Morgunblaðið - 24.12.1972, Blaðsíða 1
MUD0K BjÓZ'YSSoA/ 7ÁRA
£umuve6 5
^ELFOSSÍ,
Varðskip klippir á togvíra brezks landhelgisbrjóts — teiknari er Halidór Björnsson, Sunnuvegi 5, Selfossi. Hann er sjö ára.
ÞATTTAKA í verðlaunasamkeppni
Morgunblaðsins fyrir börn og ungl
inga varð meiri, en við höfðum
þorað að vona. Keppninni var
skipt í þrjá flokka eftir aldurs-
flokkum, og bárust blaðinu bréf
frá milli 800 og 900 börnum og
unglingum á aldrinum 2ja til 14
ára. ( jóladagbók barnanna, sem
hér birtist, getur að líta ofurlítið
sýnishorn af viðfangsefnum barn
anna, og er það von okkar að
fullorðnum ekki síður en börnum
muni þykja nokkuð í þau varið.
TEIKNISAMKEPPNIN
( blaðinu birtast teikningar og
myndir eftir 8 börn á aldrinum
2ja til sjö ára. Auk forsíðumynd-
arinnar um landhelgismálið birt-
ist verðlaunamynd Agnesar
Kristjónsdóttur í opnunni ásamt
viðtali við hana, og á blaðsíðu 6
birtast teikningar eftir sex börn
önnur.
LJÓSMYNDASAMKEPPNIN
Verðlaunamynd Bergs Axels-
sonar birtist á baksíðu þessa
blaðs, og í opnunni er viðtal við
hann. Auk þess eru á blaðsíðu 3
ijósmyndir eftir fimm aðra unga
Ijósmyndara, en Ijósmyndasam-
keppnin var ætluð börnum á aldr-
inum 8—12 ára.
SMASAGNASAMKEPPNIN
Hún var ætluð fyrir börn og
unglinga á aldrinum 12—14 ára.
f þessu blaði birtast sex sögur.
Verðlaunasaga Ellenar Kristjáns-
dóttur birtist hér fyrir neðan og
i opnunni er einnig viðtal við
hana, eins og aðra verðlaunahafa
í þessari keppni. En hinar sög-
urnar birtast á bls. 2, 7 og 8.
mmm
mm
Pétur os: litlu mennirnir
V erðlaunasagan
Eftir Ellen Kristjánsdóttur 13 ára
PÉTUR var ósköp venjulegur
drengur að undanteknum litlu mönn-
unum hans, sem urðu hans fylgdar-
lið í rúmt eitt ár, honum til ánægju,
öðrum til gamans og mömmu til þó
nokkurs áhyggjuefnis. Hann var
hér um bil fjögurra ára, þegar
þetta timabil hófst, lítill eftir aldri,
bláeygður, Ijóshærður og freknótt-
ur. Engir jafnaldrar hans bjuggu í
nágrenni við okkur, og var hann
oft einn á daginn, þar sem eldri
systkini hans voru í skóla og
heima voru bara mamma og litli
bróðir, sem var eins árs. Pétur lék
sér oft úti og eitt sinn heyrði
mamma eftirfarandi samtal inn um
opinn gluggann: „Pétur, ef þú
hendir aftur sandi i mig, þá segi
ég mömmu frá því.“ . Þögn.
„Skammasíu þín.“ Þögn. öskur.
Óp. Og Pétur kom hlaupandi inn,
mamma þaut út, enginn var þar.
Þetta endurtók sig oft í mismun-
andi útgáfum. Og þessi hrekkja-
lómur, sem sást ekki, varð brátt
bezti vinur Péturs og léku þeir sér
stundum í sátt og samlyndi.
Komst fjölskyldan að því, að hann
hét Kalli, því Pétur bað fyrir hon-
um á kvöldin, þegar hann fór með
bænirnar sínar.
Kalli var enginn venjulegur leik-
félagi; þótt hann væri litill, minni
en Pétur, var hann samt kominn
til ára sinna. Alténd benti rauða
skeggið, sem Pétur lýsti allná-
kvæmlega fyrir okkur til þess.
Skemmtilegur var hann eftir hlátr-
unum hans Péturs að dæma, þeg-
ar þeir voru að leika sér. Eftir
nokkurn tíma flutti Kalli inn i húsið
til okkar, svaf hjá Pétri og borðaði
með okkur, tók þátt í lífi fjölskyld-
unnar á margan hátt. Á meðan
Kalli lét sér nægja að búa einn
með okkur var hægt að umbera
hann. En smám saman fóru fleiri
hans líkar að heimsækja okkur.
Aldrei vorum við viss um, hvort
þeir urðu í allt fimm eða sex, því
þeir voru allir nafnlausir nema
Kalli. Pétur lék við hvern sinn fing-
ur og Ijómaði af ánægju, þegar
þeir voru allir í kringum hann. Oðru
máli gegndi með aðra fjölskyldu-
meðlimi. Var stundum þolinmæði
þeirra á þrotum. Stundum, þegar
setzt var i stól, veinaði Pétur: ..Ætl-
arðu að kremja hann Kalla, hann
situr þarna.“ Eða þegar gesti bar
að garði, heimtaði Pétur að þeir
heilsuðu öllum. Þá flýtti mamma
sér fram í eldhús og gaf honum
kökur. Kalli vildi alltaf vera að fara
í bað og helzt með hinum og þess-
um. Lá þá Pétur á hurðinni og
skipaði fyrir verkum, var oft lofað
að drekkja Kalla, ef hann hætti
ekki að vera svona sólginn í vatn-
ið. Litlu mennirnir fóru í ferðalög
með okkur. Var það hrein martröð.
því að þeir flæktust fyrir. Stundum
voru þeir bilveikir. Passa varð upp
á, að skella ekki hurðinni, einn var
þá vís með að klemmast á milli.
Þegar Pétur varð fimm ára byrjaði
hann í leikskóla, hurfu þá litlu
mennirnir smám saman.
Loks varð aðeins Kalli eftir. Þeg-
ar hann fór líka var ekki laust að
við söknuðum hans. Ekki virtist
Pétur sakna hans mikið, enda átti
hann leikfélaga (venjulegan). Einu
sinni spurðu við hann, hvort Kalli
væri farinn frá okkur. „Kalli er far-
inn til útlanda, til afa og ömmu",
svaraði Pétur.
Kalli settist þar að og kom aldrei
til okkar.