Morgunblaðið - 24.12.1972, Blaðsíða 4
Krakkar á svelli — verðlauna mynd Agnesar Kristjónsdóttur.
ur á móti sagði pabbi þegar hann
sá myndirnar, að ég myndi kannski
fá viðurkenningu. En mér fannst
ekki þorandi að vera svo bjartsýnn
og svo mikið sjálfsálit hef ég nú
ekki, að mér fyndist sjálfsagt, að
mínar myndir væru betri en allar
aðrar.
Bergur er sonur Axels Sölva-
sonar og Hrefnu Ragnarsdóttur.
Hann varð tíu ára í ágúst s.l. og
er í Arbæjarskólanum. Hann var
meö reifaða hönd, þegar hann
heimsótti okkur á Mbl, hafði orðið
fyrir smá óhappi í smíðatíma, en
vildi lítið úr meiðslum sínum gera
og sagði það væri altént munur
að hafa meiðzt á vinstri hendi
frekar en hinni hægri.
— Mér þykir langmest gaman
Framhald á bls. 7.
Mér þykir skemmtilegt
að finna fyrirmyndir
og vinna þær á óvenjulegan hátt
Rætt við Berg Axelsson, 10 ára,
sem varð hlutskarpastur í
1 j ósmy ndakeppninni
— Það er ekki mjög langt síð-
an ég byrjaði að taka myndir af
alvöru, líklega ekki meira en hálft
ár. Þá gaf pabbi mér og bróður
minum, sem er fjórum árum eldri,
Contaflex myndavélar, og upp frá
því hef ég sífellt verið að mynda,
sagði Bergur Axelsson, tíu ára
drengur, sem fékk verðlaunin, vand-
aða Ijósmyndavél fyrir myndina „f
skólanum" og birt er á baksíðu.
— Áður hafði ég tekið stundum
á Laiku, sem pabbi minn á og
heppnaðist það oft ágætlega. Svo
á pabbi stækkara og hefur kennt
okkur að stækka og lýsa og svo-
leiðis.
— Þú sendir margir myndir í
keppnina, Bergur? Varstu lengi að
vinna þær?
— Já, ég var við þetta þó nokk-
uð mörg kvöld. Bróðir minn var
með mér og sagði mér til við
fyrstu myndina, en þá mynd ákvað
ég að senda ekki, fyrst ég fékk
hjálp við hana. Mér gekk svo ágæt-
lega við hinar og alls minnir mig
að ég hafi sent fjórtán myndir.
Mér þykir skemmtilegt að finna alls
konar fyrirmyndir og taka svo
myndir af þeim á frekar óvenjuleg-
an hátt. Það eru líka alls staðar
fyrirmyndir, sem gaman getur ver-
ið að vinna, ef maður gefur sér
'tima til að líta i kringum sig.
— Bjóstu við að vinna?
— Nei, það gerði ég ekki. Aft-
Ég varð fyrst hissa -
og svo afskaplega glöð
Rabbað við Ellen Kristjánsdóttur
höfund verðlaunasögunnar
„Pétur og litlu mennirnir44
Ég hef ekki verið neitt sér-
staklega góð í ritgerð og ekki
skrifað mikið, fyrr en ég dreif mig
í að skrifa um Pétur og litlu menn
ina, sagði verðlaunahafinn hæ-
versklega í stuttu samtali við Mbl.
— Og eiginlega er þessi saga
byggð á raunverulegum viðburð-
um, vegna þess að þegar bróðir
minn einn, sem er tvítugur, var
litill, fann hann upp Kalla og hina
mennina og átti þá að félögum.
Mamma sagði mér frá þessu fyr-
ir löngu og mig langaði oft til
að reyna að festa frásögnina á
blað, þótt ekki yrði af því fyrr
en núna.
Ellen Kristjánsdóttir er dóttir
Sigríðar Söebeck og Kristjáns
Inga Einarssonar. Foreldrar henn-
ar slitu samvistum fyrir nokkrum
árum, en áður hafði fjölskyldan
verið búsett í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum og faðir hennar og tvö
systkini hennar eru búsett úti.
Móðir hennar vinnur við af-
greiðslustörf, og eru hjá henni
Ellen og tveir bræður hennar 16
ára og 20 ára. Ellen er í 1. bekk
Austurbæjarskólans og hún sagði
sér fyndist námið hafa þyngzt
verulega frá því í barnaskóla og
kennararnir væru mun strangari.
— Hefurðu stundað skíðaíþrótt-
ii, Ellen?
— Nei, ég get varla sagt það.
Ég hef aldrei átt skíði. En ég
hlakka til að reyna hæfni mína,
þegar farið verður í skíðaferðalög.
Vinkonur mínar eiga heldur ekki
skíði, þau eru svo dýr með öllum
útbúnaði. En ég hef æft dálítið
■■■■
sund, ég er ekkert sérstaklega
dugleg og varð að hætta þjálfun,
vegna þess að ég fékk í eyrun.
— Hvað gerirðu helzt í þínum
tómstundum?
— Ég hef gaman af því að lesa,
sérstaklega Ijóð. Svo var ég í þrjú
ár í látbragðsskóla hjá Ten Gee
Sigurðsson og það þótti mér mjög
skemmtilegt. Ég held reyndar að
ég hefði áhuga á að læra meira i
því fagi og kannski verða leik-
kona, ef ég hef þá einhverja hæfi-
leika. Mér finnst líka gaman að
teikna og ætla í Myndlista- og
handiðaskólann eftir áramótin.
Einstöku sinnum fikta ég við að
spila á gítar, en ég er ekkert góð
í því enn. Aftur á móti er
einn bróðir minn að byrja að æfa
í hljómsveit, sem hann ætlar að
stofna með vinum sínum. Einu
sinni hef ég farið í Tónabæ, en
annars bara á böll i skólanum. Svo
reyni ég að hjálpa mömmu heima
og lesa sæmilega undir skólann. A
sumrin hef ég verið í sveit, frá því
við fluttumst til fslands fyrir sex
árum og ég held það sé gott fyrir
krakka að kynnast því. Mér dett-
ur reyndar í hug, af því þú minnt-
ist á hvað mig langaði að verða,
að ég hef látið mér detta í hug að
læra hárgreiðslu, því að mér þyk-
ir skemmtilegt að greiða.
— Hvað fannst móður þinni og
systkinum — og sjálfri þér um að
þú skyldir vinna þessa smásagna-
keppni?
— Ég hafði engum sagt frá því
að ég sendi sögu, nema mömmu.
Og hún var ósköp ánægð og sagð-
ist vera hreykin af mér. Ég held
líka, að bræðrum mínum hafi þótt
dálítið varið í það. Og svo hvíslaði
Framháld á bls. 7.
Mig langaði svo mikið í sleðann
en ég hélt a5 myndin mín væri bara pínulítið fín
Rætt við Agnesi Kristjónsdóttur,
7 ára, sigurvegara í teiknisamkeppninni
— Ég er viss um, að augun í
mér urðu eins stór og undirskál-
ar, þegar ég kom heim úr skólan-
um í dag og mamma sagði mér,
að ég hefði unnið í teiknisam-
keppninni, sagði Agnes Kristjóns-
dóttir af Seltjarnarnesi, 7 ára í
maí, við blaðamann Mbl. í tilefni
af afhendingu verðlaunanna fyrir
beztu teikninguna, sem var snjó-
sleði, veglegur í betra lagi, eins og
sést á myndinni. Foreldrar hennar
eru Kristín Jónsdóttir og Haukur
H. Björnsson.
— Ég skal segja þér, að ég byrj
aði á myndinni hér um bil strax
eftir að Morgunblaðið sagði frá
keppninni, en ég var lengi með
hana. Mamma lánaði mér litina
sína, af því ég átti ekki svona fina
liti. Svo stakk hún upp á, hvað ég
gæti teiknað og ég byrjaði, og
smám saman datt mér fleira og
fleira í hug. Það tók ekkert aga-
lega langan tíma að lita svellið
— en krakkana, þú getur ekki trú-
að hvað ég var lengi með þá alla
saman.
— Teiknarðu oft heima eða í
skólanum?
— Já, já. Ég er stundum að
teikna. f skólanum teiknum við nú
ýmislegt, til dæmis Grýlu og alls
konar sjálfsmyndir og stundum eig
um við að teikna það sem okkur
hefur dreymt. Og ef okkur hefur
ekki dreymt neitt — þú veizt
mann dreymir ekki nærri alltaf, —
þá á maður bara að búa til ein-
hvern draum og teikna hann. Og
það er ansi sniðugt. Svo er ég að
teikna margt fleira, krakka á leik-
velli, í sundlaug og allt mögulegt.
Þú getur ekki ímyndað þér, hvað
það er margt til, sem er sniðugt að
teikna.
— Þú sagðist hafa orðið hissa,
þegar þú fékkst að vita að þú hefð-
ir unnið, Agnes. Datt þér aldrei i
hug að þín mynd yrði kosin bezta
myndin?
— Ne-hei, segir hún með á-
herzlu og bætir svo við — ég varð
svo hissa. Ég held að augun hafi
orðið eins og undirskálar í mér. Ég
hélt ekkert að myndin mín væri
neitt fín, ekki nema svolítið fín.
Og mamma sagði líka að það væri
ekkert víst að ég myndi vinna, því
að ábyggilega sendu svo margir
krakkar myndir í keppnina.
Framhald á bls. 7.
©
©