Morgunblaðið - 24.12.1972, Blaðsíða 7
Þegar þorskarnir
_ það sitt á hvað í marga mánuði.
fóru í stríð
Þannig er lífið
þessi saga skcði fyrir mörgum
árum. Það var þannig að það
voru mörg ríki í sjónum. Og það
var kóngur yfir hverju ríki. Einn
kóngurinn hét Bertelómus og var
hann mjög grimmur og frekur,
hann átti fimm konur. Svo var
kóngur nokkrum ríkjum í burtu
sem hét (sólfur, hann var góður,
en samt ákveðinn. Eitt skipti,
þegar ísólfur stækkaði ríki sitt
um smá part, varð Bertelómus al-
veg ær. En auðvitað var það bara
af því að hann hafði hugsað sér
að sölsa það undir sig. Bertelóm-
us var svo reiður og sagði fsólf
Það var mikið um að vera í
litla þorpinu við sjóinn, því að
jólin voru að koma. Annir voru
svo miklar, að varla varð séð fyr
ir endann á þeim. En svo var dá-
lítið, sem enginn vissi um, fyrir
utan fjórar stúlkur. Þær höfðu
gert með sér félag, um að hjálpa
eins og þær gætu við jólaundir-
búninginn hjá Benna gamla og
konu hans, þar sem gömlu hjón-
in höfðu legið rúmföst í þrjár vik
ur, vegna veikinda. Heima hjá
stúlkunum sjálfum gerðu þær
ekki annað en þvælast fyrir, svo
að þetta var ákveðið.
Þessar stúlkur voru Polli-
anna, 14 ára rösk og ólöt stúlka,
sem hafði stungið upp á þessu,
Gunnhildur 13 ára, Kata 14 ára
og Rósa 13 ára.
Það voru aðeins tveir dagar til
jóla, svo að þær byrjuðu strax
næsta morgun. Hjá gömlu hjón-
unum var þeim tekið mjög vel,
þar sem Astríður kona Benna var
nýkomin á fætur eftir veikindi
og hafði lítið sem ekkert gert.
Benni lá enn rúmfastur, en von-
hafa gertgið á rétt sinn. Ekki leið
langur tími þar til hann sagði
ísólfi stríð á hendur. Fóru þeir
nú báðir að þjálfa heri sína. Um
mitt sumarið sigldi Bertelóm-
us þöndum seglum að landi Is-
ólfs, en hann var sem betur fer
við öllu búinn. Allar konur og
börn hlupu í felur, en allir karl-
menn ásamt hernum gripu vopn
sín og réðust á móti mönnum
Bertelómusar. Nú var háður lang
ur og rhikill bardagi. Hvorugt lið
ið virtist ætla að sigra, annað
hvort hörfuðu menn Isólfs eða þá
menn Bertelómusar. Svona gekk
aði að geta komizt á fætur fyrir
jól. Stúlkurnar létu ekki sjá á sér
neina leti og voru að verða bún-
ar að þvo húsið fyrir hádegi, sem
var ekki nema fjögur herbergi og
eldhús. Þá fóru þær heim i mat.
Þær fóru aftur eftir hádegi til
hjónanna og bökuðu heil ósköp
af kökum fyrir Ástríði og þær
voru varla búnar að því þegar
kominn var kvöldmatur. Þær
ákváðu að hittast næsta morgun
til að kaupa jólagjafir. Það voru
glaðar stúlkur, sem lögðust til
svefns þetta kvöld. Þegar þær
hittust næsta morgun, hafði hver
fengið hundrað krónur hjá for-
eldrum sínum og auk þess var
hver með nokkrar krónur, sem
þær höfðu safnað saman. Fyrst
var farið að kaupa jólatréð og
laumuðu Kata og Gunnhild-
ur trénu bak við hús Benna
gamia, án þess gömlu hjón-
in tækju eftir því og fóru siðan
til hinna stúlknanna sem voru að
velja skraut á tréð. Nú fóru
Pollíanna og Rósa með skraut-
ið og létu það hjá trénu, einn-
En að lokum kom að því, að ann-
að hvort liðið skyldi sigra, kom
það í hlut (sólfs. I hvorugu lið-
inu varð mikið rnanniap. Síðan
menn Bertelómusar fóru i þetta
tilgangslausa strið, hafa þeir allt
af borið nafnið ÞORSKARNIR,
en menn Isólfs hlutu hins vegar
margvísleg nöfn, sem fóru eftir
útliti þeirra. Þessi nöfn kannast
allír við, svo sem ýsa, lúða, koli
o.s.frv.
Ef til vill ert þú að borða gaml
an liðsmann, annaðhvort úr liði
Bertelómusar eða ísólfs og finnst
þér ekki fiskarnir úr liði Isólfs
betri?
Helga Guðjónsdóttir, 14 ára,
Fífilsgötu 5, Vestmannaeyjum.
ig án þess að tekið væri eftir
þvi. Svo fóru stúlkurnar að velja
jólagjafir handa Benna og Ást-
ríði og geymdu þær síðan heima
hjá sér þangað til daginn eftir.
Þá ætluðu þær að koma gömlu
hjónunum á óvart.
Þegar þær komu heim til Pollí-
önnu var liðið að hádegi, svo að
nú þurfti að hafa hraðan á. Þær
fóru inn og gáfu hjónunum gömlu
tréð, sem þökkuðu þeim hrærð-
um huga. Þau báðu stúlkurnar að
lita inn daginn eftir.
Á aðfangadag komu stúlkurn-
ar til gömlu hjónanna og voru
nú með gjafirnar. Nú kom Benni
gamli til dyra og bauð þeim inn.
Hann bað þær að koma inn í eld-
hús og þiggja kaffi og kökurn-
ar, sem þær höfðu bakað. Þakk-
aði hann þeim innilega fyrir
hjálpina og hver fékk 25 krónur,
auk jólabögguls frá gömlu hjón-
unum.
Þær kvöddu nú Benna og
Ástríði og héldu heim glaðar í
bragði. Svo liðu jólin með glaumi
og gleði, en glaðastar voru þó
telpurnar fjórar, sem höfðu
hjálpað gömlu hjónunum við
jólaundirbúninginn.
Ægi Jens Guðmundss Hraunteigi 22
Hún labbar áfram eftir götunni
með innkaupapoka i hendinni.
Það er eins og pokinn ætli að
sliga hana, þó ekki sé þungur.
Það er eins og það verði
erfiðara fyrir hana að lyfta fót-
unum við hvert skref.
Hún tautar fyrir munni sér,
gamla konan í gömlu kápunni og
stígvélunum sem einhvern tíma
hafa þótt fin, og húfan sem einu
sinni var loðin, en er nú að verða
sköllótt. Konan gengur heim að
lágreistu húsi á tveim hæðum,
hún gengur upp útitröppurnar
og hverfur inn.
Er inn kemur fer konan úr káp
unni, tekur ofan húfuna og fer
úr stigvélunum, gengur út á sval
irnar og setur mjólkina þar.
Hún gengur inn í eldhús,
snyrtilegt en lítið, fer að sýsla í
eldhúsinu, hitar kaffi og strýk-
ur af borðinu, þó þess virðist
ekki þurfa.
„Hvað er ég að laga til, það
kemur hvort eð er enginn," taut-
ar hún. Hún sezt í stól og tek-
ur upp prjóna. Hún prjónar peys
ur og leista fyrir hinar og þess-
ar konur í bænum.
,,Að lífið sé skjálfandi lítið
gras . . .", byrjar hún að raula
„lítið gras, það var þá gras, lítið
gras“, svo byrjar hún aftur. „Að
lífið sé skjálfandi lítið gras, má
lesa í kvæði’ eftir Matthías, du,
du, du . . .“ Prjónarnir síga smátt
og smátt niður í kjöltu hennar
og að lokum hljóðnar söngurinn
iíka. Gamla konan er sofnuð.
„Sveinn, Sveinn, hlauptu með
þetta til hennar Guðlaugar í Þor-
valdshúsi, þú átt að fá leista í
staðinn," kallar kona. Litill
dökkhærður strákur kemur
hlaupandi og tekur við böggli af
konunni og er rokinn af stað áð
ur en konan nær að kalla
til hans að flýta sér.
Stráksi hleypur upp tröppurn-
ar, bankar, en opnar án þess að
biða eftir svari. „Gulla, Gulla, ég
er að koma með pakka til þín frá
mömmu, ég á að fá leista í stað-
inn." „Gulla vaknaðu, vaknaðu,"
sagði drengurinn. Hann heldur
áfram að reyna að vekja gömlu
konuna. „Guhulla vaknaðu,"
hann er farinn að gráta. Á end-
anum skilur hann pakkann eftir
og hleypur heim.
„Ósköp ertu búinn að vera
lengi, drengur," segir konan höst
ug-
„Mamma, hún Gulla vill ekki
vakna," segir drengurinn.
„Bíddu hérna á meðan ég hleyp
til hennar Guðlaugar." Konan
snarast i kápuna, fer út og geng-
ur röskiega gegnum bæinn.
Hún hefur tekið prjónana úr
höndum gömlu konunnar.
„Ætli hún eigi ekki kaffisopa,
sú gamla," tuldrar konan, hellir
kaffi i bolla, en það kaffi var
aldrei drukkið, enda löngu orðið
kalt.
Tveim dögum síðar var Guð-
laug í Þorvaldshúsi jörðuð, á
leiðið voru lagðir 3 stórir krans-
ar, konurnar táruðust og karlarn
ir ræsktu sig og snýttu, en heima
i eldhúsi hjá gömlu konunni stóð
kaffibolli fullur af kaffi. Það
hafði láðst að þvo hann.
Aldrei áður hafði nokkur sála
i bænum hugsað til gömlu kon-
unnar í Þorvaldshúsi. En þegar
hún var dáin, þá fannst öllum
það væri henni að þakka að þau
voru á lífi.
Allir mundu eftir að kaupa
kransa og blóm og tárast og snýta
sér. En enginn var svo hugsunar-
samur að þvo bollann sem konan
í húsinu hafði hellt fleytifullan
af kaffi tveim dögum áður og
mjólkin fékk að súrna á svölun-
um þar til húsið var selt.
Já, þannig er lífið og þannig
erum við mennirnir.
Ásdis Ingólfsdóttir 14 ára,
Safamýri 13.
JÓLAANNIR
JÓLABROT
Ellen
Framhald af bls. 5.
ég þessu að Guðbjörgu, beztu vin
konu minni og hún óskaði mér tii
hamingju og allt það. Sjálf varð
ég mest hissa og svo afskaplega
glöð. En mest hissa. Ég býst við
að ég hafi sent þessa sögu, af þvi
mig langaði í viðurkenningu, en
ég held að aldrei hafi hvarflað að
mér að ég myndi vinna,
sagði Ellen Kristjánsdóttir að lok-
um.
Agnes
Framhald af bls. 5.
— Ég get sagt þér, heldur Agnes
áfram í trúnaðartón og er enn stór-
eyg af fögnuði — að ég skil þetta
bara ekki. Og mig sem langaði svo
mikið í sleðann — að ég skuli fá
hann, og svona flottan sleða. Ég
sagði bara pabba og mömmu og
ömmu Bubbu og beztu vinkonu
minni frá myndinni. Og ég hefði
auðvitað óskað að fá svona sleða
í jólagjöf — og nú fæ ég hann al-
veg auka. Og þá veit ég ekki hvað
mig langar í. Þetta er alsniðugasta
gjöf sem ég gat fengið. Ég veit nú
að ég fæ eitthvað í jólagjöf, því að
ég sá dálítið langan pakka niðri í
geymslu, og ég held að hann sé
til mín . . . En hugsaðu þér, þeg-
ar ég get farið að leika mér á snjó
sleðanum og boðið vinkonum mín
um og iitla bróður minum með.
Því að ég á nefnilega þriggja ára
bróður og svo örlitla systur sem ég
man ekki einu sinni nákvæmlega
hvað er gömul. Bróðir minn er nú
ekki flínkur að teikna, en hann er
stundum að reyna.
— Veiztu hvað þú ætlar að
verða þegar þú verður orðin stór,
Agnes?
— Ég er nú oft að spekúlera
í því, sagði Agnes og hallaði undir
flatt. — Nú er ég til dæmis að
spekúlera í að koma á Morgun-
blaðið og verða blaðakona. Mig
langar svolítið mikið til þess. Og
til dæmis flugfreyja. Það væri
kannski gaman. Ég er oft að spekú
lera í alls konar hlutum, skal ég
segja þér, en nú er ég mest að
hugsa um, hvað verður gaman, þeg
ar ég get farið á snjósleðann minn.
Bergur
Framhald af bls. 4.
af því að taka myndir, sagði hann.
— Og sömu sögu er að segja um
bróður minn. Við erum svo heppn-
ir að hafa góða leiðsögn í pabba,
hann er ágætur Ijósmyndari lika og
hefur sagt okkur svo mikið til. Ekki
veit ég þó, hvort ég hef áhuga á
að læra Ijósmyndun, þegar ég eld-
ist. Einhvern veginn er ég nú ekki
farinn að hugsa svo langt. En þótt
mér þyki skemmtilegt að taka
myndir, er margt annað sem ég
hef gaman af, ég les t.d. mikið af
spennandi bókum og góðum. Og
ég geri ýmislegt fleira. En skemmti-
legast er að taka myndirnar og ekk
ert síður að vinna þær eins vel og
hægt er.
Snjóflyksurnar svifu rólega til
jarðar, svo þúsundum skipti og
lögðust yfir bæinn, eins og hvítt
teppi. Dökkklædd vera gekk eft
ir Austurstrætinu og skoðaði jóla
útstillingarnar i gluggum verzl-
ananna. Tugir manna voru á ferð
og flugi um göturnar eins
og maurar í mauraþúfu. Allir
voru að flýta sér eitthvað
— enda var Þorláksmessukvöld.
En dökkklædda veran var
ekki að flýta sér. Hún gekk hægt
og rólega og staðnæmdist öðru
hverju við verzlanagluggana. Við
nánari athugun kom í Ijós, að ver
an var ungur drengur, á að gizka
13 ára. Ljósir lokkarnir féllu í
bylgjum fram á ennið. Drengur-
inn var þungt hugsi:
— Af hverju eru allir glaðir
nema ég? Er ég kannski
ekki búinn að kaupa jólagjafir
handa mömmu og pabba og litlu
systur og samt er ég ekki ánægð-
ur?
Meðan drengurinn var að
hugsa þetta, mætti hann lítilli
stúlku, sem var grátandi. Dreng-
urinn hrökk upp úr hugs-
unum sínum og gekk til stúlk-
unnar:
— Hví grætur þú? spurði
hann.
— Ég er búin að týna mömmu.
— Komdu með mér.
Hann tók í hönd hennar og
leiddi hana af stað. Fór hann með
stúlkuna á lögreglustöðina.
Varla voru þau komin inn úr dyr
unum, er ung kona kom hlaup-
andi á móti þeim. Tók hún barn-
ið i fang sér og grét af gleði.
Drengurinn gekk út í jólaös-
ins, og nú fann hann hina sönnu
jólagleði.
Sverrir Björnsson, 14 ára,
Melhaga 5,
Reykjavík.
ísálfarnir
Framhald af bis. 2.
ið að borða og þáði hún það með
þökkum. Alfon gamli átti nefnilega
heima um þessar mundir í kassa hjá
stórri Emmess-ístertu sem allir álf-
arnir voru alveg hreint og klárt
vitlausir i. Hún klifraði nú upp á ís-
tertuna og þar rakst hún á afskap-
lega fallegt blóm. Langaði hana nú
að bragða á því. Klifraði .hún því
upp á það og kíkti niður. Og hvað
sá hún? Reyndar hana Mendósu
frænku sína, en hún var blómís-
álfur. Tóku þær nú tal saman og
fengu sér rækilega að borða af
blóminu. Síðan fóru þær í göngu-
ferð um ístertuna. Mættu þær þá
svni Mendósu, en hún var orðin
nokkuð gömul. Mandala varð strax
hrifin af þessum fríða pilti. Þau
giftu sig nokkrum dögum seinna og
áttu síðar margar álfastelpur og
þær urðu allar afskaplega færar
skautakonur.
Endir.
Sigríður Sigurðardóttir, 14 ára,
Sandsteinsættin
Framhald af bls. 3.
ur mjöq, og afkomendur hans að
sama skapi. Úr þessum hópi komu
síðan margir bráðsnjallir uppfinn-
ingamenn. Ber hæst nöfn Hring-
steins og Alsteins Sandsteins.
Vegna timahraks (skrifað sem
tímastill að nokkru leyti) mun ég
stytta sagnir þær sem um þessa
menn fjalla um %.
Hringsteinn Sandsteins fann upp
(eins og nafnið gefur til kynna)
hrinqinn, og litlu seinna hjólið, og
var þess vegna nefndur Hringsteinn
Hjólsteinn Sandsteins. Um æsku,
ævi og dauða Hringsteins er lítið
vitað.
Alsteinn Oddsteins fullkomnaði
verk forfeðra sinna og fann upp
allt sem eftir var hægt að finna úr
steini. Lifir hann enn góðu lífi. og
revnir fárangurslaust) að uppgötva
eitthvað úr steini. Býr hann á eyju
r Evjaálfu, og er þess vegna nefnd-
v Alsteinn Evsteinn Sandsteins . . .
Smásaga þessi var ekki samin
sem einhver endemis vitleysa
heldur hefur hún sinn tilgang. Ætl-
ast höfundur til að hún upoljúki
augum lesenda fvrir hetjum þeim,
sem á fornöld lifðu. Hafa menn
bessir afrekað miklu, og án upp-
finninaa þeirra værum við alls ekki
f beirri aðstöðu, sem við nú er-
"m í. Hiólið hefur t. d. valdið giör-
bvltingu og tekið miklum framför-
»>m frá bví það fvrst snerist sinn
fyrsta hrinq á jörðu Mesópótamíu.
Munið þess vegna „heiðra skaltu
minninqu forfeðra binna, ekki síð-
ur en föður og móður“.
Óskar Einarsson, Fjölnesvegi 5,
f. 9. des. 1957.
©