Morgunblaðið - 24.12.1972, Blaðsíða 2
Isálfarnir
ÞAÐ var einu sinni stór frystikista.
Hún stóð í eldhúsinu í gömlu timb-
urhúsi við Hamarsstiginn. ( þessu
húsi bjuggu fjórir krakkar hjá for-
eldrum sínum. Sigrún var elzt, hún
var 10 ára. Svo komu strákarnir
Óli og Villi, en þeir voru sex og
átta ára. en Gunna rak lestina,
hún var fjögra ára. Og í eldhúsinu
heima hjá þeim var stór frysti-
kista. Þar geymdi mamma þeirra
alls konar mat. En það var ekki
bara matur í stóru frystikistunni.
Þar bjuggu líka margir pínuiitíir
álfar. Þeir kölluðu sig ísálfana. En
um það vissi enginn í húsinu. Og
ef ykkur langar til að vita hvað
litlu ísálfarnir voru alltaf að gera á
daqinn er rétt að ég segi ykkur
það. Þeir voru nefnilega oftast á
skautum. Oq það var ekkert venju-
legt svellið sem þeir notuðu.
Krakka;nir þau Sigrún, Villi, Óli og
Gunna fengu nefnilega stundum að
búa sér til ísmola úr ávaxtasafa.
Þau settu ávaxtasafann í form og
settu hann síðan niður í frystikist-
una. Síðan, þegar ísmolarnir voru
frosnir brugðu álfarnir sér á
skauta. Og þegar þeir voru ekki
á skautum þá voru þeir að leika
sér í snjónum. Þeir bjuggu til snjó-
karla oq kerlingar, snjóhús og
fleira. Oq svo renndu þeir sér á
skíðum oq sleðum. Þarna í frysti-
kistunni var meðal annars risastórt
hangikjötslæri og á því renndu álf-
arnir sér.
Álfarnir bjuggu hingað og þang-
að um frystikistuna. Til dæmis
bjuqgu fjörutíu álfar þar sem hús-
móðirin geymdi jólasmákökurnar
sínar. Þar lifðu þeir í góðu yfirlæti
oq borðuðu smákökur á hverjum
Nú var frystikistan opnuð og Mandala
sá að Sigrún teygði sig eftir forminu.
deqi. Einn af íbúunum í kökukass-
anum var lítil álfastelpa sem hét
Mandala.
Og nú skal sagt frá smáævin-
týri. sem hún hafði lent í. Hún hafði
verið í skautaskóla og var orðin
mjög leikin á skautum. Einn dag-
inn var haldin veizla í stóru frysti-
kistunni. Það var hann Alfon gamli
sem bauð til hennar. í þessa veizlu
fóru allir nema Mandala, en hún
vildi heldur fara á skauta. Hún var
þvi alein á svellinu. Allt í einu datt
hún kylliflöt á svellið oq heyrði í
sömu mund að fótatak nálgaðist
frystikistuna. Hún stirðnaði uop af
hræðslu því hana grunaði að þetta
væru krakkarnir sem áttu heima
barna. Og sá grunur hennar reynd-
ist réttur. Nú var frvstikistan opnuð
og Mandala sá, að Sigrún teygði
sig eftir forminu og sem snöggvast
datt henni i hug að bíta hana í
höndina, en svo datt henni í hug,
að Sigrún mundi ekki einu sinni
finna fyrir því, svo að hún tók það
ráð að stökkva niður af forminu
um leið og Sigrún lyfti því upp og
það heppnaðist ágætlega. En hún
kútveltist bara i snjónum og var
öll snjóug upp fyrir haus og hálf-
aum í afturendanum. En henni
fannst hún hafa sloppið vel úr
þessu ævintýri. Hún hélt nú bein-
ustu leið í veizluna hans Alfons
gamla og sagði öllum sem vildu frá
þessu ævintýri. Svo var henni boð-
Framhald á bls. 7.
Úrslitin í smásagnakeppninni
Um tvö hundruð og þrjátíu
sögur bárust í smásagnakeppni
unglinga á aldrinum 13—15 ára.
Eins og nærri má geta kenndi
þar ýmissa grasa og sögur bár-
ust hvaðanæva að af landinu.
Þar voru smyglarasögur, dul-
fænar sögur, ævintýri, ferða-
sögur, dýrasögur, hugvekjur og
jólasögur, svo nokkuð sé
nefnt.
Verðlaunin hlaut Ellen Krist
jánsdóttir, 13 ára, Frakkastíg
13, Reykjavík, skíði, skíða-
skó og skíðabindingar fyr-
ir söguna Pétur og litlu menn-
irnir, og er hún birt á öðrum
stað. Akveðið var, að kaupa
allmargar fleiri sögur og
greiða hverjum höfundi þúsund
krónur fyrir.
Þessar sögur eru:
Sandsteinsættin eftir Óskar
Einarsson, 15 ára, Fjölnisvegi
5, Rvík.
fsálfarnir eftir Sigríði Sig-
urðardóttur, 14 ára, Staðar-
bakka 14, Rvík.
Þegar þorskarnir fóru í stríð,
eftir Helgu Guðjónsdóttur, 14
ára, Fífilsgötu 5, Vestmanna-
eyjum.
Haustgöngur eftir Harald
Arna Haraldsson, 13 ára, Mosa
barði 4, Hafnarfirði.
Spor í sandi eftir Andra G.
Arinbjarnarson, 13 ára, Ar-
landi 3, Fossvogi.
Gustur eftir Önnu K. Vil-
hjálmsdóttur, 13 ára, Höfða-
brekku 14, Húsavik.
Matthildur eftir Hólmfríði
Guðbjartsdóttur, 15 ára, Króki,
Kjalarnesi.
Fyrsta heiðaferðin mín eftir
Gunnar Kr. Oddsteinsson,
Skaftárdal III, Vestur-Skafta-
fellssýslu.
Þannig er lífið eftir Asdísi
Ingólfsdóttur, 14 ára, Safamýri
13, Rvík.
Tómasína eftir Örnu B. Arn-
ardóttur, 13 ára, Jörfabakka
26, Rvík.
Ferðasaga eftir Lárus Viðar
Sveinbjörnsson 13 ára, Barða-
strönd 39, Seltjarnarnesi.
Bræðurnir eftir Sædísi Arn-
dal, Norðurbraut 33, Hafnar-
firði.
Auk þess var ákveðið að
kaupa þrjár jólasögur og eru
þær:
Jólasaga eftir Asthildi Hilm-
arsdóttur 14 ára, Öldugötu 48,
Hafnarfirði.
Jólaannir eftir Ægi Jens
Guðmundsson 13 ára, Hraun-
teigi 22, Rvík.
Jólabrot eftir Sverri Björns-
son, 14 ára, Melhaga 5, Rvík.
Dómnefnd komst einn-
ig að þeirri niðurstöðu að sag-
an Svartavatn eftir Huldu Hilm
arsdóttur 13 ára, á Akureyri
væri heppileg sem framhalds-
saga í dagbók barnanna og
verður hún birt þar síðar. I
þessu blaði birtist að sjálf
sögðu verðlaunasagan um Pét-
ur og litlu mennina, svo og
nokkrar aðrar sem viðurkenn-
ingu hlutu. Hinar sögurn-
ar verða svo birtar smám sam-
an eftir áramótin.
Dómnefnd skipuðu þær
Hulda Valtýsdóttir, húsfreyja
og Jóhanna Kristjónsdótt-
ir, blaðamaður. Astæða er til
að þakka öllum þeim ótal
mörgu ungmennum, sem sendu
sögur í keppnina og vonandi
verður keppnin unglingum,
sem gaman hafa að skriftum og
sköpun til örvunar.
140 sendu ljósmyndir í keppnina
f Ijósmyndasamkeppni barna
dagbókarinnar fyrir börn á
aldrinum 8—12 ára bárust á
þriðja hundrað Ijósmyndir frá
140 Ijósmyndurum, og voru
þátttakendur víðs vegar að af
landinu. Eðlilega kenndi þar
margra grasa en í flestum til-
vikum voru þó myndirnar af
mönnum eða dýrum. Einnig bár
ust nokkrar landslagsmynd-
ir og svo auðvitað stemnings-
myndir.
Verðlaunahafi í Ijósmynda
keppninni er Bergur Axelsson,
Hraunbæ 44 í Reykjavík,
10 ára, og hlýtur hann verð-
launin fyrir mynd sína „f skól-
anum". Hún er tekin á Conta-
flex myndavél með Tessarlinsu
2,8, plus-x filmu, hraða 1/250
og Ijósop 8.
Sextán aðrar Ijósmyndir
voru valdar til birtingar, og
greiðir Morgunblaðið kr. 750
fyrir hverja mynd: Ljósmyndar
ar eru:
1) Torfi Hjaltason, Skúla-
götu 78, Reykjavík.
2) Bjarni Þorsteinsson,
Giljalandi 33, Rvk.
3) Þóra Guðrún Eylands,
Heiðargerði 54, Rvk.
4) Þórólfur Eiríksson,
Alfheimum 52, Rvk.
5) Herjólfur Jóhannsson,
Helgafellsbraut 19,
Vestmannaeyjum.
6) Guðmundur Lárus Guð-
mundsson, Asgarði 30, R.
7) Jón Ingvar Óskarsson,
Miðbælisbökkum, A-Eyja-
fjöllum, Rangárvallasýslu.
8) Helgi Harðarson, Grænu-
kinn 18, Hafnarfirði.
9) Birgir Bragason, Hólms-
grund 22, Sauðárkróki.
10) Hannes Pétursson,
Sunnuhvoli, Húsavík.
11) Pálmi Aðalbjörnsson,
Gunnólfsgötu 6,
Ólafsfirði.
12) Sveinbjörn Dúason,
Holtagötu 3, Akureyri.
13) Hjörleifur Hjálmarsson,
Hraunbæ 160, Rvk.
14) Guðmundur Óli Guð-
mundsson, Ljósheimum 3,
Reykjavík.
15) Stefánía Gunnarsdóttir,
Ketilsbraut 18, Húsavík.
16) Sjöfn Jónsdóttir, Kletta-
hrauni 15, Hafnarfirði.
Dómnefnd í Ijósmyndakeppn
inni skipuðu Ijósmyndararnir
Óiafur K. Magnússon og
Markús Jóhannsson.
Á fimmta hundrað myndir bárust
f teiknimyndasamkeppni barna
7 ára og yhgri bárust okkur
hátt á fimmta hundrað mynd-
ir. Þær voru ótrúlega fjölbreytt-
ar og þátttaka almenn í öllum
aldursflokkum. Yngsti teiknarinn
var tveggja ára en síðan fjölg-
aði jafnt og þétt eftir því sem
ofar dró í aldursstiganum.
Verðlaunin í teiknimyndasam
keppninni hlýtur sjö ára stúlka,
Agnes Kristjónsdóttir, Látra-
strönd 58 á Seltjarnarnesi fyr-
ir veglega litmynd.
Að auki voru valdar til birt-
ingar myndir og teikningar eft-
ir 30 börn, og fær hvert þeirra
500 krónur fyrir teikningu sem
birtist í blaðinu. Þessi börn eru:
1) Mjöll Þórarinsdóttir (2 ára),
Miðvangi 6, Hafnarfirði.
2) Inga Rún Harðardóttir (3
ára), Studentbyen Kring-
sjá, Osló, Noregi.
3) Ester (3 ára) — aðrar upp-
lýsingar vantar og eru því
aðstandendur hennar beðn-
ir að gefa sig fram.
4) fris Björk Hermannsdóttir
(3 ára) Búðargerði 4, Rvík.
5) Halldór Þorvaldsson (4
ára) Hraunbæ 160, Rvík.
6) Birgir Birgisson (5 ára)
Bölsche str. 8, Hannover,
Þýzkalandi.
7) Asta Þórisdóttir (4 ára)
Drangsnesi.
8) .Halldór Ásgrímsson (4 ára)
Túngötu 20, l'safirði.
9) Edda Björk Guðmundsdótt
ir (5 ára) Bjarmalandi 12,
Rvík.
10) Elín Rósa Sigurðardóttir (5
ára) Hvolsvegi 21, Hvols-
velli.
11) Guðbjörg Egilsdóttir (4
ára) Strandgötu 97, Eski-
firði.
12) Davíð Steingrímsson (4
ára) Laugarnesvegi 45,
Rvík.
13) Guðmundur Þór Gunnars-
son (4 ára) Tjarnarbóli 10,
Seltjarnarnesi.
14) Agúst Harðarson (5 ára)
Studentbyen Kringsjá, Osló,
Noregi.
15) Sigrún Pálsdóttir (5 ára)
barnaheimilið Skógarborg
við Borgarspítala.
16) Gunnar Þór Sveinsson (5
ára) barnaheimilið Skógar-
borg við Borgarspítala.
17) Hrund Þórarinsdóttir, (5
ára) Miðvangi 6, Hafnar-
firði.
18) Sif Cortes (5 ára) Alftamýri
34, Rvík.
19) Laufey Jóhannesdóttir (6
ára) Hlíðarvegi 4, fsafirði.
20) Kristín Karólína Harðardótt
ir (6 ára) Sæviðarsundi 35,
Rvík.
21) Gunnar Halldórsson (6 ára)
Tjarnarbóli 10, Seltjarnar-
nesi.
22) Una Margrét Jónsdóttir (6
ára) Ljósvallagötu 32, Rvík.
23) Guðný Hafdis Hill, (6 ára)
Norðurgötu 15, Sandgerði.
24) Liney Símonardóttir (6 ára)
Túngötu 23, Vestmannaeyj-
um.
25) Helga Daníelsdóttir (6 ára)
Glaðheimum 14, Rvík.
26) Arni R. Stefánsson (6 ára)
Smáragrund 15, Sauðár-
króki.
27) Halldór Björnsson (7 ára)
Sunnuvegi 5, Selfossi.
28) Hanna Þorgerður Vilhjálms-
dóttir (7 ára) Skjólbraut 1,
Kópavogi.
29) Atli Guðmundsson (7 ára)
Hringbraut 3, Hafnarfirði.
30) Jóhann H. Ragnarsson (7
ára) Hvassaleiti 157, Rvik.
Dómnefnd skipuðu teiknikenn
ararnir Þórir Sigurðsson og
Anna S. Pálsdóttir.
©