Morgunblaðið - 19.12.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.12.1972, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1972 FERÐ Taflfélags Reykjavík- ur til Prag á dögunum hefur komið nokkuð við fréttir að undanfömu og á þann hátt sem sízt skyldi. Fer það jafn- an svo, að meira segir af strið inu en friðnum og gjarnan gleymist að geta þess, sem vel er gert. Skal nú ekki fjölyrt um það leiðindaatvik, sem orðið hefur tilefni blaða- skrifa, ýmist ýktra eða log- inna, heldur snúið að því strið inu, sem var tilgangur ferðar- innar, — sjálfri skákkeppn- inni. Fyrri umferðin var tefld mánudaginn 27. nóvember og biðum við hinn heiftarlegasta ósigur, fengum 5% v. ge,gn 9%. Ekki nenni ég að leita eftir orsökum þessa stóra ósigurs, en hygg þó, að menn hafi almennt ekki verið búnir að átta sig á aðstæðum, og einnig munu sumir hafa borið helzti mikla virðingu fyrir andstæðingunum. Þá ^kal þess og getið, að a.m.k. tvær skákir, sem teljast máttu unn ar fyrir okkur, töpuðust vegna slæmra afleikja í tíma- hraki. Þá verður það og að teljast furðuiegt, að á sex efstu borðunum fengum við aðeins hálfan vinning. Það var fyrst á 7. borði, sem landa tókst að vinna skák. Það gerðist á eftirfarandi hátt: Hvítt: Bragi Kristjánsson Svart: R. Sykora Frönsk vörn. 1. e4, eG. 2. d4, d5. 3. e5 (Leikur Nimzovitsch. Nú á dögunum er algengast að leika hér 3. Rc3, eða 3. Rd2, en þetta afbrigði er ágætt til tilbreytingar). 3. — c5. 4. c3, Rc6 (Önnur leið er hér 4. — Db6 ásamt 5. — Bd7 og 6. — Bb5). 5. Rf'3, DbG. 6. Bd3!? (Bragi hefur kynnt sér þetta tvíeggjaða afbrigði rækilega og beitt því með góð um árangri. Vilji menn forð- ast miklar flækjur er hins vegar tilvalið að leika hér 6. Be2, eða 6. a3). 6. — cxd4. 7. cxd4, Bd7 (Auðvitað ekki 7. — Rxd4 vegna 8. Rxd4, Dxd4, 9. Bb5t). 8. 0-0, Rxd4. 9. Rxd4, Dxd4. 10. Rc3, Dxe5 (Svartur er hvergi hrsedd- ur. öruggast er að leika hér — 10. a6, en einnig þá fær hvít ur hættulega sókn). 11. Hel, Db8 (Eða 11. — Dd6. 12. Rb5, Bxb5. 13. Bxb5t, Kd8. 14. Ff3 og nvítur stendur mun bet- ur). 12. Rxd5, Bd6. 13. Dg4. Kf8 (Eftir 13. — Bxh2t, 14. Khl, Be5. 15. Bf4, Bxf4. 16. Dxg7 ynni hvítur létt og eftir 13. — g6 væri svarta staðan ekki glæsileg). 14. Rc3 (Eitt peð skiptir ekki máli í svona stöðum). 14. — Bxh2t (Svartur tekur peðið, en e.t.v. kom til greina að leika hér 14. — Rf6 og ef 15. Dh4, að rejma þá að tefla passiva vörn með 15. — Be7, þótt ekki sé sá leikur beinlínis falleig- ur). 15. Khl, R16. 16. Dh4, Bd6. 17. Bg5, h6 (Ef nú 17. Be7, þá f4 og f5 með sterkari sókn. Nú vinnur hvítur bæði peðin aftur). 18. Bxf6, gxf6. 19. Dxf6, Hg8. 20. Dxh6t, Hg7 (Ekki Ke7 eða Ke8 vegna Rd5). 21. Dh8t, Hg8. 22. Dh6f, Hg7. 23. He4, f5 (Eftir 23. — Bc) ynni hvít- ur á etftirfarandi hátt: 24. Hg4, Be5. 25. Hel, f5. 26. Dxe6, fxg4. 27. Hxe6 og svartur er varnarlaus). 24. Df6f, Kg8. 25. Hxe6, Bxe6. 26. Dxe6t, Kh8. 27. Dxf5, Dc7. 28. Rd5, Hh7t (Svartur átti enga vörn svo þetta er ekki verra en hvað annað). 29. Dxh7f, Dxh7t. 30. Bxh7, Kxh7. 31. Hdl, Kg6. 32. g3 og svartur gafst upp. Miðvikudaginn 29. nóvem- ber var háð keppni í hrað- skák á milli T.R. og gestgjaf- anna, skákklúbbsins Slavoj Vysehrad. Það tók okkur nokk urn tíma að átta okkur á hraða og tækni Tékkanna og þegar lokið var tíu umferð- um af fjórtán höíðu þeir tiu vinninga forskot. í síðustu fjórum umferðunum tókst okkur þó að jafna muninn og lauk keppninni með jafntefli, hvort lið um sig hlaut 98 vinn inga. Síðari umferð aðalkeppninn ar var svo tefld föstudaginn 1. desember. Snemma var ljóst að hverju stefndi, þvi að við náðum fljótt betri stöðu í mörgum skákum. Gunnar Gunnarsson reið á vaðið með eftirfarandi skák: Hvítt: Gunnar Gunnarsson Svart: Petrás Frönsk vörn. I. e4, e6. 2. d4, d5. 3. Rd2, Rh6?! (Þessi leikur er mjög sjald- séður, en þó ekki með öllu óþekktur. Honum mun fyrst og fremst ætlað að rugla hvít- an í riminu). 4. Rf3, dxe4. 5. Rxe4, Rf5. 6. g4! (Svartur má ekki fá tæki- færi til að leika h5. Nú hrekst riddarinn á slæman reit). 6. — Rd6 (Auðvitað ekki Rh4 vegna 7. Rxh4, Dxh4. 8. Bg5 og drottningin fellur). 7. Rg3, b6. 8. Bg2, Bb7. 9. 0-0, Rbd7. 10. De2, c5? (Svartur vill eðlilega reyna að losa um sig, en nú opnast taflið hvítum í hag. Betra var að leika Be7 ásamt 0-0 ag þá fyrst c5). II. Hdl, cxd4. 12. Rxd4, Bxg2. 13. Kxg2, Be7 (Nú hrynur svarta staðan en hvitur hótaði Rxe6). 14. Rc6, Dc7. 15. Rxe7, Kxe7. 16. Hxd6!, Dxd6 (Ef 16. — Kxd6 þá 17. Rf5f, Kc6. 18. De4f og hvítur vinn- ur auðveldiega). 17. Rf5f og svartur gaf. En þetta var aðeins byrjun- in og segja má, að dæmið hafi algjörlega snúizt við, miðað við fyrri umferðina. Á sex efstu borðunum misstum við nú aðeins hálfan vinning og úrslit urðu þau, að T.R. sigr- aði með 9 v. gegn 5. Heildar- úrslit keppninnar urðu þann- ið þau, að hvort liðið um sig hlaut 14% vinning. Eins og þegar hefur komið fram voru allar móttökur af hálfu Tékkanna frábærar og var ekkert til sparað, að gera okkur dvölina sem ánægjuleg asta. Vonir sta^ída til að Sla- voj Vysehrad komi i heim- sók'n til Reykjavíkur á sumri komanda og heyi þá sams konar keppni við T.R. hér heima. Ýmsir hafa látið þá skoðun í Ijós, að slíkar keppnisferð- ir séu ekki annað en sóun á tíma og peningum og vaeri mönnum nær að tefla heima hjá sér. Þessu vil ég svara svo, að ég tel ferðir sem þessa, og raunar öll sam- skipti við erlend skákfélög, hafa mikið gildi. Keppnir á erlendri grund hljóta að efla skákstyrkleika manna, auk þess sem ferðalög auka víð- sýni og þekkingu. Ef slikar keppnisferðir væru árvissar hlyti það að verða mönnum keppikefli að komast í þær og það myndi aftur efla félags- lí’fið. Mér finnst þvi, að stjórn T.R. ætti að beita sér íyrir áframhaldandi samskiptum við Slavoj Vysehrad, auk þess að stofna til kynna og keppni við fleiri erlenda klúbba, helzt i öllum heims- hornum. Sú vinna, sem unnin yrði i þágu slíkra samskipta, yrði örugglega ekki unnin fyrir gýg. Jón Þ. Þór. FERÐAUTVÖRP MEÐ STRAUMBREYTI MIKIÐ URVAL Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUB-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segul- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. GARÐASTRÆTI II SlMI 20080 ITT SCHAUB-LORENZ í LESIÐ l takmarkanir DHCIECn Meiri yfirsýn Til þess að gefa viðskiptavinum sín- um kost ó því að skoða fjölbreytt úr- val teppa og teppadregla í rúmgóðu Húsnæði. þar sem teppin geta fengið að njóta sín vel, hefur Persía h.f. opn- að Teppavöruhús í Skeifunni 11. Teppavöruhús Persíu veitir yður meiri yfirsýn og um leið betri þjónustu. Komið og skoðið úrvalið í ró og næði í hinu rúmgóða Teppavöruhúsi Persíu h. f., Skeifunni 11. persia SÍMI 85822

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.