Morgunblaðið - 24.01.1973, Síða 7

Morgunblaðið - 24.01.1973, Síða 7
MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1973 7 Bridge Hér fer á eftir spál frá le'jkn- uim miIM Holl'ands og Gritok- lands í kvennaflökki í Evrópu- mieistaramótinu 1971. Norðmir S: K 2 H: Á-G-10-8-7 T: K-G Vestur S: 8-5 H: K-9 6-5-3 T: Á-8-2 L: G-6-4 L: K-D-7-3 Amstiuir S: G-4-3 H: 4 T: D-10-9 6-4 3 L: 10-85 Siuður S: Á D-10-9-7-6 H: D-2 T: 7-5 L: Á-9-2 H'oljenzku d-öm'Urnar sátu N-S við annað borðið og s&gðu þannig: s. N. 1 SP. 3 hj. 3 sp. 4 sp. Sagnhafi vann spilið, íékk 10 slagi. Við hitt borðið sátiu grisktu döimurnar N-S og sögðu þannig: S. N. 1 sp. 2 hj. 2 sp. 3 1. 3 sp. 4 gr. 5 hj. 6 gr. Austur lét út lauía 8 og sagn hafi fékk alla slagina. Fyrir spil ið fékk gríska sveitin 12 stiig, en það nægði ekki til sigurs í leiknuim, sem lauk með siigri Hol l'andis 83 stig gegn 71. Álieit og gjafir Afhent Mbl. Áheit á Strandar- ldrkju EG 200, HB Hafnarfirði 300, Steingerður Guðimundsdóttir 200, frá GG 10.000, Ebbi 300, JÁK 100, ÞE 500, ÓH 1000, VO 2000, frá GG 500, NN 1. DAGBÓK BAKWWA.. fwwwlbsmmn GIMSTEINA- AKURINN EFTIR ÖNNU WAHLENBERG Og skartgripurinn vakti líka sannarlega attiygii. Þeg- ar hún stóð í stóra salnum innan um allt hirðfólkið og tók' af sér hálskiútinn svo steinninn kom í ljós, kváðu við undrunaróp úr öllum áttum og allir fóru að spyrja hvers konar skartgripur þetta væri. „Hamingjan góða, bamið mitt,“ sagði móðir hennar. „Ég sé ekki betur en þetta sé grágrýti.“ En þá hló dóttirin hæðnislega og sagði þeim frá því, hvernig hún hafði eignazt hann og hún sagði frá gim- steinaakrinum, sem slægi á fjólubláum bjarma af ame- tystunum. En ölium venjulegum tröllum veittist erfitt að sjá, hve steinarair væru fínir, sagði hún. „Hm,“ sagði gömul tröllahirðmær og rýndi í gegnum bergkristal, sem hún notaði fyrir einglyrni, „mér sýnist næstum ég sjá að hann er fjólublár.“ Og báðar tröllaprinsessurnar komu hlaupandi til að fá að sjá. „Já, víst er hann fjólublár,“ sögðu þær. „Og sjáið þið hvað Ijómar af honum. Við fáum ofbirtu í augun.“ Og svo brugðu þær höndunum fyrir augun á sér til þess að blindast ekki. Og tröllastelpunni var hrósað svo mikið fyrir skartgripinn, að hún var trúlofuð tröllastrák, sem átti tvö fjöll og fimm ása, áður en veizlunni var lokið. Næsta kvöld fór Ingi aftur úr á spilduna sína til að tína saman grjótið og velti því fyrir sér, hvort honum mundi ekki berast hjálp aftur. Ekki leið heldur á löngu þar til hann sá glitta í mjólk- urdiskaaugu í einirunnunum og þar voru þá komnar tvær tröllastelpur, sem góndu á hann. Það voru trölla- prinsessumar. Þær höfðu ekki getað um annað hugsað en jarðarskikann með ametystunum og urðu að koma til að sjá hann með eigin augum. „Gott kvöld,“ hrópuðu þær, þegar þær sáu, að hann hafði orðið þeirra var. „Viltu að við hjálpum þér að tína?“ „Tja, mér er svo sem sama,“ sagði Ingi. Hann vildi ekki vera of ákafur. „Við skulum hjálpa þér fyrir næstum ekki neitt . . . bara tvo steina handa hvorri. Við ætlum að nota þá fyr- ir eyrnalokka. Ingi klóraði sér í höfðinu. „Jaaaa,“ sagði hann. „Það er auðvitað allt of mikið, en ég skal gera það fyrir ykkur í þetta eina sinn.“ Og þá voru þær ekki seinar á sér, tröllaprinsessurnar, breiddu úr pilsunum sínum, fylltu þau af grjóti og fleygðu þeim í hrúguna og þegar fór að birta af degi voru þrír fjórðu hlutar af landareigninni orðnir eins og nýplægður akpr. Ingi gaf þeim tvo steina hvorri og þær hlupu hinar kátustu heim á leið til að bora í þá göt og gera hinum hirðmeyjunum gramt í geði með fínu eyraalokkunum sínum. AJ'hent Mbl. Breiðholtsf jöl- skyldan v. Hafsteins. Ómerkt 100, Leo Vilhjálmsson 500, RG 1000, NN 100, E3lín 1000, NN 500, Ömerkt 1050, RÞ 500, Guðrún Síemundsd. 1000, Guðný 500, GS 1000, Margrét ís ölfsdóttir 1000, Haraldur Öiafs- son, 1000, Pétur Björnsson 500, MH 1000, Halla 300, VE . 300, Sigurður Sigurðsson 2000, NN 1000, Bára Sigurjónsdótitir oig Pétur Guðjónsson 2000, GM 500, Axel Axelsson 300, Árni B. Gunnlaugsson 1000, JJ 2000, frá BB 1000, Guðbjörg og Einar 1000, Hanna 1000, NN 1000, VT 500, NN 500, JS 500, NN 300, frá Sigurði 100, frá Bögeskow 500, Samskot 3500, frá Steypu- stöðinni 3000, Ónefndiur 1000, KK 1000, Hl 2000, GÓL 1000, frá Kolbrúnu 500, NN 100, frá Eyvindi 500, GF 1000, NN 500, Kari Kristinsson 50, Velunn- ari 1000, Guðmundur Einarsson 500, Gísli Guðmundsson 500, frá HV 1000, Margrét Jónsdóttir 200 Þuríður Jónsdóttir 5000, frá Völu, Hrefnu og Heiðwigu 1500, Anna Eiríksdóttir 100, frá Lyng brekku 3, Kópavogi 1000, NN 2000, Spilafélagar 800 GT 500, GV 300, Nafnlaust 1000, NN 100. PENNAVINIR 16 ára norskur piltur, sem álhuiga hefur á sundi, fótbolta, hestum og frimerkjum, óskar eft ir að komast í bréfasamband við íislenzkan dreng. Nafn og heimilisfang: Jan Groff övrelandskoillvei 30 Hauketo Norge. HENRY SMAFOLK /iiitiii i u/iw, (tml/ú m/m nutit 5HE5 THE CUTE5T1 LITTLE BIRP l'VE EVER KN0UN, AMP HDUéiONOPOLIZEP HER THE IdHOLE í" IT BR0KE Mý HEART,....THAT'5 WH<? I 5ENT WU A BlLL F0R — Ég bauð þér tll þrett- ándagleði niinnar vegna þess að þú ert vinur minn.“ — Ég hafði boðið til veizl- nnnar nokkru, sem ég vildi að þii kynntist-“ — Hún er yndislegasti fngl, sem ég hef fyrir hitt á lífsleið- inni, og þú einangraðir hana úti i horni allt kvöldið. — Og ég var alveg eyðilagð ur, þess vegna sendi ég þér reikning upp á 500 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.