Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.08.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Xoli konangnr. Eftir Upton Sinclair. Hronaiarkaðnr varéur fíaíóinn á &Cafnaruppfyllingunni i tdetffíjavífí mánuóaginn 9. þ. m. fíí. 10 áró. ^lferóa þar fí&gpí fíross í úffiiifn~ ingsfíœfu sfanói\ á alórinum vafra, ef þau mœíasf 46 þumí. og þar tffir. Reykjavík 5. ágúst 1920. Hestaútflutningsnefndin, Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. (Frh,). „Pétur Harrigan er á leiðinni að austan. Hann kemur til Western City á morgun. Þú hlýtur sjálfur að sjá, að eitthvað verður að pabba, el þú hættir ekki þessu háttalagi". Hallur gat ekki varist hlátri, honum létti svo við það, að heyra að kvíði hans var ástæðulaus. „Er það alt og sumtf* hrópaði hann. Bróðir hans glápti á hann. „Þú símaðir mér, að þú ætiaðir að fara héðanl* „Það ætlaði eg líka að gera. En svo kom dálítið fyrir, sem eg gat ekki séð fyrir. Hér er verkfall*. „Já, en hvað kemur það þessu við?“ Því næst bætti hann við hastur í máli: „Viltu gera svo vei að segja mér, hvað þetta á að ganga lengif* Hallur horfði litla stund á bróð- ur sinn. Hann vissi, hve lítinn árangur það mundi hafa, að byrja á skýringunni, en hann gat held. ur ekki þagað alveg, ef hann átti að vera hreinskilinn. „Edward*, sagði hann, „eg gerði mér vonir um. að við gætum í ró og næði rætt um þetta alt saman sfðar meir. Eg get það ekki núna. Þegar eg segji þér, að ástandið hér —“ Hinn greip fram í. „Það kemur ekki mál við mig, að skoða ofan í kjölinn ástandið í kolanámum Péturs Harrigans". „Nú, jæja", sagði Hallur. „En eg gat ekki rannsakað Warner- héruðin. Þess vegna fór eg í hér- uð Harrigans. Og nú stendur hér verkfall, sem eg er riðinn við“. „Og þú hugsar ekkert um pabbaf* „Eg hugsa bæði um pabba og þig. En nú er varla hin rétta stund til skýringa —" „Ef nokkurntíman er hið rétta augnablik þá er það nú“, sagði Edward ákveðinn. Hallur andvarpaði með sjáifum sér „Jæja þá“, sagði hann, „sestu niður, þá skal eg reyna að út- skýra fyrir þér, hvað komið hefir mér til þess, að verða hér kyr". Því næst tók hann með sfnum venjulega ákafa og gremju að segja frá ástandinu f G. F. C. En hann var ekki kominn langt, áður en hann var truflaður. Bróðir hans var svo æfur, að hann gat ekki setið kyr á stólnura. Þetta var gamla sagan. Þeir voru svo ólfkir, að óskiijaniegt var hvernig þeir gátu báðir átt sömu foreldra. Edward var hag- sýnn og einbeittur. Hann vissi hvað hann vildi, og hann kunni að koma ár sinni fyrir borð. Hann var fagur álitum, alvarlegur, ákveðinn og fyrstur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var skapaðaður til þess, að vera heppnin sjálf. Hann gætti verka sinna, fþrótta sinna og kirkju- göngu án þess að láta samvizk- una spyrja sig spjörunum úr. Stórvirki. Raímagn frá Noregi til Danmerkur. Fyrir tveimur mánuðum síðan sagði Alþýðublaðið frá því, að í ráði væri að leiða rafmagn um cabei frá Noregi til Danmerkur f stórum stfl. Eftir tilkynningu frá sendiherra Dana hér, er nú kom- inn skriður á málið, en sú breyt- ing hefir orðið á um leiðiná, sem rafmagnið verður leitt eftir, að valin verður landleiðin frá Noregi um Trollhátten og Helsingborg til Helsingör (um cabel yfir sundið). Einnig er ætlast til að frá Troll- hátten — aflið fengið þar — verði lagður cabel yfir til Frederikshavn á Jótlandi. Búist er víð því, að hægt verði að selja aflið í Dan- mörku, leitt landveg, fyrir 2V2 til 27/io aura kilowatt-stundina. En leitt um cabel til Jótlands verður það nokkru dýrara. Þegar þess hins vegar er gætt, að jafnmikið afl, framleitt með kolum með nú- verandi verði, mundi kosta 15*/* eyri kilowatt-stundina, er sparnað- urinn samt geysimikill. Rafmagn leitt í leiðslunni frá Trollbátten til Frederikshavn er áætlað að muni kosta 3,55 aura kw. stundina og kostar „kabelen* þó 125 milj. kr. Verðið er nú miklu hærra á raf- magni í Danmörku en þetta. Þess- ar fyrirætlanir eru ræddar af miklu kappi og ekki ósennilegt, að þær nái fram að ganga mjög bráðlega. Ritstjórl og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prenismiójan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.