gryfjunni við Hafnarf jarðar-
veginn, siem sýnilega gerði svo mörg-
um Hafnfirðingum Mfið léttara.
Þessi gryfja hafði þá kosti að hægt
var með góðu móti að leggja bíl yfir
henni og ganga svo undir bilinn til
viðgerða. Svona þarfaþinig er ekki á
hverju strái og bilstjórar kunnu sýni-
Lega að meta það. Þarna stóð ávallt
bifreið og maður bograndi undir
henni, þegar maður ók suð-
ur Hafnarf jarðarveg. AMrei koim
ég því þó í verk að hefja
herferð fyrir því að öll bæj-
arfélög á landinu sæju ibúuim sínum
fyriir svona afbragðs þjónustu, sem
ekki einu sinni þurfti að kosta skatt-
borgarana milljónir, einis og flestar
aðrar framkvæmdir, en gat sparað
iaighentuim bileigenduim viðgerðar-
kostnað. En viti menn, einn góðan
veðurdag sá ég að búið var að fylla
upp í þesisa ágætu gryfjiu. Og nú
liggja sjálfsagt alMr þeir, sem þarna
höfðu vinniuaðstöðu, á göbunni undir
bil'num símum, ef þeir hafa ekki alveg
gefizt upp á að gera við hamn sjálfir.
Annað gefcur líka verkað alveg öf-
Uigt. Samansöfnuð óþægindi geba orð-
ið að einni allsherjargremju. Eins
og tii dæmis, þegar stöðumælagjaM-
ið hækkar, án þess að nægilegt magn
sé í uimferð af viðkomandi skipti-
mynt. Þanniig var það, þegar gjaldið
hækkaði i fimm krónur. Þá voru
nienn sífellt i fimm krónu hallæri.
Liggur við að svo sé enn. Að minmsfca
•kosti er buddan alltaf fuil af krón-
uim, þegar l'eggja á bílnuim við stöðu-
rriæli, meðan þar finnst i hæsta lagi
einn fiimimkall. Maður freistast því
tii að treysta því að erindið taki ekki
nema 15 mínútur og situr svo uppi
með 200 króna stöðumælasekt. Þvi
aldrei bregðast verðir laganna, þeg-
ar bi'lil stenduir við. útrunninn stöðu-
mæli.
Annað dæmi eru þunmu pappirs-
pokarnir, sem mjólkurbúðirnar
leggja til, þegar einhvern vantar
inrakaupatösku — þessir sem hyrn-
uirnar stinga umsvifalauist hornimu
út uim og rífa. Margur mjólkurpott-
uirinn hefur farið þar í götuna, enda
afsafca afgreiðsliustúlkurnar pokana
í hvert sinn, sem þe'.r byrja að rifna
inni í búðinni um leið og þær stinga
hyrniurauim í þá. Það gera þær kurt-
eislega ár eftir ár. Ef öl)l sú gremja,
sem pokar þessir hafa valdið í mörg
ár, væri kominn i einn stað, væri það
herjans mikil gremja. En sem betiur
fer dreifast þessi óþægindi á lif
margra, þvi þunnir pappírspokar
verða sjál'fsagt við lýði undir þesisar
ólögulegu mjóiteuirhyrnur u>m allia ei-
iífð. Það er víst eiras og eitt af þess-
um óumbreyt.ain.leguim náttúrulögmál
um.
En sem betur fer eru mörg smá-
þægindin, sem létta lífið, og gera það
sæmilega notalegt.
JÓHANN HJÁLMARSSON j-STIKUR
HVAÐ ER SÚRREALISMI?
GALLERl Súm við Vatnsstíg er ekki
glæsilegur sýningarsalur og heim-
koman þangað er vægast sagt óhrjá
leg. Fyrst er farið gegnum mjótt
sund, þar sem öskufcunnur eru hélsta
augnayndi, síðan er klöngrast upp
lífshaettulegar tröppur. En það er vel
þess virði að leggja á sig að komast
alla leið inn í sýniragarsalinn. Þar eru
oft athyglisverðar sýningar.
Um þessar mundir sýnir ung lista-
kona málverk sín i Gallerí Súm. Hún
heitir Þorbjörg Höskuldsdóttir. 1 mál-
verkum Þorbjargar, eins og til dæmis
Snæfellsás (Úu) og Messu, er stefnt
að því að tengja íslenskt landslag og
ýmis fyrirbrigði nútímalífs með sér-
kennileguim hætti. Það er yfir sýn-
ingu hennar skáldlegur blær og ein-
hver leit, sem verkar sannfærandi á
áhorfandann. Þótt verk listakonunn-
ar séu augljóslega í mótun, enn sem
komið er, hefur hún þegar náð góð-
um árangri, enda hefur ekki staðið
á áhuga almennings á verkum henn-
ar.
Málverk Þorbjargar Hðskuldsdótt-
ur eru til vitnis um fígúratífa endur-
reisn í myndlist, gamalkunnir hlutir
hafa aftur orðið hluti málverksins.
En þvi ber samt ekki að neita, að
heimsmynd listakonunnar er að
nokkru sundurleyst, ruglingsleg, fálm
andi. Þessi umsögn á enn betur við
um annan ungan listamann, Gunnar
Öm Gunnarsson, sem sýnir í kjallara
Norræna hússins. Haran á sér læri-
meistara, Francis Bacon frá Englandi,
eins og margir ungir listamenn nú á
tímum. Bacon hefur með myndum sín
um haft mikil áhrif á þróun myndlist
arinnar. En Gunnar örn Gunnarsson
er nægilega sterkur listamaður til að
fara einnig eigin brautir. Eins og
bent hefur verið á skyggir það nokk-
uð á sýningu haras hve myndimar eru
margar og líkar, færri myndir hefðu
notið sín betur. I myndum Gunnars
er oft óhugnaður og situr þá mann-
legt hold í fyrirrúmi. í myndum hans
er manneskjan svipt sinni viður-
kenndu mynd, hún afklæðist, er tætt
sundur, á sér lítinn eða engan grund-
völl til að standa á. Hver segir að
þetta sé ekki rétt lýsing listamanns
á þeiirn heimi, sem við blasir?
Valtýr Pétursson, listmálari og list-
gagnrýnandi Morgunblaðsins, skrif-
aði nýlega um sýningar þeirra Þor-
bjargar og Gunnars Arnar. Margt
var að vonum vel athugað i grein
Valtýs og hann virtist gera sér grein
fyrir verðleikum þessara ungu lista-
manna. En það var eitt, sem kom
mér á óvart i grein hans, eins fróður
maður og hann er. Það var umsögn
hans um súrrealismann í sambandi
við vinnubrögð listamannanna. í upp
hafi greinar sinnar, segir Valtýr, að
hið merkilega við sýningarnar tvær
sé, „að með nokkrum sanni mætti
flokka þær báðar að einhverju undir
súrrealisma“. Valtýr kveðst efeki
muna eftir slíku fyrirbæri í ljstalífi
borgarinnar áður. Síðan heldur Val-
týr áfram: „Það er ef til viil heldur
mikið sagt, að þessar sýningar séu
súrrealistískar, en áhrif frá þeirri
góðu, gömlu stefnu eru svo auðsæ
hjá þessum listamönnum, að ég von-
ast til, að þau Þorbjörg Höskulds
dóttir og Gunnar Örn Gunnarsson
fyrirgefi mér að minnast á það.“
Nú ætti Valtýr Pétursson að vita
að súrrealismd i myndlist lifir enn
góðu lífi og frægari listamenn en þau
Þorbjörg og Gunnar Örn telja sér
það síður en svo til vansæmdar að
taka mið af súrrealisma í myndsköp-
un sinni. Satt að segja er hin svo-
nefnda popplist til dæmis, að mörgu
leyti arfur frá súrrealisman'um.
Um Þorbjörgu segir Valtýr Péturs-
son: „Hugmyndaheimur listakonunn-
ar og raunveruleiki eru ofin saman á
ljósan og skiljandegan hátt, þannig
að ekki verður um óskiljanlegan
hrærigraut tákna og sérvizku að
ræða. En eiramitt þetta atriði hefur á
stundum orðið nokkuð örlagaríkt fyr
ir þá, sem endilega vilja vera súrreal-
istar án þess að skilja, hvað þeir eru
raunveruiega að gera.“
Nú vita flestir, sem eitthvað hafa
kynnt sér listir, að súrrealisminn er
tjáning undirvitundarinnar; í honum
er ekki stefnt að því að draga fram
skiljantega hluti, staðfesta það, sem
öllum er ljóst. Súrrealistarnir ein-
beittu sér löngum að könnun hins
dularf ulla, drógu fram hið ósjálfráða.
Þess vegna skildu þeir raunverulega
ekki alltaf það, sem þeir voru að
gera, nema þá hálfum skilningi. En
af grein Valtýs ræð ég það, að súr-
realisti verði að skilja hvað verk haras
merkir, samanber „óskiljaralegan
hrærigraut tákna og sérvizku“, sem
Valtýr nefnir, Gaman væri að Vaitýr
Pétursson nefndi einhver dsami um
þá, sem endilega vilja vera. súrreal-
istar án þessa margumrædda „skiln-
ings“ hans. Ég er hræddur um að sá
listi yrði nokkuð langur. En af því að
Valtýr talar um súrrealismann sem
hina góðu, görnlu stcfnii, held ég að
hann hefði frekar átt að óska hinum
ungu listamönnum til hamingju með
súrrealískar tilhneigingar þeirra í
staðinn yrir að biðjá þau afsökunar
á að orða þau við súrrenlisma.
Það, sem mestu máli skiptir, er að
hver listamaður hafi eitthvað nýtt og
upprunalegt að segja frá eigin
brjósti. En að mála mynd eins og
súrrealismi hafi ekki verið til, held
ég að sé óhugsandi. Vafalaust er Val-
týr Pétursson á sama máli og ég um
það þrátt fyrir umræddan klaufa-
skap í fyrrnefridri grein sinni.