Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUULAÐIÐ 3 Vanti yður bifreið, þá gjörið svo vel að hringja °S þar með til Evrópu. Farm- gjöld ættu að geta lækkað og mikfu meira mætti flytja út af korni frá Chicago og Duluth en nú er gert, og auk þess gengi titflutningurinn miklu fljótar. „Kl. 5.“ Vestmannaeyja. Vikingi boðið til Eyjanna tii þess að keppa í knattspyrnu við Eyjarskeggja. 14 þ. m. ætla Vestmannaey- ingar að halda hjá sér þjóðþátíð °g byggjast að gera hana sem bezt úr garði. Meðal annars hafa þeir boðið knattspyrnufélaginu »Víking« að koma til Eyjanna og heyja kappleik við knattspyrnu- félag Eyjaskeyggja. Hefir „Vík- ingur“ brugðist drengiiega við og fara 10 menn úr honum og 4 úr »Fram“ til Eyjanna, líklega á Gullfossi, ef hann fæst til að koma þar við, sem líklegt væri. Ýmsir ór kappliði »Víkings« eru ekki hér í bænum og er það þess vegna að „Framarar" eru með í förinni. Þeir sem fara eru, úr Víking: Páll Andresson, Helgi Eiríksson, Þórður Albertsson, Gunnar Bjarna- son, Einar B Guðmundsson, Val- ur Gíslason, Indriði Waage, Björn Eiríksson, Hallur Jónsson og Axel Andresson, sem verður formaður fsrarinnar og dómari. Úr „Fram“: Kjartan Þorvarðarson, Gísli Páls- son, Júlíus Pálsson og Eiríkur Jóns- son. Að mótinu loknu er fyrirhugað að þeir félagar verði fluttir í land bl Eyrarbakka á mótorbát og Þaðan koma þeir hingað á bif- reiðum. Þetta mun í fyrsta sinn, sem knattspyrnumenn héðan úr bæn- 01 sækja heim önnur héruð, og Vaín betur að það yrði ekki í síð- asta sinn, því fyrst knattspyrnan er nú orðin eins útbreidd hér á *andi og raun ber vitni um, þá er sjálfsagt að iðka hana sem bezt °8 réttast; en einmitt fjarlæg fé- læra mikið hvort af öðru. Hér skal engu spáð um úrslit þessa kappleiks, en með honum fá Vestmannaeyingar tækifæri til þess að sýna, hve langt þeir eru komnir í íþróttinni. Hver veit nema’ þeir værði sbezta knatt- spyrnufélagi íslandss skeinuhætt- ir ? Ingi. Kol. Pýzka kolin fnllnægja 80°/o af kolainnflntningi Frakka. Þjóðverjar hafa sem kunnugt er gengið inn á það, að láta Frakka fá 2 milj. smál. kola á mánuði hverjum. Með þessu móti fá Frakk- ar 80% af þeim kolum er þeir þurfa að flytja inn, frá Þýzkalandi. Mað þessu móti minkar kolainn- flutningurinn frá Bretlandi til Frakklands og geta Bretar þá selt öðrum þjóðum tneira af sínum kolum. Pjóðnýting þýzkra kolanáma. Bernsteip, jafnaðarm. þýzki, hefir látið í Ijósi að hann áliti að sendinefndin sem fór til Spa, hafi ekki getað komist lengra. Hann segir að eina ráðið sé, að þjóðnýta (socialisera) þegar í stað kolanám- urnar. Ensk kol lækka í verði innan- lamls. Kolamenn fá kanphækknn. Eins og sagt var hér f blaðinu nýlega mótmæltu enskir kolanámu- menn því, að kolin yrðu hækkuð í verði innanlands. í tilefni af því hefir nú atvinnumálaráðuneytið enska samþykt, að hækka laun námumannanna um 2 shillings á dag og að lækka verð á kolum til innanlandsnotkunar. Kolavandræðin í Danmörku. í tilkynningu frá sendiherra Dana hér, segir svo: Sem dæmi upp á kolaerfiðleikana segja dönsk blöð frá því, að járbrautir rfkisins hafi keypt 10,000 smál. af kolum í Kina. Stinnes kaupir hlutabréf í dönsknm kolafélögnm. í nýustu dönskum blöðum er sagt frá því, að alt í einu hafi í síma 716 eða 880. :: :: Herbergi fæst á leigu í tvo mánuði. Afgr. vísar á. komist óvenju mikil hreyfing á hlutabréf hinna helstu kolafélaga í Dantnörku. Var það einn kola- kaupmanna er bréfin keypti í Kaup- höllinni, og er fullyrt, að hann hafi gert það fyrir hinn þýzka auðkýfing Stinnes. Þykir Dönum, sem vonlegt er, súrt í broti. Niður Niagarafossinn. Fífldjörf tílraun sem mistekst. . í síðasta mánuði lét enskur rak- ari að nafni Stephens líf sitt við fífldjarfa tilraun til að komast oið- ur Niagarafossinn. Að vísu kornst hann niður en ekki lifandi. Þúsundir manna horfðu á hann Ieggja af stað, og meðal þeirra Írú Taylor og Mr. Leach, sem voru þau einu sem komist höfðu lífs af við slíkar tilraunir. Til þess að komast hjá lögreglunni hafði þetta verið undirbúið í kyrþey og var engin lögregla við, en fjöldi kvikmyndara tóku myndir af at- burðinum. Stephens fór niður í eikartunnu og dró mótorbátur hana miðja vegu út í fljótið. 26 mínút- ur var tunnan á leiðinni mður fljótið og hvarf þá niður af foss- brúninni, Niðri í miðjum fossinum sást tunnan aftur í vatnsrokinu, en hvarf brátt aftur. Áhorfendurn- ir biðu síðan í klukkustund. Sást tunnan í brotum löngu neðar. Nokkru síðar fundust líkamspartar er talið var víst að væri af hin- um fifldjarfa æfintýramanni. Varð honum eigi sú ferð ttl fjár, svo sem hinum tveim fyrirrennurum hans. Sumir muna ef til vill eftir að Webb kapteinn, sá sem fyrstur svam yfir Ermarsund, druknaði 1883, er hann reyndi að synda yfir fossiðuna. Vonandi drepa sig ekki fleiri á slíkum tilraunum sem ekkert er unnið við ef tekst nema frægðin ein.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.