Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Afgreiðsla blaðsins er í Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Síml 988. Auglýsingum sé skilað þangað eöst í Gutenberg í sfðasta lagi kl. 30, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Jón: En ef einhver ekki vilí vinna ? Skúli: Ja, þá hann um þaðl Við jafnaðarmenn segjum með postulanum Páli (sem sumir segja að hafi verið hinn fyrsti bolsivíki) að sá sem ekki vill vinna, eigi ekki heldur mat að fá, en við viljum láta þetta ná einnig til þeirra sem erft hafa peningahrúgu og pípuhatt. Jón: En gamalmenni og mun- aðariaus börn? Skúli: Já hvernig er farið með þau nú? Hvað liggur fyrir útslitnu gamalmenninu og munaðarlausu börnunum nú? Ef allir hugsuðu um það, kæmust jafnaðarmenn tafarlaust í meirihluta, og gætu farið að breyta þjóðfélaginu sara- kvæmt kenningurn sínum. En meinið er að fjöldinn er hugsun- arlaus ennþá. Jón: Ojá, það er nú satt. Skúli: Ji, og þú kaupir auð- valdsblaðið, blaðið sem fiskhring* urinn og aðrir stórfiskar þessa lands haida út til þess að berjast á móti því að tollunum sé létt af alþýðunni og að kaupið sé hækk- að, og það sem meira er: þú trú- ir því sem auðvaldsblaðið segir, þó þú vitir anda þess í garð al- þýðunnar. Hugsaðu nú um þetta, og vertu nú sælll Sápan og netin hans Sigurjóns. Alþbl. var búið að fá Laug- konu tii þess að láta uppi álit sitt um »Seros“ sápuna. En þegar til kom mátti hún ekki vera að því. í sinn stað sendi hún son sinn til Alþbl. og sagði hann að hún hefði beðið að heilsa og segja „að sápan væri bara góð.“ Sápuverksmiðjan „Seros“ er ekki ókunn lesendum þessa blaðs, því í vor birti það viðtal við Sig- urjón um hana Það sem sápuverksmiðjan býr til er þetta: blautasápa, stanga- sápa (tvær tegundir), sápuspænir, vagnáburður, ullarolía (lopaolía) og gólfvax (þ. e. til þess að „bóna“ gólf með), í viðlögum má hafa það til þess að gera gula skó gljáandi með, og lfklegast geta stúlkurnar notað þetta framan í sig, ef þær verða uppiskroppa með „púððer“. 1 netaverksmiðju Sigurjóns eru búin til allskonar net Á sýning- unni eru sýnd sfldarnet, þorskanet, pokagildra (fyrir silung og lax) og botnvarpa1; en vitanlega er Báran ekki nógu stór til þess, að hægt sé að þenja hana þannig út, að vel sé hægt að gera sér í hug arlund hvernig hún fari í sjó, fyrir þá sem ekki vita það. En úr því er bætt með lítilli botnvörpufyrir- mynd, sem hangir í loftinu. Ann- ars eru sjálfar botnvörpurnar frá Sigurjóni slfkar fyrirmyndir, að Englendingar eru farnir að taka upp lagið sem er á þeim, en síðan rífa þeir þær langtum síður. Um sýningu Sigurjóns má yfir- leitt segja: lítil en lagleg. A. B Vilhjátmnr Stejánsson. Vilhjálmur Stefánsson norðurfari hefir dvalið hér í bæ um vikutíma. Hann var hér í verzlunarerindum. Hefir félag myndast á Englandi, til að koma á fót hreindýrarækt á landsvæði því hinu mikla á Baf- finlandi, sem hann tók á leigu frá stjórninni. ÆtLr félagið að kaupa hreindýrahjarðir frá Noregi og flytja vestur. Stendúr Vilhjálmur fyrir félagsmyndun þessari, og fór hann þeirra erinda til Englands í vor. Lfklegt er talið að Hudsons- flóa félagið muni setja upp sölu- búð þar norðurfrá, ög verður það þá norðlægasti verziunarstaður í Ameríku. Senn er von frá stjórninni í Ott- awa á nýju landabréfi yfir heim- skautalönd Amerfku, og verða þá sýndar á því landabréfi eyjar þær er Vilhjálmur fann þar norðurfrá. Eru þær allar enn óskírðar, en hann sagði oss, að Ifk]ega myndi hann gefa sumum þeirra eitthvert nafn úr fornsögunum. Norðurströnd- in verður og öll táknuð eftir mæl- ingum hans og rannsóknum. Sýnir sig þá bezt er landabréf þetta kem- ur út, hve miklu verki hann hefir afkastað þar í þarfir landfræðis- legrar þekkÍDgar. Landabréfið ætti að verða fróðlegt og kærkomin eign, eigi sízt íslendingum. Því af þessu Bjarmalandi hinu vestlæga eru fáar sagnir til, þangað til Vil- hjálmur kom þangað, og allar hug- myndir um legu landa þar norð- urtrá mjög á reiki og óglöggar. Eigi kvaðst Vilhjálmur mýndi geta farið til íslands á þessu ári, en sagði sig langa til að fara þahg- að við fyrstu hentugleika, Bók um hina síðustu ferð sína norður (1913; —1918) er hann að enda við að skrifa. Býst hann við að bókin verði fullptentuð á komandi hausti, Og verður húh gefin út saöitfmis í New Yörk, Toronto og á Englandi. — Héðan fór Vilhjálmur austur .tif Ottawa um tniðja vikuna. Hkr. 30/6 Jlesta mannvirki heimsins. Stórskipaleið ráðgerð inn r miðja Ameríku. Danski ræðismaðurinn í Chicago tilkynnir í skýrslu til utanríkisráð- herrans danska, að heljarfyrittæki sé á döfinni, sem óhætt megi telja umsvifamesta yerkfræðilega fyrirtækið, sem enn hefir verið byrjað á í heimi hér. Það er hvorki meira né minna en að tengja hin miklu stöðuvötn Norður-Ameríku við Atlantshafið, með siglingaleið sem fær sé stærstu flutninga- og farþegaskip- um heimsins, alla ieið til Chicago og annara mestu kornbæja Ame- ríku Þetta má verða á þann hátt, að St. Lswrercefljótið er dýpkað milli Ontaríovatnsins og Montreal- bæjar. Áætlað er að verkið muni kosta 110 miljónir dollara. Bandarfkja- og Kanadastjórn- irnar hafa skipað nefndir til þess að rannsaka þetta nánar og full- gera frekari áætlanir. Koroist þetta í kring, sem ástæöulaust er að efast um, styttist leiðin til hafs mjög mikið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.