Morgunblaðið - 24.01.1973, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1973
r t HAMFARIRNAR í VESTMANNAEYJUM * Sí,-
Við verðum að fá að trúa
því að við komumst heim
...þar er allt okkar líf
Litið inn í skóla í Reykjavík í gær
og Vestmannaeyingar teknir tali
ÞEGAR fréttamenn Mbl. fóru upp úr hádeginu í gær í
skóla þá, þar sem tekið var á móti Vestmannaeyingum
og að þeim hlynnt, var víðast orðið þunnskipað nema í
Stýrimannaskólanum; þar var enn nokkur örtröð og
fleiri farþegabílar væntanlegir. í hinum skólunum voru
aðeins eftir fáar fjölskyldur og hafði þeim flestum ver-
ið útvegaður samastaður fyrir sig og sína um það er
Iauk. Langflestir Eyjaskeggjar fengu húsaskjól hjá
ættingjum og vinum og fjölmargir buðu fram aðstoð
sína, m.a. með því að hjóða til dvalar heilum fjölskyld-
um eða léðu íbúðarhúsnæði. Mikil ánægja var að fylgj-
ast með því, hversu vel og skipulega hafði verið unnið
á hverjum stað og allir lagt fram sinn skerf til að sem
greiðast og bezt gæti gengið.
Melaskólinn
í Melaskólanum voru kon-
ur úr Rauða krossinum og
Kvenfélaginu Heimaey — fé-
lagi Vestmannaeyjakvenna,
bú9ettra i Reykjavik — sem
höfðu unnið að skráningu og
aðstoð við að bera gestunum
mat og hlúa að þeim, sem las
burða voru. 1 Melaskólann
munu hafa komið milii 5—600
Frá Melaskóla. Konur úr kvenfélaginu Heimaey og Rauða
kross konur að störfum.
manns. Við tókum tali tvær
konur úr Heimaey og spurð-
um frétta.
— í fyrstu komu hingað að
allega börn og konur, einnig
aldrað fólk, og svo síð-
ar heilu fjölskyldurnar,
sögðu þær systur Helga og
Gunnhildur Helgadætur. —
Okkur fannst fólkið vera
ósköp duglegt. Margir fengu
strax samastað hjá ættingjum
og margir vildu taka þá, sem
ekki áttu að neinu að hverfa,
inn á heimili sín. Við teljum
að vandkvæði á að koma fólk
inu fyrir hafi nánast engin
verið, vegna þess ein-
staka góðvilja sem Reykvík-
ingar hafa sýnt. Auð-
vitað voru margir dálítið mið
ur sín, en hvemig getur ann
að verið, þegar svona váleg-
ir atburðir gerast, sem eng-
inn veit, hverjar lyktir fá.
Flestar kvennanna hafa ver-
ið hér siðan eldsnemma
í morgun og margir aðr-
ir hafa lagt hönd á plóginn.
— Annars hefur fólk-
ið verið vel á sig kom-
ið, sagði Valur. — Við höf-
um auðvitað orðið að hjálpa
ýmsum, gefa róandi lyf í þó
nokkrum tilvikum og reynt
að hressa upp á þá, sem við
höfum séð að væru illa komn
ir. Sumir voru skelfdir og
höfðu við orð, að þeir færu
aldrei framar til Eyja,
en flestir virtust binda von-
ir sínar allar við það að fá
að komast heim aftur.
Hjónin, Adolf Sigurjóns
son og Herdís Tegeder ásamt
þremur sonum sínum og föð
ur Adolfs, Sigurjóni Ri.-íks
syni, voru meðal þeirra, s ;in
voru í Melaskólanum.
Valur Júlíusson læknir og
Ingibjörg Nielsen, h.júkrun-
arkona voru í sjúkraherberg
inu, og sagði Valur að þau
hefðu sent þrjá á sjúkrahús,
konu sem hefði hrasað
og auk þess fengið snert af
taugaáfalli, hjartasjúkling
hefði verið komið á spítala og
einn færi á Vífilstaði til hress
ingar.
Pierre Cabatailldi
Þau kváðust engan þekkja
náið í bænum, sem þau gætu
leitað til en vonuðust eftir
að fá stað hjá einhverri fjöl-
skyldu i bænum. Hjónin
voru mjög ánægð með aiian
aðbúnað í Melaskólanum og
svo drengirnir, sem eru 5, il
og 14 ára gamlir, en Sigur-
jón, sem er farinn að eldast
var þreyttur óg vonaðist eft-
ir að komast sem fyrst inn
á heimili, þar sem hann gæti
hvílzt betur.
öll voru þau furðu brött,
og staðráðin í að fara aftur
til Eyja. Þó var hálfgerður
beygur í Herdísi. Strákamir
sögðust ætla heim eftir tvo
daga, þvi ekki mætti dragast
að gefa páfagaukunum, sem
eftir urðu. Strákarnir
voru ekkert sérlega leiðir yf
ir því, að fá svona óvænt fri
úr skólanum, þó að þeir kysu
Börnin Arni, Trausti og Mar ía ásamt kettinum Mjallhvíti.
að vera áfram i skólanum í
Eyjum.
Sigurjón Eiríksson sagði
að eldgosið hefði ekki kom-
ið sér á óvart, og að búast
hefði mátt við þessu, þar eð
vitað var, að hér var
um sömu sprungu og í Surts-
ey að ræða.
Sonur hans, Adolf, var aft
ur á móti á öðru máli, og
kvaðst aldrei hefði trúað, að
slíkt ætti eftir að koma fyr-
ir. — Ég hélt fyrst, að verið
væri að skjóta upp eldflaug-
um í nágrenninu. En eldgos,
datt mér ekki i hug.
Franskur piltur, Pierre
Cabataille, sem dvalizt hef-
ur í rúmlega hálfan mánuð í
Vestmannaeyjum við fisk-
verkun hjá Fiskvinnslustöð-
inni, kvaðst hafa vaknað um
þrjúleytið i fyrrinótt, við
miklar drunur. Um leið og
hann leit út um gluggann og
sá eldsbjarmann, hélt hann að
kviknað hefði i húsi einhvers
staðar í grenndinni.
Fljótlega áttaði hann sig
þó á, hvers kyns var, því að
á þeim stutta tíma, er hann
dvaldist í Eyjum, hafa marg-
ir frætt hann um eldfjallið
Helgafell og hraunið, sem úr
því hefur runnið.
— Ég varð ekki hræddur, og
gerði enga tilraun til að
hlaupa niður á höfn strax, ég
kaus að hinkra við og horfa
á eldglæringarnar, enda var
ég það langt frá gosstaðnum,
að mér var alveg óhætt. Ég
fór ekki fyrr en lögreglan
gaf fyrirskipun, um að allir
Lil.ja Sigfiisdóttir og Pétur Guðjónsson. Til vinstri Siffurður Jóelsson.
ættu að yfirgefa eyjunna —
sagði Cabataille.
Cabataille gafst nægur
tími til að bjarga öllum eig-
um sínum, en hingað kom
hann ekki fyrr en um sexleyt
ið í gærmorgun.
Þegar Cabataille var
spurður, hvað hann hygðist
nú fyrir, svaraði hann því
til, að hann ætlaði sér að
dvelja nokkra daga í Revkja
vík, og sjá hvernig málum
lyktaði.
Hamrahlíðarskóli
1 Hamrahlíðarskóla hittum
við tvær skólastúlkur sem
verið höfðu við störf í skó!-
anum allan daginn. Nú var
annríkið um garð gengið og
þær gátu fengið sér verð-
skuldaða hvild. Þær kváðust
hafa komið i skólann til að-
stoðar og hið sama hefði
fjöldi nemenda gert ótil-
kvaddur, til að gefa fólki
mat, smyrja brauð og hlynna
að börnum oig öldruðum.
Tvær Eyjafjölskyldur sátu
inni í einni kennslustofunni
og voru að biða eftir að fá
að vita, hvar þær fengju næt
urstað. Það voru Elsa og Sig
urður Guðmundsson og
Jessy Friðriksdóttir og
Trausti Jakobsson. Hvor
fjölskylda er með tvö börn.
Önnur fjölskyldan hafði kom
ið til lands með Halkion, en
hin með Danska Pétri
og voru bátarnir þétt setn-
ir. Sigurður og fjölskylda
hans býr austur á Urðum, en
hin fjölskyldan vestar í
kaupstaðnum. — Ég get ekki
neitað þvi að ég varð ákaf-
lega hrædd fyrst, sagði
Jessy. Við vöiknuðu.m við
jarðskjálftakipp og rétt á eft
ir hringdi tengdamamma og
sagði, að kviknað væri í öll-
um Austurbænum. Trausti
fór þá út og sá fljótlega
hvers kyns var. Við vorum
ekki aðeins hrædd um okkur,
við vorum líka hrædd, að
þegar hefði orðið einhver
mannskaði. En yfirleitt
reyndi fólk að halda rósemi
og þegar niður á
hryggju kom, var ekkert um
óp og læti, þar gekk allt
fyrir sig af stillingu.
— Það gerði ástandið bæri
legra, segir Sigurður, að nóg
var af bátunum og talað var
um að fært væri á flugvöll-
inn. Daginn áður höfðu ver-
ið ellefu vindstig í Eyjum