Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Greíið út aí Alþýðullokknum. 1920 Laugardaginn 7. ágúst. 178. tölubl. Nýtt Evrópustríð i aðsigi? Khöfn, 6. ágúst. Frá Warschawa er sfmað að bolsivíkar heimti að Pólverjar semji jafnframt frið við þá, um leið og þeir taiist við um vopnahiésskilmála j' Minsk. Pólska stjörnin flúín? Sagt er að pólska sjórnin sé flúin frá Warschawa til Krakau. Pólverjar biðja bandamenn um leyfi! Frá París er símað að Pólverjar hafi beðið bandamenn um leyfi til þess að semja nú þegar sérfrið við bolsivíka. Miklar bollaleggingar eiga sér stað milli Frakka og Englendinga um hvað gera skuli í Póllandi. Haldi bolsivíkar fast við að vilja semja sérfrið við Pólverja, verður hætt við friðarfundinn í London. Fara bandamenn i stríð? Frá London er símað að England og Frakkland búi sig undir að senda herlið til Póllands; jafnframt er sagt að Kamenefif og Krassin búi sig undir að halda á brott úr Englandi. Þjóðverjar lýsa hlutleysi. Þjóðverjar hafa lýst yfir algerðu hlutleysi sínu. 3rlanð. Khöfn, 6. ágúst. Frá Löndon er sfmað að nefnd leiðandi mönnum frá suðujhluta ^flands sé komin til borgarinnar bi þess að semja við ensku stjórn- •na um sjálfstæðismálin frsku. 09 Khöfn, 6. ágúst. Frá London er símað að bolsi- v,kar hafi eklci svarað skeyti ^ndamanna, dags. 29 júií um ^ilyrðín fyrir friðarráðstefnunni í °ndon. Hefir bolsivíkum verið Set>t nýtt skeyti, þar sem banda- Jí'cnn hregða þeim um að þeir l!lab ekki haidið orð sín. Alvarlegar samningsumleitanir fóru fram í gær milli Lloyd George og bolsivikasendimannanna Kame- nets og Krassins. 6röði eða gap? Jón: Hvað var eiginlega meint með því sem stóð í Alþýðublað- inu um daginn, að jafnaðarmenn vildu að framleitt væri til gagns, en ekki til gróða? Skúli: Það skal eg segja þér, og líttu nú á: Eins og skipun þjóðfélagsins er háttað nú, þá er það vonin um gróða sem stjórnar framleiðslunni. Þegar einhver vara er framleidd, þá er ekkert tillit tekið til þess hvort þjóðfélaginu sé fyrir beztu að hún sé búin til eða ekki, heldur er hún framleidd af þvf að einhver atvinnurekandi sér sér leik á borði til þess að græða á því Það er þvf ekki framleitt til gagns fyrir þjóðar- heildina, heldur til gróða fyrir ein- staka menn, sem vanalega eru rfkir fyrir. Jón: En fer það þá ekki æfin- lega saman, að atvinnurekandinn græði mest á því sem er til mestr- ar gagnsemi fyrir almenning? Skúli: Nei það er langt frá því. Þvert á móti græðist vanalega mest á því sem minst gagn er að fyrir almenning. Því óvandaðri sem framleiðandinn hefir vöruna, þvf meir græðir hann. En hann má auðvitað ekki hafa hana svo óvand- aða að fólk sjái að varan sé svik- in, þvf þá hættir það að kaupa hana. Það er enginn atvinnurekandi sem framleiðir vöru af því að þjóðfélagið þarfnist hennar, og þegar framleidd er sú vara sem þörfin er mest fyrir, þá er það af þvf að atvinnurekandinn álftur að hann græði mest einmitt á þvf. Jón: En það sem atvinnurek- endur græða mest á að framleiða hlýtur oft að vera einmiit það sem mest gagn er að fyrir al- menning að sé framleitt. Skúli: Já, það er auðvitað, en við jafnaðarmenn erum ekki svo lftilþægir fyrir þjóðfélagið að við séum ánægðir með það. Við vilj- um að öll framleiðsla fari fram með það fyrir augum, að það sé til gagns fyrir þjóðina. Við jafnaðarmenn erum þess fullvissir að þessn sé ekki hægt að breyta meðan einstakir menn eiga framleiðslntækin. Þess vegna viljum við að þjóðin eigi framleiðslntækin, eða að minsta kosti meirihluta þeirra, svo hægt sé að útrýma fátœktinni ineð því að gefa hverjum einum sem vill vinna tækifæri á þvf að fá nóga vinnu, og svo sæmilega borgaða, að hann geti vel framfleytt á henni fjölskyldu, án þess þó að þurfa að vinna eins og þræll, eða sér til heilsuspillis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.