Alþýðublaðið - 03.08.1958, Side 3
Sunnudagur 3. ágúst 1958
7tfi»ý8at)ia3ið
Alþýöublaöiö
Útgeíandi:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsingastjóri:
Ritst j órnarsímar:
Auglýsimgasími:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
Alþýðuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson.
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
AlþýðuhúsiS
Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
Sameinuðu þjóðinmr
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um Sameinuðu þjóð-
irnar eftir að þær komu. til sögunnar. Öllum ber saman
um, að tilgangur þessara alþjóðasamtaka sé góður. Hins
vegar finnst mörgum, að árangur þeirra hafi e'kki orðið sá,
semjjvonir stóðu til. En í því efni er raunverulega ekki við
Sameinuðu þjóðirnar að sakast heldur þau þátttökuríki,
sem gleyma hugsjónum þeirra. Það aðalatriði ber mönnum
vissulega að hafa í huga, þegar rætt er og ritað um Sam-
einuðu þjóðirnar.
Hér er á þetta minnzt í tilefni af athyglisverðu samtali,
sem Morgunblaðið birti í gær við Thor Tihors sendiherra
um Sameinuðu þjóðirnar og starfsemji þeirra, en Thor
mun öllum íslendingum kunnugri þeim máium. Hann tek-
ur einarðlega td orða og segir til dæmis:
„Það er mikil tízka, einkuml hjá þeim, sem ekkj nenna
að hugsa, að gagnrýna Sameinuðu þjóðirnar og telja þær
þýðingarlitlar. En hugsum okkur, að slík stofnun værj ekki
til. Ég held, að það hlyti að vera aðalhugsjónamál allra
stjórnmálamanna og alveg sérstaklega alls almennings,
fólksins sem vill frið og samvinnu þjóðanna, að slikri stofn
un yrði komið upp. Það hefur líka lengi verið cLraumsýn
.góðra manna, ekki sízt á styrjaldartímum/, að til væri vett-
vangur, þar sem fulltrúar allra þjóða hittust. En við skulum
minnast þess, að Sameinuðu þjóðirnar verða aldrei annað
en það, sem aðildarríkin vilja gera þau.“
Hér er einmitt vikið að mfeginatriðunum. Og þess ber
að minnast, að deilurnar innan vébanda Sameinuðu þjóð-
anna þykja mestum tíðindum sæta hverju sinni. Þær kom-
ast í útvarpsfréttirnar og á forsíður heimsblaðanna. Friður-
inn og samkomulagið vekur minni athygli nema deilum sé
til lykta ráðið. Margt af starfsemi Sameinuðu þjóðanna
kemst því ekki á dagskrá líðandi stundar. Og enn er ótalið,
að ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna starfa í kyrrþey,
en áorka miklu mþnnkyninu til farsældar og blessunar.
Árangur þeirrar starfsemj er fagurt ævintýri. Þannig hefur
fátækt, sjúkdómum og margs konar öðru böli verið sagt
stríð á hendur. En þar er ekki barizt með þeim vopnum,
sem mannkyninu stendur ótti af, heldur hinum, er vekja
fögnuð og gleði. Þetta stríð er samhjálp og þróun og verður
aldrei efni í æsifréttir. En árangurinn segir til sín, og hann
er vafalaust fegursti veruleikinn á hugsjónum, Sami'einuðu
þjóðanna. , , i ^ j,;
Tímabœr minnisatriði
ÞJÓÐVILJINN ræðir í forustugrein sinni í gær um nauð
syn algerrar einingar í landhelgismálinu. Siíkt er hverju
orði sannara. En kommúnistablaðið þyrfti að kenna sjálfu
sér þá dyggð, sem það ætlast réttilega til af öðrum.
íslendingum er mikil þörf á því að greina aðalatriði frá
aukaatriðum, þegar stórmál eru á dags'krá. Og þeim er einn
ig hollt að átta sig á nauðsyn þess að koma virðulega fram
út á við, en það gera þeir bezt m^ð því að berjast ekki að
óþörfu á heimavígstöðvunum. Landhelgismálið er til dæm-
is annað og meira en samkomulagsatriði stjórnmálamanna,
Það er lífsnauðsyn þjóðarinnar. Og þann sannleik eiga blöð-
in að innsigla með virðulegum n^álflutningi.
Allt þetta ætti að vera Þjóðviljanum tímabær minnis-
atriði, ef honum er alvara að vilja þjóðareiningu um l'ánd-
helgism'áhð. , • S
fæst á flestum blaðsölustöðum í Reykja-
vík og nágrenni bæjarins.
Kaupið Alþýðuhlaðið
( Ufan úr* helmi )
ÚRSLIT ítölsku og finnsku
kosninganna hafa komið mörg
um á þá skoðun, að kommún-
istar séu í hraðri framsókn
hvarvetna í Evrópu, og séu
meira að segja víðast hvar
orðnir sterkari og fjölmennari
en þeir hafi nokkru sinni ver-
ið. Það er því ekki úr vegi að
athuga nánar atkvæðatölur
kommúnista í hinum ýmsu
löndurn Evrópu eftir styrjöld-
ina.
Af hinum 17 kommúnistisku
flokkum í Evrópu starfa fjór-
ir „neðanjarðar11, — eða sá
vesturþýzki, gríski, spænski og
portúgalski. Síðast þegar vest-
ur-þýzki kommúnistaflokkur-
inn tók opinberlega þátt í
kosningum, eða 1953, hlaut
hann aðeins 2,5 prósent
greiddra atkvæða, en 5,6 við
kosningarnar 1949.
í Belgíu hlaut kommúnista-
flokkurinn 300 000 atkvæði og
tæp 400 000 árið 1949. Síðan
hefur fylgi flokksins sífellt
hrakað. í ár hlutu kommúnist-
ar aðeins 100 þús. atkvæði
eða 1,9 prósent greiddra at-
kvæða. og eiga nú aðeins tvo
þingfulltrúa, en 23 árið 1946.
í Danmörku hefur kommún-
istum sífellt hrakað og' eins
hefur það gengið í Noregi.
Flokkurinn var sterkastur árið
1945, þegar hann hlaut millj-
ónarfjórðung atkvæða eða
12,4 próseht. Við kosningarn-
ar 1957 hlaut hann aðeins
72 þúsund eða 3,1 prósent at-
kvæða.
í Finnlandi náðu kommún-
istar 24,3 prósent atkvæða við
kosningarnar 1945. í kosning-
unum 1948, 1951 og 1954 hlutu
þeir milli 20 og 22 prósent. En
í kosningunum í sumar juku
þeir fylgi sitt upp x 23'—24
prósent.
í Frakklandi hafa kommún-
istar haldið öllu sínu eftir
styrjöldina, eða því sem næst.
Árið 1945 hlaut flokkurinn
5.5 -milljónir atkvæða, eða
28.5 prósent. í síðustu kosn-
ingunum, eða 1956, hlaut
flokkurinn álíka mörg atkvæði
en að hlutfallstölu þó ekki
nema 25,6 prósent.
Á Bretlandi gildir einu
hvoru megin hryggjar komm-
únistaflokkurinn liggur við
kosnihgar. Árið 1945 hlaut
hann að vísu 100 þús. atkvæði
og tvo þingmenn kiörna, -—
eða 0,4 prósent. Við síðustu
kosningar þar, eða í maí 1945,
hlaut flokkurinn aðeins 0,01
greiddra atkvæða.
íslenzki kommúnistaflokk-
urinn er tiltölulega sterkur,
hlaut 19,2 prósent við kosn-
ingarnar 1956, eða svipað og
árið 1945.
Við kosnngarnar í ár hlaut
ítalski kommúnistaflokkurjnn
6,7 milljónir atkvæða eða 22,7
prósent, nákvæmlega eins og í
kosningunum 1945. En þó
hafði fylgi hans mjög hrakað
frá því í kosningunum 1948,
þegar ítalski kommúnistaflokk
urinn hlaut yfir átta milljónir
atkvæða, eða 31 prósent.
í Luxemburg hlaut komm-
únistaflokkurinn 13,5 prósent
í kosningunum 1945, en aðeins
8.9 prósent við síðustu kosn-
ingarnar.
Á Hollandi hefur þetta ver-
ið sviþað og í Noregi. Árið
1945 fengu kommúnistar hálfa
milljón atkvæða eða 10,6 pró-
sent, en síðan hefur fylgi
þeirra hrakað. í kosningunum
1956 hlaut flokkurinn aðeins
272,000 atkvæði eða 4,8 prós.
í Svíþjóð er þróunin svipuð,
— 10,3 prósent atkvæða árið
1944 og 3,4 prósent árið 1958.
Yfir 300 þús. greiddu kommúa
istum atkvæði 1944, en að*
eins 130 þúsund -£ ár.
£ Sviss náðu kommúnist.ar.
5,1 prósenti árið 1947, en að-,
eins 2.3 prósentum 1955.
Kommúnistaflokkurinn i-
Austurríki bætti við sig írá'
kosningunum 1945—1949, eoa
3,4—5,4 prósentum. Síöf.iin1
hefur flokknum hrakað, í_
kosningunum 1956 hlaut hainn’
aðeins 4,4. nrósent greiddra at-,
kvæða.
í Noregi hlaut kommúnista<l
flokkurinn um 170 þúsuníi
atkvæði eða 11,4 prósent ári'ð'
1945, en í fyi'ra aðeins 60 þús.
atkvæði eða 3,4 prósent.
Það er auðséð, að alls staðar^
þar, sem alþýðuflokkar ei'u'
sterkastir, gengur kommúnist-
um verst að ná fótfestu, og*
hefur fylgi þeirra þar sífeHt*
hrakað. í V-Þýzkalandi háfaf
kommúnistar ekki getað fcrm'
ið fram við kosningar, ea
flokkurinn virðist fara mj-ög-
minnkandi, vegna áhrifa írá
Au.-Þýzkalandi. Sókn finnslm
kommúnistanna mun mjög.
spretta af sundrungu aÍþýSu-l
flokksmanna, en á Frakfclandif
og ítah'u eru það hin kröþpu
kjör verfcamanna og sundru'ngy
lýðræðisflokkanna, sem á meg-
in orsökina.
•✓•✓•y.y*.^..
s
SS
SN
ss
SS
\\
SS
S
S
8
II
SS
\\
w
B í liiitn
Garðastræti 6 — Sími 18-8-33
Höfum verið beðnir að úfvega
Chevrolet ‘55 model
Bel Aie '55 model
Gjörið svo vel að. hafa samband við okk-
ur sem fyrst.
B í 11 i n n
Garðastræti 6 — Fyrir ofan skóbúðina — Simi 18-8-33
'iS
sc
s v;
s
í s'.
y-
s V
s V-
S V
SV
s s1
Ssr
sv
W
) V
s v.
s V’
H
S' V
H
H
st
K. S. I.
Pressu leikur.
K. R.
Leika á Laugardalsvellinum þr
daginn 5. ágúst kl. 8.30 e..h.
Dómari: Halldór V. Sigurðsson.
Línuverðir: Einar Hjartason. Bjarni Jensson,
Komið og sjáið spennandi knattspyrnuleik.
Hverjir verða í Ianclsliðinu á móti írum?
Verð aðgöngumiða: Stúkusfætrkr." 30. Stæðivfci-. 20.
Barnamiðar kr. 5.
Nefndin.
,y*.y «•> v • v<^’<y^‘yr<^‘<-
s
E.S
S
V
<♦
s
V
y
'f
V
,-in v.
5i
* IV
V
I
v
4.'